Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Rannsókn innherja- viðskipta hjá RL Vextir lækka áfram VEXTIR héldu áfram að lækka á verðbréfamarkaði í gær. Avöxtun- arkrafa ríkisvíxla lækkaði um 7 punkta í 7,19% og ávöxtunarkrafa verðtryggðra ríkisskuldabréfa fór einnig lækkandi. Avöxtunarkrafa spariskírteina með 2 ára líftíma lækkaði mest, eða um 4 punkta í 5,26%. Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði um 1 punkt og var 5,27% við lokun. Viðskipti á Verðbréfaþingi ís- lands námu tæpum 1.100 milljónum króna í gær. Mest urðu viðskipti með banka- og ríkisvixla. Viðskipti með hlutabréf voru hins vegar ekki mikil í gær, námu 32 milljónum króna að markaðsvirði. Hlutabréfa- vísitala Verðbréfaþings lækkaði um 0,3% og urðu mestar lækkanir á gengi Lyfjaverslunar Islands sem lækkaði um tæp 5% í 2,62. Þá lækk- aði gengi hlutabréfa í Síldarvinnsl- unni, íslenskum sjávarafurðum og Sláturfélagi Suðurlands um 4%. Einungis hlutabréf í Eimskip hækk- uðu í gær, en lokagengi bréfanna var 7,42 eða 0,3% hærra en á mið- vikudag er gengi þeirra hækkaði um 1,4% í kjölfar fregna af auknum umsvifum félagsins. Málið fellt niður RANNSÓKN ríkislögreglustjóra (RL) vegna innherjaviðskipta, sem staðið hefur yfir síðan í haust, er lokið og verður ekki aðhafst frek- ar í málinu. Bankaeftirlit Seðlabankans vís- aði sl. haust einu máli, þar sem grunur vaknaði um að innherja- viðskipti hefðu átt sér stað með hlutabréf í fyrirtækjum, til lög- reglurannsóknar hjá efnahags- brotadeild ríkislögreglusijóra. Þessari lögreglurannsókn lauk fyrir skömmu og segir Jón H. Snorrason, saksóknari og yfir- maður efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra að ákveðið hafi verið að fella málið niður. „Það sem fram kom í rannsókninni var ekki nægiiegt eða líklegt til sak- fellingar. Því verður ekki ákært í málinu,“ segir Jón. Bankaeftirlit Seðlabankans hef- ur enn til rannsóknar nokkur mál þar sem grunur hefur vaknað um að innherjaviðskipti hafi átt sér stað með hlutabréf í fyrirtækjum en ekki hefur verið ákveðið hvort einhverjum þeirra verður vísað áfram til ríkislögreglustjóra. 11% veltuaukning hjá Gúmmívinnslunni á milli ára 170% aukning í sölu loftbóludekkja GÚMMÍVINNSLAN hf. á Akur- eyri velti 147 milljónum króna á síðastliðnu árj, samanborið við 132 milljónir árið 1996 og nemur aukn- ingin 11% á milli ára. Naglalaus loftbóludekk njóta æ meiri vin- sælda og jókst salan á þeim um 170% á milli ára. Yfirlýst markmið stjórnenda Gúmmívinnslunnar um að auka veltuna um 10% á milli ára náðist og rúmlega það, að því er segir í fréttatilkynningu frá íyrirtækinu. Upplýsingar um afkomu þess verða birtar þegar ársuppgjörið liggur fyrir. Á síðasta ári varð langmest veltuaukning í sölu nýrra hjól- barða. Einnig jókst sala dekkja til notkunar í landbúnaði og segir að rekja megi þá aukningu að veru- legu leyti til Vrederstein-merkis- ins, sem Gúmmívinnslan fékk um- boð fyrir á liðnu ári. Á hinn bóginn varð samdráttur í framleiðslu og sölu á vörum Gúmmívinnslunnar í sjávarútvegi á síðasta ári. 170% aukning varð milli ára í sölu naglalausra loftbóludekkja fyrir fólksbfla, að því er segir í til- kynningunni. Þá jókst sala á loft- bóludekkjum fyrir vöru- og fólks- flutningabifreiðir einnig umtals- vert á milli ára. Er því greinilegt að þeim sem aka um á slíkum dekkjum fjölgar stöðugt. Telur Ami Laugdal, markaðsstjóri Gúmmívinnslunnar, að þessi þróun spari Akureyrarbæ milljónir króna í vetur með minna sliti á malbiki en áður. Notkun loftbóludekkja er enn sem komið er algengari á Akureyri en annars staðar og aka allir stærri strætisvagnar bæjarins t.d. á slíkum dekkjum. Ný dekk fyrir vörubfla og rútur Á vori komanda hyggst Gúmmí- vinnslan kynna nýtt framdekk fyr- ir vöruflutningabifreiðir og rútur. Slitþol þess á að vera um fimmt- ungi meira en hefðbundinna dekkja og gefa betri rásfestu en draga úr eldsneytisnotkun. Telur Árni að þetta nýja dekk nái traustri fótfestu á markaðnum á komandi misserum. Fyrsti Tango-skanninn í notkun hérlendis PRENTSMIÐJAN Hjá Guðjóni Ó. hefur tekið í notkun fyrsta Tango- skannann frá Heidelberg hérlendis sem fyrirtækið festi nýlega kaup á. Hjá Guðjóni Ó. hóf starfsemi sína 1992 og er því 5 ára á þessu ári. Á þessum 5 árum hefur fýrirtækið fjárfest í tækjum bæði í forvinnslu, prentsmiðju og bókband, m.a. skönn- um frá Linotype-hell og Heidelberg , Saphir og Tango, Quasar filmu- útkeyrsluvél ásamt Delta OPI, auk Canon litaljósritunarvélar sem gera vinnsluna mjög hraða en hárná- kvæma að því er fram kemur í frétt. Fyrirtækið hefur einnig keypt tvær Heidelberg GTO prentvélar, fjögurra lita og tveggja lita, tölvu- stýrða pappírsskurðarhnífa og upp- raðara fyrir eyðublöð sem tryggir betri frágang verkefna. Umhverfisvæn prentsmiðja Fram kemur að frá 1990 hafi ein- göngu verið notaðar jurtaolíur til hreinsunar á prentvélum. Öllum úr- gangi frá prentvélum er safnað til eyðingar og afgangspappír er end- urnýttur. Eigendur Hjá Guðjóni Ó. eru Ólafur Stolzenwald, Þórleifur V. Friðriksson og Sigurður Þorláksson en umboðsaðili Heideilberg á Is- landi er Sturlaugur Jónsson hf, og umboðsaðili Heidelberg Prepress er ACO hf. VIÐSKIPTI Misjöfn ávöxtun bankareikninga á árinu 1997 Dollarareikningar gáfu hæstu raunávöxtunina GJALDEYRISREIKNINGAR með dollurum skiluðu langhæstri ávöxtun allra bankareikninga á árinu 1997. Raunávöxtun dollarareikninga var á bilinu 9,1-9,6% á árinu, enda hefur gengi dollara verið að styrkjast und- anfarin misseri. Svipaða sögu er að segja um ávöxtun reikninga í sterl- ingspundum sem skiluðu 7-7,3% raunávöxtun, skv. samantekt Morg- unblaðsins. Þeir sem hafa ávaxtað fjármuni sína í ýmsum öðrum erlendum mynt- um hafa hins vegar borið skarðan hlut frá borði og var t.d. raunávöxt- un gjaldeyrisreikninga í þýskum mörkum neikvæð um 6,5-7,3% vegna gengisþróunar marksins. Sérkjarareikningar sem bundnir eru til fjögurra eða fimm ára skiluðu að venju bestri ávöxtun bankareikn- inga með íslenskum krónum á árinu Raunávöxtun gjaldeyrisreikn- inga í þýskum mörkum neikvæð um 6,5-7,3% 1997. íslandsbanki gat að þessu sinni státað af hæstu raunávöxtuninni á slíkum reikningum í lok ársins eða 6,02% á Sparileið 48 og Sparileið 5. Seint í gær tilkynnti hins vegar Búnaðarbankinn að hann myndi bæta um betur á einum reikninga sinna og hækka raunávöxtun Bústólpa upp í 6,03%, en áður hafði bankinn tilkynnt um 5,78% ávöxtun þessum reikningi. Síðastnefnda talan er birt í töflunni enda miðast þar all- ar tölur við vaxtatekjur sem lagðar voru inn á reikningana fyrir ára- mótn. Þeir sem kosið hafa að ávaxta sitt fé á óbundnum sérkjarareikningum á borð við Kjörbók Landsbankans, Trompbók sparisjóðanna og Gullbók Búnaðarbankans hafa hins vegar fengið mun lakari raunávöxtun eða á bilinu 1,4-2,25%. Innistæður á sparisjóðs- bókum rýrnuðu Fjármunir á tékkareikningum og almennum sparisjóðsbókum hafa að venju rýrnað að raungildi eða um lið- lega 1% á árinu 1997 ef þeir hafa staðið óhreyfðir frá upphafi til loka árs. Þeir reikningar eru þó almennt notaðir sem veltureikningar og fjár- munir ættu ekki að liggja á þeim um lengri tíma. Sérkjarareikningar Landsbankinn Kjörbók 1,66-2,25% Landsbók12m. 3,30% Landsbók24m. 4,53% Landsbók60m. 5,77% Grunnur 4,82-6,07% Sparisjóðir Trompbók 1,44% Trompbók12 4,64% Trompbók 24 5,01% Pen.mark.reikn.* 4,18% Öryggisbók1-3 2,73% Bakhjarl 12 3,33% Bakhjarl 24 4,43% Bakhjarl 36 4,98% Bakhjarl 48 5,38% Bakhjarl 60 5,82% Húsn.sp.reikn. 5,82% bankareikningum 1997 II II Búnaðarbankinn Ýmsir reikningar Reikningur Lands Búnaðar- íslands- Spari- bankinn bankinn banki sjóðir Gullbók 1,93% Almenn sparisjóðsbók -1,04% -1,17% -1,18% -1,10% Metbók 3,16% Kostabók 3,33-5,78% Tékkareikningar -1,04% -1,17% -1,18% -1,10% Markaðs- reikningur* 4,16-4,89% Innlendir gjaldeyrisreikningar, lausir Bundnir reikningar til 3 og 6 mánaða skila hærri ávöxtun. Stjörnubók12 3,21% Bandaríkjadollar 9,10% 9,53% 9,61% 9,58% Stjörnubók 30 5,09% Sterlingspund 7,44% 7,35% 7,27% 7,03% Bústólpi 5,78% Þýsk mörk -7,32% -6,71% -6,48% -6,66% íslandsbanki Danskar krónur -5,95% -5,61% -5,33% -5,33% Uppleið 0,65-5,36% Norskar krónur -5,38% -5,34% -4,91% -4,78% Sparileið 2/3 1,05% Sænskar krónur -5,02% -4,91% -4,12% -3,86% Sparileið 12 3,15% Franskirfrankar -6,50% -5,73% -4,97% -5,00% Sparileið 24 4,36% Svissn. frankar -1,31% -1,31% -0,83% -0,92% Sparileið 48 6,02% Japanskt yen -5,29% -5,10% -5,15% -5,14% Sparileið 5 6,02% Verðbr.reikn.* 4,35% ECU -4,15% -3,51% -2,20% -1,86% NÁNARI upplýsingar um sérkjarareikninga er að finna í mánaðarlegu vaxtayfirliti Seðlabankans. * Peningamarkaðsreikningur Sparisjóðanna var stofnaður 1. febrúar 1997, Markaðsreikningur Búnaðarbankansl. júní 1997 og Verð- bréfareikningur Islandsbanka var stofnaður 1. ágúst 1997. Vextir þeirra eru miðaðir við ávöxtun ríkisvíxla í útboðum Lánasýslu nkisins. Altech hefur selt tækjabúnað í álver fyrir um 300 milljónir 90% fram- leiðslunnar til útflutnings ÍSLENSKA fyririækið Altech hefur nú selt sérhæfðan hátæknibúnað í ál- ver víða um heim fyrir um 300 millj- ónir króna á síðustu tveimur árum. Um 90% af þessum tækjum hafa verið seld til annarra landa. Nú síðast seldi fyrirtækið tækja- búnað til álvers í Suður-Afríku og nýverið tók Islenska álfélagið í notk- un svokallaðan deiglufleyti frá Al- tech en þar er um að ræða íslenska uppfinningu sem annast sjálfvirka fleytingu sora ofan af áli í deiglum, áður en þær eru færðar inn í steypu- skála, að því er segir í frétt. Þar kemur jafnframt fram að þetta tæki hafi vakið nokkra athygli og hafi fyrirtækið fengið fyrirspum- ir frá nokkrum álverum þar sem starfsmenn fleyti enn sjálfir soran- um ofan af sjóðandi heitu álinu. Altech hefur nú selt tæki til álvera í öllum heimsálfum. „Fyrirtækið hef- ur einbeitt sér að þróun hátækni vél- búnaðar með mikilli sjálfvirkni til nota í álverum, sérstaklega þar sem starfsumhverfl er erfitt og heilsu- spillandi. Hefur fyrirtækið þróað um tuttugu mismunandi tæki og er sala síðustu tveggja ára 300 milljónir króna. Fyrirtækið hefur fengið fyrir- spurnir frá flest öllum álverum í heiminum sem nota forbökuð raf- skaut eins og Isal og er áralöng al- þjóðleg markaðssetning nú farin að skila góðum árangri. Ein meginforsenda þessa árang- urs á hinum íhaldssama álmarkaði er ánægjulegt samstarf við Isal sem hefur keypt nokkrar af frumgerðum tækja frá Altech." Bresk vörusýning ALÞJÓÐLEGA gjafavörusýn- ingin International Spring Fair verður haldin dagana 1.-5. febrúar næstkomandi í Birmingham. Sýningin er ein hin stærsta sinnar tegundar í Bretlandi. Á sýningunni er sýnd hefðbundin bresk gjafa- vara. Yfir 4.000 fyrirtæki sýna á 100.000 fm svæði. Viðskiptafulltrúi breska I sendiráðsins mun verða á ) þessari sýningu og liðsinna þeim íslensku kaupendum sem þess óska. Nánari upplýsingar j má fá hjá sendiráðinu. Rangt gengi hlutabréfasjóðs í TÖFLU á forsíðu viðskipta- blaðs Morgunblaðsins í gær var ranglega farið með gengi Hlutabréfasjóðs Búnaðar- bankans hf. Þannig var kaup- gengi hlutabréfa í sjóðnum | þann 1. janúar 1997 ekki 1,02 j heldur 1,004. Af þessum sök- j um var rangt farið með hækk- j un á gengi bréfanna á árinu 1997. Ávöxtun bréfanna var | því ekki 7% heldur 8,5%. , Beðist er velvirðingar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.