Morgunblaðið - 14.12.1997, Page 28

Morgunblaðið - 14.12.1997, Page 28
28 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLADIÐ ■*+'*+*+ •tiM WM44I ■ -•■■XXX&li+ííií-. MmæB Morgunblaðið/Ásdís MAGNUS G. Friðgeirsson, eigandi Hljómco, söðlaði um fyrir tæpum þremur árum og fór út í eigin rekstur eftir að hafa unnið fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga í 21 ár. Stendur og fellur með starfsmönnunum eftir Guðrúnu Hólfdanardótlur ÞEGAR Magnús tók við forstjórastarfinu hjá Iceland Seafood voru að- stæður erfiðar hjá fyrir- tækinu vegna deilna fyrrverandi forstjóra og stjómarformanns fyr- irtækisins. Fljótlega eftir að Magnús tók við starfinu þá sögðu nokkrar af helstu veitingahúsakeðjunum sem voru í viðskiptum við Iceland Seafood upp samningum við fyrirtækið vegna hvalveiðimálsins og Iceland Seafood varð að endurskipuleggja framleiðslu sína upp á nýtt og leita nýrra viðskiptavina. Þegar Magnús tók við starfi forstjóra hjá Iceland Seafood hafði fyrirtækið verið rek- ið með tapi en ári síðar var það far- ið að skila hagnaði. Magnús segir að þau sex ár sem hann starfaði hjá Iceland Seafood hafi verið ákaflega skemmtilegur kafli á starfsferlinum og hann hafi í raun verið helmingi lengur þar en til stóð. „Það kom ekki til að við ílentumst lengur en við gerðum í Bandaríkjunum þar sem við vildum að bömin okkar fengju íslenska framhaldsskólamenntum og við gátum ekki hugsað okkur að tvístra fjölskyldunni. Eins hafði orðið mikil breyting á afkomu fé- lagsins og tími til kominn að huga að nýjum verkefnum.“ Þróun Sambandsins farsæl Að sögn Magnúsar kom ekki til að hann færi aftur að starfa fyrir SÍS eftir Bandaríkjadvölina enda höfðu orðið mikil umskipti í reksri þess frá því að hann tók við for- stjórastarfinu hjá dótturfélagi Sam- bandsins í Bandarikjunum. „Ég tel að sú þróun sem varð á Samband- inu hafi verið ákaflega farsæl að því marki að eftir uppstokkunina þurfti hver deild að standa á eigin fótum án stuðnings frá móðurfélaginu. Starfið varð að því leyti faglegra og beinskeyttara.“ VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Magnús G. Friðgeirsson fæddist í Reykjavík 1950. Hann lauk Samvinnuskólaprófí 1971, prófi í „Business Administration" frá London School of Foreign Trade 1973. Að loknu námi hóf hann störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga þar sem hann var sölustjóri sjávarafurðadeildar til ársins 1983. Magnús var framkvæmdastjóri búvörudeildar SÍS 1983-1988. Þá flutt- ist hann ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna þar sem hann gegndi starfí forstjóra Iceland Seafood Corporation, dótturfé- lags SÍS, til ársins 1994. Eftir að hafa starfað fyrir SÍS um 21 árs skeið söðlaði hann um og fór á þriggja mánaða námskeið fyrir reynda stjórnendur í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Síðan lá leiðin heim til íslands á nýjan leik og keypti hann fyr- irtækið Hljómco hinn 1. apríl 1995 og hefur rekið það síðan. Magnús er kvæntur Sigrúnu Davíðsdóttur skurðhjúkrunar- fræðingi og eiga þau þijú börn. FRIÐGEIR Jónsson, Ingþór Ásgeirsson og Arnór Hannesson, starfs- menn Hljómco, ráða ráðum si'num en desember er mesti annati'minn í fyrirtækinu. Námskeiðið sem Magnús tók hjá Harvard-háskóla eftir að hann hætti störfum hjá Iceland Seafood er ætlað fólki með 15-20 ára stjómunarreynslu. Að sögn Magn- úsar er algengt að stórfyrirtæki sendi starfsmenn í yfirmannsstöð- um á námskeiðin, m.a. þegar þeir eru færðir til, í því skyni að auka víðsýni þeirra þegar þeir eru ráðn- ir til nýrra verkefna. „Fyrirtæki eins og General Motors, AT&T, Hewlett Packard o.fl. eru meðal þeirra sem notfæra sér námskeiðin fyrir sína starfsmenn en sá sem hafði einna sérstæðasta bakgrunn- inn á námskeiðinu sem ég sótti var yfirmaður ísraelsku leyniþjónust- unnar, Mossad. Akaflega geðugur maður. Ég lærði mjög margt hagnýtt í náminu en eftir á að hyggja þá tel ég að það sem gaf mér bestu heimssýnina var að læra um og fara í gegnum efnahag ýmissa ólíkra landa í mismunandi heims- álfum, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Alþjóðabankans og fleiri stofnana. Aftur á móti kom það mér, sem að- allega hafði starfað í íslensku við- skipta- og athafnalífi, mest á óvart að komast að því að það eru til fjöl- þjóðafyrirtæki sem eru orðin þannig að þau lúta engri stjórn nema sinni eigin. Ástæðan er sú hve alþjóðleg þau eru. Þau geta í krafti stærðarinnar flutt sig um set á milli landa ef yfirvöld einhvers ríkis hafa afskipti af rekstri þeirra sem þau telja sér í óhag. Þannig að þau eru í raun og veru komin út fyrir póhtískt stjórnunarsvið ein- stakra landa í heiminum." Reksturinn á réttri leið Helstu viðfangsefni Magnúsar á starfsferlinum hafa verið á sviði nýsköpunar eða yfirtöku á erfiðum rekstri og reyna að koma honum í gott horf. Að hans sögn er Hljómco áttunda rekstrareiningin sem hann tekur við og ekki sú best stadda. „Ég er búinn að eiga Hljómco í tæp þrjú ár og sem betur fer er fyrir- tækið farið að ganga vel og skila arði. En þetta hefur ekki verið auð- velt og hefði ekki verið mögulegt ef samstarfsfélagar mínir hjá Hljóm- co hefðu ekki staðið sig jafnvel og þeir hafa gert. Enda hef ég alltaf sagt að reksturinn stendur og fell- ur með starfsmönnunum. Það er sama hversu góða vöru er verið að bjóða, ef ekki eru góðir starfsmenn og áhugasamir þá gengur dæmið einfaldlega ekki upp. En ég viður- kenni það fúslega að það var mjög skrýtið að taka við smáum rekstri eftir að hafa í 21 ár verið að fást við mun hærri upphæðir og þá sér- staklega þau ár sem ég var for- stjóri Iceland Seafood en á móti kemur að í dag er ég að vinna í eig- in fyrirtæki en ekki fyrir aðra.“ Nýjungar hjá Nintendo Meðal þeirra vörumerkja sem Hljómco er með umboð fyrir á Is- landi eru Olympus myndavélar og Nintendo leikjatölvur. Miklar breytingar hafa átt sér stað á tölvuleikjamarkaðnum á undan- fömum áram og leikirnir verða sí- fellt fullkomnari samhliða auknu vöraframboði. Hvernig hefur sjónvarpsleikja- tölvum eins og Nintendo reitt af í samkeppnini við einkatölvuna og aðrar leikjatölvm-? „Fyrir nokkrum áram vora Nin- tendo vinsælustu leikjatölvurnar og samkeppni var lítil á þessum markaði. Síðan dró töluvert úr söl- unni á Nintendo þegar aðrir leikja- tölvuframleiðendur vora skrefi á undan með nýjungar og spennandi leiki. Nintendo er sérlega öflugt fyrirtæki sem ætlar að halda for- ystu sinni á þessu sviði. Nýja Nin- tendo 64 tölvan er fullkomnasta leikjatölvan á markaðnum í dag og Nintendo er nú komin kynslóð á undan öðram í þessum efnum enda hefur Nintendo 64 verið valin besta leikjatölva ársins. Hún var að vísu allt of dýr í byrjun en hefur lækkað þó nokkuð í verði að undanfórnu. Nintendo Super Mario leikurinn hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og var valinn besti leikur ársins af ECTS samtökunum. Hjá Nintendo er unnið að stafrænu diskadrifi í samvinnu við Netscape og Microsoft sem kemur til með að fleyta Nintendo fram í framtíðina með því að bjóða þann möguleik- ann að fleiri geti leikið saman. Það hefur mikið verið fjallað um að böm og unglingar eyði alltof miklum tíma í tölvuleiki. Því varð ég mjög feginn þegar ég las það í New York Times að Nintendo tölvuleikir samhæfi hug og hönd, auki viðbragðsflýti og skerpi hæfi- leika til að að finna lausnir." Helstu umsvif Hljómco era í heildsölu en fyrirtækið er einnig með umboð fyrir Mitsubishi og Nokia sjónvörp og myndbandstæki og Yamaha hljómtæki auk ýmissa smærri umboða en flest umboðin fylgdu með kaupunum á Hljómco auk þess sem Magnús hefur bætt nokkram við í hópinn. Aðspurður segir Magnús að þótt hann reki verslun, þá hafi það lítil áhrif á samkeppni við aðra smásala. „Ég tel að með því að standa sjálfur í verslunarrekstri þá læri maður betur á þarfir markaðarins á hverj- um tíma auk þess sem margir við- skiptavinir heildverslunarinnar era í verslunarrekstri á landsbyggð- inni.“ Gæluverkefni af ýmsu tagi Magnús hefur ekki látið fyrir- tækjareksturinn einn duga og hef- ur tekið þátt í nýsköpun af ýmsu tagi. „Meðfram daglegum fyrir- tækjarekstri hef ég verið að leika mér í ýmsum gæluverkefnum. Meðal þeirra má nefna fyrirtækið Lintofisk i Njarðvíkum sem var stofnað í vor meðal annars til að annast þurrkun á loðnu í gælu- dýrafóður fyrir Danexport AS. Síðastliðið sumar seldi ég síðan Laugafiski Lintofisk en fyrir mörg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.