Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 35

Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ Steinunn Birna & Bryndís Halla: Ljóð án orð Rómantísk og lióðræn verk m.a. eftir frönsk og spænsk tónskáld. Einstaklega vönduð og innileg plata. Leiðbeint um vinnu í lokuðu rými LOFT í lokuðu rými getur leitt til hættuástands af ýmsu tagi, segir í frétt frá Vinnueftirliti ríkisins. Hefur stofnunin vakið athygli á leiðbeiningum frá 1995 um þessi mál og fást hjá stofnuninni. Er það gert í kjölfar banaslyss sem varð á Akur- eyri s.l. föstudag. Hætta er oft mikil í geymum, þróm og kötlum eins og reynslan hefur sýnt á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna að efni sem geymd eru í lokuðu rými geta mynd- að sprengifima blöndu með lofti og getur þá minnsti neisti eða núningur komið af stað sprengingu. Hættan er einnig fyrir hendi í kornhlöðum og mjölþurrkurum þar sem rykið myndar sprengifima blöndu með lofti. í tönkum og þróm, þ.á m. loðnu- þróm, getur orðið rotnun sem mynd- ar eitraðar lofttegundir. Ein þeirra er brennisteinsvetni er margir þekkja sem hveralykt en er einnig tii staðar á háhitasvæðum og veldur hættu við sumar hitaveitur. Súrefni getur eyðst í lokuðu rými af ýmsum orsökum eins og skýrt frá í blaðinu í gær t.d. vegna ryðmynd- unar og er þetta ein mesta hættan sem getur steðjað að mönnum sem vinna í lokuðu rými. Skylda er að loftræsta lokað rými áður en vinna hefst, einnig skal mæla súrefni og gas áður en farið er inn. Nota skal öryggisáhöld á borð við línu og belti eftir því sem við á. Atvinnurekanda er samkvæmt reglunum skylt að sjá til þess að allrar varúðar sé gætt en undanþegn- ir reglunum eru slökkviliðsmenn og sérþjálfaðir björgunaraðilar. Þeir eiga þó ávailt að nota viðeigandi öryggisbúnað. Yndisleg klassík ^ ...og skafmlði með! *1 .. ÍSnaiSK* EINSÚNGSLoatB og skafmiði með! Sjómannaskólans, sem er á rishæð og helgað siglingum og sjómennsku, vélum og tækni um borð í skipum, á jarðhæð Sjómannaskólans. Þannig gæti bókasafnið þjónað enn betur öllum nemendum og orðið sjómönn- um raunveruleg menningar- og fræðslumiðstöð. Þar höfðum við einnig hugsað okkur að yrði sameig- inlegt tölvuver fyrir nemendur Sjó- mannaskólans og KHÍ. Tölvuverið myndi einnig efla þjónustu skólanna þriggja sem kjarnaskóla við allt land- ið og hugsanlega fjarkennslu í náms- greinum þar sem það hentar. Með flutningi Bókasafnsins yrði unnt að nýta rishæð Sjómannaskólans fyrir vinnuaðstöðu kennara Stýrimanna- skólans og Vélskólans, sem hefur lengi verið ófullnægjandi. Gert er ráð fyrir stækkun vélahúss til norðurs og sérstakri hermamiðstöð í Raf- magnshúsi þar sem siglinga- og físk- veiðisamlíkir Stýrimannaskólans eru, en samlíkjar eða hermar eru dýr tæki sem eru notuð til margs konar kennslu og rannsókna. Með nýju heimavistarhúsnæði og dagheimiii á lóð Sjómannaskólans töldum við að skólarnir gætu þjónað betur allri landsbyggðinni, kennara- nemum og nemendum Sjómanna- skólans, sem vildu koma með fjöl- skyldur sínar til náms. Við gerð deili- skipulagsins var rætt um, að ef smíðadeild KHÍ þyrfti á að halda járnsmíði eða logsuðu við kennslu í listgreinum væri vel hugsanlegt að KHI fengi til þess nýinnréttað hús- næði V.I. sem kostaði eins og fyrr segir rúmar 30 milljónir króna að flytja og innrétta og er nýlega lokið. Ég trúi því ekki að það hafi verið ætlunin að nota deiliskipulagið að- eins fyrir nemendur Uppeldis- og kennaraháskóla, en ekki í þágu Sjó- mannaskólans á lóð, sem Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti hinn 2. októ- ber 1941 að gefa sérstaklega fyrir starfsemi Sjómannaskólans. Bæjar- stjórnin hét þá jafnframt að ráðstafa ekki svæðinu þannig að það kæmi í veg fyrir eðlilega þróun skólans og gerði þessa samþykkt, þegar Alþingi hafði tekið ákvörðun um hvar Sjó- mannaskólinn skyldi standa árið 1941. Flutningur Stýrimannaskólans og Vélskóla Islands úr Sjómanna- skólanum eru aðeins hugmyndir, sem hefur einróma verið hafnað, en hafa vissulega vakið mjög sterk viðbrögð. Þau eru öll á sömu lund: Stýrimanna- skólinn og Vélskóli íslands verði áfram í Sjómannaskóla íslands á Rauðarárholti. í fyrr tilvitnaðri ræðu á Alþingi hinn 5. nóvember s.l. sagði hæstv. menntamálaráðherra orðrétt: „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að flytja Vélskóla íslands og Stýrimannaskólann í Reykjavík í annað húsnæði. Hugmynd um að flytja þá í húsið nr. 9 við Höfða- bakka hefur hins vegar verið lögð fram til skoðunar og þess er að vænta að umræður um hana taki nokkurn tíma.“ Til viðgerðar á Sjó- mannaskólanum þarf nú hið skjót- asta um 200 milljónir króna. Þá fjár- muni sem menn hafa hugsað sér að nota til ótímabærra flutninga og leigu á húsnæði sem allir verða óánægðir með er réttara að nota til uppbyggingar Sjómannaskólanum og þeim tveimur skólum sem þar eru, Stýrimannaskólanum og Vél- skólanum. Fólk sem vill okkur út úr Sjómannaskólanum hefur haldið því fram, að nauðsynlegt sé að tæma húsið af nemendum eigi að endur- bæta og lagfæra húsið. Slíkt er iirein firra og fyrirsláttur. Ef unnið er eft- ir verkáætlunum, sem taka tillit til skólastarfsins, má komast hjá árekstrum, auk þess sem unnt er að nýta sumartímann til hins ýtrasta. Verði sjómannamenntunin áfram í Sjómannaskóla íslands er a.m.k. ekki nauðsynlegt að breyta húsnæðinu þannig að ekki standi hér steinn yfir steini. Hvers þess menntamálaráðherra, sem snýr sér af myndarskap og fram- sýni að endurbótum og uppbyggingu á Sjómannskóla íslands og Kennara- háskólanum eftir tillögum og þörfum þessara skóla, mun verða minnst að verðleikum. Hér eftir sem hingað til á Sjó- mannaskóli íslands að vera fræða- og menntasetur íslenskra sjómanna og þeim leiðarviti jafnt til mennta sem starfa. FRÉTTIR SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 35^ Það er gaman að grilla á nýju (í'HTIIl'lflj) „MINUTU-SNERTIGRILLUNUM" Nýju „mínútu-snertigrillin" frá Dé Longhi eru tilvalin þegar þig langar í gómsætan grillmat, kjöt, fisk, grænmeti . eða nánast hvað sem er. Þú getur valið um 2 stærðir á stórgóðu jólatilboðsverði, kr. 7.990,-. eða kr. 8.990, - iFQniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI S52 4420 Guðmunda Elíasdóttir: Endurómur Björn Thoroddsen: Jazz Guitar Innileiki og einlæq túlkun eru Óskaplata gítargeggjarans. aðaleinkenni meðferoar á sönglögum þeim sem valin eru á geisladisk pennan. Islenska einsöngslagið Okkar fremstu söngvarar við undirleik Jónasar Ingimundarsonar flytia 59 íslenskar einsöngsperlur. Hrífanai, sígild tónlist. Kolbeinn Jón Ketilsson: Sjá dagar koma Fallegustu sönglóg okkar íslendinga í vönduðum flutningi tenórsins Kolbeins Jóns og Hjálms Sighvatssonar píanóleikara. Elín Ósk: Söngperlur "Frábær söngkona. Satt að segja veit ég ekki um margar jafngóðar söngkonur og Elinu Osk. ...sannkallaðar söngperlur." O. B. - MBL Guðrún Birgis/Peter Maté: Fantasie "Flutningur er fullur af skilningi og músík...Hljómdiskur sem mælt er með, alveg eindregið.” O.B. - Mbl. Kaupir þú geisladisk í verslunum Japis fyrir jól, ert þú með í Skafmiðafeik Japis, og það er glaðningur á hverjum miða. JAPISS -hljóma betur BRAUTARHOLTI • KRINGLUNNI OG LAUGAVEGI 13 SÍMI 562 5200 Kristinn Arnason: Bach Þriðja útgáfa Kristins Árnasonar, síöasti diskur hans hlaut íslensku tónlistarverðlaunin 1996. Power Flower ‘f'ir kV tti&s Pétur Östlund: Power Flower "Ein heilsteyptasta jazzplata áratugarins." Orkester Journal Edda Erlendsdóttir Tchaikovski Dramatískur seiður í flutningi eins okkar fremsta píanóleikara. Manuela Wiesler: Small is Beautiful Á þessari qeislaplötu er að finna stutt einieiksverk í flutningi Manuelu Wiesler.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.