Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 21 ERLENT Rannsókn bankamálsms í Færeyjum Eftirlitsmenn hyggjast tjá sig um skýrsluna SEX opinberir eftirlitsmenn sem hafa fylgst með rannsókn á fær- eyska bankamálinu, munu tjá sig um skýrslu um málið er hún kem- ur út í næstu viku. Þeir gera þetta að eigin ósk og kemur hún á óvart, að sögn Jyllands-Posten, ekki síst vegna þess að lítið sem ekkert hefur lekið út um rannsóknina þau tvö ár sem hún hefur staðið. Þurfti að kenna á bíl Nyrups Þórshöfn. Morgunblaðið. ÞEGAR Poul Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Dan- merkur, fór til Færeyja á þriðjudag var með honum maður sem er yfirleitt ekki í fylgdarliði hans í útlöndum, en það er bflstjóri hans, Johnny Johansen. Ástæðan er sú að bifreiðin, sem var notuð til að aka for- sætisráðherranum í Færeyj- um, er með svo háþróaðan tæknibúnað að Johansen þurfti að kenna bflstjórum færeyskra yfirvalda á hann til að þeir gætu notað hann. Venja er að þegar danski forsætisráðherrann skiptir um bfl er gamla embættisbifreiðin send til ríkisumboðsmannsins í Þórshöfn, æðsta embættis- manns Dana í Færeyjum. Rík- isumboðsmaðurinn fékk um- ræddan bfl tveimur dögum fyr- ir jól en gat ekki notað hann vegna flókins tæknibúnaðar. Bifreiðin er fimm ára gömul og af gerðinni BMW 730. Rík- isumboðsmaðurinn hefur hingað til notað minni bfl, Audi 80, við opinberar heim- sóknir, en honum hefur nú verið lagt. Þrír eftirlitsmannanna eru fær- eyskir og þrír danskir. Þeir hafa haft aðgang að sömu skjölum og gögnum og rannsóknarnefndar- menn. Þeir hafa hins vegar ekki komið nálægt sjálfri skýrslugerð- inni. Hvorki dönsku né færeysku eftirlitsmennirnir vilja gefa upp hvers vegna þeir ætla að tjá sig sérstaklega um skýrsluna en verið getur að það tengist gagnrýni á formann rannsóknarnefndarinnar. Hann var sakaður um að hafa fengið danskan lögmann til starfa fyrir nefndina sem hafi rekið mál gegn den Danske Bank, sem rann- sóknin snýst að stórum hluta um. „Náið samráð“ Joensens og Nyrups Rannsókn málsins beinist að því hvort dönsk yfirvöld hafi vitað hversu slæm staða Fproya-bank- ans hafi verið er færeysk stjórn- völd tóku við skuldum hans af den Danske Bank. Fullyrt hefur verið að Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðhen-a Danmerkur, hafi haft vitneskju um það og hafi sagt Færeyingum ósatt um stöðu bank- ans. Hafa þessar fullyrðingar vak- ið mikla reiði í Færeyjum og höfðu m.a. áhrif á komu Nyrups Rasmussens til eyjanna. Edmund Joensen, lögmaður Færeyinga, tók hins vegar vel á móti forsætisráðherranum og komust þeir að samkomulagi um að eiga „náið samráð“ um viðbrögð við skýrslunni er hún kemur út, hinn 16. janúar. Reuters World Trade Center-tilræðið Tilræðismaður fékk lífstíðardóm New York. Reuters. MAÐURINN sem stóð að sprengjutil- ræðinu í World Trade Center í New York fyrir fimm árum var í gær dæmdur í lífstíð- arfangelsi fyrir til- ræðið og fyrir að hafa lagt á ráðin um að sprengja bandarískar farþegavélar í loft upp. Við dómsupp- kvaðninguna lýsti dómarinn því yfir að Ramzi Ahmed Yousef væri „fylgismaður dauða“ en ekki íslam, eins og Yousef hefur sjálfur lýst yfir. Sex manns fórust í sprengjutil- ræðinu og yfir 1.000 manns slösuð- ust er sprengja sprakk í öðrum turni World Trade Center í febrú- ar 1993. Yousef hefur lýst því yfir að ætlun hans hafi verið að byggingin öll hryndi til grunna en um 250.000 manns voru í henni er sprengjan sprakk. Yousef hefur notað fjölmörg dulnefni og segist vera pakist- anskur rafmagns- verkfræðingur og sérfræðingur í með- ferð sprengiefnis. Hann var dæmdur í 240 ára fangelsi og verður hann að af- plána dóminn í ein- angrun. Aðeins nánasta fjölskylda hans má heimsækja hann. Þá var Yousef dæmdur í 4,5 milljóna dala sekt, um 300 milljóna ísl. kr. Snjókoma í Tókýó FERÐAMENN frá Okinawa, syðstu eyju Japans, skýla sér undir regnhlffum fyrir snjókomu við keisarahöllina í Tókýó, þar sem í gær snjóaði í fyrsta sinn í tvö ár fyrir alvöru. Samkvæmt veðurspá var búizt við 10-20 cm jafnföllnum snjó. ----»♦♦---- Endurreisn Montserrat YFIRVÖLD á eyjunni Montserrat í Karíbahafi hyggjast leggja fram fimm ára áætlun um endurreisn mannvirkja á norðurhluta eyjunnar sem hafa eyðilagst í eldgosi. Aætl- unin byggist á niðurstöðu vísinda- manna sem telja að ekki verði fleiri eldgos í eldfjallinu Soufriere Hills og það verði óvirkt innan þriggja ára. Aætlunin verður lögð fyrir bresku stjórnina og verði hún sam- þykkt kostar hún breska skatt- greiðendur tugi milljóna punda. FYRST KEM ÉG SVO BÍLLINN MINN GUNNAR BERNHARD EHF. VATNAGARÐAR 24 SÍMI: 520 1100 NA LENGRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.