Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 64
PÖstleggið jólabögglana tímanléga til fjarlœgra landa. L 1*7.1 -lit.l Alvöru þ j ó n u s t a fi/rir alvöru fólk MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMl 6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 23 . NOVEMBER 1997 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Hugað að Hólsfjalla- hangikjötinu REYKHUS landsins eru full af . ■•tngikjöti þessar vikurnar enda aðal sölutíminn framundan. Har- aldur Smári Haraldsson, kjötiðn- aðarmaður hjá Fjallalambi hf. á Kópaskeri, sem hér sést huga að jólahangikjötinu, segir að kjötið sé byijað að seljast og síðan verði stígandi í sölunni fram að jólum. Fjallalamb kennir hangikjötið við HólsQöilin þar sem löng hefð var fyrir reykingu á hangikjöti. Haraldur Smári segir að til að standa undir þessu nafni sé byggt á gömlum hefðum og gamlar aðferð- ir við söltun og reykingu notaðar. Stöðug aukning hefur verið í framleiðslu og sölu á Hólsfjalla- hangikjöti og nú fyrir jólin verða Ýtkmleidd yfir 20 tonn. Samsvarar það um 8.000 lærum auk úrbeinaðs kjöts úr frampörtum og fleiru. ------------------ Fiskúrgangur fluttur út í loðdýrafóður FLUTNINGASKIP lestaði í gær 1.400 tonn af fískúrgangi í Sand- gerði og fer úrgangurinn til Dan- ,jnerkur þar sem hann verður not- ™ur í minkafóður. Það er fyrirtækið Skinnfiskur í Sandgerði sem flytur fiskúrgang- inn út, en fyrirtækið er mánaðar- gamalt og safnar fiskúrgangi á Suð- umesjunum til útflutnings. Að sögn Ingólfs Teits Garðars- sonar, framkvæmdastjóra Skinn- ^Jkks, var talsvert um slíkan út- flutníng á fiskúrgangi á árum áður. Morgunblaðið/Helgi Bjamason Nær tvö- faldur hagnað- ur SÍF HAGNAÐUR SÍF fyrstu níu mán- uði ársins var um 126 milljónir króna eftir skatta, samkvæmt óendurskoðuðu innra uppgjöri. Endurskoðað níu mánaða uppgjör á síðasta ári sýndi 65 milljóna króna hagnað. Velta þessa fyrstu níu mánuði ársins var 8,3 milljarðar króna, en eftir sama tímabil í fyrra var veltan 6,9 milljarðar króna. SIF var skráð á Verðbréfaþingi Islands fyrr á þessu ári. Verðbréfa- þingið krefst endurskoðaðs upp- gjörs eftir sex mánuði, en undan- farin ár hefur SÍF einnig lagt fram endurskoðað uppgjör eftir níu mán- uði auk innra uppgjörs. Fyrstu níu mánuði þessa árs seldi SÍF 5,7% meira af saltfiski og þurrkuðum fiskafurðum í magni talið en á sama tíma í fyrra. Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmda- stjóri SIF, segir að gert sé ráð fyrir því að öllu óbreyttu að afkoma sam- steypunnar verði betri í ár, en ráð var fyrir gert. Aætlun um hagnað fyrir allt þetta ár, hafi verið upp á 144 milljónir króna. „Reksturinn er í góðum farvegi. Horfur eru mjög góðar og reksturinn í októbermán- uði síðastliðnum var allri samstæð- unni mjög hagstæður,“ segir Gunn- ar Örn Kristjánsson. Beint samband milli stærðar þéttbýlis og ánæg;ju með búsetuskilyrði Mat fólks á búsetuskil- yrðum skýrir tilflutning MAT fólks á búsetuskilyrðum á landsbyggðinni skýrir nær fullkom- lega tilflutning fólks af höfuðborg- arsvæðinu á landsbyggðina. Þetta er meginniðurstaða skýrslu, sem Stefán Ólafsson prófessor hefur gert fyrir Byggðastofnun um orsak- ir og eðli íbúaþróunar á Islandi síð- ustu árin. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á aðalfundi miðstjórn- ar Framsóknarflokksins í gær. Sigurður Guðmundsson, for- stöðumaður þróunarsviðs Byggða- stofnunar, kynnti niðurstöðumar. Hann greindi einnig frá spá um íbúaþróun á landsbyggðinni á næstu 10 árum, en samkvæmt henni mun íbúum á landsbyggðinni fækka á tímabilinu um 6%, en íbú- um höfuðborgarsvæðisins fjölga um 16%. Því er spáð að íbúum Vestfjarða eigi eftir að fækka um 25% á næstu 10 árum og íbúum Norðurlands vestra um 13%. For- sendur útreikninganna eru mann- fjöldatölur, eftirlifendalíkur að meðaltali á árunum 1993-94, meðal- tal innanlandsflutninga árin 1993- 94 og meðalfæðingartíðni árin 1993-94. Sigurður sagði að í könnun Stef- áns hefði komið fram að flestir svarenda upplifa að umbætur hafi orðið í lífi þeima. Þó kemur fram það mat að ástand í atvinnumálum og húsnæðismálum hafí versnað. Ibúar á landsbyggðinni telja að op- inber velferðarþjónusta hafi verið að batna, en íbúar á höfuðborgar- svæðinu telja síður að framfarir hafi átt sér stað í opinberri þjón- ustu. íbúar á höfuðborgarsvæðinu ánægðastir með búsetuskilyrðin Ibúar á höfuðborgarsvæðinu eru ánægðastir með búsetuskilyrði sín, en íbúar á Vestfjörðum eru óánægðastir með búsetuskilyi-ði sín. Fram kemur í könnuninni að beint samband er á milli stærðar þéttbýlis og ánægju með búsetu- skilyrði. Þó kemur fram að þeir sem búa í þéttbýli þar sem íbúar eru 200-1.000 eru óánægðastir allra. Sigurður sagði að þeir gerðu kröfu um þjónustu eins og gerist í þéttbýli, en staðir af þessari stærð gætu ekki staðið undir þessum kröfum. Hann sagði að íbúar í sveitum og á stöðum þar sem íbúar eru undir 200 væru sæmilega ánægðir með búsetuskilyrði sín. Könnunin leiðir í ljós að fólk sem flutti til höfuðborgarsvæðisins á ár- unum 1992-1996 telur að búsetu- skilyrði þess hafi batnað. Fram kemur að ástæður flutninganna eru margvíslegar. 30% nefndu atriði tengd atvinnu, en einnig voru nefndir þættir eins og atvinnumál, menntun, fjölskylduaðstæður og persónulegar skýringar. Þau atriði sem skiptu mestu máli varðandi flutninga væru húsnæðismál, menning og afþreying, samgöngu- mál og verslun og þjónusta. Magnús Stefánsson alþingismað- ur gerði á fundinum grein fyrir vinnu starfshóps Framsóknar- flokksins í byggðamálum. Hann sagði að möguleikar ríkisvaldsins til að hafa áhrif á byggðaþróun væru minni nú en á árum áður. Astæður flutninganna væru marg- víslegar og ekkert eitt úrræði dygði til að hamla á móti. Hann sagði að horfur væru á að til aldamóta myndu 5.000 manns flytja af lands- byggðinni suður. Kostnaður samfé- lagsins við þennan flutning væri mikill. Byggja þyrfti 1.400 íbúðir undir þetta fólk og kostnaður við það og vannýting þess húsnæðis sem það yfirgæfi á landsbyggðinni næmi um 30 milljörðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.