Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 19 GM neitar frétt um niðurskurð íslenskir fjár- festar ehf. semja við verð- bréfasjóði ÍSLENSKIR fjárfestar ehf. - verð- bréfamiðlun hafa nú gert sam- starfssamninga við öll íslensku verðbréfafyrirtækin, sem reka verðbréfasjóði. Þá fékk fyrirtækið aðild Verðbréfaþingi íslands þann 5. desember sl. Það getur nú ann- ast viðskipti fyrir viðskiptavini sína með öll íslensk verðbréf auk bréfa í fjölmörgum alþjóðlegum verð- bréfasjóðum. Fram til þessa höfðu íslenskir fjárfestar lagt höfuðá- herslu á viðskipti með alþjóðleg verðbréf, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Áhersla er lögð á óháða og per- sónulega þjónustu löggilts verð- bréfamiðlara við hvern og einn við- skiptavin. Bent er á að nær öll verðbréfafyrirtæki hér á landi ann- ist sjálf rekstur verðbréfasjóða og bjóði viðskiptavinum sínum ekki bréf í sjóðum sem eru í vörslu og umsjón keppinautanna. íslenskir íjárfestar ehf. - verðbréfamiðlun - bjóði viðskiptavinum sínum hins- vegar bréf í verðbréfasjóðum allra íslensku verðbréfafyrirtækjanna. Höfuðáherslan sé þá lögð á hags- muni og óskir viðskiptavinanna en ekki hver sé umsjónaraðili hvers sjóðs. ♦ ♦ ♦------ INTIS lækkar gjöld fyrir al- netsambönd INTERNET á íslandi hf., INTIS, lækkaði bandvíddargjöld fyrir al- netsambönd nú um áramótin og tilkynnti um leið fyrirhugaða stækkun sambands til Norður- Ameríku úr fjórum megabitum á sekúndu í sex. Jafnframt því rekur INTIS tveggja megabita samband til Evrópu sem fyrr. Lækkunin er á bilinu 7-12% eft- ir bandvídd notenda. Samkvæmt nýrri gjaldskrá INTIS kostar t.d. hvert kílóbit á mánuði 648 krónur í smásölu hjá þeim sem hafa 16- 64K bandvídd. Lækkar verðið úr 697 krónum frá eldri gjaldskrá eða um 7%. Á einu ári hefur verðið lækkað úr 850 krónum eða um 24%. Gjaldskrá Intis er að finna á netinu undir slóðinni: http://www. isnet.is/is/gj aldskra.html Að sögn Sigurðar Jónssonar hjá INTIS liggur ekki fyrir endanlega hvenær sambandið verður stækkað við Norður-Ameríku, en reiknað er með því að af því verði í þessum mánuði. ------♦ ♦ ♦----- Norðurál velur Concorde XAL NORÐURÁL hf. hefur undirritað samning við Hug-forritaþróun um kaup á viðskiptahugbúnaðinum Concorde XAL fyrir fyrirtækið. Stefnt er að gangsetningu álversins í byijun júní. Þegar rekstur verður kominn í fullan gang mun Conc- orde XAL m.a. halda utan um öll Qármál, innkaup, flutninga, birgðir og eignir. Þá er einnig áhugi á að nýta búnaðinn til halda utan um birgðahreyfíngar í vöruhúsi. Fram kemur í frétt frá Hug-for- ritaþróun að rekstur Norðuráls sé umfangsmikill og talsvert flókinn. Á meðan á byggingu álversins stendur sé einnig mikilvægt að halda vel utan um alla kostnaðar- þætti. Þá segir að Concorde XAL hafi verið notað hjá íslenska álfé- laginu um nokkurra ára skeið. Því hafi verið fyrir hendi sérþekking hjá Hug-forritaþróun á notkunar- möguleikum Concorde XAL í þess- ari iðngrein. Frankfurt. Reuters. ADAM OPEL AG segir að móður- fyrirtækið General Motors hafí ekki lagt fram áþreifanlegar áá- ætlanir um niðurskurð þrátt fyrir blaðafréttir um að þúsundum kunni að verða sagt upp. Blöðin Wa.ll Street Journal og Financial Times höfðu sagt að GM hygðist bráðlega hrinda í fram- kvæmd fyrirætlunum um upp- sagnir 20-30% starfsmanna fyrir- tækisins í Evrópu á næstu fimm árum. Niðurskurðurinn mun líklega bitna aðallega á starfsemi GM í Þýzkalandi, þar sem rekstrar- kostnaður er hár, að því er blöðin höfðu eftir aðalframkvæmdastjóra GM, John Smith, og Louis Hug- hes, sem hefur umsjón með starf- semi GM utan Norður-Ameríku. Haft er eftir Smith að niður- skurðurinn sé nauðsynlegur vegna vaxandi samkeppni. Sagt var að hann hefði viðurkennt að hröð sókn GM inn á upprennandi mark- aði kunni að hafa átt þátt í að grafa undan samkeppnishæfni fyrirtækisins í Evrópu. Haft var eftir Hughes að fækk- un starfsmanna jafngilti ekki undanhaldi frá Evrópu og hann benti á auknar fjárfestingar á síð- ari árum í því sambandi. Smith og Hughes ræddu við fréttamenn á bílasýningunni í Detroit á sama tíma og Opel kvaðst hafa færzt nær samkomulagi við starfsmenn um atvinnuöryggi. Smith sagði Journal að GM vildi skera niður kostnað af keyptu efni, sem væri 60-70% af heildar- kostnaði. Kostnaður jókst um 25% Athuganir GM hafa leitt í ljós að kostnaður af Evrópustarfsem- inni hafí aukizt um 25% síðan 1992 í 9,37 milljarða dollara. Starfsmömnnum hefur verið fækkað úr 93,000 1990 í um 80,000 nú. Systurfyrirtæki Opels í Bret- landi, Vauxhall, kvaðst ekki búast við róttækri endurskipulagningu á starfseminni. Smith sagði Financial Times að styrkur pundsins hefði aukið kostnað í Bretlandi og dregið úr líkum á að þriðja gerðin auk Astra og Vectra yrði smíðuð þar. ÚTSÖLUELMl 14" - 33“ sJénansMd, iirwHwlsUcfci, sJÉwarpsmratorélar, WÉlaWasawaM, feriaHwifflald, fwðageisiaspilanr, irtwljislnf, mlmm, iMniiprnðPiáiiiT, HTiimiflsiaT, Tn'jíisiimiiiíiiimf, koiMla; tolp'rtiiTirc, ÉHanBldHdar, vasaðski, wMMán, Wkm, bemartáL sflfpiðHimpTimM, limMij iiíiT, fqMHsM ImMfiimT §1 m, narst flafea I Nó er tæhilærið að gera Irábær kaup Fyrstir koma - fyrstir lá! Skipholti 1 9 Sími: 552 9800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.