Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ
. 44 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998
MINNING
+ Ásdis Káradóttir
var fædd á Hall-
bjarnarstöðum á
Tjörnesi í Suður-
Þingeyjarsýslu 16.
apríl 1912. Hún lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 31. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar Ásdísar
voru hjónin Sigrún
Árnadóttir hús-
freyja, f. 20. júní
1886, d. 26. maí
1965, frá Þverá í
Reykjahverfi, og
Kári Sigurjónsson
bóndi á Hallbjarnarstöðum,
hreppstjóri og alþingismaður, f.
2. mars 1875, d. 19. janúar 1949.
Systkini hennar voru Guðný
Hulda, Dagný og Árni, sem eru
látin, en Sæmundur Bjarki er
bóndi á Hallbjarnarstöðum. Fóst-
ursystir þeirra var Anna Frið-
riksdóttir.
Ásdís giftist 13. desember 1930
Sigurbergi Helga Þorleifssyni, f.
30. ágúst 1905, útvegsbónda og
síðar hreppstjóra og vitaverði á
Garðskaga, d. 23. nóvember
1989. Börn þeirra eru: 1) Sigrún
^ Sigurbergsdóttir, kennari, f. 10.
október 1931, gift Tómasi Þ. Sig-
urðssyni, f. 29. apríl 1932, for-
stöðumanni hjá Siglingastofnun
íslands. Dóttir þeirra er Ásdís,
Ijármálastjóri, maki hennar er
Garðar Þorbjörnsson, verktaki,
og eiga þau tvo syni, Tómas Sig-
urstein og Þorbjörn. 2) Kári Sig-
urbergsson, læknir, f. 17. október
1934, kvæntur Karítas Kristjáns-
dóttur, hjúkrunarfræðingi, f. 30.
maí 1941. Börn þeirra eru Krist-
ján, læknir, kvæntur Hrafnhildi
Sofffu Guðbjörnsdóttur, lækni,
synir þeirra eru Kári og Hrafn.
Sigurbergur, læknir, maki Guð-
rún Jónasdóttir, hjúkrunarfræð-
ingur, börn þeirra eru Snorri og
Ásdi's. Hrafnkell, verkfræðingur,
Ásdís Káradóttir lést 31. desem-
ber 1997, 85 ára að aldri. Ásdís var
gift Sigurbergi Þorleifssyni frá Hofi
í Garði, hann var móðurbróðir minn
og eini bróðir móður minnar og
þótti mömmu mikið til hans koma
og öllum sem honum kynntust.
Ásdís var fædd á Hallbjarnar-
stöðum á Tjörnesi í Suður-Þingeyj-
arsýslu. Hún giftist ung Sigurbergi.
-^Það hafa verið mikil viðbrigði að
fara svona landshluta á milli og ekki
hægt að skreppa heim þegar hana
langaði til.
Dísa, eins og við kölluðum hana
alltaf, minntist alla ævi sína á Kinn-
arfjöllin sem alltaf voru blá með ein-
staka snjóskafli í yfir sumartímann,
en næstum hvít yfir vetrartímann.
Það er mikil reisn yfir Kinnarfjöll-
unum, sem henni þótti svo vænt um.
Svo átti hún heima á Hallbjamar-
stöðum, sem áttu sinn Hallbjamar-
staðakamb, með fomum skeljalög-
um sem sýna vel myndun landsins
okkar. Einu sinni sat ég efst í þess-
um kambi og fannst það stórkostleg
upplifun. Ég skildi þá hvað hún var
-íið segja okkur. Það var mikill
gestagangur á Hallbjamarstöðum
y ^e/si
Bætt kjör kvenna skila sértil barnanna og samfélagsins. Munið gíróseðlana. i hjálmrstofnun Vir/ KIRKJUNNAR - hcima og hciman
kvæntur Brynhildi
lngvarsdóttur, sagn-
fræðingi, dóttir
þeirra er Erla. Ás-
dís, skjalalesari,
maki Ævar Isberg,
deildarstjóri, og
dóttir þeirra er Kar-
ítas. 3) Fósturdóttir
Valgerður Marinós-
dóttir, bankagjald-
keri, f. 25.10. 1948,
Eiginmaður Valdi-
mar Þ. Valdimars-
son, verslunarmað-
ur, f. 5. október
1947, börn þeirra
eru Sigrún Erla, háskólanemi,
maki Einar Páll Tómasson,
markaðsfræðinemi, dóttir þeirra
er Erla María. María, stúdent,
maki Helgi Sigurðsson, knatt-
spymumaður, dóttir þeirra er
Þóra. Yngstur er Kristján, nemi.
Ásdís ólst upp á Hallbjarnar-
stöðum en fluttist suður til eigin-
manns síns að Hofi í Garði þar
sem þau bjuggu til ársins 1951
en þá tók Sigurbergur við vita-
varðarstarfi á Garðskaga sem
hann gegndi til ársloka 1975.
Eftir það annaðist Ásdís vita-
vörsluna í tvö ár. Hún tók mikinn
þátt í félagslífi í Garðinum, var í
ungmennafélaginu Görðum og
um áratuga skeið félagi í Slysa-
varnadeild kvenna í Garði, þar af
formaður í áratug, og heiðursfé-
lagi í Slysavarnafélagi Islands.
Hún starfaði í kvenfélaginu
Gefn, var þar heiðursfélagi, og
var mörg ár í skólanefnd Gerða-
skóla. Ásdís vann öll störf með
eiginmanni si'num, við búskap,
sjávarútveg og við félagsmál og
sérstaklega unnu þau að málefn-
um Utskálakirkju. Si'ðustu árin
bjuggu þau á Furugrund 58 í
Kópavogi.
Utför Ásdísar fer fram frá Út-
skálakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
og faðir hennar sjálfmenntaður
fræðimaður.
Dísa var glaðlynd kona. Þegar
hún kom í Garðinn breyttist líf
hennar mikið, en þó sá hún Snæ-
fellsjökul hinum megin við flóann og
þótti vænt um hann.
Dísa var ekki bara tengd mér,
heldur var hún líka skyld manninum
mínum og eru þau af Gottskálksætt
sem hún var mjög hreykin af og
þótti henni vænt um fá þarna
frænda og Þingeying inn í fjölskyld-
una og átti Erling alltaf góða inn-
komu hjá henni og þeim öllum.
Dísa var mjög ljóð- og tónelsk og
kunni mikið af ljóðum. Hún spilaði á
orgel sem okkur fannst mjög gaman
að hlusta á. Hún orti mikið og hún
var mjög hrifin af Inga T. Lárus-
syni og fannst mikið til um lögin
hans, sérstaklega fannst mér hún
vera hrifin af „Hríslunni og lækn-
um“.
Já, margs er að minnast, hún
dýrkaði allt sem fagurt var og
reyndi að sjá það í öllu. Mér er
minnisstætt og þakka henni í hug-
anum þegar ég gekk með elstu dótt-
ur mína og var ég þá stödd í Garðin-
um. Hún átti blómagarð undir
glugganum sínum og þá kom hún
með blómin sín, gaf mér, og sagði
mér að horfa á blómin þá yrði barn-
ið mitt svo fallegt. Ég man mest eft-
ir morgunfrú og næturfjólu í vend-
inum og hefur morgunfrúin alltaf
verið mitt uppáhaldsblóm. Þannig
reyndi hún að dreifa fegurðinni og
gleðinni í kringum sig.
Flyt ég henni mínar bestu þakkir
og minnist líka, þegar ég kom til
hennar á Hrafnistu með mitt yngsta
barnabam stuttu áður en hún fór á
sjúkradeildina, hvað hún tók okkur
vel og sýndi okkur tvö smábama-
teppi sem hún hafði heklað, en þá
var von á tveimur bamabarnaböm-
um í fjölskyldu hennar og hlakkaði
hún mikið til.
Dísa var mjög ættfróð og hafði
mikla ánægju af að rekja ættirnar
fram og til baka og þegar hún hitti
fólk þurfti hún helst að vita hverrar
ættar fólkið væri.
Dísa og Beggi áttu tvö börn og
eina uppeldisdóttur og hafa þau
ætíð verið mér eins og systkin. Þau
hafa margs að minnast og óskum
við þeim, tengdabömum, barna-
börnum og bamabarnabömum, alls
hins besta á lífsleiðinni og vottum
þeim samúð okkar við andlát henn-
ar. Það verður áreiðanlega vel á
móti henni tekið. Guð blessi þig
Dísa mín.
Þóra og Erling.
Fyrir allmörgum árum var ég
send í sveit til Ásdísar ömmusystur
minnar. Þar dvaldi ég í nokkrar
vikur að sumarlagi en þær urðu
mér lífsreynslá, dýrmætari en flest
önnur reynsla æsku minnar. Það er
með söknuði og virðingu sem ég
kveð Dísu frænku mína og sálufé-
laga allar götur síðan. I minningu
hennar og Sigurbergs mannsins
hennar sem lést fyrir nokkrum ár-
um, langar mig að draga hér upp
örlitla mynd af dvöl minni á heimili
þeirra við vitana tvo á Garðskaga.
Við grænt tún, gula fjöru og blá-
an sjó stendur gamall viti með rauð-
um röndum. Umhverfis hann
sveima hvítir gargandi fuglar. I
flæðarmálinu undir klettunum eru
margir litlir pollar. Á kviku yfir-
borði þeirra svífa sólstjörnur. Undir
liggur regnboginn á skeljabrotum.
Þarinn er háll. Allt er nýtt þrett-
án ára stelpu sem horfir hugfangin
á tignarlegt lágflug súlnanna úti við
sjóndeildarhringinn. Við hvert fót-
mál óvæntur fundur. Hamingjan er
olnbogaskel, kúfskel og klettadopp-
ur. Hamingjan er sjóslípað glerbrot
borið í ljósið og fuglsegg í sólvolg-
um sandi. Hamingjan er brúnar kýr
í grænum haga innan um sóleyjar
og fífla. Hamingjan er öðuskel í
grasi og gulbrúnar flugur á blautri
skán í hlaðvarpanum. Hamingjan -
hinir andstæðu litir við þá sem finn-
ast heima.
Hvað hefur hún gert hænunum
stelpan? Veit hún ekki að það má
ekki elta hænur?
Það má ekki stríða hænum. Hæn-
ur eru viðkvæmar. Stelpur eru við-
kvæmar. Nærvera bóndans ein er
áminning. Orð hans athuguð betur
en annarra. Orð hans, spegill
stelpunnar, vísa veginn líkt og vit-
inn sjófarendum.
í fylgd hans fá dagarnir nýjan
ljóma. Hann bjargar vegvilltum
ungum úr túninu. Hann kennir
stelpunni að snúa. Hann leyfir
henni að koma með að tína kríuegg.
þau eru góð. Honum finnst þau góð.
Hann leyfir krökkunum að liggja á
heyvagninum á leiðinni út eftir.
Hann á heima í túninu við vitann.
Þar fæst hann jafnan hæglátur við
amboðin og leggur drög að nýju æv-
intýri dagsins - kjölfestan í ráðleys-
islegri tilveru stelpunnar.
Sunnudagar eru öðruvísi. Þá
koma gestir í nýja vitann að virða
fyrir sér útsýnið gegn gjaldi. Þá
fara krakkamir ekki í fjósið heldur
kúra lengur í rúmunum og dagurinn
framundan fullur af frelsi. Stelpan á
ennþá Petit-suðusúkkulaði í ferða-
töskunni sinni. Á sunnudögum
koma amerískir og íslenskir
elskendur og leggja bílunum sínum
út við gamla vita. Sumir gefa sig á
tal við krakkana. Sumir bjóða sígar-
ettur. Þannig rjúfa sunnudagarnir
friðhelgi hvunndagsins. Raska ný-
fengnu jafnvægi stelpunnar.
Kvöldin eru mild og grágræn.
Stelpan röltir heim með kýrnar.
Bóndakonan er falleg í fjósgallanum
með skuplu á höfðinu. Þannig er
hún ung og öðruvísi. Hún syngur í
fjósinu.
Nálægð hennar er sterk í vitund
stelpunnar. Konan horfir í fjarsk-
ann þegar hún syngur. Hún hefur
þrá til bernskunnar. Stelpan heyrir
sönginn bak við sönginn. Stundirn-
ar í fjósinu eru friðsælar, hlýjar og
brúnar. Eftir mjaltir er kvöldmatur
í eldhúsinu, afgangar með heima-
gerðu brauði. Henni finnst það gott.
Á friðsælu kvöldi í íslenskri sveit
kallar bóndinn krakkana til sín inn í
betri stofuna. Á skjánum eru Arm-
strong og félagar að marka spor sín
í sögu mannkynsins. Fyrir utan má
sjá grilla í folleitan mánann á ljós-
bláum kvöldhimni. Atburðimir láta
stelpuna ósnortna.
Vísindin settu ekki einasta mark
sitt á tunglið og útlöndin. Þau
gerðu líka íslenskan vitavörð
óþarfan. Stelpan hvarf til gráborg-
ar á ný með ósýnilega dýrmæta
litabók í farteskinu. Bóndinn og
konan fóru síðar þangað líka. Hann
veiktist og dó. Nú hvílir hann í
sveitinni í námunda við vitann, hef-
ur sameinast jörðinni í viðleitni
sinni til að gróa. Sveitin lifir í ljóð-
um konunnar. Konan býr í söngn-
um sínum.
I fjósinu við vitann hanga nú dán-
ar lífsmyndir, amboð, minjar um
sjósókn í Garði sem virða má fyrir
sér á sunnudögum gegn gjaldi. I
húsinu dvelja starfsmenn Vitamála
landsins í sumarleyfum sínum.
Elskendur koma enn og fara. Nú
geta þeir keypt sígarettur, kók og
sælgæti í söluskála við gamla vit-
ann.
Stundum kemur stelpan. Hún
heldur eins og fyrr á priki til að
verjast kríunni, gengur niður að
flæðarmálinu og párar misgjörðir
sínar í sandinn. Minningarnar
meitlar hún í klettinn við vitann. Við
grænt tún gula fjöru og bláan sjó
heyrir hún enduróm af söng bak við
söng úr fjósi. Hann er nú hennar
eigin. Sem snöggvast er sem ein-
hver fari um túnið með ljáinn. Það
er vindurinn sem bærir grasið. þar
sem hann gekk.
Kæra frænka mín. Ef þú heyrir
til mín - þakka þér.
Kristín.
Veginn ég þræði og vonareld
vilégíhuganumkynda,
gleymist þó eigi að kemur kveld
og kólnar um vesturtinda.
Stefni á meðan stakknum veld
til streymandi tærra linda.
Þannig orti vinkona mín Ásdís
Káradóttir og nefndi Gamalt stef.
Víst er að hún með öllu líferni sínu
gaf öðrum ástæðu til þess að líta
bjartari augum á tilveruna og hún
lá ekki á liði sínu í þágu samborgara
sinna og eygði sífellt ný markmið og
hugsjónir.
Ég hygg að fyrst hafi ég skynjað
þau hjónin Ásdísi og Sigurberg á
Garðskaga í gegnum gagnkvæmt
traust og virðingu milli þeirra og
foreldra minna. Síðar lágu leiðir
eðlilega margoft saman og við hjón-
in áttum eftir að njóta vináttu
þeirra um langt árabil.
Mínar fyrstu minningar um per-
sónulegt samband við þau hjón eru
frá heyskap og garðrækt í Hofi. Þá
og síðar sé ég Ásdísi fyrir mér í sín-
um hefðbundna búnaði, með
skupluna, við rakstur og munaði
sannarlega um handtök hennar.
Síðar minnist ég hinna mörgu heim-
sókna á Garðskaga þar sem sest var
niður og rætt um lífið og tilveruna.
Mér reynist erfitt er ég rita nú
fáein minningarorð um Ásdísi
Káradóttur að einskorða mig við
hana eina, svo samrýnd sem þau
Sigurbergur ætíð voru. Mér fannst
þau alltaf saman og ljúfar eru
minningar um hversu þau nutu
samvistanna hvort við annað þar
sem ástúð og tillitssemi réðu ríkj-
um. Nú var það svo að auk þess að
annast vörslu Garðskagavita og bú-
skapinn gegndu þau Ásdís og Sig-
urbergur fjölmörgum trúnaðar-
störfum fyrir byggðarlag sitt,
Garðinn. Þannig var Sigurbergur
hreppstjóri, sýslunefndarmaður,
meðhjálpari og sóknarnefndarmað-
ur um áratuga skeið, en allt of langt
mál yrði að telja upp öll trúnaðar-
störfin sem hann gegndi. Ásdís var
einnig virk í störfum fyrir sveitar-
félagið og félagasamtök í Garðin-
um. Hún sat lengi í skólanefnd
Gerðaskóla og gegndi þar forystu.
Um langt árabil var hún formaður
slysavarnadeildar kvenna og vara-
formaður í kvenfélaginu Gefn. Hún
var heiðursfélagi í báðum þessum
félögum. Málefni kirkjunnar áttu
mikinn sess í huga hennar, hún
söng í kirkjukórnum, annaðist
hreinsun kirkjunnar og studdi hún
Sigurberg þar, sem annarsstaðar,
með ráðum og dáð.
Það var því ekki að undra að
mjög gestkvæmt var ætíð á heimil-
inu.
Að hitta eða heimsækja þau hjón
gaf hverjum og einum ákaflega
mikið. Góðgerðir sem fram voru
bornar báru myndarskap Ásdísar
gott vitni. Það voru forréttindi að
sitja með henni og lofaði hún manni
þá gjarnan að heyra kveðskap sinn,
en Ásdís var gott skáld. Hún var
víðlesin og fróð og að öllu leyti
einkar vel gerð manneskja. Fáum
hef ég kynnst sem hafa haldið slíkri
tryggð við æskustöðvar sínar sem
Ásdís gerði við Tjörnesið með um-
tali sínu og kveðskap. Ásdís reynd-
ist ætíð mjög hollráð og vinaföst.
Það fengu margir Garðmenn að
reyna, sem og aðrir. Þau hjónin
fluttu héðan er starfi þeirra á Garð-
skaga lauk. Þau nutu ævikvöldsins
við ýmis áhugamál og fóru í ferða-
lög innanlands og utan. Voru þær
ferðir þeim ákaflega mikils virði.
En þau héldu einnig áfram að koma
í sitt gamla byggðarlag og dvöldu
hér löngum yfir sumartímann,
sóttu samkomur og endurnýjuðu
gömul og góð kynni sem við hér
heima höfðum verið svo heppin að
öðlast.
Nú er við Edda kveðjum kæra
vinkonu, Ásdísi, því það kemur
kveld, leyfi ég mér að endurtaka orð
sem áður hafa komið fram af minni
hendi „Ásdís og Sigurbergur höfðu
mannbætandi áhrif á íbúana hér, á
líf og gjörðir þeirra er kynntust
þeim. Með einstakri prúðmennsku,
vönduðu líferni og hafsjó fróðleiks
beindu þau hátterni margra sveit-
unga sinna í þann farveg er best
varð á kosið.“
Við hjónin þökkum Ásdísi sam-
fylgdina og það gera einnig margir
aðrir Garðmenn.
Kæra Sigrún, Kári, Valgerður og
aðrir ættingjar. Ykkur vottum við
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Ásdísar
Káradóttur.
Finnbogi Björnsson.
Gamlársdagur var bjartur og fag-
ur hér norður á Tjörnesi, eins og
margir dagar hafa verið í haust og
vetur. I látlausri alþýðuvísu segir:
Lággeng sólin ljúfum yl,
jjómar á hæstu fjöllum.
Hún er að benda blíðheims til
bömum sínum öllum.
Aftanroðinn í ljósaskiptunum var
fagur á að líta, skreyttur fleiri og
fleiri stjömum eftir því sem dags-
birtan dvínaði og nýársnóttin færð-
ist nær. Senn var þetta ár að baki
og óskandi að aftanroðinn væri fyr-
irboði um nýtt og farsælt komandi
ár. Heiðurskonan Ásdís Káradóttir
frá Garðskaga lagði af stað í sína
hinstu fór að kvöldi þessa dags, eftir
langa og farsæla ævi. Hún kvaddi
hér eftir erfið veildndi undanfarnar
vikur og mánuði, sátt við lífið. Hún
heilsar á ókunnri strönd á nýárs-
dagsmorgni bak við tjaldið mikla
sem aðskilur lifendur og látna.
Dísa, eins og hún var oftast köll-
uð, var fædd á Hallbjamarstöðum á
Tjörnesi 16. apríl 1912. Þar ólst hún
upp við ástríki foreldra og systkina
til 17 ára aldurs, en um það leyti
kynntist hún verðandi eiginmanni
sínum, Sigurbergi Helga Þorleifs-
syni, sem vann þá að vitabyggingu á
Tjörnesi, sumarið 1929. Það var ást
við fyrstu sýn og sem báðum entist
hrein og tær allt til loka.
Sigurbergur andaðist 23. nóvem-
ber 1989, eftir um 60 ára farsæla
sambúð þeirra. Fyrstu minningar
mínar um Dísu frænku eru frá
heimsókn hennar heim á æsku-
stöðvarnar með móður sinni, ömmu
minni, Sigrúnu Árnadóttur, ásamt
fleira samferðafólki. Þau komu
seint á björtu sumarkvöldi eftir að
hafa ferðast frá því árla morguns
frá Reykjavík hingað norður á Tjör-
nes. Vegir og farartæki voru þá með
öðrum hætti en í dag og allt tók
lengri tíma. Við komu þeirra ríkti
fölskvalaus gleði í húsi foreldra
minna á Hallbjarnarstöðum.
Ég laðaðist strax að þessari ein-
stöku frænku minni. Hún átti svo
mikinn kærleik og hlýhug til að
miðla öðrum. Hún tók mig, lítinn
ÁSDÍS
KÁRADÓTTIR