Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýr leikskóli við Arnarsmára
Morgunblaðið/Golli
BARNAKÓR úr leikskólanum Grænatúni söng nokkur lög við opnun nýs
leikskóla við Arnarsmára í Kópavoginum á miðvikudag.
Tekur við 130 börnum
Brunaslysin
í Vopnafírði
Gagnasöfn-
un að ljúka
GAGNASÖFNUN vegna rann-
sóknar á tveimur brunum í Vopna-
fírði í síðasta mánuði sem taldir
voru orsakast af blöndun bensíns
við steinolíu er nú á lokastigi hjá
lögreglunni þar. í fyrra tilvikinu
brann íbúðarhús í Böðvarsdal og í
því síðara hlaut bóndinn þar alvar-
leg brunasár og lést hann af völd-
um þeirra.
Sýslumaður ákveður framhaldið
Lögreglan á Vopnafírði er að
ljúka við töku á framburðarskýrsl-
um, m.a. af umboðsmanni Oh'ufé-
lagsins á staðnum, en rannsóknin
beinist einkum að því að kanna með
hvaða hætti bensín hefur blandast
steinolíunni. Rannsókn á steinolí-
unni á vegum Ohufélagsins sýndi
að hún var blönduð bensíni og hef-
ur nú einnig borist niðurstaða frá
Rannsókhastofu Háskólans í lyfja-
fræði um að svo hafí verið.
Búist er við að lögreglan sendi
sýslumanni á Seyðisfirði gögn
málsins nú í vikulokin og mun hann
ákveða hvort frekari rannsókna
þarf við og, eða, hvort málið verður
sent ríkissaksóknara.
NÝR leikskóli við Arnarsmára í
Kópavogi var opnaður við formlega
athöfn á miðvikudag. Hann mun
taka við alls 130 börnum frá
tveggja til 5 ára aldurs og verða
deildirnar fjórar. Brynja Björk
Kristjánsdóttir er leikskólastjóri og
mæta fyrstu börnin í skólann í dag.
Hús leikskólans er byggt úr til-
búnum forsteyptum einingum, sem
Islenska stálfélagið reisti á sínum
tíma á Kúagerði við Kapelluhraun,
og var hafist handa við byggingu
skólans í apríl á síðasta ári. Bygg-
ingafyrirtækið Desember ehf. sá
um alla verkþætti varðandi hús og
lóð. Heildarkostnaður við byggingu
skólans auk búnaðar og annars
kostnaðar er 63 milljónir, sam-
kvæmt fréttatilkynningu frá
Fræðslu- og menningarsviði Kópa-
vogs. Arkitekt hússins er Kristinn
Ragnarsson og arkitekt lóðar er
Ingibjörg Kristjánsdóttir.
Heilsuleikskólinn Skólatröð
Hvert barn fær
sína heilsubók
Unnur Stefánsdóttir
FYRIR tveimur árum
var leikskólinn
Skólatröð í Kópa-
vogi valinn til að verða
heilsuleikskóli. Það voru
forsvarsmenn Heilsuefl-
ingar, verkefnis á vegum
heilbrigðisráðuneytis og
landlæknisembættis, sem
völdu einn skóla á hverju
skólastigi til að sinna
þessu verkefni. Leikskól-
inn Skólatröð er rekinn á
vegum Kópavogsbæjar og
leikskólastjóri þar er Unn-
ur Stefánsdóttir.
„Við höfum ætíð lagt
áherslu á holla næringu,
hreyfingu og listsköpun
hjá börnum. Styrkinn sem
við fengum síðan með til-
nefningunni ákváðum við
að nýta til að gera heilsu-
bók fyrir hvert barn og fá nær-
ingarráðgjafa til að gera mat-
seðla fyrir nónhressingu."
- Hvemig eru heilsubækur
bamanna uppbyggðar?
„Hvert barn fær sína heilsubók
og getur haft hana meðan það
dvelur í leikskólanum. Við skrá-
um í hana þrisvar á ári. Þar kem-
ur fram hvernig matarlyst við-
komandi barns er og ýmislegt
annað sem viðkemur matarvenj-
um þess.
Auk þess skráum við hæð,
þyngd og almennt heilsufar
bamsins í bókina, tökum púls í
slökun og eftir ákveðna hreyf-
ingu, könnum jafnvægi, hreyfí-
færni, klifur, handstöðu, bolta-
grip og ýmislegt fleira. Hvað
snertir listsköpunina könnum við
t.d. teiknifæmi barna og þekk-
ingu á litum.“
Unnur segir að til viðbótar
þremur meginþáttum starfsins í
leikskólanum, þ.e. hollri nær-
ingu, hreyfingu og listsköpun,
hafi verið bætt í bókina nýjum
þætti, félagslegri færni barnsins.
„Hún er undirstaða þess að
barninu líði vel og það njóti sín.
Við könnum því hvernig barninu
gengur að leika sér við önnur
börn og hvernig leikur þróast hjá
því. Þá veitum við athygli hvern-
ig barnið er í samskiptum við
aðra og hvernig það sýnir tilfinn-
ingar.“
-Fá foreldrar síðan að skoða
þessa bók reglulega?
„Bókin er öll unnin í samvinnu
við foreldra. Árlega koma þeir í
viðtal og geta séð nákvæmlega
hver staða bamsins er í þeim
þroskaþáttum sem við mælum.
Við mælingarnar koma stundum
í ljós atriði sem við þurfum að at-
huga betur. Síðastliðinn vetur
höfðum við t.d. hjá okkur barn
sem var með óeðlilegan púls eftir
áreynslu. Foreldrar fóru með
bamið til læknis og í ljós kom að
það var með álagsastma."
- Hvernig er nónhressingin
skipulögð?
„Næringarráðgjaf-
inn skipulagði átta
vikna matseðil sem er
rnjög fjölbreyttur.
Yfirleitt fá börnin þá
gróft brauð og tvær áleggsteg-
undir en ekkert sætabrauð nema
pönnukökur einstaka sinnum.
Matráðurinn bakar að minnsta
kosti tvisvar í viku heilhveiti-
brauð, bollur og kryddbrauð."
- Hefur komið til álita að gefa
út þennan 8 vikna matseðil?
„Áhugi þeima sem hafa sótt
leikskólann heim hefur verið
mikill á þessum matseðlum og
því ákvað Heilsuefling í sam-
vinnu við leikskólann að gefa út
bækling. Við unnum bæklinginn í
►Unnur Stefánsdóttir er fædd í
Vorsabæ í Flóa árið 1951. Hún
lauk námi úr Fóstruskóla Is-
lands árið 1974. Hún hafði um
skeið umsjón með daggæslu
barna í heimahúsum og var
leikskólafulltrúi ríkisspítala.
Unnur fór í framhaldsnám í
Fóstruskólanum í uppeldis-
fræði og stjórnun árin 1983-84
og vann um tíma í heilbrigðis-
ráðuneytinu við mótun mann-
eldis- og neyslustefnu. Unnur
kenndi í nokkur ár hagnýta
uppeldisfræði við Fóstruskóla
íslands og hefur verið Ieik-
skólastjóri í Skólatröð frá
haustinu 1995.
Eiginmaður Unnar er Hákon
Sigurgrímsson deildarstjóri í
Iandbúnaðarráðuneytinu og
eiga þau þijú börn.
samráði við næringarráðgjafann.
Honum hefur verið dreift í alla
leikskóla landsins.“
- Hvernig em aðrar máltíðir
leikskólans byggðar upp?
„Við bjóðum upp á hefðbund-
inn íslenskan mat en stillum
notkun sykurs, salts og fitu í hóf.
Að öðru leyti er fæðuvalið fjöl-
breytt, við borðum kjöt, fisk,
pastarétti, baunarétti, grænmet-
isrétti, skyr og grjónagraut og
ýmislegt annað sem er hollt og
gott.“
-Hvað hafíð þið á boðstólum
þegar börnin eiga afmæli?
„Við biðjum foreldra um að
koma ekki með neitt að heiman
þegar börnin eiga afmæli. Þess í
stað fær barnið að poppa og svo
er boðið til afmælishátíðar í saln-
um okkar.“
- Hvernig er listsköpun háttað
hjá ykkur?
„Ef börnin fá holla fæðu og
næga hreyfingu eykur það vellíð-
an sem skilar sér í aukinni sköp-
unargleði. I listsköpun höfum við
lagt áherslu á að nýta hráefni úr
umhverfinu s.s. mold, sand, lauf
og fleira sem finnst í gönguferð-
um. Einnig er töluvert
um pappírsendur-
vinnslu hjá okkur.“
- Hvað er framund-
an hjá heilsuleikskól-
anum?
„Næsta haust verðum við bún-
ar að skrá í heilsubækurnar í tvö
ár. Reynslan hefur sýnt okkur að
við mælingamar höfum við mis-
munandi skilning á hugtökum í
heilsubókinni. Því var ákveðið að
skrifa uppsláttarrit sem skil-
greinir hvað felst í einstökum
hugtökum. Hugmyndin er að
kynna efni heilsubókarinnar á
næstunni og ef áhugi er hjá leik-
skólakennurum að nýta sér efni
og útskýringar mun hún verða til
sölu.“
Stilla notkun
salts, fitu og
sykurs í hóf