Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VAXANDI ANDSTAÐA VAXANDI andstaða er við kvótakerfið í óbreyttri mynd meðal forystumanna í sjávarútvegi og stjórnvalda. Þetta kom skýrt fram á Fiski- Jaingi svo og í ræðu Halldórs Ásgrímssonar, formanns Fram- sóknarflokksins, á miðstjórnar- fundi flokksins í fyrrakvöld. Fiskiþing samþykkti tillögu um að heimild til framsals á leigukvóta yrði afnumin og ein- ungis heimiluð jöfn skipti á afla- heimildum innan núverandi fisk- veiðistjórnkerfis. Þessi sam- þykkt Fiskiþings hlýtur að telj- ast nokkur tíðindi, þar sem full- trúar á Fiskiþingi eru úr forystu- sveit sjávarútvegsins víða um land. Ræða Halldórs Ásgrímssonar í fyrrakvöid er ekki síður athygl- isverð. Þar kom fram, að hópur þingmanna flokksins hefur um skeið unnið að því með samtölum við fólk víðs vegar um landið að kynna sér viðhorf til kvótakerfis- ins og stefnunnar í sjávarútvegs- málum. Sú staðreynd ein, að þingflokkurinn hefur frumkvæði að slíkri könnun sýnir hvað óánægja með óbreytt kvótakerfi veldur miklum áhyggjum innan Framsóknarflokksins. í ræðu sinni leitaðist formaður Framsóknarflokksins við að sýna fram á, að stjórnvöld hefðu kom- ið til móts við gagnrýni á óbreytt kvótakerfi m.a. með því að leggja til við Alþingi að takmörk yrðu sett við því, hvað einstök útgerð- arfyrirtæki megi eiga miklar veiðiheimildir. En jafnframt lýsti Halldór Ásgrímsson þeirri skoð- un, að hann teldi ekki erfitt að ná samkomulagi um frekari tak- mörkun á framsali veiðiheimilda. Samþykkt Fiskiþings og ræða formanns Framsóknarflokksins sýna, að þeir sem ráða ferðinni eru að átta sig á því, að þjóðin mun ekki þola óbreytt kerfi öllu lengur. Það er hins vegar athygl- isvert, að báðir aðilar líta svo á, að frekari takmörkun á fram- sali veiðiheimilda sé lausnarorð- ið. Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð útgerðarmanna verða við því. Er hugsanlegt að þeir telji það þjóna betur hags- munum sínum að greiða veiði- leyfagjald gegn því að framsalið verði fijálst? Það væri alla vega meira í samræmi við sjónarmið þeirra, sem aðhyllast hinn frjálsa markað. HEIMSOKN SCHRÖDERS LANGT er síðan heimsókn erlends stjórnmálamanns hefur vakið jafn mikla athygli og koma Gerhard Shröders, for- sætisráðherra Neðra-Saxlands, hingað til lands og er frumkvæði Ingimundar Sigfússonar, sendi- herra íslands í Þýzkalandi, að þeirri heimsókn þakkarvert. Hér er um að ræða einn áhrifamesta stjórnmálamann í Þýzkalandi um þessar mundir og í heimsblöðun- um er fjallað um hann sem lík- legt kanslaraefni jafnaðarmanna og hugsanlegan eftirmann Helmut Kohls. Umsögn Schröders um sam- skipti íslands við ESB vekur at- hygli. Hann sagði á fundi Þýzk- íslenzka verzlunarráðsins í fyrradag, að íslendingar nytu í raun nánast allra kosta ESB en að við hefðum losnað við ókost- ina með því að standa utan við bandalagið. Þessi ummæli eru óneitanlega staðfesting á því að stefna stjórnvalda í samskiptum við ESB hafi verið rétt. Um leið og Schröder lýsti ákveðnum efasemdum um mynt- bandalagið taldi hann einsýnt að það yrði að veruleika en lýsti jafnframt þeirri skoðun að póli- tískt samband Evrópuríkjanna ætti að fylgja í kjölfarið. Verði sú raunin stöndum við íslending- ar frammi fyrir enn flóknari spurningum á næstu árum varð- andi afstöðu okkar til ESB. 3Hetjan í hómers- • kviðum er falleg eða sterk; há vexti, auðug og afbragð annarra að öllu leyti. Hún minnir mjög á þær einkunnir sem hetjurnar í íslendinga sögum fá og er ekki úr vegi að ímynda sér að fyrirmyndirnar séu sóttar í þetta hómerska hetjusamfélag (sjá grein mína í Lesbók um hetjulýsingar í fornum sögum, Mannlýsingar og víxláhrif, 43. tbl. 7. des. 1985). Akkilles er sterkur, Nestor sem er gamall er vitur en grobbar af því að ungur hafi hann getað lyft steini sem tveir menn réðu ekki við, Æjax var sterkur og Odysseifur kænn, jafnvel slægur einsog Óðinn. Allar þessar lýsingar þekkjum við úr fornum íslenzkum sagna- skáldskap. Og þá ekkisíður mikil- vægi gistivináttunnar einsog hún birtist í Hómerskviðum. Mönnum er skylt að taka vel við þeim sem knýja dyra, veita þeim fæði og húsaskjól og leysa þá út með gjöf- um. Vinátta var heilög einsog í Is- lendinga sögum og ef slæst upp á vinskapinn skal það jafnað með gjöfum og stórhug. Ákamemnon móðgar Akkilles í upphafi Illions- kviðu en til sátta gefur hann honum gull, hesta og góða gripi, en að auki hönd dóttur sinnar og skulu þá sættirnar vera innsiglaðar með þeim hætti. Allt minnir þetta á andann í íslendinga sögum og raun- ar svo mjög að ótrúlegt er að Hóm- erskviður hafí ekki legið fyrir þýdd- ar á 13. öld. En höfundar sagnanna hafa þá þekkt þær í öðrum útgáfum sem til voru í heimsveldi rómversku kirkjunnar. Það skipti ekki litlu máli í fornum íslenzkum sögum hvernig hin dauða hetja leit út á líkbörunum. Bezt var að áverkar væru sem minnstir á líkinu og hinn dauði sýndi jafnvel yfirburði sína á líkbörunum. Við þekkjum slíkar lýsingar úr fornum sögum íslenzkum og höfundarnir reyna jafnvel að gera sér mat úr slíku til að efla álit hetju sinnar. HELGI spjall Þetta hafa þeir ekki- sízt sótt í umhverfi Hómers. í Njáls sögu segir svo eftir brenn- una: „En líkami Njáls og ásjóna sýnist mér svo bjartur að eg hefí engis dauðs manns líkama séð jafn- bjartan“ (segir Hjalti Skeggjason í 132. kafla, en enginn var áreiðan- legri vottur þessa en einn helzti frumkvöðull kristnitöku á íslandi). Akkilles drepur Hektor í Tróju. Það var mikilvægt að á Hektor sæi sem minnst. Eitt af því sem hetjan óttað- ist mest var limlesting eða áverkar á honum dauðum. Akkilles dregur Hektor bundinn við vagn sinn og reynir þannig að svívirða hann dauðan og gera hlut hans sem minnstan. En þetta hatur kemur ekki í veg fyrir að hann tekur vel Prímusi konungi, föður Hektors, þegar hinn síðarnefndi kemur á fund hans og nýtur góðs af hug- myndum hellena um gistivináttu. Honum er vel tekið og hann er frið- helgur þá stund sem hann dvelst í húsum Akkillesar áðuren hann heimtir lík sonar síns. En dauður vildi Akkilles sjálfur heldur vera venjulegur lifandi maður en dauð hetja í Hades. Hetjunni þótti jafn- vel betra að vera lifandi mús en dautt ljón. Einsog í fomum íslenzkum sög- um var hómerska hetjan aldrei að- gerðarlaus og gat helzt ekki setið á friðarstóli heima á búi sínu eða stundað jörðina einsog efni stóðu til. Fólkið í hómerskviðum lifði í akuryrkjusamfélagi en það bar vott um mennsku gagnstætt þvi samfé- lagi sem risar búa í en þeir geta jafnvel verið mannætur einsog lýst er. Þær frásagnir minna á ævin- týraáhrifin í lygisögum Fornalda- sagna Norðurlanda. En hvað sem leið óskum Akkilles- ar hlaut hetjan umbun eftir dauð- ann rétteinsog gert var ráð fyrir í fornum trúarbrögðum norrænum. Hómersk dyggð minnir á eina helztu dyggð Islendinga sagna, þ.e. samkeppni. Og af þessari miklu samkeppni hlýzt áð sjálfsögðu ógeðfelldur mannjöfnuður. Honum er bezt lýst í orrustum og má það einnig til sanns vegar færa þegar íslendinga sögur eru hafðar í huga. í þessari samkeppni stækkar hetj- an; vex og skín. En menn verða að halda vissar reglur og París, sem er upphafsmaður Tróju-stríðsins, brýtur frumreglu þessa samfélags þegar hann gengur þvert á gistivin- áttuna og rænir Helgu hinni fögru. Þá kemur til kasta þeirra sem eiga harma að hefna. Þeir sitja ekki auðum höndum í hómerskviðum, ekki frekaren í íslendinga sögum. Allt er þetta með sama sniði í hómerskviðum og fornum sagna- skáldskap íslenzkum og getur vart verið tilviljun. Rætur hefðar okkar liggja því augljóslega í mikilvæg- asta ljóðsagnabálki vestrænnar menningar, en á honum virðist hvíla öll menning grískrar fomaldar og arfleifð hennar í rómversku um- hverfi síðar. Þessi hellenski sagna- brunnur er ekkisíður mikilvæg upp- spretta menningar okkar og samfé- lagshátta en sá gróskumikli veru- leiki sem við höfum hlotið í arf úr kristnu og gyðinglegu samfélagi biblíunnar. Úr þessum jarðvegi hef- ur arfleifð okkar sogið næringu og endumýjað þann heiðna germanska arf sem við hlutum frá forfeðrum okkar á Norðurlöndum og víðar. I þessum arfí leynist einnig venjulegt fólk. Það grillir í sumt af því í Biblíunni og því bregður fyrir í Eddukvæðum en jafnvel einn- ig í Hómerskviðum. Þar leynist einnig fólk sem ekki er hetjur, held- ur andhetjur sem er einungis venju- legt fólk - og lítur út sem slíkt. Útlitið stingur þá í stúf við hannaða formúlu hetjunnar. Andhetjur eiga ekki uppá pallborðið. Herakles drepur slöngu í vöggu með annarri hendi. Hera sendi snákinn á hann því að Júpíter svaf hjá móður hans. Hann drepur óargadýr ungur og minnir að sumu leyti á Egil. Ajax ætlaði að farga sér einsog Egill. M. Morgunblaðið hefur sagt ítarlega frá erindi Þorgeirs Örlygssonar, pró- fessors, á fundi Sj ávarútvegsstofn- unar íslands 8. nóv- ember sl. __ Erindi hans bar nafnið Hver á kvótann? í erind- inu var ekki talið útilokað, að atvinnurétt- indi gætu talizt til eignarréttinda og þann- ig notið verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Ef þessu væri svo far- ið, gætu þessi réttindi kallað á hin mestu vandamál, þegar ákveða skal í framtíðinni hvernig haga skuli atvinnurekstri á hálend- inu, svo að dæmi sé nefnt. Það getur varla þótt góð eða réttlát skilgreining á atvinnu- réttindum manna, að þeir geti sölsað und- ir sig almannaeign eftir langvarandi störf, eða notið réttinda við slíkar aðstæður, eins og um eign væri að ræða. Þannig mætti þá með sama rétti segja, að starfsmenn fyrirtækja eigi atvinnuréttindi í viðkom- andi fyrirtækjum, ef þeir hefðu séð sér farborða með þessum störfum um langt skeið, t.a.m. áratugum saman. Það mundi áreiðanlega enginn eigandi atvinnufyrir- tækis hlusta á slíkar kröfur - og hví skyldi þá eigandi auðlinda, þjóðin eða samfélag- ið, taka í mál að afnot af sameign veittu umsvifalaust bætur eða réttindi, sem nál- guðust einhverskonar eignarrétt. Það er hægt að bollaleggja slíkt í lög- fræði, en þar kemur að sjálfsögðu ýmis- legt annað til, siðfræðileg afstaða, almenn- ingsálit og stjórnmálastefnur. Þetta er augljóslega allt annar réttur en hagnýting- arréttur eignar, því að enginn ber brigður á, að eigandi eignar hefur í senn umráða- rétt, hagnýtingarrétt, ráðstöfunarrétt og rétt til veðsetningar, auk erfðaréttinda. Eitt er al- menningur, annað tak- mörkuð auðlind AF ÞEIM SÓKUM er augljóst, að framseldur kvóti, sem er ekki eign þeirra sem kaupa eða selja, getur ekki gengið í erfðir, hann verður ekki veðsettur, en sam- REYKJAVIKURBREF Laugardagur 22. nóvember kvæmt landslögum veitir hann hagnýting- arrétt, þótt ekki sé það í sama skilningi og umráðaréttur eiganda. Kvóti þarf ekki að vera eign af þeirri einföldu ástæðu, að hann er óveiddur fiskur í sjó. Hann verður ekki eign fyrr en fiskurinn hefur verið veiddur og af þeim sökum mætti segja að réttlætinu væri fullnægt, ef greitt yrði veiðigjald við löndun eða nýtingu. Um þetta komst fyrirlesarinn m.a. svo að orði: „Enginn deilir um það, að fiskiskip; sem gert er út til veiða á miðunum við Island er háð beinum eignarrétti þess eða þeirra aðila, sem eru eigandur skipsins á hveijum tíma. Hinu sama gegnir um tól og tæki, sem skipinu fylgja og nauðsynleg eru til útgerðar þess. Slík eignarréttindi njóta tvímælalaust eignarréttarákvæðis stjórn- arskrárinnar, og verða eigendur ekki svipt- ir þeim bótalaust. Ekki er hins vegar sjálf- gefið, að hinu sama gegni að öllu leyti um þær veiðiheimildir, sem þessum skipum hefur verið úthlutað á grundvelli gildandi laga. Það ræðst fyrst og fremst af túlkun þeirra lagareglna, sem um slík réttindi gilda, með hliðsjón af reglum sjálfrar stjórnarskrárinnar." Menn verða að gera sér grein fyrir því, að eitt er almenningur, en annað takmörk- uð auðlind. Það, sem gildir um almenning, þarf ekki að gilda um takmarkaða auð- Iind. Afnot af henni eru forréttindi og sá sem nýtur forréttinda hlýtur að láta eitt- hvað í staðinn til samfélagsins, svo að hagnýtingarréttur hans sé byggður á góð- um siðum, en ekki einhvers konar spillingu. Það getur varla verið hlutverk löggjaf- ans að ýta undir forréttindi sem mismuna þegnunum og geta leitt til brasks og sið- leysis. í því sambandi skiptir engu máli, hvort unnt er að skilgreina almenning sem eign eða ekki. Því takmarkaðri sem auð- lindin eða almenningurinn er, því augljós- ari kröfur samfélagsins um gjald eða leigu, svo að unnt sé að réttlæta hagnýtinguna, án spillingar og samfélagslegs siðleysis. Þegar almannaréttur er afnuminn af auð- lind eins og hafinu og hagnýtingarréttur takmarkaður, hljóta aðrar reglur að gilda um takmörkun og forréttindi en þær, sem áttu við um fijálsan afnotarétt, eins og áður gilti á hafínu umhverfis landið. Með því einu móti væri réttlætinu fullnægt. Forréttindi byggð á réttlæti hljóta að vera markmið siðaðs samfélags. Þegar þrengt er að atvinnufrelsi manna og það framselt á fárra hendur, hljóta þeir, sem forréttindin öðlast, að gjalda þau með ein- hveijum hætti. Skiptir þá í raun litlu sem engu máli, hvort ríkið framkvæmir rétt- læti í krafti þess, að það sé „eigandi físki- miðanna í einkaréttarlegum skilningi" eða „handhafi lagasetningarvalds". Handhafar löggjafarvalds geta sett reglur um með- ferð og hagnýtingu fiskimiðanna umhverf- is landið, eins og þeir telja rétt og nauðsyn- legt í skjóli fullveldisréttar ríkisins. Úm það hafa menn verið sammála. Þjóð og ríki ATHYGLISVERT er það, sem fyrir- lesari sagði um nýt- ingu vatnsbotns Mývatns utan netalaga einstakra laga, þ.e. í almenningi vatnsins, þótt botninn hafí ekki verið talinn eign íslenzka ríkisins í skilningi einkaréttar. Það hlýtur einnig að geta átt við um kvótann. Þessi lagasetn- ing er athyglisverð vegna þess „í fyrsta lagi, að ríkisvaldið telur sig bært til þess að láta tilteknum aðilum í té aðstöðu til að hagnýta tiltekinn almenning, þótt ríkið sé ekki eigandi þess landsvæðis, þar sem almenninginn er að fínna. í öðru lagi sýn- ir þessi löggjöf, að ríkisvaldið telur sér heimilt að taka gjald fyrir leigu af sölu hráefnis úr náttúruauðlind í almenningi, þótt ríkið sé hvorki eigandi landsvæðisins né heldur náttúruauðlindarinnar sem slíkr- ar í einkaréttarlegum skilningi. Hér má færa fram þau rök, að í þessum efnum komi ríkisvaldið fram sem vörslumaður þeirra hagsmuna, sem íslenskir ríkisborg- arar eiga í almenningum og sé með laga- setningunni að reyna að tryggja, að tekjur af sölu eða leigu hráefnis úr auðlindinni komi þjóðarheildinni til góða“. Svo mörg eru þau orð og þarf ekki um að villast. Hið sama má segja um eigendalaust svæði á landi. Með dómi Hæstaréttar hef- ur löggjafinn fulla heimild til að ráðstafa náttúruauðlindum „sem er að finna á eig- endalausum svæðum á landi í þágu þjóðar- heildarinnar. Hinu sama hlýtur þá að gegna varðandi náttúruauðlindir í hafal- menningunum við og umhverfis landið“. Hitt er þó mikilvægara, sem fram kem- ur í erindi fyrirlesarans, þegar hann segir: „Þýðingarmest hlýtur í þessu sambandi sú takmörkun samkvæmt lögunum að vera, að úthlutuð veiðiheimild myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt for- ræði einstakra aðila yfir veiðiheimildun- um.“ Þetta er að sjálfsögðu samkvæmt vilja Alþingis og laganna sem slíkra, þótt ein- hveijir fræðimenn telji að fiskimiðin get.i VIÐ KLEIFARVATN verið eign ríkisins, en ekki þjóðarinnar, sem geti ekki myndað eignarrétt! Það geti íslenzka ríkið aftur á móti. Hér er auðvit- að um einhveija skólaspeki að ræða, því að munur á ríki og þjóð í þessu sambandi getur engum sköpum skipt. En fyrst niður- staðan er sú, að veiðiheimildir geti ekki myndað eignarrétt né óafturkallanlegt for- ræði einstaklinga yfír óveiddum fiski í sjó, hvernig stendur þá á því, að unnt er að selja hlutabréf í fyrirtækjum sem byggja allt sitt á þessum veiðiheimildum og telja fólki trú um, að það sé að kaupa aðild að eign eða eignarrétti? Það er ekki að kaupa neina eign, nema þá tækin sem viðkom- andi fyrirtæki á, en þau eru_ aukaatriði í framsals- og kvótaútgerð á íslandi. Þeir, sem kaupa hlutabréf í íslenzkum útgerðar- félögum, eru þannig ekki að kaupa kvóta; þeir eru ekki að kaupa eign í merkingunni eignarréttur. Af þeim sökum mætti varpa fram þeirri spumingu, hvort hlutabréfa- sala í íslenzkum útgerðarfélögum fari fram að réttum hætti; hvort verið geti, að hér sé um einhvers konar blekkingu að ræða, vegna þess að hluthafarnir geti verið svipt- ir „eign“ sinni og hafí ekki að lögum neina tryggingu fyrir því, að þeir geti síðan not- að hana til tekjuöflunar. Fyrir þessu virð- ist liggja hæstaréttardómur sem fyrirles- ari vitnar í. Hluthafar búa þannig við þá áhættu „að hin úthlutuðu og keyptu rétt- indi verði vegna ráðstafana ríkisvaldsins skert eða þau jafnvel afnumin og það án þess að slíkt leiði til bótaskyldu ríkisins“. Mundi ekki vera ástæða til að huga að þessu atriði nánar. Mundi ekki vera ástæða til að láta þennan fyrirvara fylgja þegar útboð er á hlutafé útgerðarfyrirtækja? Hvað um hvalveiðar? AÐ LOKUM þetta: Ef skerðing atvinnuréttinda með stjórnvaldsað- gerðum getur verið bótaskyld, hvernig stendur þá á því að þeir, sem höfðu stundað hvalveiðar um árabii og sköðuðust illa af þeirri ákvörðun stjórnvalda að banna hvalveiðar - og þá í tengslum við alþjóðareglur - hafa ekki fengið umtalsverðar bætur, svo miklu tjóni sem þeir hljóta að hafa orðið fyrir, þegar hvalveiðibann var sett á? Eða - eru það bara sum atvinnuréttindi sem eru skaðabótaskyld? Hitt er svo annað mál, að þeir sem fjár- festu í hvalveiðum, tóku áhættu og hljóta að hafa gert sér einhveija grein fyrir því. Sú áhætta var miklu óljósari en sú áhætta, sem þeir taka nú, sem kaupa framseljanlegan kvóta. Þeir vita að fískur- inn, sem þeir hafa keypt, er ekki frekar eign en óveiddur hvalur, ef bann er við því sett að veiða hann; þeir vita að óveidd- ur fiskur í sjó er ekki eign og það sem þeir kaupa með kvótanum skapar ekki eignarrétt. Og þeir vita einnig - og ekki sízt - að þessi kaup mynda ekki óaftur- kallanlegt og stjórnarskrárvarið forræði einstakra aðila yfir auðlindinni; vita að þeir geta þurft að greiða fyrir þessi for- réttindi ef það þykir hentugasta leiðin til að ná fram jafnræði og réttlæti. Og þeir vita þá væntanlega einnig, að breytingar á fiskveiðistjórnuninni munu ekki veita þeim neinar skaðabætur sér til handa, sem eru farnir að telja sér trú um að framsal kvóta sé ígildi eignar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Menn verða að gera sér grein fyrir því, að eitt er almenn- ingur, en annað tak- mörkuð auðlind. Það, sem gildir um almenning, þarf ekki að gilda um takmarkaða auð- lind. Afnot af henni eru forréttindi og sá sem nýtur forrétt- inda hlýtur að láta eitthvað í staðinn til samfélagsins, svo að hagnýtingarréttur hans sé byggður á góðum siðum, en ekki einhvers konar spillingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.