Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 41

Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 41 ) I að þú ert byrjaður að skipuleggja . nýja hljómsveit og ætlar þér að fá • hana góða. Líði þér sem best, kæri vinur. Elsku Silla og fjölskyldur ykkar, við hjónin biðjum þess innilega, að guð gefí ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Jón Björn. I i I J i ) i } I I I R 9 I I I Það kom okkur mjög á óvart skólabræðrum Sigursteins úr tann- læknadeild þegar við fréttum af andláti hans. Aðeins eru nokkrar vikur liðnar frá því við vorum allir saman komnir ásamt mökum á 70 ára afmælishátíð Tannlæknafélags íslands. Þar hafði Steini átt dijúg- an þátt í skipulagningu skemmtiat- riða og með fleiri kollegum steig hann á stokk ásamt Sillu konu sinni og spilaði og söng í hljóm- sveit sem sérstaklega hafði verið sett saman af þessu tilefni og gerði mikla lukku. Steini var gítarleikari góður og var þetta ekki í fyrsta skipti sem við urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að hlusta á hann spila á gítarinn og Sillu á bassann, en hljóðfæraleikur var eitt af fjölmörgum áhugamálum sem þau ræktuðu með sér saman. Því var við brugðið hve samrýnd þau hjón voru og utan vinnutíma sáust þau yfírleitt ekki öðruvísi en í fylgd hvort annars. Steina var margt til lista lagt, mikla lífsfyllingu fékk hann við að mála myndir, bæði í olíu og vatns- lit. Margar myndir skildi hann eft- ir sig sem bera höfundinum fagurt vitni. Urðum við þess áskynja að hann hefði viljað sinna þessu hugð- arefni meira en tími vannst til frá daglegu amstri. í tannlæknadeild- inni komu fljótt í ljós þeir eiginleik- ar sem einkenndu Steina og verk hans alla tíð. Hann var afar sam- viskusamur og nákvæmur og lét ekkert verk frá sér fara fyrr en ljóst var að betur varð ekki gert. Hann var grandvar maður, hrein- lyndur og trygglyndur. Við sendum Sillu og öðrum aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Utskriftarfélagar ur tannlæknadeild HÍ1981. Kveðja frá Tannlæknafélagi íslands í dag kveðjum við tannlæknar hinstu kveðju einn félaga okkar, Sigurstein Gunnarsson, sem látinn er langt um landur fram, aðeins 44 ára. Sigursteinn gerðist félagi í Tannlæknafélagi íslands árið 1981 að nýloknu kandídatsprófi í tann- lækningum. Hann starfaði fyrst sem að- stoðartannlæknir í Reykjavík til 1982, en næsta árið var starfsvett- vangur hans á Reyðarfírði. Árin 1983-87 rak hann eigin tannlækn- ingastofu á Akranesi en fluttist þá til Reykjavíkur og sinnti eftir það sínum tannlæknisstörfum þar til dauðadags. Sigursteinn var samviskusamur og eftirsóttur tannlæknir sem stundaði vel sitt starf og naut vin- sælda og trausts sjúklinga sinna, sem voru fjölmargir. Meðfædd prúðmennska prýddi framkomu hans. Hann var góður félagi og við kusum hann nýlega formann árshátíðar- og skemmti- nefndar félagsins. Tónlistin skipaði stóran sess í lífí hans og fengum við oft að njóta þess og nú síðast á árshátíð félags- ins í nóvember sl. Þegar við nú minnumst Sigur- steins leitar hugur okkar til eigin- konu hans, Sigurbjargar. Hennar missir er mestur og við biðjum þann sem öllu ræður að veita henni blessun og styrk. Kæra Sigurbjörg, minningin um góðan dreng lifir í hugum okkar. Innilegar samúðarkveðjur frá Tannlæknafélagi íslands. Sigurður Þórðarson, formaður. BERGÞORA MAGNÚSDÓTTIR + Bergþóra Magnúsdóttir fæddist í Norður- búðarhjáleigu í Landeyjum 10. maí 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- vikur 5. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríður Hróbjartsdóttir, f. 4. apríl 1882 að Eystra-Raufarfelli undir Austur-Eyja- fjöllum, d. 15. apríl 1953 í Vestmanna- eyjum, og Magnús Magnússon, f. 31. janúar 1881 að Austur- Búðarhólshjáleigu í Landeyjum, d. 30. apríl 1974 í Reykjavík. Systkini Bergþóru: Magnúsína, f. 28. apríl 1907, d. 28. október 1907; Magnús Axel, f. 7. október 1908, d. 2. júní 1912; Guðríður Amalía húsmóðir, f. 7. október 1908, d. 12. maí 1986, hún var gift Holberg Jónssyni skip- stjóra, f. 17. nóv. 1913, d. 16. jan. 1970; Gróa Tómasína, f. 23. maí 1914, d. 23. júní 1953; Sveinn Hróbjartur, f. 22. júlí 1921, smiður og handavinnu- kennari, býr í Vestmannaeyjum, kvæntur Sigríði Steinsdóttur húsmóður, f. 1. mars 1925; yngst er fóstursystir Bergþóru, Lilja Sveinsdóttir, f. 1. júní 1925, kennari, búsett að Gröf í Miðdöl- um, Dalasýslu, gift Hirti Einars- syni bónda, f. 31. des. 1918. Bergþóra giftist 25. október Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast Margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) 1941 Ólafi Önunds- syni, f. 21. septem- ber 1915. Foreldrar hans voru hjónin Anna Marta Lárus- dóttir, f. 8. maí 1890, frá Amey á Breiðafirði, d. 10. desember 1963, og Onundur Jósefsson, f. 30. október 1888 frá Lambadal í Dýrafirði, d. 30. ágúst 1979. Berg- þóra og Ólafur eignuðust einn son, Sigurð, f. 2. júní 1945. Hann kvæntist 19. ágúst 1967 Þuríði Ágústu Jónsdóttur frá Reykjavík, f. 19. ágúst 1949. Þeirra dætur eru: Anna Rakel, f. 17. febrúar 1967. Hún er rit- ari í Tæknivali. Hún á eina dóttur, Irisi Mist Magnúsdóttur; Helga Hjördís, f. 27. apríl 1968, fjármálastjóri á Kaffi Reykja- vík. Hún á einn son, Þorberg Magnússon. Sambýlismaður hennar er Sigurður Frosti Þórðarson, f. 11. desember 1970 markaðsstjóri. Einnig eru dætur Sigurðar: Yr vinnur á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, f. 26. febrúar 1977. Hennar dóttir er Agnes Hlín, f. 23. apríl 1996; Sif sem er au pair í Englandi, f. 26. febrúar 1977. Bergþóra verður jarðsett frá Aðventkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 15. des- ember, og hefst athöfnin klukk- an 15. Þessi orð tala um minningar og alls staðar eru þær til, í þessu til- felli hér bæði bjartar og hlýjar. Er ég hugsa til elskulegrar fóst- ursystur minnar, Bergþóru Magn- úsdóttur, er lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, leitar hugurinn til baka. Aldrei get ég fullþakkað Guði mínum fyrir að hafa séð svo vel fyrir mér sem kornabarni, er ekki átti margra kosta völ, í upp- hafí lífsgöngu minnar að komast í frumbemsku á heimili foreldra Bergþóru. Þar eignaðist ég allt sem mig vantaði, heimili, elskulega fósturforeldra og fóstursystkini, er öll veittu mér alla þá ástúð og umhyggju sem hveiju bami er nauðsyn. Ég varð sem ein af þeim. í mínum augum átti ég allt með þeim, þeirra frændur og frænkur, og mér fannst ég vera svo rík. Hún Begga var „stóra systir" mín sem ég leit alltaf upp til og hún varð mín fyrirmynd á svo margan hátt. Er hún var ársgömul lögðu þau land undir fót, foreldrar hennar, sem margir fleiri á þeim tíma og ætluðu að komast til „fyr- irheitna landsins" Ameríku. Þau vom full bjartsýni um að þeim myndi vegna vel í nýjum heimi. Ekki höfðu þau miklar áhyggjur af enskukunnáttunni, sem var fólgin í einni vasaorðabók! Þetta þætti full djarft teflt nú til dags. Þau héldu af stað út í heim með þijú ung börn, en ferð þeirra end- aði í Skotlandi vegna einhvers augnsjúkdóms er læknar þar þótt- ust sjá í augum Magnúsar. Ekki var um annað að ræða en snúa við og halda heim til gamla lands- ins. Þetta atvik varð mér til gæfu því nokkrum árum seinna urðu þau fósturforeldrar mínir. Aldrei síðar sáust nein merki þessa sjúkleika hjá Magnúsi. Eftir nokkurrra ára dvöl í Reykjavík fluttu þau til Vestmannaeyja, þar sem þau bjuggu æ síðan. Þar átti Bergþóra sín bernsku- og æskuár í faðmi fjölskyldunnar. Þar gekk hún að öllum algengum störfum sem þá tíðkuðust. Ung að árum kynntist hún, ásamt foreldrum sínum og eldri systur, trú og boðskap Sjö- unda dags aðventista sem hún tók á móti og fylgdi æ síðan til dauða- dags. Voru Bergþóra og foreldrar hennar ásamt eldri systur hennar stofnfélagar safnaðar Sjöunda dags aðventista { Vestmannaeyj- um. Hún var ætíð heilshugar og sjálfri sér samkvæm í þessum efn- um sem öðrum. Störfuðu þau með söfnuðinum eins og tími og kraftar leyfðu að hinum ýmsu málefnum. Árið 1941, hinn 25. október, giftist hún Ólafi Önundssyni og var það mikið gæfuspor fyrir þau bæði. Þau byijuðu búskap í Vestmanna- eyjum þar sem Ólafur var skip- stjóri á fískibátum. Árið 1946 fluttu þau sig um set, fluttust í Kópavog sem þá var í uppbyggingu. Þetta var eins og í sveit eða úthverfí Reykjavíkur. Þar bjuggu þau í sam- býli við foreldra hans, Önund Jó- sefsson og Önnu M. Lárusdóttur, er þá þegar höfðu byggt sér hús á Kársnesbraut 75. Árið 1944 gerðist Ólafur parketlagningarmaður og vann við það til æviloka. Var hann vel þekktur fyrir störf sín á þeim vettvangi. Á Kársnesbrautinni bjó Bergþóra manni sínum gott og fal- legt heimili. Allt var svo hreint og snyrtilegt, hver hlutur á sínum stað. Hún var fyrirmyndarhúsmóð- ir, hagsýn og myndarleg á allan hátt. Lagði hún mikla alúð í verk sín og var grandvör til orðs og æðis. í þessu húsi áttu þau saman mörg góð og hamingjurík ár. Öllum sem þangað komu var vel og hjart- anlega tekið og þar var gott að vera. Þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru og áttu sem betur fer svo mörg sameiginleg áhugamál. Má þar fyrst nefna að þau til- heyrðu bæði söfnuði aðventista og voru þau mjög samhent í öllu er laut að starfí og uppbyggingu safn- aðarins og má segja að í mörg ár voru þau máttarstólpar safnaðarins í Reykjavík að öðrum ólöstuðum. Hann sat í stjóm safnaðarins í mörg ár og hafði m.a. ýmis önnur þjónustustörf á hendi. Á sama tíma vann hún að málefnum systrafé- lagsins Alfa, bæði í stjómarsetu og einnig önnur störf sem tengdust því félagi. Vann hún í allmörg ár við fataúthlutun og flóamarkað að ógleymdum basar félagsins á með- an hann var og hét. Tók hún heils- hugar þátt í öllu starfí félagsins, hvort sem það var að ganga á milli fyrirtækja til að fá styrki til að gefa þeim sem vom fátækir eða fara með matargjafír til fólks eða hvað annað sem þurfti að gera. Öll hennar störf einkenndust af samviskusemi og alúð sem hún með gleði lét í té og Ólafur studdi hana í þessu starfi hennar með ráðum og dáð. í mörg ár sáu þau einnig um söfnun til Hjálparstarfs aðvent- ista í Kópavogi. í trúnni fékk hún styrk í öllum sínum daglegu störfum og amstri hversdagslífsins, öllu mótlæti og áhyggjum, í sjúkdómsstríði manns- ins hennar og svo hennar sjálfrar. Trúin var samofin hennar persónu- leika, hennar daglega viðmóti. í húsinu sínu bjuggu þau til árs- ins 1990 er Ólafur lést. Hennar heilsa var þá orðin mjög bágborin. Seldi hún húsið skömmu síðar og flutti á Kópavogsbraut 1B og bjó þar til dauðadags. Fjölskyldan hennar var henni svo einkar kær. Hún var stolt af syni sínum og tengdadóttur og svo vom það sonardætumar. Þær vom hennar líf og yndi og átti hún margar ánægjustundimar með þær í heimsókn, svo og langömubörnin. Hún var afskaplega þakklát fyrir allt sem fjölskyldan hennar gerði fyrir hana. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á heimili Beggu og Óla, því þar áttum við alltaf griðastað, fyrst ég á námsámm mínum í Reykjavík og svo alla tíð eftir það. Við giftingu fluttist ég út á land og var ekkert sjálfsagðara er kom- ið var til Reykjavíkur en að fara á Kársnesbrautina, ekki bara til heimsóknar heldur líka til gistipg- ar. Börnin okkar fjögur komust á legg og er þau komust á unglings- ár fóru þau öll í skóla ijarri heim- ili sínu. Það gilti sama um þau og okkur foreldrana._ Ævinlega fóm þau til Beggu og Óla í skólaleyfum sínum og þegar komið var til Reykjavíkur eða farið þaðan. Þau vom keyrð eða sótt í rútuna eftir því sem til féll. Og ekki nóg með það, heldur var jafnvel tekinn tími til að skreppa með þau í búðir ef þurfa þótti eða fara með þau í heimsókn til ömmu eða annarra ættingja sem áttu heima á Reykja- víkursvæðinu. Alltaf var okkur tek- ið opnum örmum og ekkert sjálf- sagðara en eiga þarna athvarf. Alltaf var það eins og að koma heim. Okkur var fagnað af heilum hug enda fannst okkur þetta vera okkar annað heimili. Já, það var svo gott að koma til þeirra, nota- legt og okkur leið mjög vel að vera þar hjá þeim. Fyrir þetta emm við öll svo óendanlega þakklát. Nú er hún gengin til hvíldar og hvfldin henni kærkomin. Við biðjum algóðan Guð að blessa ástvinina hennar sem hún bar svo mjög fyrir bijósti, soninn kæra, tengdadóttur- ina sem hún mat svo mikils, sonard- æturnar og langömmubörnin, svo og alla aðra ástvini. Hún trúði því í einlægni að hún myndi mæta okkur öllum aftur sem bíðum, svo og þeim sem farnir eru á undan. Að Kristur komi aftur að reisa hina dánu upp og taka þá til sín sem hljóta eilíft líf. Að við hitt- umst öll á landi lifenda. Við kveðjum með orðum Hall- gríms Péturssonar: Ó, Jesús, það er játning mín, ég mun um síðir njóta þín. Þegar þú, dýrðar Drottinn minn, dómstól í skýjum setur þinn. Þetta vers túlkar hennar trú og von, svo og okkar sem senduin þessa kveðju. Minningu hennar munum við geyma með okkur. Elsku Siggi, Þurý og dætur. Guð gefí ykkur styrk og huggun í sorg- inni. Blessuð sé minning hennar. Li\ja, Hjörtur, Sigríður, Sigursteinn, Kristín Lára og Signý Harpa. Það er sárt að þurfa að kveðja hana elsku ömmu okkar og mikið erum við nú fátækari núna eftir að hún er farin, en við vitum að það hefur verið tekið vel á móti henni. Við vorum ekki gamlar syst- umar þegar við vildum alltaf vera að fara „upp ömmu og upp afa“ því við sóttum strax mikið í að vera hjá þeim. Það var líka gott að alast upp á Kársnesbrautinni svona nálægt ömmu og afa og geta leitað til þeirra hvenær sem var. Við vorum líka alltaf velkomn- ar til þeirra, systurnar. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar horft er til baka. Sérstaklega var gaman að fá að fara upp háaloft og leika sér í gamla dótinu og vera í búleik, stundum kölluðum við svo á ömmu í kaffí og kom hún þá með meðlæt- ið með sér. Ég man líka vel þegar ég var fímm ára og amma kenndi mér að hekla og ég hljóp svo stolt niður til mömmu og sagði að nú kynni ég alveg að hekla. Seinna kenndi hún mér svo að pijóna og oft sátum við saman og pijónuðum og spjölluðum. Amma og afí voru bæði óskapleg snyrtimenni og það var alltaf eitt- hvað svo hlýtt og hreint að koma í gamla húsið og fá súkkulaði eða kandís í munninn. Á laugardögum áður en við fórum í hvfldardags- skólann borðuðum við alltaf hafra- graut og amma passaði upp á að kæla hann aðeins því þá flaut hann þegar mjólkinni var hellt út á og það var alltaf jafn spennandi að sjá hvort það heppnaðist. Þegar afi dó flutti amma á Kópa- vogsbrautina og þar leið henni vel og eignaðist hún góðar vinkonur sem reyndust henni ákaflega vel. Jólin verða tómleg hjá okkur núna þegar hvorki amma né afí verða hjá okkur, en við geymum minninguna um þau og allar stund- irnar sem við áttum saman og erum þakklátar fyrir að hafa fengið að vera svo nærri þeim. Anna Rakel og Helga Hjördís. Drottinn er skjól mitt, ég skelfast þarf eigi, skyggi með stormum um ævinnar hjam. Þannig byijar einn uppáhalds- sálmanna hennar. í framhaldi bregður svo upp mynd þess, að Drottinn er, „athvarfið eina“, „lífg- andi huggun“, „læknirinn meina", „eilífðar skjól“. Þessi hugtök voru akkeri trúar hennar, óhagganlegur grundvöllur og öryggi í lífsstefnu hennar, samskiptum og reynslu. Dagfarslega var hún framúrskar- andi hæversk, lítillát, hógvær og siðprúð. Einstök ljúfmennska ein- kenndi hana. Samtímis var hún ákveðin og föst fyrir og miklum verklegum myndarskap búin. Fyrstu kynni okkar voru á tröppun- um við anddyri heimilis þeirra hjóna. Þar tók hún á móti stórum hóp ungmenna, sem boðin voru til þeirra. Þetta var síðdegis, heiðríkt og sólbjart síðla vetrar. Ég var öll- um gagnókunnugur, nýkominn frá Norðurlandinu mínu og gekk þvi seinastur til móts við hana. Er ég bæði sá og heyrði hvemig hún tók á móti þessu unga fólki, varð mér ljós varminn og heiðríkjan sem hún bar í bijósti. Það var grípandi sam- ræmi við heiðríkjuna og sólvarma veðurfarsins þennan dag og greip mig sterkum tökum sem alókunn- ugan. Nú liggja að baki áratuga kynni sem aldrei féll skuggi á. Forrétt- indi mín voru að njóta þeirra kynna og eiga samleið með henni. Þótt ég vissi, er ég fór vestur um haf fyrir nokkru að hún var orðin mjög veikburða, varð ég eigi að síður harmi og söknuði sleginn við fréttina um andlát hennar. En nú er hún gengin og ég blessa minninguna og þakka. Kæri vinur, Sigurður, Þyrí, son- arbörnin og allir aðrir ástvinir. Við hjónin vottum ykkur djúpa sam- hygð og biðjum Guð að blessa ykk- ur og styðja. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.