Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ I I j ÞEGAR Óskarsverðlaunum var úthlutað í ár fór eins og spáð hafi verið, kvikmyndin Englendingurinn þótti bera af og fékk mörg verðlaun. Kvikmyndin er byggð á sögunni „The Engl- ish Paitent", eftir Michael Ondaatje, sem kom út árið 1992 og fékk Booker-verðlaunin bresku á sínum tíma. Bókin var á meðal þeirra mest seldu í Bretlandi um mánaðaskeið. í eftirmála sögunnar er tekið fram að þetta sé skáldsaga, þó þar komi fyrir nöfn manna sem til voru. Stór hluti myndarinnar er ástarsaga úr seinni heimsstyrjöldinni, saga sem minnir nokkuð á kvikmyndir fyrri tíma. Af Almasy greifa Nafn Ladislaus Almasys greifa, elskhugans í myndinni, kom kunnuglega fyrir. Eftir dálitla leit fékkst það staðfest að maður með því nafiii hafði verið meðal lifenda. Hver var hann þessi maður sem Michael Ondaatje nefndi sögupersónu sína eftir og skyldi fleira en nafnið hafa verið fengið að láni? Hinn raunverulegi Ladislaus Almasy fædd- ist árið 1896, hann var ungverskur að upp- runa, landkönnuður sem ferðaðist bæði á landi og í lofti við að kortleggja eyðimerkur Afríku, á þriðja og fjórða tug aldarinnar. Hann gjörþekkti auðnimar, þekkti þar hveija vin og leitaði þeirra sem horfið höfðu í sand- inn. Bedúínarnir, hirðingjar eyðimerkurinn- ar, gáfu honum tignarheitið faðir sandanna. Almasy hélt fyrirlestra á vegum Hins kon- unglega breska landfræðifélags í London. Hann skrifaði nokkrar bækur á ung- versku um ferðir sínar, þær hafa ekki verið þýddar á önnur tungumál eftir því sem best er vitað. Bernstein-kastali Þeir voru tveir bræðumir sem báru Almasy-nafnið, Ladislaus og Janos sem var tveimur árum eldri. Þeir voru af aðalstættum og ættaróðal þeirra, Bemstein-kastali, var á ungversku landsvæði þar til það var innlimað í Austurríki við friðarsamningana árið 1919, að fyrri heimsstyijöldinni lokinni. Ladislaus var liðþjálfi í ungverska hemum, hann var konungssinni og tók þátt í tilraun til að endurheimta krúnu Karls 1. árið 1921, en sú tilraun mistókst. Bemstein-kastali stendur í fógni umhverfi í Burgenlandi, sjálft Bemstein-þorpið stendur aðeins neðar. Það er um tveggja stunda akst- ur frá Vínarborg að kastalanum. I kastalanum bjó Janos Almasy með konu sinni Marie og þar dvaldi Ladislaus á milli ferðalaga. A millistríðsámnum var tekið á móti dval- argestum í Bernstein-kastala, þar á meðal vora ungir Bretar sem komu til að læra þýsku. Dvalargestir tóku þátt í „selskapslífi“ gestgjafanna, vora boðnir til aðalsfólks í ná- grenninu. Heima í kastalanum vora í heiðri hafðar venjur hefðarfólks svo sem að klæða sig upp á fyrir kvöldverð dag hvem. Dvöl í kastalanum þótti eftirsóknarverð LADISLAUS Almasy. Myndin er úr fréttamynd frá Afríku árið 1929. JANOS Almasy, Marie kona hans og Unity Mitford. Myndin tekin í garðinum við Bernstein-kastala. fyrir ungt fólk, efnaðir foreldrar litu á það sem lið í menntun barna sinna að þau dveldu um hríð utan heimahaga. I kvikmyndinni Englendingurinn neyddist sögupersóna Almasy gi-eifi til að afhenda andstæðingunum, Þjóðverjunum, plögg sín til að komast aftur til ástkonu sinnar. Þar skilja leiðir hins raunveralega Almasy og sögupersónu Michaels Ondaatjes því þeir Alamsy-bræður vora í reynd snemma hliðhollir nasistum. Þegar Þjóðveijar inn- limuðu Austurríki árið 1938 blakti fáni nas- ista, hakakrossinn við hún á Bernstein-kast- ala. Það fór því ekki á milli mála hver hugur íbúanna var. Janos Almasy hélt veglega upp á afmæli Hitlers 20. apríl 1939 með því að bjóða til garðveislu og bauð þangað frammámönn- um í nasistaflokknum. Talið var að Ladislaus Almasy hefði verið kominn á mála hjá nasistum árið 1935, en þá kom hann á njósnakeðju frá Berlín og alla leið til Kaíró. Hann gekk svo í þýska herinn og hélt þar liðsforingjatign þeirri sem hann hafði haft í ungverska hemum. Hann gerðist aðstoðarmaður Roimmels herforingja í Af- ríkuhernum, þar kom þekking hans á eyðimörkinni sér vel. Hann var sæmdur hin- um þýska Jámkrossi fyrir vel unnin störf. Að stríði loknu Nokkuð er á huldu um ferðir Ladislaus Almasys að stríðinu loknu, hann er ýmist sagður hafa haldið sig í Afríku í öryggis- skyni eða að hann hafi farið til Tyrklands, þaðan til Ungverjalands og þar hafi hann komið fyrir rétt en verið sýknaður. Janos bróðir hans flúði til Egyptalands eftir að hafa brennt allt það sem bendlað gat þá bræður við nasista. I Bernstein-kastala er enn tekið á mótið dvalargestum en þangað sækir auðugt fólk víða að. Sá er þar fer með forræði heitir Alexander Berger-Almasy, fjarskyldur ætt: ingi, en þeir bræður áttu ekki afkomendur. I blaðaviðtali í vor er leið sagðist fyrrnefndur gestgjafi vera himinlifandi yfir öllu umtalinu um bók og kvikmynd, Bernstein-kastali hafi þar verið nefndur, það væri góð auglýsing og færði þeim fleiri gesti. nHann gerði lítið úr því að þeir Alma- sy-bræður hefðu verið nasistar, hann sagði þá hafa orðið fyrir illum áhrif- um af ungri, breskri stúlku, Unity Mitford, sem dvaldi oft og lengi hjá þeim í kastalanum. Fremur virðist það máttlaus afsökun, þeir bræður komnir um og yfir fertugt þegar hún kom til sögunnar. Vinátta þeirra þriggja hélst svo lengi sem þau lifðu. Unity Mitford var af breskum aðalsættum og hafði verið ákafur nasisti frá unglingsárum. Af henni er sögu að segja en það bíður betri tíma. Astarsambandið örlagaríka í kvikmynd- inni, milli Almasys og bresku konunnar Kat- harine Clifford, er ekki hægt að heimfæra á hinn raunverulega Ladislaus Almasy, hann var ekki talinn hafa tilhneigingar til kvenna. Ladislaus hafði oft veikst af blóðkreppusótt sem varð honum svo að ald- urtila. Hann lést í Salzburg árið 1951 og var grafinn þar. Það hvíldi leynd yfir honum í lifanda lífi svo er einnig með hann látinn. A gröf hans í Salzburg var látinn stór og fal- legur marmarasteinn en steinninn hvarf og nú veit enginn hvar hinsta hvíla Ladislaus Almasys greifa er. Heimildir: Unity Mitford a Quest, eftir David Pryce-Jones. A Life of Contrast, eftir Diana Mosley. The Daily Mail. /ið styöjum viö bakið á þér! JÓLATILBOÐ FRÁ iWPABBA ^og mommu Atjur 38.ooo stgr. STGR. A.t.h. Takmarkað magn Grænn MörLinni 4 • 108 Reykjavík Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510 WHAT DO VOU THE MAN WHO HAS EVER>'THINC...?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.