Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ f Morgunblaðið/Árni Sæberg LIOUBOV Anissimova, stundakennari í leshópi rússnesku barnanna, leikur á fíðlu og börnin í leshópunum syngja saman jólasöngva. Starfsemi Upplýsinga- og menningarmiðstöðvar nýbúa A endastöð fimmunnar Upplýsinga- og menningarmiðstöð nýbúa hefur verið að slíta barnsskónum undan- Morgunblaðið/Golli Á endastöð fimmunnar í Stóra Skerjafirði er Upplýsinga- og menningarmiðstöð nýbúa. farin rúm fjögur ár. Starfsemin hefur verið að margfaldast og festa sig í sessi. Anna G. Olafsdóttir ræddi við Kristínu Njálsdóttur, forstöðumann miðstöðvarinn- ar og komst að því að miðstöðin gegnir veigamiklu hlutverki í aðlögun barna og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Fjórir starfsmenn starfa á skrif- stofutíma í miðstöðinni. Stundakennarar eru sex og þrjátíu túlkar á skrá. AENDASTÖÐ fimmunnar, eins langt og hægt er að komast í Stóra Skerjafirði, hýsir reisulegt hús Upplýs- inga- og menningarmiðstöð nýbúa. Forsaga miðstöðvarinnar er ekki löng því að aðeins eru liðin rúm fjögur ár frá því ÍTR hóf tilraun til að þjónusta sérstaklega íslenska nýbúa. Allt frá því hefur miðstöðin verið að festa sig í sessi og starf- semin að þróast. Nú felst starfsem- in aðallega í upplýsinga- og túlka- þjónustu, námskeiðshaidi fyrir at- vinnulausa nýbúa, afmörkuðu ung- lingastarfi og leshópum. Leshóp- arnir tengjast því veigamikla hlut- verki miðstöðvarinnar að koma til móts við tvítyngd böm, þ.e. börn með annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Bömin fá tækifæri til að koma saman, hljóta fræðslu í móð- urmálinu og menningu heimalands- ins. Kristín Njálsdóttir forstöðumað- ur segii’ að leshóparnir hafi einna lengst verið starfræktir af miðstöð- inni. „Eg verð að viðurkenna að ég klóraði mér í kollinum og var ekki of viss um hvar væri heppilegast að bera niður til að byrja með enda var ekki hægt að leita fyrirmynda að starfseminni hér á landi. Leshóp- arnir mynduðust einna fyrst enda hefur áhersla verið lögð á hversu þýðingarmikið sé fyrir tvítyngd börn að hafa góðan grann í móður- málinu. Þýðingin felst ekki aðeins í því að vera fær um að geta bjargað sér og átt samskipti við ættingja í heimalandinu. Sannað hefur verið að góð undirstaða í móðurmálinu skapi góða undirstöðu undir nám í öðru tungumáli.“ Kristín segir að því sé móður- málskennslan aðalnámsefnið í les- hópunum. Inn í lestrar- og skriftar- kennslu fléttist menningarfræðsla. „Sú fræðsla getur falið í sér ljóða- lestur, dans, tónlist, leikræna tján- ingu o.fl. Sumir kennaranna koma með allt efni sjálfir. Aðrir leita á náðir foreldranna og koma sjaldn- ast að tómum kofunum. Við erum svo heppin að foreldrar hafa yfir- leitt verið mjög áhugasamir um starfið sem hér fer fram enda er þeim í mun að bömin haldi tengsl- um við heimalandið," segir hún. Fyrstu leshópamir voru fyrir ensku- og tælenskumælandi börn. Nú hafa verið stofnaðir hópar fyrir spænsku-, kínversku-, rússnesku-, portúgölsku- og japönskumælandi börn. Leshóparnir hafa notið vin- sælda og hefur verið sóst eftir því að stofnaðir verði hópar fyrir börn frá Póllandi og Palestínu. Fjárfram- lag ræður því hvort hægt verður að koma til móts við óskir um að hópn- um verði komið fót. Skilyrði fyrir Námsferð leikskóla- og grunnskólakennara til Tælands Ometanleg ferð INNI í skólastofunni sitja 40 prúð og snyrtileg böm í lát- lausum skólabúningum. Böm- in fylgjast af athygli með kennaranum og tjá sig ekki um námsefnið að fyrra bragði. Ekki er heldur horfst í augu við kennarann enda er ókurteisi í því falin í Tælandi. Hvernig er hægt að að- stoða böm úr jafn ólíkri menningu og tælenskri að aðlagast íslensku atferli í leik- og grannskólum? Að leita svara við því var aðalerindi 29 íslenskra leik- og grannskólanema í námsferð til Tælands í haust. Námsferðin var farin að undirlagi Kristínar Njálsdóttur, forstöðu- manns Upplýsinga- og menningar- miðstöðvar nýbúa. Kristín segir að ferðin hafi verið ómetanleg og dýr- mæt reynsla fyrir ferðalangana. Hún segir að upphaflega hug- myndin sé komin frá Hr. Sonchai Ninnad, þáverandi sendiráðsritara í Konunglega tælenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. „Stuttu eftir að ég fór að vinna með nýbúum hafði ég samband við sendiráðið enda er hópur Tælendinga stór hér á landi. Morgunblaðið/Golli FERÐIN var farin að undirlagi Kristínar Njálsdóttur, forstöðu- manns Upplýsinga- og menn- ingarmiðstöðvar nýbúa. Sendiráðið reyndist mér sérlega vel og tekið var rausnarlega á móti mér í heimsókn í Kaupmannahöfn. Mið- stöðinni vora gefnar bækur og í kjölfarið kom Ninnad sendiráðsrit- ari hingað til lands. Hann er gamall kennari og gaf sér góðan tíma til að kynnast starfi leshópanna við mið- stöðina. Eftir heimsóknina áttum við langt spjall og hann spurði mig hvort ég héldi að íslenskir leikskóla- og grannskólakennarar hefðu áhuga á því að fara í námsferð til Tælands," segir hún. Hún segist sjálf hafa fallið fyrir hugmyndinni. „Ég held að flestir hafi álitið að ég væri svolítið klikkuð að ætla að fara svona ferð. Aðrir vora á öðra máli og veittu mér nægi- legan styrk til að halda áfram að kynna og fjármagna ferðina. Fjár- mögnunin gekk reyndar svolítið erf- iðlega og endirinn varð sá að hópur- inn greiddi töluvert úr eigin vasa til að hægt yrði að fara í ágúst í haust.“ Vel búinn ríkisskóli Eftir að hafa heimsótt lítinn einka leik- og grannskóla var ferð- inni heitið í ríkisrekna grannskól- ann Chulalongkom í Bangkok. „Ég býst við að skólinn sé einn af betur reknu ríkisskólunum enda gerðum við okkur grein fyrir því að ekki Morgunblaðið/Kristín Njálsdóttir IÞORPSSKOLANUM var mætingin best þegar boðið var upp á mat þrisvar í viku. upplýsingar,“ segir hún og tekur fram að skólinn sé ágætlega búinn. „Innan dyra er hljóðver til tungu- málakennslu og á bókasafninu er ýtt undir sjálfsnám. Fyrir utan húsið fer umhverfisfræðsla fram í feildlega fallegum garði. Læknir fylgist með heilsu barnanna og boðið er upp á þrjár heitar máltíðir á dag.“ Tölvur í rafmagnslausum skóla V 1 Hópurinn var við sérstaka athöfn í tilefni af afmæli drottningarinnár í Baan Sai Moon leik- og grunnskjól- anuin í Chiang Mai og vakti agi ;og þolinmæði yngstu barnanna í steikj- andi sólskininu sérstaka athygli. vora aðstæður í öllum ríkisskólum jafn góðar. Skólinn er rekinn í tengslum við kennaradeild Chula- longkom-háskóla og eru nemendur yfir 1.600. Ekki veitir því af að hafa fimm aðstoðarskólastjóra í skólan- um,“ segir Kolbrún Vigfúsdóttir leikskólaráðgjafi hjá Dagvist barna óg Tælandsfari. Hún segir að megináherslan sé lögð á ræktun mannsins - að allir geti þroskast til góðrar manneskju eins og lesa megi um í kenningum Búdda. „Starfsaðferðimar rniða að því að undirbúa bömin undir aðra menntun, venja þau á fagleg vinnu- brögð, kenna þeim að afla og nota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.