Morgunblaðið - 23.11.1997, Side 31

Morgunblaðið - 23.11.1997, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ Ég held að við þurfum að fara að huga að því að byggja hér alvöru lúxushótel - og þá í samvinnu við erlenda hótelkéðju. við aðrar borgir. Það er lítið hægt að stunda verslun ef fólkið situr í rútu í átta tíma á dag. Ég hef ekkert á móti því að út- lendingar skoði náttúruperlurnar okkar en það er mjög æskilegt að gert sé ráð fyrir því að fólk staldri við í borginni í einn dag - og þá ekki á sunnudögum þegar allar verslanir eru lokaðar. Um það snýst jú málið meðal annars þegar verið er að tala um tekjur af ferðamönn- um.“ Eigum að selja landið dýrt „Ég er líka þeirrar skoðunar að við eigum að selja landið dýrt, vegna þess að við höfum það sem aðrar þjóðir hafa ekki; hreinleikann, bæði í lofti og vatni. Þetta eru gæði sem eru orðin svo sjaldgæf á Vest- urlöndum, lífsgæði sem fólk er til- búið til að borga fyrir. Með því að leggja mikla áherslu á að selja ódýr- ar skoðunarferðir til Islands þar sem allt virðist kosta nánast ekki neitt - vatnið rennur endalaust úr ki-önunum og það kostar ekkert að skoða náttúrperlurnar - fáum við hingað ógrynni af ferðamönnum sem skilja nánast ekkert eftir sig. Þeir kaupa kannski einn minjagrip og þar við situr. Ég vil selja ísland sem lúxus þar sem lífsgæði eru mjög mikil og ég vil sjá ferðamenn sem eru tilbúnir til að borga fyrir þessi miklu gæði. Ég vil sjá ferðamenn sem geta leyft sér að fljúga til íslands til að leika sér á snjósleðum uppi á jöklum í dagstund eða svo. Ég held að við þurfum að fara að huga að því að byggja hér alvöru lúxushótel - og þá í samvinnu við erlenda hótelkeðju. Þá á ég við hót- el sem hefur gæðastaðal sem hæfir gæðum landsins — með fullkomn- um ráðstefnusölum, spilavíti og úti- búi frá stóru tískuhúsunum og það verður að vera staðsett í miðborg- inni vegna þess að ráðstefnugestir eru þeir ferðamenn sem skilja mest eftir sig hérna. Þetta er nefnilega ekki spurning um magn, heldur gæði. En til þess að laða hingað til lands fólk með mikið fjármagn á milli handanna, þarf standardinn að vera mjög hár og við þurfum að geta tekið á móti stórum hópi sem lifir í sjö-stjörnu heimi.“ Finnst þér raunhæft að bjóða upp á verslunarferðir til íslands? „Við erum að reyna það?“ Hverjir eru „við?“ Atvinnu- og ferðamálastofa Reykjavíkurborgar, Miðborgarsam- tökin, Euro-taxfree shopping, Kr- inglan, Kaupmannasamtökin, Versl- unarráðið, Islensk verslun og Flug- leiðir. Þetta er dýrt og tekur tíma og það er mikil vinna í þessu en þeir ferðamenn, sem nú þegar hafa kom- ið í verslunarferðir sem hafa verið skipulagðar hingað, eru mjög ánægðir og mjög undrandi á vöru- úrvalinu hérna og gæðunum - og ekki síst hinu lága verði. Ég á frekar von á því að innan fjögurra til fimm ára verði þetta farið að ganga. En það er dálítið mikið undir ferðaskrifstofunum komið og þeim yfirvöldum sem taka ákvarðanir um það hvemig ísland verður markaðssett í framtíðinni; hvort við höldum áfram að selja landslag og lopapeysur eða hvort við ætlum að leggja áherslu á menn- ingu, listir og verslun í hágæða- flokki. Því liggur boltinn ekki síst hjá þeim yfirvöldum sem taka ákvörðun um það hvort hér verði komið upp aðstöðu til að flytja hing- að þann hóp sem hefur virkilega efni á þeim gæðum sem hér eru - og skilur eitthvað eftir sig.“ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 31 3BL a og kvikmyndahúsa í heiminum nota jbl háta/ar Tóneyru heimsins nema gœöin 2 verölaunakerfi frá JBL Dolby ProLogic heimabíómagnari 3x20 + 2x10 + 20 watta magnari 1 Tvö Audio Input fyrir video og geislaspilara Öflugur bassahátalari (Subwoofer) Umhverfishljómur 1 Fjarstýring EISA Award What Hi-Fi Award Home Entertainment Award ESC200 Kr. 39.900stgr. Dolby ProLogic 200 watta heimabíómagnari sem byggbur er inn í bassahátalara (Subwoofer) 3x65 + 2x15 + 65 watta bassahátalari Tvö Audio Input fyrir video og geislaspilara Fimm Two Way hátalarar - þeir minnstu á markabnum Öflugur 65 watta bassahátalari (Subwoofer) Fjarstýring TLXIOI Kr. 9.900stgr. TLX103 Kr. 10.900stgr. |1 TLX200 Kr. 12.900stgr. TLX103 Kr. 10.900stgr TLX5000 Kr. 29.900stgr. AVR11 Kr. 39.900stgr. TLX700 Kr. 49.900stgr. AVR41 1 Heimabíómagnari meb RDS útvarpi. 2x40 watta magnari fyrir tónlist eba 3x35+2x20 watta fyrir heimabíó. Kerfi: Dolby ProLogic og Dolby 3 Stereo kerfi. Fullkomin fjarstýring. 2 150 watta framhátalarar - 3 way. 3 100 watta mibjuhátalari - 2 way. 4 60 watta Surround hátalarar - 2 way. Kr. 49.900stgr 1 Heimabíómagnari meb RDS útvarpi. 2x65w magnari fyrir tónlist eba 3x55+2x75,5w fyrir heimabíó. Dolby ProLogic og Dolby 3 Stereo, Hall Surround og hið nýja WRAP kerfi frá harman/kardon. Fullkomin fjarstýring. Fullkomin fjarstýring. 2 200 watta framhátalarar - 3 way. 3 100 watta mibjuhátalari - 2 way. 4 80 watta Surround hátalarar - 2 way. Fullt verb kr. 100.667,- TILBOÐ Kr. 84.900stgr. Fullt verb kr. 137.333,-1 TILBOÐ Kr. 114.900stgr Siónvarpsmiðstöðln Umbobsmenn um land allt: VtSTURlANO Hljómsýn. Akranesi. Xaupfélag Borglirðinga. Borgamesi. Blómsturvellir. Hellissandi. Guðni Hallgrimsson. Gntndarfirði.VESTFIRBIR: Ralbúð Jónasar Þórs. Patreksfirði. Póllinn. Isalirði. NORÐURLAND: (I Sieingrimsfjarðar, Hólmavik. Tl V-Húnvetninga. Hvammsranga. Kf Húnvetninga. Blönduósi. Skaglirðingabúð. Sauöárkróki. ILEA Dalvik. Bókval Aknreyri. Ijósgjalinn. Akureýri. QrYogl Húsavík. Kf Þingeyinoa. Húsavík. Urð. Raufarhnfn. AUSTURUND: KF HÉraðsbúa. Egilsstööum. Verslunin Vík. Neskaugsstað. fauptún. Vnpnalirði. tf Vópnfirðinga. Vopnalirfli. RF Héraísbúa. Seyðislirfli. lumbræður. SeYÍisfirði.W Fáskrúðsfjarflar. Fáskrúíslirði. KASK. Djúpavogi. KASK, Hðln Hirnalirði. SUBURLAND: Ralmagnsverksræði m, Hvnlsvelli. Mislell, Hellu. Heimsiakni, Sellossi. lk Sellossi. Rás, Þorlákshpln. Brimnes, Vesrmannaeyjum. RtYtJANÍS: Ralhnrg, 6rindavik. Hallagnavinnusl. Sig. Ingvarssonar. Garði. Ralmalli. Halnarliiði. /db\

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.