Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýr búvöru-
samningur
NÝR búvörusamn-
ingur í mjólkurfram-
leiðslu hefur verið
gerður milli landbúnað-
arráðherra og Bænda-
samtaka Islands með
fyrirvara um samþykki
Alþingis. Byggist hann
á hugmyndum svo-
nefndrar sjömanna-
nefndar og kröfum
kúabænda.
A þessum tímamót-
um er ágætt að gera
sér grein fyrir hver
þróunin hefur verið í
stjóm búvörufram-
leiðslunnar, rannsaka
og upplýsa stöðuna í
hinum hefðbundna landbúnaði,
rifja upp og bera saman hvemig
nýr búvörusamningur virðist
stangast í meginatriðum á við
stjórnarskrá Islands, samkeppnis-
löggjöf og nýlegan hæstaréttar-
dóm um atvinnufrelsi borgaranna.
Verndarsvæðin
(kvótinn)
Allt til 1979 bjó íslenskur land-
búnaður við óhefta framleiðslu-
möguleika. Hver og einn mátti
framleiða og selja eins og hann
vildi og fékk greitt fyrir. Landbún-
aðurinn naut ríflegra framlaga af
hálfu hins opinbera í formi jarð-
ræktarstyrkja og búfjárræktar-
styrkja ásamt því að verðbólga
malaði skuldir niður. Öflugasti
hvatinn í framleiðsluaukningunni
var þó svokölluð 10% útflutnings-
regla, sem byggðist á þeirri megin-
reglu að bændur fengu útflutnings-
bætur á 10% heildarverðmæti
landbúnaðarframleiðslunnar. Að
flestra mati gat þetta ekki gengið
til lengdar. Því var útflutningsregl-
an afnumin, framlög til landbúnað-
ar dregin saman og framleiðslutak-
markanir endanlega settar á árið
1986.
HUGBÚNAÐUR
FYRIR WINDOWS
Má stækka og
bæta við kerfum
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
Glæsilegur nærfatnaður
Laugavegi 4, sími 551 4473
Blað allra landsmanna!
-kjarnimálsins!
Kvótinn tók svo
ýmsum breytingum í
áranna rás: Búmark,
fullvirðisréttur,
greiðslumark og nú
síðast beingreiðslur.
Búin voru til ákveðin
verndarsvæði fyrir
einstaka bændur til
starfa í kvótakerfinu.
Þeir bændur sem ekki
komust inn í það kerfi
urðu undan að láta,
ýmist hálfeignalausir
eða í öskustó loðdýra-
ævintýris.
I sjávarútvegi var
settur á magnkvóti til
að draga úr sókn í
takmarkaða auðlind vegna al-
mannahagsmuna. I landbúnaði var
settur á kvóti til að koma í veg fyr-
ir verðstríð, þ.e. að framboð og eft-
irspurn réði endanlegu verði til
neytenda (bænda og úrvinnslufyr-
irtækja annars vegar og markaðar-
ins hins vegar). Sú aðgerð hafði
ekki með almannahag að gera,
heldur vemdaði ákveðinn markhóp
í bændastétt.
Niðurgreiðslur
Niðurgreiðslur
búvara (skattfé), segir
Þorsteinn H. Gunnars-
son í fyrri grein sinni,
verða uppboðsgóss
hæstbjóðanda.
(beingreiðslur)
I síðustu búvörusamningum var
samið um, að niðurgreiðslur á
heildsölustigi búvöruframleiðsl-
unnar, sem stjómvöld höfðu notað
í marga áratugi sem hagstjórnar-
tæki til að hafa áhrif á lækkun
verðlagsvísitölu, færðust beint til
framleiðenda. Þessu niðurgreiðslu-
fyrirkomulagi er fram haldið í nýj-
um búvörusamningi. Gert er ráð
fyrir að niðurgreiðslumar verði
helmingur af framleiðandaverði.
Greiðslumar era kallaðar bein-
greiðslur og era greiddar af fjár-
málaráðherra beint til bænda en
Framleiðsluráð sér um uppgjör.
Nýr búvörasamningur gerir áfram
ráð fyrir að hægt verði að versla
með þessi réttindi (beingreiðslurn-
ar). Niðurgreiðslurnar hafa því
verið að breyta um eðli og era
orðnar verslunargóss og braskrétt-
indi. Nokkurs misræmis gætir milli
nautgriparæktar og sauðfjárrækt-
ar varðandi kvótaverslun, þar sem
verslun með mjólkurkvóta er leyfð
en hún var bönnuð 1. júlí 1996 með
sauðfjárkvóta. Það gæti aftur á
móti haft þær afleiðingar að erfitt
verði fyrir bændur að fækka sauðfé
eða hætta sauðfjárbúskap án þess
að skerða verðmæti eigna sinna
þar sem þeir geta hvorki afsett
kvótann né fjárstofninn.
Kvótinn niðurgreiddur
Verslun með kvóta er orðin hluti
af hinu íslenska bændasamfélagi.
Bændasamfélagið hefur talið hags-
munum sínum borgið með þessu
fyrirkomulagi og ekki reist sig upp
á móti því. Ymsir hafa þó séð nokk-
ur hættumerki í þessu fyrirkomu-
lagi. Byggð mun grisjast skipu-
lagslaust, atgervisflótti verður úr
hinum dreifðu byggðum og endur-
nýjun í bændastétt mun ekki eiga
sér stað. Nokkur dæmi eru um að
opinberir aðilar hafí greitt þessi
kvótakaup niður. Hafa bændur
haft af því nokkrar áhyggjur að
með því væri verið að raska stöðu
þeiri-a innbyrðis með ólögmætum
hætti. Einu slíku máli hefur verið
skotið til Samkeppnisstofnunar og
hefur stofnunin lagt mat á niður-
greiðslur á kvótakaupun. Kemur
fram í áliti stofnunarinnar að nið-
urgi-eiðslur til kvótakaupa raski
samkeppnisstöðu bænda innbyrðis
og hefur viðkomandi stjórnvaldi
verið birt álitið til eftirbreytni. Því
er eðlilegt að menn velti því fyrir
sér hvort beingreiðslurnar raski
ekki einnig samkeppnisstöðu
bænda innbyrðis.
Ýmsir telja þetta beingreiðslu-
kerfi algjöra hengingaról fyrir
bændastéttina, vegna þeirrar inn-
byggðu mismununar sem í keifinu
býr og hættu á spillingu. Því sé
nauðsynlegt bæði fyrir bændur, af-
urðastöðvar og ríkissjóð að oln-
boga sig út úr þessu kerfi með
áfangalækkunum á beingreiðslum
á samningstímanum. Heilbrigðara
væri að þessar niðurgreiðslur væru
á heildsölustigi afurðanna eins og
var og séu almennar en ekki sér-
tækar. Svo era ýmsir sem telja nið-
urgreiðslumar ónauðsynlegar.
Bændablaðið greinir frá þvi ný-
lega að mjólkurframleiðendur hafi
keypt greiðslumark fyrir tæpa 2
milljarða á áranum 1991-1996. En
hvaðan eru þessir peningar komn-
ir? Bóndinn kaupir greiðslumark
og staðgreiðir það eða skuldar eftir
atvikum. Síðan fær hann ávísun
mánaðarlega frá fjármálaráðherra,
sem era beingreiðslur, en þær
grundvallast á greiðslumarkinu
sem hann keypti. Þegar upp er
staðið hefur ríkissjóður greitt fyrir
hann gi-eiðslumai-kið með afborg-
unum.
Kvótamarkaður
í Bændahöllinni?
Nýr búvörasamningur gerir ráð
fyrir að komið verði upp kvóta--
markaði, sem Framleiðsluráð land-
búnaðarins, eða annar aðili sem
landbúnaðarráðherra ákveður,
annist. Þar eiga allar falar bein-
greiðslur (kvóti) að fara í gegn.
Niðurgreiðslumar (skattféð) sem
voru undirstaða að félagslegum
réttindum og notaðar hafa verið til
að lækka verð á mjólk til barnafjöl-
skyldna era þá orðnar uppboðs-
góss hæstbjóðanda. Var það upp-
haflegur tilgangur? Svari hver fyr-
ir sig. Talið er að með þessu móti
verði verslun með þessi réttindi
sýnilegri. Þessi viðskipti hafa verið
í sviðsljósinu undanfarið og augljós
öllum mönnum. Hætt er við að það
skapi réttmæta tortryggni, verði
þessi starfsemi færð inn í Bænda-
höllina, eins og stefnt virðist að.
Raunar er óskiljanlegt hvaða er-
indi hún á þangað inn frekar en
fóðurbætis- eða varahlutaverslun.
Þá er gert ráð fyrir að greiðslu-
mark verði framreiknað frá ári til
árs og haldist hjá þeim sem nú
hafa greiðslumark. Svo virðist sem
samningurinn sé aðeins sértækur
fyrir ákveðinn markhóp bænda í
landinu, en ekki ríkisrammasamn-
ingur, sem hinn almenni bóndi geti
sótt réttindi til. Búast má við að
t.d. riðubændur, sem æ ofan í æ
hafa þurft að skera bústofn sinn
niður og neyðast til að breyta yfir í
mjólkurframleiðslu til að sjá fjöl-
skyldum sínum farborða, verði
ekki mjög ánægðir. Hvað með
stjórnarskrárbundinn rétt manna
til að nýta bújarðir sínar, véltækni,
þekkingu og menntun að eigin vilja
og hafa af því arð og atvinnu?
Hverjir era kostir ungs fólks sem
hefja vill búskap og hefur ef til vill
erft kvótalaust höfuðból með gögn-
um þess og gæðum? Hver er sam-
keppnisstaða þess miðað við þá
sem fengu úthlutað ókeypis kvóta?
Höfimdur er búfræðikandídat,
Þorsteinn H.
Gunnarsson
Orð og athafnir
ÞEGAR ný fram-
haldsskólalög voru
samþykkt vorið 1996
voru með þeim m.a.
lögfest innritunar-
gjöld í framhaldsskóla
en þau voru ætluð til
þess m.a. að standa
straum af kostnaði
vegna kennsluefnis og
pappírsvara sem skól-
inn hafði látið nem-
endum í té án sér-
staks endurgjalds.
Tiltekið var í lögunum
að þessi upphæð
mætti aldrei fara yfir
6.000 kr. á ári.
Þegar lögin voru
sett var þessari gjaldtöku ákaft
mótmælt bæði á þingi og víða í
þjóðfélaginu því menn töldu að
með því að opna leið til þess að
leggja á nemendur skólagjöld væri
vegið að jafnrétti til náms. Það er
ekki öllum foreldram kleift að
styrkja börn sín til náms því heim-
ili á Islandi eiga mörg í fjárhags-
legum kröggum eins og alkunna
er.
Það er til dæmis augljóst að
eifitt er fyrir sauðfjárbónda, en
þeir hafa samkvæmt nýjustu upp-
lýsingum um 6-700 þúsund krónu
árstekjur að meðaltali, að kosta
börn sín til náms, ekki síst þar sem
styrkur til nemenda úr dreifbýli
sem stunda framhaldsskólanám er
alltof naumur. En þótt ótrúlegt
kunni að virðast, miðað við þann
velmegunarsöng sem ráðamenn
þjóðarinnar kyrja nú með viðlag-
inu hagvöxtur og kaupmáttar-
aukning, þá eru æði margir í þessu
þjóðfélagi sem mega sæta þvílík-
um lífskjöram. Það er með öllu
ástæðulaust að mismuna börnum
og ungmennum eftir efnahag
heimila með slíkum flötum skóla-
gjöldum sem eru mjög íþyngjandi
fyrir tekjulág heimili þó þau efna-
meiri finni lítt fyrir þeim. I mörg-
um tilfellum hafa ungmenni á
þessum aldri mjög litlar sumar-
tekjur þannig að oft eru það for-
eldrarnir sem þurfa að reiða þessi
gjöld fram.
Nýlega birti Björn Bjarnason
menntamálaráðherra gi-ein á al-
netinu um skólagjöld í háskóla og
verður ekki annað ráðið af þeirri
grein en að þar fari sérstakur að-
dáandi skólagjalda enda er gert
ráð fyrir því í nýjum lögum um há-
skóla sem samþykkt voru á Al-
þingi íslendinga nú fyrir jólin að
háskólar geti lagt aukin gjöld á
nemendur til að mæta útgjöldum
skólanna. Þótti nú ýmsum að nóg
væri að gert í skólagjaldainn-
heimtu á háskólastiginu.
En ríkisstjórnin lét ekki þar við
sitja og lét á síðasta þingi sam-
þykkja lagabreytingar sem gerðu
mögulegt að íþyngja sérstaklega
þeim nemendum sem stunda verk-
nám með því að innheimta af þeim
efnisgjöld til viðbótar við skóla-
gjöld og geta efnisgjöldin numið
allt að 25 þús. krónum á skólaári
og er þó enn gert ráð fyrir að til
viðbótar því greiði nemendur
kostnað vegna áhalda ýmiskonar,
að ekki sé talað um kennslubækur
en kostnaður við slíkt getur í sum-
um tilvikum numið tugum þús-
unda.
Það eru ekki nema rúm 50% af
hverjum árgangi á Islandi sem
ljúka einhvers konar framhalds-
námi og aukið atvinnuleysi ungs
fólks er vaxandi vandamál. Ráða-
menn þjóðarinnar þreytast því
seint á áferðarfallegum yfirlýsing-
um um að menntun unga fólksins
sé besta fjárfestingin til nýrrar
aldar.
En hljómfagrar yfirlýsingar á
tyllidögum orka á fólk nánast eins
og fremur ósmekklegur brandari
þegar litið er til verka ríkisstjórn-
arinnar í þessum efnum.
Beitt er lögum til þess að að
gera ungu fólki erfíðara fyrir með
að stunda framhalds-
nám og svo rammt
kveður að þessum
hremmingum að sumir
jafnvel hrekjast úr
námi.
Eitt það fráleitasta
sem hæstvirtri ríkis-
stjórn gat dottið í hug
var þó er árinu 1996
var lagt til, í tengslum
við ráðstafanir í ríkis-
fjármálum, að tekin
yrðu upp svonefnd
endurinnritunargjöld,
öðru nafni fallskattar.
Þessa skatta átti að
gera að sérstakri
tekjulind fyrir skólana
þegar yfir þá gekk einn niður-
skurðarfaraldurinn enn. En þá var
upphaflega meiningin að lækka
framlög til þeirra um 200 milljónir
en svo var að vísu hörfað með 40
milljónir af því samkvæmt þeirri
sérstöku hernaðarkúnst sem hæst-
virt ríkisstjórn hefur tileinkað sér.
En hún felst í því að hóta fyrst öllu
illu en draga svo lítið eitt í land
þannig að þolendur ráðstafananna
lofi bæði Davíð og skaparann að
ekki fór alveg eins illa og upphaf-
lega hafði verið ráð fyrir gert.
Heilar 32 milljónir króna ráð-
gerði hæstvirt ríkisstjórn að hafa í
tekjur vegna ungmenna sem lentu
í erfiðleikum í námi og er það ein-
Beitt er lögum til
þess, segir Sigríður
Jóhannesdóttir, að
gera ungu fólki erfíðara
fyrir að stunda fram-
haldsnám.
hver ógeðfelldasta tekjuöflunarleið
sem sögur fara af. Hæstvirtur
menntamálaráðherra hefur lýst
þessari skattlagningu sem leið til
að bæta skipulag og auka sam-
keppni. Það er að vísu rétt að það
er af því óhagræði við skipulag
skólastarfs að nemendur innriti sig
í greinar og hætti síðan við í miðj-
um klíðum en á því þarf að taka
með aukinni námsráðgjöf og
stuðningi við þá sem lenda í náms-
erfiðleikum en ekki með niður-
lægjandi refsiaðgerðum eins og
fallskatturinn er.
Það geta ýmsar ástæður verið
fyrir lélegu gengi í námi, svo sem
tilfinningalegar og félagslegar
ástæður, sem þarf að taka mark-
visst á af fagfólki en auknar álögur
á námsörðugleika koma verst við
þá er síst skyldi og era síst fallnar
til þess að koma í veg fyrir það
mikla brottfall úr framhaldsskól-
um sem vissulega er mikið vanda-
mál hér á landi.
Undirrituð hefur á yfirstandandi
þingi lagt fram framvarp til laga
þar sem gert er ráð fyrir að þeirri
skattlagningu á framhaldsskóla-
nema sem hér hefur verið lýst linni
og hefur það framvarp farið í gegn-
um 1. umræðu og verið sent út til
umsagnar og verður fróðlegt að sjá
hvert framhaldið verður. Það er
margsagt og ætti að vera öllum
augljóst að á nýrri öld skiptir öllu
máli, ekki síst fyrir smáþjóð eins
og okkur Islendinga, að unga fólkið
okkar sé vel menntað og fært um
að tileinka sér nýjungar, hvort
heldur í tækni eða hugsun.
Fyrir okkur skiptir því öllu að
sem stærstur hluti af hverjum ár-
gangi ljúki framhaldsnámi af ein-
hverju tagi.
Ráðstafanir sem torvelda hluta
ungs fólks að stunda nám era því
heimskulegar jafnvel þótt með
þeim megi krafsa saman fáeinar
krónur. Meðal annarra orða er
ekki ríkjandi góðæri þessa dagana?
Höfundur er þingmaður Alþýðu-
bandalagsins í Reykjaneskjördæmi.
Sigríður
Jóhannesdóttir