Morgunblaðið - 23.11.1997, Side 49

Morgunblaðið - 23.11.1997, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Frá Kristni Snæland: FLESTUM er kunn sú staðreynd að í hálku leita ökutæki gjarnan út úr beygju. Á íslandi getum við átt von á hálku 8 til 9 mánuði ársins. Þrátt fyrir þessar staðreyndir virð- ast hönnuðir umferðarmannvirkja á höfuðborgarsvæðinu miða mannvirk- in við veðurfar í suðrænum sólarlönd- um, því ekki er hægt að sjá að hönn- unin vinni gegn hálkuslysum. I sumar var unnið að breytingum við illræmda^ hálkubeygju efst á Höfðabakka. í villtri bjartsýni bjóst ég við að nú ætti loks að laga beygj- una og vinna gegn miðflóttaaflinu með því að halla akbrautinni um beygjuna þannig að hallinn ynni gegn hálkunni og nær því stýrði bíl- um um beygjuna í hálku. Vonirnar brugðust. Ekki var hreyft við beygj- unni en í staðinn kom ágætis útskot fyrir hópferðabifreiðar rétt við beygjuna (vissulega þarft verk). í hálku og snjó hefur fjöldi bif- reiða runnið uppá og yfir umferðar- eyju þá er þarna skilur milli ak- brauta og þá gjarnan sallað niður skilti á eyjunni með tilheyrandi skemmdum á ökutækinu, auk þeirr- ar hættu að árekstur yrði við bifreið- ar sem komu upp brekkuna. Á öðrum stað í Breiðholti hafa hönnuðir borgarinnar látið vinna sömu beygjuna þrisvar, það er beygj- an á Skógarseli upp brekkuna frá íþróttasvæði ÍR. Þessi beygja er enn vansköpuð enda hefur miðflóttaaflið ekki verið viðurkennt enn af hönnuð- um borgarinnar. Þetta sést einnig í því að enn planta hönnuðir Rafmagn- sveitu Reykjavíkur ljósastaurum ut- anvert í beygjur, síðasta dæmið um það má sjá í nýju umferðarmannvirkj- unum við Elliðaár. Rafveitumenn þykjast að vísu þekkja miðflóttaaflið en skýra gerð sína með því að ljósa- staurar séu settir utanvert í beygjur Abyrgð vegagerð- armanna samkvæmt evrópskum hraðbrautar- staðli - hvaða erindi svo sem hann á innanbæjar í Reykjavík við 8-9 mánaða hálku á ári. Einhveijum kann að vera huggun að því að limlestast í hálkuslysi á ljósastaur sem er í veginum samkvæmt evrópskum hraðbrautarstaðli. Ekki mér og þess vegna mótmæli ég því að ljósastaurar séu settir utanvert í beygjur. Einna svakalegasta dæmið í staurafargani rafveitunnar eru staurarnir tveir sem eru rétt hlið við hlið þegar komið er í krappasta hluta beygjunnar af Reykjanesbraut á leið úr Breiðholti og inn á Miklubraut. Þar sem öku- maður er að ljúka hringnum og ástæða til að auka hraða til þess að auðvelda innkomu á Miklubraut er beygjan kröppust og tveir staurar þar við. Nú skal það játað að stundum verður að setja staur utanvert við beygju og látum svo vera að þama sé um slíka undantekningu að ræða. Þarna hefði þá átt að setja upp vegrið sem hefði beint ökutæki sem komið var í rennsli framhjá staurun- um. Með réttum halla á akbrautinni þarna væri líka miklu minni hætta á hliðarrennsli og þá óhöppum. Gatnakerfi á að hanna þannig að sem minnst hætta sé á óhöppum, og einnig að verði óhapp, þá verði tjón og slys í lágmarki. Ljós má setja á stálvíra frá möstr- um sem standa fjarri akbraut, Ijósa- staura á að setja innanvert í beygjur samkvæmt íslenskum hálkureglum, slysaskilti á, svo sem byijað er að gera nú, að setja á mjúka og tiltölu- lega auðbtjótanlega staura og ak- braut á að halla um beygjur, svo sem unnt er, til að vinna gegn hálkuslys- um. Hugsunarhátturinn má ekki vera sá sem stundum virðist: Þetta er mátulegt á fíflin sem aka hugsunar- laust um borgina.. Góðir hönnuðir gera góð umferðarmannvirki - líka fyrir klaufana. ICRISTINN SNÆLAND, leigubílstjóri. Veggsamstæða kr. 69.000 (Beyki) Kirsuber kr. 75.000,-stgr Margir möguleikar á uppsetningu Kommóður, mikið úival, gott verð Svart / Hvítt / beyki / kirsuber Skrifstofulínan Gott urval af tiilvuborðum Verðtó fe 3.500 Borðstofuhorð + Beyki kr.78.000,- stgr. Kirsuber kr. 86.000,- stgr. Glerskápur / skenkur Beykikr. 29.700,- stgr. Kirsuber kr. 32.700,- stgr. tlýjar gerðir sjónvarpsskápa Svart / beyki/mahoni /kirsuber Hirzlan Auðbrekku 19 200 Kópavogur Sími 564 5040 ■ Fax 564 5041 Kæru viðskiptavinir Okkur þykir leitt að tjá ykkur að vegna breytinga verðum við að loka staðnum í þrjá daga, frá mánudeginum 24. nóvember til miðvikudagsins 26. nóvember. Við opnum aftur fimmtudaginn 27. nóvember kl. 11.45. Við biðjumst innilegrar velvirðingar á þessari lokun en við vonumst til að þið njótið staðarins enn betur eftir þessar breytingar sem munu verða stór andlitslyfting fyrir staðinn. . Starfsfólk Hard Rock Café . k A HAGSTOFA ÍSLANDS - ÞJÓÐSKRÁ Er lögheimili yðar rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum frá árinu 1991 er lögheimili sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimil- ismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lög- heimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvað er ekki föst búseta? Dvöl frá heimili um stundarsakir t.d. vegna orlofs, vinnu- ferða og veikinda er ekki breyting á fastri búsetu og þar af leiðandi ekki breyting á lögheimili. Sama gildir t.d. um dvöl í gistihúsum, sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangelsum. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu íslands- Þjóðskrár eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum. Hagstofa íslands - Þjóðskrá Skuggasundi 3, 150 Reykjavík, sími 560 9800, bréfsími 562 3312.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.