Morgunblaðið - 14.12.1997, Page 23

Morgunblaðið - 14.12.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 23 Samkeppnisráð ákvarðar um rekstur hótela í eigu Flugleiða og FI FRETTIR Heimilt að stofna til hótelfélags SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki ástæðu til að leggjast gegn því að Flugleiðir hf. stofni hlutafélag sem yfirtekur rekstur hótela sem eru í eigu Ferðaskrifstofu íslands og Flugleiða. Þetta kemur fram í ákvörðunarorðum samkeppnisráðs sl. fimmtudag. Samkeppnisráð setur þó ákveðin skilyrði gagnvart Flugleiðum með þeim rökstuðningi að tryggja þurfi að þær forsendur haldi sem gerðu ráðinu kleift á sínum tíma að heim- ila yfirtöku Flugleiða á Ferðaskrif- stofu íslands, m.a. að stjórnar- og starfsmönnum ferðaskrifstofa sem Flugleiðir eða dótturfélög þess eiga sé óheimilt að sitja í stjórn hótelfé- lagsins. Viðskipti Flugleiða og hót- elfélags skulu verða eins og við- skipti milli óskyldra aðila og Flug- leiðum er óheimilt að veita hótelfé- laginu mikilvægar viðskiptalegar upplýsingar sem nýst geti í dagleg- um rekstri nema keppinautum standi sömu upplýsingar til boða. Samkeppnisráð og Flugleiðir gerðu með sér sátt í janúar sl. í til- efni af yfírtöku Flugleiða á 100% eignarhlut í Ferðaskrifstofu Islands hf. í ákvörðunarorðum Samkeppn- isráðs á þeim tíma kom m.a. fram að óheimilt væri að færa einstaka starfsþætti ferðaskrifstofunnar til félaga sem Flugleiðir hefðu virk yfirráð í. í síðasta mánuði sendu Flugleiðir svo erindi til ráðsins þar sem vísað var til þess að áformað sé að stofna sérstakt félag í eigu Flugleiða sem ræki hótel í eigu fé- lagsins og Ferðaskrifstofu íslands. Var þess farið á leit við Samkeppn- isráð að skilyrðið sem sett var í jan- úar verði endurskoðað eða veitt sér- stök undanþága frá því. Samkeppnisráð telur ekki ástæðu til að leggjast gegn stofnun félags um rekstur hótelanna. „Telja verður að þessi aðgerð geti haft jákvæð áhrif þar sem aðgreining hótelrekstrarins frá öðrum rekstri Flugleiða og Ferðaskrifstofunnar leiðir til þess að hótelreksturinn verður gagnsærri. Þar að auki get- ur sú hagræðing sem af þessu kann að leiða haft í för með sér betri nýtingu á framleiðsluþáttum þjóðfélagsins, sbr. l.gr. sam- keppnislaga," segir m.a. í ákvörð- unarorðunum. Jólabjallan 1997 Handmálaður safngripur úr postulíni kr. 1.980,- HLUTABRÉFASJÓÐURINN AUÐLINDHF. Auðlindarbréf keypt 18/11 '96 Kaupverð (hámark sem nýttist til skattafrádráttar) 260.000 Gengishagnaöur (umfram arð og þóknun) 14.786 10% arður (greiddur út I júll '97) 12.322 Skattafsláttur (endurgreiddur I ágúst '97) 85.030 Eign um mánaðamót nóv./des. 1997 372.138 Síðastliðin sjö ár hefur Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. skilað bestu ávöxtun sambærilegra sjóða á Islandi. Sjóðurinn einkennist af virkri stýringu á innlendu hlutabréfasafni og umtalsverðri eign í erlendum verðbréfum. Ávallt er leitast við að draga úr sveiflum á gengi og minnka áhættuna. Árið 1997 héldu eigendur Auðlindabréfa áfram að njóta betri ávöxtunar en þeir sem bundu fé I öðrum hlutabréfasjóðum. Tryggðu þér skattafslátt með því að kaupa Auðlindarbréf fyrir áramót og sjáðu góðærið í hendi þér! Boðgreiðslur VISA/EURO -afgreiðsla með einu símtali. SPARISJÓÐIRNIR KAUPÞING HF Sölustaðir: Sparisjóðirnir um land allt. Kaupþing Norðurlands hf. Kaupvangsstræti 4, slmi 462 4700. Kaupþing hf. Ármúla 13A, sími 515 1500 „Þetta byrjaði allt þegar ég keypti hlutabréf í Auðlind..." Ég gafst upp á að bíða eftir góðærinu. Fyrir jólin í fyrra keypti ég hlutabréf í Auðlind og þá fór ég loksins að sjá breytingar. Auðlindarbréfin gáfu arð, veittu skattafslátt og hækkuðu í verði. Á einu ári sá ég eignina aukast um 43%! Eftir að ég eignaðist Auðlindarbréfin hef ég meira á milli handa og mér er sem ég sjái mig eftir nokkur ár ef vöxturinn heldur svona áfram! Vönduð kristalsglös 15% jólaafsláttur er veitturaf öllum vörum yjir 2.000,- kr. gegn staögreiöshi SILFURBÖÐIN Kringlunni Sími: 568 9066

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.