Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Reisa á minnismerki við gamla vitann á Breiðinni Minnast mannskæðasta sjóslyssins við Akranes Akranesi - Stjórn og styrktarnefnd Kiwanisklúbbsins Þyrils á Akranesi vinnur nú að undirbúningi að gerð minnismerkis um „Hafmeyjarslys- ið“ árið 1905, en í því slysi fórust ell- efu ungir Akurnesingar uppi í land- steinum við Akranes. Hugmyndin er að minnismerkið verði staðsett við gamla vitann á Breiðinni. Bjarni Þór Bjarnason bæjarlistamaður hefur tekið að sér gerð minnismerk- isins ef af verður. Sexmannafarið fórst uppi í landsteinum Upphaf þessa máls má rekja til fundar hjá klúbbnum þar sem slysið bar á góma, en það mun vera það mannskæðasta í sögu Akraness. Með slíku minnismerki yrði minn- ingu hinna ungu Akurnesinga sem fórust við upphaf aldarinnar haldið á loft auk þess sem þama risi sýni- legt tákn ræktarsemi og virðingar. „Hafmeyjarslysið" varð laugar- Ellefu ungir Akur- nesingar fórust í „Iiafmeyjarslys- inu“ árið 1905 daginn 14. september 1905 en þá var sexmannafarið Hafmeyjan á leið frá Reykjavík til Akraness með ellefu unga Akumesinga innan- borðs, fólk á aldrinum 20-30 ára. Þarna fórust fimm systkin, börn Helga bónda Guðmundssonar á Kringlu, ennfremur þrír bræður, synir Bjöms bónda Jóhannssonar í Innsta-Vogi sem vom á heimleið eftir sumarvertíð á Kútter Sigur- fara sem nú er við Byggðasafnið í Görðum. Hvemig þetta hörmulega slys bar að vita menn ekki en ætla má að ofhleðsla hafi átt hlut að máli. Báturinn var kominn mjög nærri landi á Akranesi er hann fórst svo vaða mátti út á skerið sem hann rakst á. Tvö lík fundust fljótt en önnur ekki. Önnuðust endurgerð gamla vitans á Breiðinni Klúbbfélagar í Þyrli sáu um og önnuðust endurgerð gamla vitans á Breiðinni í tilefni af 50 ára kaup- staðarafmæli Akraness 1992 og vilja nú minnast þessa slyss með viðeigandi hætti. Ekki síður fylgir þessari hugmynd að bæta aðgengi að vitanum og næsta umhverfi hans og auka þannig veg gamla vitans. Klúbbfélagar hafa bent á að ýmis- legt komi til álita í þeim efnum, m.a. að gera göngubrú frá landi yfir á klappirnar og koma þar fyrir æski- legum leiðbeiningum og upplýsing- um fyrir almenning og ferðafólk um sögu vitanna beggja, örnefni, nátt- úrufar og útsýni, sem er afar sér- stætt frá þessum stað. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson HUGMYND listamannsins að minnismerki um Hafmeyjarslysið. Þrettándagleði í V estmannaeyj um Vestmannaeyjum - Þrettándagleði ÍBV í Eyjum tókst vel þrátt fyrir að veðurguðirn- ir blésu hressilega þegar hátíðarhöldin fóru fram. Þrettánda- gleðin var með hefð- bundnum hætti og hófst með flugelda- sýningu af Hánni þaðan sem jólasvein- ar gengu síðan með blys sín niður af fjall- inu og eftir götum bæjarins að íþrótta- vellinum. Fjölmenni beið jólasveinanna við fjallsræturnar og þar bættust Grýla, Leppalúði, tröll og forynjur í hópinn og enn fjölgaði furðu- verum þegar á íþróttavöllinn kom. Á íþróttavellinum dönsuðu álfar og púkar ásamt jólasveinum og öðru hyski kringum brennu sem kveikt var þar. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SJÁ mátti mörg tröll og aðrar furðuverur á íþróttavellinum í Eyjum meðan þrettándagleðin fór þar fram. Frá íþróttavellin- um var síðan geng- ið gegnum bæinn þar til jólasveinar slökktu í blysum sínum og þeir ásamt frændfólki sínu kvöddu Eyja- menn og héldu til fjalla á ný þar sem hyskið mun dvelja til næstu jóla. ÍB V -íþróttafélag stóð fyrir hátíða- höldunum nú og er það í annað sinn sem félagið gerir það en félagið tók við hátíðahöldunum af Knattspyrnufé- laginu Tý er það sameinaðist Iþróttafélaginu Þór undir merki IBV. Týrarar hófu þrett- ándagleði sína árið 1948 og var þrettándagleðin í Eyjum nú því sú fimmtugasta sem haldin hefur ver- ið. Morgunblaðið/Ingimundur HJÓNIN Jón Haraldsson og Þóra Björgvinsdóttir í nýrri skrifstofu Sjóvár-AImennra í Borgarnesi. Sjóvá-Almennar á nýj- um stað í Borgarnesi Borgamesi - Föstudaginn 2. janúar opnaði tryggingafélagið Sjóvá-Al- mennar skrifstofu á nýjum stað í Borgamesi, á Borgarbraut 61. Um- boðsmaður fyrirtækisins er Jón Har- aldsson. Á sama stað er eiginkona Jóns, Þóra Björgvinsdóttir, með skrifstofu íyrir Urval-Útsýn. Þau hjón hafa verið umboðsmenn þess- ara fyrirtækja í 20 ár. Skrifstofumar eru í 70 fermetra húsnæði og á veggjunum eru myndir eftir Einar Ingimundarson, málara úr Borgamesi, en hann lést í desem- ber á síðasta ári. Aðspurður sagði Jón að nokkra fyrir andlát sitt hefði Einar stungið upp á því að vera með sýningu þegar skrifstofurnar yrðu opnaðar. Myndirnar era úr héraðinu og eru allar til sölu. Þóra sagði að þau yrðu með „opið hús“ föstudaginn 9. janúar og væra þá allir velkomnir. Mikið fjölmenni var á grímuballi Eyverja í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HLAÐIÐ veisluborð var einn fjölmargra búninga. Vestmannaeyjum - Grímuball fyrir börn var haldið í Eyjum á þrettándanum eins og venjulega. Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Eyjum, stóð fyrir ballinu en félagið hefur staðið fyrir slíku balli á þrettándanum í áratugi. Fjöldi barna mætti á grímuballið og voru búningar margir og Qölbreyttir. Mátti sjá litlar mýs, Gangbraut arljós búningur ársins hlaðin veisluborð, fuglahræður, hana og litlar Spice girls, svo eitthvað sé nefnt, en fjölmargir búningar hlutu viðurkenningar. Grímubúningur ársins að þessu sinni var gangbrautarljós og fékk hann að launum farandbikar sem sæmdarheitinu fylgir ásamt fleiri verðlaunum. I öðru sæti varð dís á töfrateppi og í þriðja sæti varð fsskápur. ÞAU lentu í þremur efstu sætunum. ísskápur, dfs á töfrateppi og gangbrautarljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.