Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
REYKINGAR -
DAUÐANS ALVARA
MEIRA EN 300 einstakl-
ingar deyja árlega fyrir
aldur fram hér á landi af völd-
um reykinga. Rekja má hvorki
meira né minna en þriðjung
allra dauðsfalla af völdum
krabbameins til tóbaksreyk-
inga. Svo sterk eru tengslin á
milli tóbaksreyks og lungna-
krabba að faraldsfræðingar
geta áætlað tóbaksnotkun í
einstökum löndum ef þeir fá
uppgefnar tíðnitölur lungna-
krabbameins. í ljósi framan-
sagðs, sem sótt er í grein eftir
Helga Sigurðsson, sérfræðing
í krabbameinslækningum,
vekja fréttir um vaxandi tób-
aksreykingar íslenzkra ungl-
inga mikinn ugg. Samkvæmt
langtímarannsókn Sigrúnar
Aðalbjarnardóttur prófessors,
sem sagt var frá hér í blaðinu
í gær og fyrradag, reykir
fimmtungur 14 ára reykvískra
unglinga daglega.
Sigrún Aðalbjarnardóttir
hefur undanfarin ár unnið að
langtímarannsókn á áhættu-
hegðun unglinga. Hún hefur
fylgst með sama hópi reyk-
vískra unglinga um árabil, sem
gefur rannsókn hennar aukið
gildi. Niðurstöður hennar sýna
ýmis hættuteikn, sem við verð-
ur að bregðast. Eitt þeirra er
sú alvarlega staðreynd að
unglingar, sem reykja dag-
lega, neyta nær allir einnig
áfengis. Þeir eru að auki taldir
líklegri til að neyta ólöglegra
vímuefna en þeir sem ekki
reykja. Tengsl hassneyzlu og
annarra ólöglegra vímuefna
eru og augljós og sterk. Rúm-
lega 50% þeirra sem prófað
hafa hass 14 ára að aldri hafa
einnig prófað amfetamín 17
ára.
Reykingar eru dauðans al-
vara einar og sér. Þær eru
þegar eitt viðamesta heil-
brigðisvandamál mannkyns-
ins. Það sýnir stærð vandans
að virt brezkt læknablað,
Lancet, dregur þær ályktanir
af niðurstöðum rannsóknar á
áhrifum tóbaksreykinga, sem
náði til einnar milljónar manna
og stóð í sex ár, að af 1.250
milljónum íbúa þróaðri ríkja
heims muni 250 milljónir
manna deyja úr tóbakstengd-
um sjúkdómum. Síðari rann-
sóknir, m.a. rannsókn dr. Sig-
rúnar Aðalbjarnardóttur, sýna
og, að ofan í kaupið leiðast
unglingar sem reykja frekar
en aðrir til áfengisneyzlu.
Neyzla tóbaks og áfengis virð-
Arfurinn
IÞEGAR VIÐ
, bjuggum í Kaup-
mannahöfn um miðjan
sjötta áratuginn leigð-
um við hjá dönskum
hjónum sem hurfu til Svíþjóðar í
atvinnuleit. Eitt sinn um miðjan
vetur 1955-1956 komu þau hjón
snögga ferð til Kaupmannahafnar
og vitjuðu íbúðar sinnar. Þetta var
einhvem mesta frostavetur sem ég
hef upplifað, 20-30 stiga gaddur
upp á hvem einasta dag eftir ára-
mót og veit ég raunar ekki hvernig
þau hjón komust frá Svíþjóð þvíað
sundin voru lögð og mátti ganga á
milli landanna. En þarna skaut
þeim upp einn góðan veðurdag og
sögðu okkur m.a. þau merku tíð-
indi að húsbóndinn hefði fengið
sölumannsstarf við sænska bó-
kaúgáfu og seldi nú m.a. íslendinga
sögur. Hafið þið lesið þær? spurði
hann. Jú, við þóttumst hafa gert
það að mestu. Á sænsku? spurði
hann. Nei, íslenzku sögðum við.
Jæja, sagði hann forviða, svo þær
hafa þá verið þýddar á íslenzku!
Við gáfum ekkert út á það enda
vildum við fyrir alla muni halda
íbúðinni og þá var auðvitað mikil-
vægt að móðga ekki vesalings
manninn.
Mér dettur þessi saga í hug nú
þegar myndbönd flæða inná hvert
einasta heimili og íslenzkt bað-
stofulíf sem hélt menningu okkar
við um aldaraðir er að breytast í
einhvers konar útlendan hasar með
ensku tali og áleitinni sýndarveröld.
Og nú er sú spuming ekki eins
fjarri lagi og um miðjan sjötta ára-
tuginn hvort við eigum kannski
eftir að kynnast íslendinga sögum
og öðrum fornum ritum okkar
einna helzt af erlendum myndbönd-
um með ensku tali. Það
væri svosem eftir öðm
að sjónvarpsstöðvarnar
miðluðu slíku efni með
ensku tali og íslenzkum
texta. Margt bendir til
að svo geti orðið og
þætti engin goðgá. Og auðvitað
yrði samsetningurinn í anda Dallas
svo þættirnir gætu plummað sig í
því umhverfi sem nú gerir kröfu til
þess að vera arftaki íslenzku bað-
stofunnar. Njáls saga verður orðin
bandarískur vestri innan tíðar.
Þetta er því miður ekki brand-
ari. Enginn veit hvemig styijöldinni
um tungu okkar og menningararf
lyktar. Hún stendur nú yfir, svo
háskaleg sem hún er. Mótstöðu-
kraftur okkar minnkar með hverju
ári sem líður og senn verður tízkan
þeim vilhöll sem þykjast vera að
vernda íslenzka menningu en vega
nú að rótum hennar með þeirri er-
lendu síbylju og aumkunarverða
slagaraslangri sem er helzta ein-
kenni ljósvakanna (þar hefur fal-
legu orði verið sóað á svartan gald-
ur).
En ef svo skyldi fara að við
• fengjum Islendinga sögur með
öðru gerviefni sjónvarpshnatta og
myndbanda væri kannski von til
þess að ein saga af því tagi, skrifuð
af einum helzta rithöfundi enskrar
tungu, Robert Louis Stevenson,
flyti með. Það er sagan um Þór-
gunnu heimilislausu eða umkomu-
lausu, The Waif Woman. Hún fjall-
ar um Þórgunnu hálftröll sem kem-
ur með lín og dúka og damask sem
aldrei hefur verið til á íslandi áður
og silfur sem jafngildir þremur
manngjöldum og tekur skipið land
við Frodiswater á Snæfellsnesi. Þar
býður Aud, kona Finnward Keelfar-
er, ríks manns á næsta bæ, Þór-
gunnu að dveljast með þeim og
HELGI
spjall
ist og farvegur yfir í ólögleg
og stórhættuleg vímuefni.
Órækar sannanir um skað-
semi tóbaksreykinga hafa
hrannast upp síðustu áratugi.
Dijúgur hluti hjarta- og
lungnasjúkdóma er til reyk-
inga rakinn, þótt fleira komi
til, m.a. erfðir og rangir lífs-
hættir. Fólk sem reykir hefur
ekki aðeins slæm áhrif á eigið
heilsufar heldur og annarra.
Óbeinar reykingar, svokallað-
ar, þ.e. „útblástur" reykinga-
fólks, skaðar annað fólk, eink-
um börn. Þannig er óumdeilt
að reykingar foreldris geta
dregið úr þroska barna og
námsárangri. Öndunarfæra-
sjúkdómar og eyrnabólgur eru
og algengari meðal barna
reykingafólks en barna fólks
sem ekki reykir. Þessum upp-
lýsingum hefur verið komið
kirfilega til skila til almenn-
ings af vísindamönnum í upp-
lýstum þjóðfélögum heims. í
raun og veru getur enginn
sæmilega upplýstur maður,
sem metur heilbrigði sitt og
náungans að verðleikum, horft
framhjá þessum alvarlegu við-
vörunum, studdum vísindaleg-
um rannsóknum og niðurstöð-
um.
Heilsan er dýrmætasta eign
sérhvers manns, hornsteinn
hamingju hans og velferðar.
Enginn hefur heilsufarsleg
efni á því eða siðferðilegan
rétt til þess að tefla eigin
heilsu og annarra í tvísýnu
með reykingum, vitandi það
sem nú er vitað um dauðans
alvöru tóbaksreykinga. Niður-
stöður Sigrúnar Aðalbjarnar-
dóttur, prófessors, í rannsókn
á áhættuhegðun unglinga hér
á landi kalla á samátak heim-
ila, heilbrigðisyfirvalda og
skóla gegn tóbaksreykingum -
sem og neyzlu á öðrum hættu-
legum ávanaefnum.
hyggst með því véla af henni þann
dýrmæta varning sem hún hefur
flutt vestur yfír haf til íslands.
Aðrar persónur sem Stevenson
nafngreinir eru Eyjólfur og Ásdís,
börn þeirra hjóna, Alf eða Alfur úr
Felli og Þangbrandur Ketilsson. Öll
þessi nöfn koma fyrir í Eyrbyggja
sögu enda er saga Stevensons aug-
sýnilega úr henni sprottin - og
kannski einnig Eiríks sögu þarsem
Þórgunnar er getið og á hún að
hafa verið bamsmóðir Leifs heppna
og þá e.t.v. líka Gísla sögu þarsem
Auðar-nafnið varpar ljóma á um-
hverfíð. En Stevenson nefnir einnig
Þangbrand Ketilsson til sögunnar
og sést af því að hann hefur verið
kunnur öðmm sögnum íslenzkum.
Þessi saga Roberts Louis Steven-
sons fjallar um ágirnd og áhrínsorð
og þau örlög sem Þórgunna eða
Þórgunnur leggur á Auði vegna
illsku hennar og ágirndar. Þór-
gunna er einnig helzta persónan
sem kemur við sögu í Fróðámndr-
unum einsog frá þeim er sagt í
Eyrbyggju og augljóst að Robert
Louis Stevenson sækir kveikju sögu
sinnar í þá frásögn.
Saga Roberts Louis Stevensons
á að gerast við upphaf kristnitöku.
Hann nefnir Snæfellsnes og Fróðá
og þá ekkisízt Skallhalt þarsem
Þórgunna er lögð til hinztu hvílu
og þá að sjálfsögðu stuðzt við sögu
Þórgunnu og Fróðárundranna í
Eyrbyggju.
Þóað Robert Louis Stevenson
fari eigin leiðir í Þórgunnar þætti
sínum er hann skrifaður uppúr ís-
lendinga sögum. Skáldið notar einn-
ig þá aðferð í einu ævintýra sinna
sem hann skrifar einsog tilbrigði
við 32. kafla Gulleyjarinnar sem
hann er hvað frægastur fyrir.
M.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 13. desember
ISÍÐASTA Reykjavíkurbréfi var
minnzt á frásagnir erlendra
sendimanna hér á landi í kalda
stríðinu og nauðsyn þess að
umgangast þær með varúð.
Ástæðan var ummæli í nýlegri
bók sem út kom ekki alls fyrir
löngu í Bandaríkjunum þar sem
m.a. er talað um samskipti Morgunblaðsins
og bandaríska nóbelsskáldsins William
Faulkners.
William Faulkner er einn merkasti
skáldsagnahöfundur Bandaríkjanna fyrr
og síðar. Hann skrifaði skáldsögur og
smásögur um lífið í Suðurríkjunum og lýs-
ir glundroða og hnignun samfélagsins þar
sem rótgróin menning e_r á undanhaldi,
eins og komizt er að orði í íslensku alfræði-
orðabókinni. Faulkner hefur haft mikil
áhrif á þróun skáldsögunnar - og líklega
meiri en nokkur annar á suður-ameríska
höfunda eins og Márquez.
Það var því mikill viðburður þegar Will-
iam Faulkner kom til íslands að lokinni
Evrópuferð um miðja öldina. Morgunblaðið
óskaði að sjálfsögðu eftir samtali við þenn-
an fræga höfund. Hann var vel þekktur
hér á landi og margir íslendingar höfðu
lesið bækur hans. Það var enginn viðstadd-
ur samtalið annar en skáldið og blaðamað-
ur Morgunblaðsins, en kannski hefur
„David“ verið að hlusta á það með hlerun-
arbúnaði í næsta herbergi! Donald E. Nuec-
hterlein segir í fyrrnefndri bók sinni, A
Cold War Odyssey, sem nefnd var í síð-
asta Reykjavíkurbréfi, að starfsmaður
bandaríska sendiráðsins, sem að öllum lík-
indum starfaði fyrir leyniþjónusta, hafi
verið viðstaddur samtal Faulkners og
Morgunblaðsins þegar skáldið var hér á
ferð 1955 - og stjórnað samtalinu!! Blaða-
maðurinn hafi heitið Jon Magnusson og
hann hafi talað við skáldið um „líf hans
og störf í Mississippi“, en sendiráðið hafi
gefið skáldinu línuna, þegar spurt var um
Sovétríkin og kalda stríðið! og hafí þessi
„David“ séð um þá hlið málsins!
Það þurfti ekki að innræta Faulkner
afstöðuna til lýðræðis og frelsis. Hún var
inngróin í blóð hans og hann átti ekki í
neinum vandræðum með að koma henni
til skila. Hann hafði einnig gert sér grein
fyrir vandkvæðum sem því fylgdu að hafa
herstöð, eða varnarstöð, í fámennu her-
lausu landi og þurfti engin fyrirmæli þar
að lútandi. Hitt er rétt hjá bókarhöfundi
að samtalið í Morgunblaðinu var „meiri-
háttar fréttaviðburður“.
Og þar var að sjálfsögðu minnzt á Nató
og varnarliðið, en annað var þó hnýsilegra
og verður drepið á það hér á eftir.
Samtölin sem voru reyndar tvö eru birt
í bókinni Hugleiðingar og viðtöl (1963),
skrifuð haustið 1955, eða nokkru áður en
Rússar réðust inn í Ungveijaland. Þannig
var ástandið í Evrópu um þær mundir.
Þjóðfélags-
leg ritverk
eru áróður
„Fimmtudagur
13. október 1955:
Sagt er, að
bandaríski Nóbels-
verðlaunahöf-
undurinn, William
Faulkner, kalli sjálfan sig bónda og bæti
þá gjarnan við: Ég er ekki bókmenntamað-
ur. - Þegar maður hittir Faulkner að máli,
dettur manni þetta ósjálfrátt í hug: Hann
er eins og góður og gegn bóndi, íslenzkur
bóndi. Hann er hægur maður, íhugull og
vekur traust við fyrstu kynni. Honum ligg-
ur lágt rómur og það er augljóst, að mann-
inum er illa við allan hávaða og gaura-
gang; (þolir þess vegna ekki leikrit og vill
heldur lesa þau sjálfur!). Hann er síður
en svo heltekinn af ógnarhraða nútímans
og vélaskrölti kjarnorkualdar. Hann tottar
rólega pípuna sína; honum virðist ekkert
liggja á. Samt er hann Bandaríkjamaður...
- Hvaða hugmyndir höfðuð þér um ís-
land, áður en þér komuð hingað?
- Þeir sem hafa komið hingað hafa sagt
mér, að þið metið mikils bókmenntir og
listir. Þið eigið líka rótgróna og merkilega
menningu. - Mér leikur forvitni á að vita,
hvort hugmyndir annarra falla saman við
mínar eigin skoðanir, er ég hefi dvalizt
hér um stund.
Ég held að þið íslendingar eigið mjög
sérstæða menningu, eins og flestar eyþjóðir,
t.d. Japanir og Englendingar. Máske hefur
sjórinn haft sín áhrif. Þær eyþjóðir, sem ég
hef sótt heim eiga það allar sameiginlegt,
að þær eru mjög stoltar af menningu sinni.
Á Filippseyjum eru bókmenntamenn jafnvel
að velta því fyrir sér, hvort þeir eiga heldur
að rita á ensku eða taka upp gamla mállýzku,
sem fáir skilja. Þetta er mikið vandamál.
Ég gæti ímyndað mér, að bókmennta-
maður á íslandi sé meira virði en bók-
menntamaður í Bandaríkjunum. Hann er
virtur af því að hann er bókmenntamaður
og sennilega eru nánari kynni milli bók-
menntamanna hér en heima.
- En hvað um íslendinga sögurnar?
Hafið þér lesið eitthvað af þeim?
- Því miður verð ég að viðurkenna mennt-
unarleysi mitt. Ég hef lítil kynni haft af
þeim, en ætla að reyna að kynnast þeim
eftir föngum, þegar ég kem heim. Áhugi á
bókmenntunum vex, þegar maður veit, hvar
þær gerast og þekkir sögustaðina.
- Alítið þér, að höfundar eigi að taka
þjóðfélagslega afstöðu í ritverki, prédika
ákveðinn boðskap í þjóðfélagsmálum?
- Nei. Ritverk sem fela í ;sér „þjóðfélags-
legan tilgang" eru áróður. Bókmenntir eiga
að fjalla um manninn, baráttu hans, hug-
rekki o.s.frv. Maðurinn á í baráttu við sjálf-
an sig og meðbræður sína. Hann vill vera
hugrakkur, en er þó í vafa um, að hann
geti það - þangað til erfíðleikarnir steðja
að og hann á ekki um annað að velja.
Margir helztu rithöfuiidar Bandaríkj-
anna hafa komið frá Suðurríkjunum; við
biðum einu sinni lægri hlut í styijöld - og
urðum að sigrast á erfíðleikunum. Kannski
er það ástæðan fyrir því,; hve við höfum
átt marga góða rithöfundá. Þegar fólk er
hamingjusamt og ekkert bjátar á, lætur
það bókmenntirnar eiga s|g. En erfiðleik-
arnir eggja menn til afreka, þjappa þeim
saman, gera þá fijálsa: maðurinn getur
unnið þrekraunir, þegar á reynir. Þess
vegna er það þroskandi að glíma við erfið-
leika og vinna bug á þeim...
- Finnst yður mikill munur á æsku nú-
tímans og, skulum við segja, æsku yðar
kynslóðar?
- Ég held, að æskan sé alltaf lík sjálfri
sér. Aftur á móti á æskan í dag við óvenju-
mörg og erfið vandamál að stríða. Þar vil
ég einkum benda á „vélræn áhrif“. Með
því á ég ekki endilega við flugvélar og
kjarnorkutæki, heldur einnig ríkisstjórnir
ekki ósvipaðar verksmiðjum að þessu leyti;
þær eru engu síður afkvæmi vélmenningar
nútímans. - Maðurinn verður að njóta fráls-
ræðis, einkum er það nauðsynlegt fyrir
rithöfunda. Lýðræðið er heldur klunnalegt
stjórnarform, en það er hið bezta sem við
höfum enn komið auga á. Kostir þess eru
einkum fólgnir í því, að einstaklingarnir
geta haft hönd í bagga með, að það sé
ekki misnotað. Þegar öllu er á botninn
hvolft, er maðurinn, hver einstaklingur,
meira virði en allar ríkisstjórnir...
- Eru bækur yðar vinsælli í Suðurríkjun-
um en Norðurríkjunum? Hvað vilduð þér
segja um það?
- Ég held bækur mínar séu alls ekki
vinsælar, t.d. lesa bændurnir, vinir mínir,
þær ekki. Raunar hefur einhver sagt, að
„allir í Mississippi geti skrifað, en enginn
lesið.“ - Annars er ég ekki bókmenntamað-
ur, hugsa ekki um, hver les hvað.“
Stóra táin á
Islending-um
Og ennfremur:
„Sunnudagur 23.
október 1955:
...Ég hef séð ís-
land í ýmsum bún-
ingum; það hefur breytt um ham, frost
og rigningar hafa skipzt á. Ég er þeirrar
skoðunar, að maður verði að dveljast hér
alllengi til að sjá fegurð landsins og lit-
brigðin í náttúrunni. Það þarf þjálfað auga
til að greina þau. Þið sem alizt upp með
landinu eruð á grænni grein, við hin verð-
um að venjast íslenzkri náttúru til að
kunna að meta hana.
■RT*. «T * » I i. ♦ t
V2S&****
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon.
William Faulkner.
: Hvað um fólkið í landinu?
íslendingar eru heldur þjóðernislegir í
sér, ef ég mætti orða það svo. Þjóðemis-
legt stolt þeirra er á mjög háu stigi. - Ef
ég ætti t.d. í rifrildi við íslending, væri
engin hætta á ferðum, þótt ég segði honum
að fara til fjandans vegna þess að við
værum ósammála í einhvetjum atriðum.
Við gætum haldið áfram að þrátta jafnt
fyrir það. En ef ég segði honum að fara
til fjandans vegna þess að hann væri ís-
lendingur, mætti búast við einhveijum
ryskingum. íslendingar umgangast útlend-
inga eins og útlendingar umgangast þá.
Og þeir bera ekki einungis mikla virðingu
fyrir bókmenntum t heldur líka þeim sem
hafa skrifað þær. Ég gæti ímyndað mér,
að íslendingar mundu fyrirgefa góðum
rithöfundi hvað sem væri.
- Þér töluðuð um þjóðernislegan metnað
okkar íslendinga.
Haldið þér þá, að við höfum ekki öðlazt
nægilega reynslu sem frjáls og fullvalda
þjóð?
- Það er einmitt það. Þið þurfíð lengri
tíma til að átta ykkur á hlutunum. Meiri
reynslu. Þið eruð dálítið fljótir á ykkur
stundum, haldið, að aðrir sýni ykkur ekki
þá virðingu sem ykkur ber. Áf þessum
sökum er auðvelt að stíga ofan á tána á
íslendingi, án þess að vita, að hún sé þar
fyrir. Við Bandaríkjamenn erum ekki alltaf
nógu varkárir og þess vegna hættir okkur
stundum til að „stíga ofan á tána“, en
auðvitað er það ekki af illvilja, heldur óvart.
í samskiptum þjóða er nauðsynlegt, að
menn misskilji ekki hver annan.
- Mr. Faulkner, hvers vegna skrifar rit-
höfundur?
- Þetta er erfið spurning. Sennilega
vegna þess að hann vill það. Það er hans
daglega brauð að skrifa. Hann verður bók-
staflega að skrifa, sjálfs sín vegna. Hann
er knúinn til þess af innri löngun.
- Sumir segja, að dagar skáldsögunnar
séu taldir. Eruð þér sömu skoðunar?
- Nei. Upphaflega vill rithöfundurinn
sennilega verða ljóðskáld, en finnur, að
það á ekki við hann. Hver maður segir
það sem hann vill segja í eins stuttu máli
og hann getur. Þess vegna vill rithöfundur
í fyrstu verða ljóðskáld, en kemur ekki
fyrir í ljóðinu því sem hann vill segja. Þá
skrifar hann smásögu, en sama sagan
endurtekur sig, svo hann verður að lokum
að skrifa skáldsögu. Þér spurðuð áðan,
hvers vegna rithöfundur skrifar. Ég vildi
bæta því við, að heilbrigður metnaður
knýr hann til þess. Skáldið vill láta menn
muna eftir því, þegar það er horfið af sjón-
arsviðinu - að það var þarna. Það krotaði
nafn sitt á vegg sögunnar og í framtíðinni
rekst kannski einhver á það.
- Þér minntuzt á kvæði. Hafíð þér ort
kvæði?
- Já. Ég hef gefið út ljóðabók. En ég
sá, að ég var ekki maður til þess að yrkja
og hætti - að mestu. Nú yrki ég aðeins
eitt og eitt ljóð.
- Sagt er, að sum skáld sjái eftir að
hafa birt æskuverk sin. Hvað segið þér
um það?
- Ég sé ekki eftir að hafa birt neitt af
æskuverkum mínum. Þau eru vafalaust
mörg slæm, en ég hugsa ekki um þau.
Ég hef gleymt þeim. Það skiptir mig engu,
þó fólk lesi ekki bækur mínar - og æsku-
verk mín eru ekki undan skilin. Þegar ég
hef lokið við bók, vil ég ekki hafa meira
af henni að segja, vegna þess að hún er
ekki eins góð og ég hafði óskað.
- Segið mér eitt. Haldið þér, að þér
skrifið nokkurn tíma verk sem þér verðið
ánægður með?
- Það vona ég ekki, vegna þess að þá er
ekkert annað eftir en - að skera sig á háls.
- Hvenær skrifíð þér helzt?
- í frístundum mínum. Ég er ekki skáld
og bóndi, heldur bóndi og skáld.
- Höfðuð þér nokkurn tíma hugsað um
Nóbelsverðlaunin, áður en þér hlutuð þau?
- Já. Um það bil tíu árum áður en ég
fékk þau, var mér sagt, að ég mundi fá
þau næst, þegar þau yrðu veitt Bandaríkja-
manni. Ég vonaði samt, að þau færu fram-
hjá mér, vegna þess að þau féllu hvorki í
hlut Sherwoods Andersons né Dreisers,
sem ég dáðist að og mat mikils. Aftur á
móti féllu þau í hlut Sinclairs Lewis og
Pearl S. Buck, sem ég hafði litlar mætur
á. Ég lét mér því í léttu rúmi liggja, hvort
ég fengi þau eða ekki.“
Það er augljóst að bandarískir sendi-
menn hafa ekki endilega betra minni en
brezki forsætisráðherrann Macmillan, þeg-
ar hann skrifaði ævisögu sína, og lýsti
Ólafi Thors og samtali þeirra eins og hveij-
um öðrum hugarburði en ekki staðreynd-
um - og ástæða til að taka margt af því
með fyrirvara sem frá þeim kemur. Ýmis-
legt getur að visu komið heim og saman
við staðreyndir, annað er í raun og veru
nær skáldskap en veruleika! Oftar en ekki
eru áherzlur rangar. Og svo mikið er víst
að Hugleiðingar og viðtöl eru ekki eftir
„Jon Magnusson", “ungt skáld sem einnig
vann við blaðamennsku!"
„Það þurfti ekki
að innræta
Faulkner afstöð-
una til lýðræðis
og frelsis. Hún
var inngróin í
blóð hans og hann
átti ekki í neinum
vandræðum með
að koma henni til
skila.“