Morgunblaðið - 14.12.1997, Page 58

Morgunblaðið - 14.12.1997, Page 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 -jte i ■■■■■ húsgögn Ármúla 44 sími 553 2035 Borðstofuhúsgögn Voldug og virðuleg eikarhúsgögn. Pottþétt bretti og Frábærir jólapakkar Skíðapakkar fyrir börn frá: 13.964,“ stgr. Skíðapakkar fyrir unglinga frá: 18.983, - stgr. Brettapakkar fyrir börn frá: 28.319," stgr. Brettapakkar f. unglinga frá: 33.365,* stgr. GLÆSIBÆ • S: 581 2922 FÓLK í FRÉTTUM Með lífvörð á sjúkrahúsinu FYRIR skömmu var greint frá því að Frið- rik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmað- ur hefði höfuðkúpu- brotnað í Grikklandi þar sem hann var að kynna myndir sínar á kvikmyndahátíð. Tvennum sögum fór af því hvað hefði valdið slysinu og hversu al- varlegt það hefði verið. Friðrik Þór var spurð- ur um hinn eiginlegu málsatvik slyssins. „Sykurmagnið var of hátt í blóðinu á mér og því hefði í raun get- að liðið yfir mig hvenær sem var. Eg hafði grennst mjög mikið áður en ég fór í þetta ferðalag og mér skilst að það hafi verið ástæðan. Það var engin sérstök ástæða fyrir því að ég grenntist nema bara vegna álags og streitu,“ sagði Frið- rik Þór. Hann var staddur í Þessa- lóniku með svokallaða yfirlitssýn- ingu á þremur mynda sinna en kvikmyndahátíðin sem hann sótti er sú þekktasta í Grikkiandi. „Slysið átti sér stað á skemmti- stað en ég hafði áður verið í kvöld- verði til heiðurs leikkonunni Irenu Papas sem lék í Zorba. Þetta var nokkuð alvarlegt slys og það blæddi töluvert. Ég var í tólf daga á sjúkrahúsi í Grikklandi ódeyfður þannig að þetta var ansi kvalafullt. Sjúkrahúsið var frekar frumstætt og það var eins og að koma á fimm stjömu hótel þegar ég kom á sjúkrahús hér heima,“ sagði Frið- rik Þór sem naut aðstoðar ræðis- mannsins Emmu sem upplýsti hann upp stöðu mála á sjúkrahúsinu í Grikk- landi. Að sögn Frið- riks var sjúkrahúsið í Grikklandi mjög heim- ilislegt og sáu ættingj- ar um að sinna sjúk- lingunum. „Ég var á fimm manna stofu en það var stundum hátt í fimmtíu manns þar inni þegar mest var og allir fjölskyldumeðlim- ir sjúklinganna mætt- ir. Sjúkrahúsið var mjög opið og frjálslegt og því var nauðsynlegt að leigja lífvörð sem var hjá mér yfir nótt- ina,“ sagði Friðrik Þór um þessa sérkennilegu lífsreynslu. Hann var sóttur til Grikklands af Ara Kristinssyni upptökumanni og lækni sem kom frá London. Frið- rik Þór var í þrjá daga á Sjúkra- húsi Reykjavíkur en safnar nú kröftum og heilsu heima fyrir. „Það er ekkert gert í þessu af því það blæðir ekki inn á heilann. Það blæddi mikið inn á eyrun en sem betur fer þurfti ekki aðgerð því Grikkirnir hefðu varla verið í stakk búnir fyrir það. Þeir áttu reyndar sneiðmyndatæki og gátu því fylgst með því hvað var að gerast," sagði Friðrik Þór greinilega skemmt yfir tilhugsuninni um frumstæðan að- búnaðinn. Friðrik átti að halda frá Grikk- landi til Þýskalands í viðtöl vegna frumsýningar á Djöflaeyjunni í janúar en vegna slyssins datt sú ferð niður. Frumsýningartími myndarinnar mun þó standa óbreyttur. Friðrik Þór Friðriksson Ný heimsmetabók ►TÆPLEGA tveggja metra löng músagildra var afhjúpuð í Cleburne í Texas í tilefni nýrrar útgáfu af heimsmetabók Guinness sem koma út nú á dögunum. í bókinni er meðal annars sagt frá því að þetta sé stærsta músagildra í heimi sem heimildir eru fyrir. Stærð venjulegrar músa- gildru er sýnd á hægra horni gildrunnar. Það eru þau Mel McDaniIe og Joseph Melancon sem eiga heiðurinn af gildrunni en ekki fylgdi með hvort þau hygðust nota hana. r Dí) ÖöDQDD I Leikföng *JL* Fatnaður Skartgripir Geisladiskar Risa-blaevængir Antikmunir Gjafavara Matvæli Sælgæti Bækur Skór hvergi lægra verð m í Kolaportln. 7C . ★ ' . * Gjafovara á verði frá kr. 250 IOLA Jmarkaður. fleira KOLAPORTIÐ v Helgar kl. 11-17 - Virka daga kl. 12-18 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.