Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 68
Heimilisbankinn á Internetinu! ÚNAÐARBANKINN traustur banki Mmiát -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLADID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 BÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Beðið eftir snjó Á SKÍÐASVÆÐUM landsins eru menn í viðbragðsstöðu og bíða í of- væni eftir snjó. Sömu sögu er að segja hjá Landgræðslunni, þar sem menn hafa áhyggjur af kali ef fryst- ir harkalega á auða jörð. Hjá Vegagerðinni og gatnamála- stjóra sparast háar fjárhæðir sem allajafna er varið til snjómoksturs á þessum tíma árs, en á móti kemur að slitlag fer mjög illa þar sem ekið er á nagladekkjum á auðum og rök- um götum. Þrátt fyrir snjóleysið var góð sala í skíðum fyrir jólin og telja kaup- menn ekki ólíklegt að frami Kristins Björnssonar á skíðabrautinni hafí þar haft sitt að segja. Sparnaður vegna/6 Rætt um flutning Bústaða- safns í Borgarleikhúsið BORGARLEIKHÚSIÐ gæti orðið vettvangur fjölbreyttari menningarstarfsemi en nú nái hug- mynd um að flytja þangað útibú Borgarbóka- safnsins í Bústaðakirkju fram að ganga, en leigusamningur safnsins í Bústaðakirkju er að renna út. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra er hugmynd þessi á algjöru frumstigi, en rætt hefur verið um að byggja við anddyri leikhússins komi til þess að safnið verði flutt í Borgarleikhúsið. „Það þarf að flytja safnið og þá hafa menn ver- ið að velta því fyrir sér inn á þessa miðju þarna þar sem fólkið kemur flest. Okkur fannst áhuga- vert að skoða Borgarleikhúsið í þessu sambandi vegna þess að við teljum að þarna sé um að ræða starfsemi sem styðji hvor við aðra og úr geti orð- ið svolítið skemmtilegt samspil með leikhúsi og bókasafni. Þá gæti þetta orðið þess valdandi að það komi fleiri inn í þetta hús og í því verði meiri umferð, sem ég held að geti ekki síst stutt við leikhússtarfsemina,“ sagði Ingibjörg Sólrún. 100 þúsund gestir á ári Bent hefur verið á ýmsa kosti þess að flytja Bú- staðasafnið í Borgarleikhúsið. Þá gæti stórt and- dyri leikhússins, sem nú stendur autt og ónotað yfir daginn, nýst sem veitingastaður í tengslum við bókasafnið og um leið mætti setja þar upp sýningar á vegum safnsins. Einnig væri hægt að halda fyrirlestra á vegum safnsins í salarkynnum leikhússins. Þessar hugmyndir eru hins vegar skammt á veg komnar og hafa ekki enn verið lagðar fram í borgarráði en verði af þessu má búast við að sýnu fleiri hafi viðkomu í Borgarleikhúsinu en áður. Árlega eru um 100 þúsund komur safngesta í Bú- staðasafn, en alls eru komur í aðalsafn og öll útibú Borgarbókasafnsins um 580 þúsund á ári, að sögn Önnu Torfadóttur borgarbókavarðar. Verði þetta útibú flutt í Borgarleikhúsið má jafnvel búast við enn fleiri gestum vegna nálægðarinnar við Kringl- una. RÆTT hefur verið um að byggja við anddyri Borgarleikhússins og flytja Bústaðasafn Borgarbókasafnsins þangað. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu sjómanna Mikill meirihluti sam- þykkti verkfallsboðun TALNINGU atkvæða um boðun verkfalls var lokið í nær öllum aðildarfélög- “'ufn Sjómannasambands íslands í gærkvöldi eða á yfir 90% atkvæða og varð niðurstaðan afgerandi. Samþykkti meirihluti í öllum félögunum að tveimur félögum undanskildum að fara í verkfall 2. febrúar, hafi samningar ekki náðst fyrii' þann tíma, skv. upplýsingum Hólmgeirs Jónssonar, framkvæmdastjóra Sjómannasambandsins. 73,8% þeirra sem afstöðu tóku sögðu já en 26,2% nei. Þá var verkfallsboðun samþykkt í sjö af átta félögum innan Farmanna- og fiskimannasambands Islands. Niðurstöður lágu ekki fyrir úr atkvæðagreiðslu nokkurra minni sjómannafélaga í gærkvöldi en úrslit voru ljós í öllum stærstu sjómannafélögunum. Verkfallsboðun var samþykkt í einstökum félögum með allt frá 51,2% greiddra atkvæða og upp í 90%. Á kjörskrá í þeim félögum þar sem úrslit lágu fyrir voru 2.684, þar af kusu 1.444 eða 53,8%. Boðun verkfalls var felld í Verka- lýðs- og sjómannafélagi Skaga- strandar með sjö atkvæðum gegn fjórum og munu félagsmenn þess því ekki taka þátt í boðuðum verk- fallsaðgerðum. Sömu sögu er að segja um félagsmenn í Bárunni á Eyrarbakka, en þar voru fjórir á kjörskrá og felldu þeir allir verk- fallsboðun. Eldur í bíl í . Jiafnarfirði KONA brenndist nokkuð á hendi í gærkvöld þegar eldur kom upp í bíl hennar þar sem hún var á ferð í Hafnarfirði. Hún var ein í bflnum. Vegfarandi sá þegar eldur kom upp í bflnum og kallaði á slökkvilið og urðu nokkrar skemmdir á bfln- sem var nýlegur smábíll af jap- ífhskri gerð. Verkfallsboðunin var samþykkt í öllum verkalýðs- og sjómannafélög- um á Vestfjörðum sem eru innan Al- þýðusambands Vestfjarða. Hringnum lokað Talning atkvæða skipstjóra og stýrimanna í Farmanna- og fiski- mannasambandinu um boðun verk- falls fór einnig fram í gær. Sjö af átta aðildarfélögum samþykktu verkfallsboðun, en eitt félag, Verð- andi í Vestmannaeyjum, var á móti. Guðjón A. Ki-istjánsson, forseti FFSÍ, sagði að það hefði engin áhrif á heildarniðurstöðuna þar sem hringnum um landið hefði verið lok- að, en Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum samþykkti verk- fallsboðunina. Vélstjórar koma til sáttafundar með viðsemjendum hjá ríkissátta- semjara fyrir hádegi í dag og eftir hádegi koma fulltrúar sjómanna og yfirmanna til sáttafundar með út- vegsmönnum. Evrópusambandið bannar inn- flutning á ferskum Nilarkarfa SH hætt sölu EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur sett bann við innflutningi á ferskum Nílar- karfa úr Viktoríuvatni og gekk bannið í gildi frá og með 31. desember sl. ESB greip til þessa ráðs vegna kólerufaraldurs, sem upp kom í Úganda um miðjan desembermánuð. Innflutningsbannið hefur bein áhrif á starfsemi SH sem verið hefur að byggja upp viðskipti með ferskan Nilarkarfa úr Viktoríuvatni í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og Frakklandi, en karfinn er fluttur með beinu flugi frá Úganda til Bnigge í Belgíu tvisvar í viku og til stóð að fjölga ferðum upp í þrjár í viku þegar bannið skall á um áramótin. SH flutti samtals 800 tonn ^ af ferskum Nílarkarfaflökum frá Úg- anda til Evrópusambandslandanna á síðasta ári, en þurfti að stöðva inn- flutninginn um leið og bannið skall á, að sögn Péturs Edvarssonar, framkvæmdastjóra söluskrifstofu SH í Belgíu. Söluverðmæti Nílar- karfans er um 5,20 dollarar á kfló. Vonir standa til að banninu verði aflétt „Fyrir okkur er þetta mjög leið- inlegt, en ég var mjög ánægður í dag þegar ég fékk þær fréttir á faxi að líklega yrði banninu aflétt hinn 31. janúar nk., að minnsta kosti gagnvart Brugge þar sem skoðun- arstofan, sem skoðar allan okkar fisk, er viðurkennd af ESB,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Sennilegt er að allur sá fisk- ur, sem kemur inn til Oostende og tékkaður er þai-, fái að fara í gegn auk þess sem fréttir benda til þess að menn séu að ná tökum á faraldr- inum í Úganda. Við erum þvi að vona að hægt verði að hleypa fiskin- um inn með mjög ströngu eftirliti." Að sögn Péturs fæst Belgíu-skrif- stofa SH eingöngu við ferskfiskinn- flutning. Hins vegar ætti bannið ekki að hafa áhrif á innflutning á frystum Nílarkarfa sem söluskiif- stofur SH í París og Hamborg sinntu lítillega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.