Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 35
34 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EIGUM SJALF FRUMKVÆÐIÐ FYRSTU sjávarafurðirnar, sem merktar verða umhverfis- merki Sjávarnytjaráðs stórfyrirtækisins Unilever og World Wide Fund for Nature (WWF), stærstu náttúruvernd- arsamtaka heims, verða settar á markað á árinu. Umhverfis- merkið á að vera til marks um að viðkomandi vara komi úr fiskstofni, sem sé nýttur með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Það er verulegt umhugsunarefni fyrir íslenzkan sjávarútveg hvernig bregðast eigi við þessu samstarfi náttúruverndarsinna og eins stærsta fiskkaupanda heims. Sjávarnytjaráðið hefur boðið íslenzkum sjávarútvegsfyrir- tækjum samstarf, en ólíklegt er að þau þiggi það boð. Tals- menn WWF hafa orðið uppvísir að óvönduðum vinnubrögðum; í áróðri þeirra og auglýsingum hafa t.d. allar fískveiðar verið settar undir sama hatt og allar fiskveiðiþjóðir sakaðar um of- veiði og rányrkju. Þótt samtökin hafi dregið í land gagnvart íslandi er ósennilegt að íslenzkir hagsmunaaðilar telji sig geta treyst þeim. Hins vegar ber engu að síður að taka frumkvæði WWF og Unilever alvarlega. Almenningur víða um heim hefur áhyggjur af ástandi umhverfisins, þar á meðal heimshafanna og auðlinda þeirra. Sjónarmið umhverfisverndarsamtaka eiga mikinn og vaxandi hljómgrunn í helztu markaðslöndum íslendinga og eru raunar hluti af markaðsumhverfinu þar, sem verður að taka tillit til. Umhverfismerkingar af ýmsu tagi eru farnar að höfða mjög til ákveðins hóps neytenda, sem tekur vörur með slíkum merk- ingum fram yfir aðrar. Hættan er sú, að í hillum erlendra stór- markaða verði umhverfismerki á sjávarafurðum, sem Sjávar- nytjaráðið hefur vottað að séu veiddar með umhverfisvænum hætti, en ekki íslenzkar sjávarafurðir, þrátt fyrir að íslending- um hafi tekizt einna bezt fískveiðiþjóða að vernda fiskstofna og umgangast auðlindina af ábyrgð. Það er því ljóst að við verðum sjálf að taka frumkvæðið í þessum efnum, í stað þess að láta umhverfisverndarsinnum og alþjóðlegum stórfyrirtækjum það eftir. Það á að vera hægt með samræmdu átaki að koma á framfæri við erlenda neytend- ur staðreyndum um ábyrga stjórn Islendinga á fiskveiðiauð- lindum sínum. íslenzkur sjávarútvegur ætti sem allra fyrst að taka höndum saman við hagsmunaaðila í nágrannalöndunum, sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta, taka upp sameiginlega umhverfismerkingu fiskveiðiþjóða á Norðurslóðum og tryggja að slík merking verði trúverðug í augum neytenda. Hér hlýtur einkum að verða horft til frumkvæðis Norræna laxasjóðsins, sem Orri Vigfússon er í forsvari fyrir. Sjóðurinn hefur leitað eftir samstarfi við stjórnvöld og hagsmunaaðila á Grænlandi, í Færeyjum, Noregi og Kanada um að koma á fót umhverfismerki, sem segi til um að viðkomandi sjávarafurðir komi úr Norður-Atlantshafi, fiskurinn sé veiddur með um- hverfisvænum aðferðum og með sjálfbærum hætti og sé í hæsta gæðaflokki. Það má vel vera, að sá farvegur, sem Orri Vigfússon hefur opnað í þessu sambandi sé einmitt sá, sem hentar hagsmunum okkar bezt. ÓLÖGLEG NOTKUN HUGBÚNAÐAR ISLENZK stjórnvöld hafa enn ekki lögfest ákvæði alþjóða- samninga um hugbúnaðarvernd, þrátt fyrir að þau hafi und- irritað alþjóðsamninga þar um. Af þessum sökum hefur ekki verið unnt að taka hart á hugbúnaðarþjófnaði ýmiss konar, sem viðgengizt hefur hérlendis um árabil. Fullyrt er að 85% alls hugbúnaðar, sem notaður er í tölvum á Islandi, sé illa fenginn, þ.e.a.s. eigendum hugbúnaðarins hefur ekki verið greidd sú lögbundna þóknun, sem þeim ber. Hérlendis hafa undanfarin ár risið upp hugbúnaðarfyrir- tæki, sem sýnt hafa mikið og gott frumkvæði og frjótt ímynd- unarafl. Menn hafa talað fjálglega um þennan nýja vaxtar- brodd íslenzks iðnaðar og þjóðarbúið hefur stórum aukið gjaldeyristekjur sínar vegna hans. Þrátt fyrir það hafa ákvæði til verndar hugbúnaðarframleiðendum ekki verið lögtekin og í raun má segja, að vart megi búast við að Islendingar verði teknir alvarlega í þessum efnum á meðan látið er átölulaust að menn taki hugbúnað ófrjálsri hendi. Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður'hefur nú ver- ið ráðinn af Alþjóðasamtökum hugbúnaðarrétthafa til þess að finna og lögsækja þá, sem gerzt hafa fingralangir á þessu sviði. f samtali við hann í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær, segir að mikilsvert sé að breyta viðhorfi íslendinga til þessara mála. Þegar til lengdar lætur tapi menn á þessu framferði, því að yrði greitt fyrir hugbúnaðinn, myndi þjónusta við íslendinga aukast og myndu framleiðendur þá frekar láta fjármagn í t.d. þýðingar forritanna, í stað þess að eyða þeim í að eltast við for- ritsþjófana. íslendingar eru meðal mestu tölvunotenda heims. Það er illt til afspurnar, virði þeir ekki alþjóðasamninga um höfundar- rétt. Því er nauðsynlegt að breyta viðhorfi fólks í þessu efni. Forsenda þess að það sé unnt, er að stjórnvöld lögleiði þegar í stað þau ákvæði, sem nauðsynleg eru til þess að þessi mál geti verið í lagi hérlendis. Náttúruvernd I ' I Náttúruverndarsvæði I I Verndarsvæði I I Önnursvæði Athugasemdir við miðhálendisskipulag Lífleg þjóð- málaumræða um hálendis- hagsmuni Athugasemdir við tillögu að svæðisskipulagi miðhálendisins til ársins 2015 eru miklar að vöxtum og taka til margvíslegra þátta. Guðmundur Sv. Hermannsson blaðaði í þessu mikla skjalasafni. SKIPULAGSTILLAGAN lá frammi til umsagnar í sex mánuði og þegar umsagnar- frestinum lauk 10. desember höfðu borist 95 athugasemdir, sumar talsvert umfangsmiklar. Athugasemdirnar komu frá lærð- um og leikum og voru bæði á jákvæð- um og neikvæðum nótum og í heild eru þær lífleg þjóðmálaumræða þar sem tekist er á um hvernig miðhá- lendið muni nýtast þjóðinni best i framtíðinni. Inn í það fléttast grund- vallarsjónarmið í náttúruvernd, hags- munir atvinnugreina og einstaklinga, efnahagsmál í víðum skilningi og áhrif og völd. Viðamestu athugasemdirnar komu frá orkugeiranum sem telur að hlutur sinn í skipulagstillögunni sé fyrir borð borinn, ekki sé nægilegt tillit tekið til stefnumörkunar stjórnvalda í orkumálum, og að nýtingu orkulind- anna sé í tillögunni stillt upp gegn náttúruverndarsjónarmiðum og ferðamennsku. Því sé nauðsynlegt að endurskoða skipulagstillöguna með þetta í huga og fresta því að taka af- stöðu til annarra svæða en þar sem þegar liggja fyrii' samþykkt not eða samþykkt vemdarsvæði. Sú skoðun kemur fram í athuga- semdum Landsvirkjunar, Orkustofn- unar, iðnaðarráðuneytis o.fl. að sam- vinnunefndinni, sem vann skipulags- tillöguna, beri lagaleg skylda til að takja tillit til stefnumörkunar Lands- virkjunar í forsendum sínum fyrir skipulaginu og geti ekki skorast und- an því að gera ráð fyrir fyrirhuguðum og hugsanlegum virkjunum Lands- virkjunar samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Er þarna einkun verið að vísa til Fljótsdalsvirkjunar, en í skipulagstil- lögunni er ekki tekið undir þá tilhög- un hennar sem Alþingi og iðnaðarráð- herra hafa samþykkt. Þrengt að virkjanamöguleikum Fram kemur í athugasemdunum að þeim virlqunarhugmyndum, sem settar voru inn á skipulagskort, sé þröngur stakkur skorinn, sérstaklega þeim virkjunarkostum sem enn eru á forathugunarstigi. Iðnaðarráðuneytið lýsir þeirri skoðun að svæðisskipulag eigi fremur að veita heimild til að nýta ákveðin vatnasvið en fjalla um tiltekin mannvirki eða tilhögun þeirra, eins og gert sé í til- lögunni. Það sé eðli virkj- unarrannsókna að þær leiði til þess að sumum kostum sé hafnað, sumum breytt eða að fram komi hugmyndir um breytta tilhögun virkj- ana sem oft falla betur að annam landnýtingu eða að vernda viðkvæm svæði. Náttúruvernd sáttari við skipulagið Við allt annan tón kveður eðlilega í athugasemdum þar sem fjallað er um skipulagstillöguna út frá sjónarmið- um náttúruverndar. Athugasemdirn- ar frá þessum aðilum eru jákvæðari, Morgunblaðið/RAX FERÐAÞJÓNUSTA er ört vaxandi á Miðhálendi Islands eins og kemur fram í athugasemdum við svæðisskipu- lagstillögu. Á myndinni er vélsleðamaður á Skaftárjökli. Nýting hálend- isins á að vera sjálfbær t.d. lýsir Náttúruvernd ríkisins yfir stuðningi við grunnhugmynd og meg- indrætti skipulagstillögunnar þótt at- hugasemdir séu gerðar við ákveðna þætti þess. Hvetur Náttúruvemdin til þess að skipulagið verði staðfest en telur um leið nauðsynlegt að hefjast handa við endurskoðun á því með söfnun upplýsinga og athugasemda við forsendur þess, vegna þess að töluvert skorti á að nægar upplýsing- ar séu fyrir hendi á ýmsum sviðum hvað varðar lífríki og jarðfræði og aðra eðlisræna þætti. Þeirri endur- skoðun verði lokið eigi síðar en árið 2000. Af sumum er tillagan gagnrýnd fyrir að gera hagsmunum orku- geirans allt of hátt undir höfði á kostnað náttúruverndarsjónarmiða og leggja áherslu á mikilvægi þess að varðveita óbyggðirnar. Náttúm- verndarsamtök Islands mótmæla t.d. harðlega í greinargerð sinni fyrirhug- uðum línulögnum sem gert er ráð fyr- skipulagstillögunni _ um Sprengisand og Odáða- hraun og hafna stórfelld- um virkjunaráformum og raforkuflutningi á miðhá- __________ lendinu fyrir orkufreka, mengandi stóriðju. Svipað sjónarmið kemur einnig fram hjá ýmsum hagsmunaaðilum í ferðaiðnaði, en þar er einnig nokkuð mismunandi sýn á hve langt eigi að ganga við uppbyggingu vega og að- stöðu á svæðinu. Stefnumótun vantar í ferðaþjónustu Ferðaþjónustan gagnrýnir skipu- lagstillöguna einnig út frá öðrum for- sendum. Ferðamálaráð vill að skipu- ír laginu verði frestað, m.a. vegna þess að stefnumótun um ferðaþjónustu á miðhálendinu sé skammt á veg komin og ferðaþjónustuna skorti þau grunn- gögn og áratugarannsóknavinnu, sem aðrar atvinnugreinar, svo sem orku- iðnaðurinn, landbúnaðurinn og nátt- úruvernd hafi til þessarar skipulags- vinnu. Þá bendir Ferðamálaráð á að enn sé óljóst hvernig stjómskipun og eignarhaldi á hálendinu verði háttað meðan enn séu óafgreidd lagafrum- vörp á Alþingi um þjóðlendur og sveitarstjórnarlög þar sem m.a. á að staðfesta stjómsýslumörk sveitarfé- laganna á miðhálendinu öllu. Ferða- málaráð vill raunar að stjórnsýsla á miðhálendinu sé á einni hendi og svipuð skoðun er sett fram í fleiri at- hugasemdum, svo sem frá Ferðafé- lagi Islands. Þorkell Helgason orkumálstjóri bendir m.a. á í athugasemd sinni, að ef stjórnsýsla og skipulagsmál á há- lendinu verði í umsjá þeirra 50 hreppa sem liggja að hálendinu, sé viðbúið, að sama virkjunarmannvirk- ið tilheyri mismunandi, hreppum: stöðvarhús í einum, stíflur og lón í öðmm og línulagnir og aðkomuvegir í enn öðram. Hagsmunir þessara sveit- arfélaga muni rekast á því opinber gjöld, einkum fasteignaskattar, mið- ist við þann hrepp þar sem stöðvar- húsið er. Þetta bjóði þeirri hættu heim að virkjunaraðili hljóti mjög misjafnar undirtektir í mismunandi hreppum með tilheyrandi deilum og tilkostnaði við sættir. sín taka. Einn þeii’ra, Haukur Brynj- ólfsson segist hafa frá því á unglings- árum, ferðast um hálendið og dvalist þar svo samtals nemi mánuðum og stundum lifað af landinu. „Það veitir mér ómetanlega frelsistilfmningu að geta gengið um víðáttur, sem ég veit að enginn á frekar en ég. Ég mót- mæli því að þessi tilfinning verði tek- in af mér í þágu einhverra hreppa- sjónarmiða," segir Haukur í athuga- semdinni. Og 137 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem því er mótmælt að miðhálendið sé lagt und- ir stjórn og eignarhald sumra hreppa landsins. En Samband íslenskra sveitarfé- laga telur nauðsynlegt í sinni greinar- gerð að leiðrétta þann misskilning, að verið sé með gerð svæðisskipulagsins að færa til fámennra sveitarfélaga stóraukið áhrifavald frá því sem nú er. Hið rétta sé að sveitarfélögin hafi haft ákveðnum lögskyldum að gegna varðandi framkvæmd skipulags- og byggingamála innan marka sveitarfé- laganna og á afréttum --------------- sem þeim tilheyra. Nánast allt miðhálendið skiptist í afréttir og sé því' þegar innan lögsögu sveitarfé- _____________ laganna að undanskildum jöklum, en eðlilegt sé að lögskyldur sveitarfélganna nái einnig til þess landsvæðis. Víða hagsmuna- árekstrar á svæðinu Frelsistilfinning Ymsir einstaklingar, sem sendu inn athugasemdir, láta stjórnsýsluna til Landgræðsla eða vemdun Gróður og náttúrufar á miðhálend- inu og landnotkun því tengd, fá tals- verða umfjöllun í athugasemdunum. Sumum finnst að umfjöllun um gróð- urfar hálendisins sé af skornum skammti í greinargerð með tillögunni og byggist ekki á nægilegri þekkingu. Landgræðsla ríkisins telur tillöguna ekki viðunandi að því að varðar land- græðslumál, því hún miði við að varð- veita núverandi ástand gróðurs, en ekki að endurheimta vistkerfi og bæta ástand eyddra og vangróinna landa. Svipuð gagnrýni kemur fram í athugasemdum Skógræktar ríkisins, sem bendir á að í skipulaginu sé hvergi gert ráð fyrir skógrækt og endurheimt gróðurlanda og því virki það sem hindrun á endurheimt land- gæða. Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins leggur í athugasemd áherslu á að nýting hálendisins þurfi að vera sjálf- bær, og með fylgir ýtarleg greinar- gerð Olafs Arnalds á rannsóknardeild RALA þar sem hann gagnrýnir m.a. að beitarfriðun sé ekki talin þáttur i skilgreiningu verndarsvæða í skipu- lagstillögunni og leggur áherslu á að hætt verði beitarnýtingu á auðnum og rofsvæðum. Hreppapólitík Margar af athugasemdunum eru ýmiskonar leiðréttingar og sumar þeiraa má sjálfsagt fiokka undir hreppapólitík. Fljótshlíðarhreppur og V-Eyjafjallahreppur hafa lengi deilt um yfirráðarétt yfir Þórsmörk og sú deila fór fyrir Hæstarétt á siðasta ári, sem taldi að hvorugur hreppurinn ætti þar tilkall til lögsögu þar. í kjöl- farið lagði sérstök úrskurðarnefnd um stjórnsýslumörk til að hrepparnir hafi sameiginlega stjórn svæðisins. I athugasemd bendir oddviti V-Eyja- fjallahrepps m.a. á að þar sem getið sé flugbrautar i Húsadal i Þórsmörk í skipulagstillögunni eigi vitanlega að standa V-Eyjafjallahrepps en ekki Fljótshlíðarhrepps. Og oddviti Fljóts- hlíðarhrepps segir í athugasemd sinni að allir skálar á Þórsmerkursvæðinu séu í Fljótshlíðarhreppi, ekki V-Eyja- fjallahreppi eins og standi í skipu- lagstillögunni. Af öðrum athugasemdum má nefna að Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi telur nauð- synlegt að breyta sýslumörkum S- Þingeyjarsýslu og N-Múlasýslu til að tryggja að stjórnsýsla í Kverkfjöll- um verði óumdeilanlega í _N-Múla- sýslu. Eigandi jarðarinnar Úthlíðar í Árnessýslu, sem nær langt upp á há- lendið, áskilur sér rétt til að skipu- leggja á eigin vegum land sitt með nánari hætti en gert er í tillögunni. Og landeigendur í Álftafirði og A-Skaftafellssýslu mótmæla því að jarðir þeirra eru innan skipulagssvæðisins. Samvinnunefndin um svæðisskipu- lag miðhálendisins hélt fund eftir að fresturinn til að skila athugasemdum rann út í desember. Að sögn Snæ- bjöms Jónassonar, formanns nefnd- arinnar, er nú unnið við að flokka at- hugasemdirnar og að því loknu mun nefndin fjalla ýtarlega um þær. Því gæti tekið mánuði að undirbúa end- anlega skipulagstillögu til umhverfis- ráðherra til staðfestingar. Forseti Irans hvetur til óformlegra samskipta Irana og Bandaríkjamanna í sögulegu sjónvarpsviðtali „Rjúfa þarf veg'g- vantrausts“ MIÐHÁLENDI ISLANDS: Svæðisskipulag 2015 Á mannvirkja- beltum Miðhá- lendisins eru aðalfjallvegir, mannvirki sem tengjast raforku- vinnslu og helstu þjónustustaðir ferðamanna. Linan er viðmiðunarlína til lagssvæði miðhálendis. Sú lína í aðalatriðum og felst í henni skilgieining á mörkum heimalanda og afrétta. Þessa markalínu hafa fulltrúar heimamanna og skipulagsnefndar miðhálendisins komið sér saman um með samþykki viðkomandi sveitarstjómai Mohammed Khatami, ✓ forseti Irans, hefur að undanförnu lýst yfir vilja til að bæta sam- skipti Irana við Vestur- lönd. I sjónvarpsviðtali á miðvikudagskvöld, því fyrsta sem íranskur leið- togi veitir bandarískri sjónvarpsstöð frá 1979, kvað greinilega við ann- an tón en menn hafa mátt venjast frá ---------------- leiðtogum Irans. BANDARÍSK stjórnvöld brugðust af varkárni við yfir- lýsingum Mohammeds Khata- mis, forseta írans, sem hvatti í sjón- varpsviðtali til samræðna milli írana og Bandaríkjamanna. í yfirlýsingu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu sagði að Khatami hafi ekki gengið nógu langt í yfirlýsingum sínum, og hvatti ráðuneytið til beinna viðræðna milli stjómvalda í í-íkjunum. Þá lýsti Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, því yfir í gær að hann teldi æskilegt að reynt yrði á var- færnislegan hátt að koma samskipt- um Evrópusambandsins og írans í viðunandi horf á ný. Khatami sagði ótímabært að hefja formleg samskipti ríkjanna en sagð- ist telja að „allar dyr“ væru nú opnar fyrir samræður og skilning milli íranskra og bandarískra borgara. Hvatti hann til þess að ríkin skiptust á rithöfundum, fræðimönnum, lista- mönnum, fréttamönnum og ferða- mönnum. Svör Khatamis í viðtali við banda- rísku sjónvarpsstöðina CNN (Cable News Network) vora vel undirbúin og skírskotaði hann til sögu Banda- ríkjanna og nefndi hliðstæður milli íranskra og bandarískra viðhorfa til trúar og frelsis. Fréttaskýrendur segja þó að svör forsetans hafi oft vakið fleiri spurningar en þau svör- uðu. Þó hafi tónninn í svöram hans verið allt annar en það sem ein- kenndi viðhorf fyrrverandi yfirvalda í íran, sem sögðu bandarísk stjórn- völd vera „hinn mikla Satan“. Hann er einnig í greinilegri andstöðu við málflutning erkiklerksins Ali Khameinis, hins valdamikla trúar- leiðtoga íran. Khameini hefur að undanfórnu haldið uppi harðri gagn- rýni á Bandaríkin. íranska andspyrnuhreyfmgin sagði að yfírlýsingar Khatamis væru til marks um „harðnandi andstöðu“ milli hans eigin viðhorfa og bókstafs- trúarklerkanna_ sem tóku við stjórn- artaumunum í íran 1979. Sagði utan- ríkismálafulltrúi Þjóðarandspyrnu- ráðs írans að staða mála væri nú svipuð síðustu stigum einræðis- stjórnar Rheza Pahlevis, keisara í íran til 1979. Engin nauðsyn á tengslum Khatami sagði að bandarísk menning væri verð allrar virðingar, en íranir teldu „enga nauðsjm á tengslum við Bandaríkin“. Mörg framfarasinnuð ríki væra mun þró- aðri í utanríkisstefnu sinni en Bandaríkin. Khatami var kjörinn forseti írans Byggt á gögnum frá Landmótun ehf. (Einar E. Sæmundsen, Gísli Gíslason, Yngvi Þór Loftsson) Reuters MOHAMMED Khatami, forseti Irans, ræðir við Christiane Amanpour, fréttamann CNN. í maí sl. og viðbrögð bandarískra stjórnvalda við orðum hans í fyrra- kvöld fólu greinilega í sér boð um beinar viðræður ráðamanna, og er það í fyrsta sinn frá því herskáir ír- anir steyptu stjórn Rheza Pahlevis 1979. Fréttaskýi’endur benda á að langt sé í land með að Khatami heimsæki Bandaríkin, en svo virðist sem stigin hafi verið fyrstu skrefin í þá átt að koma aftur á stjómmála- tengslum milli ríkjanna. Bandaríkja- menn slitu stjórnmálasambandi við íran 1980 og frystu allar eigur írana í Bandaríkjunum. „Við fögnum því að [Khatami] skuli vilja samræður við bandarísku þjóðina, en við eram enn þeirrar skoðunar að rétta leiðin til þess að takast á við vandamálin í samskipt- um okkar sé sú að stjórnvöld talist beint við,“ sagði James Rubin, full- trúi bandaríska utanríkisráðuneytis- ins. Bandarískir þingmenn hvöttu til að varlega yrði farið og kváðust and- vígir j)ví að viðskiptaþvingunum gegn Iran yrði aflétt, nema íranir sýndu veljvilja í garð Bandaríkj- anna. Of snemmt fyrir formleg samskipti Khatami hvatti til þess að „rofinn yrði sá veggur vantrausts" sem stæði á milli Bandaríkjamanna og írana, en sagði \að þó væri of snemmt að koma á formlegum sam- skiptum ríkjanna. Hann fordæmdi hryðjuverkastarfsemi, en sagði að frelsisbarátta þjóðar gæti ekki flokkast sem hryðjuverk. Það hefði verið slæmt að það hefði valdið Bandai’íkjamönnum sárindum þegar herskáir íranir tóku bandaríska sendiráðið í Teheran herskildi 1979. „En það olli [Bandaríkjamönnum] einnig sárindum þegar lík ungra Bandaríkjamanna vora flutt heim frá Víetnam, en banda- ríska þjóðin kenndi aldrei Víetnömum um, heldur kenndi eigin stjómmála- mönnum um að hafa ýtt þjóðinni út í mýrarfen Ví- etnamstríðsins. Þrýstingur frá bandarísku þjóðinni batt enda á það tilgangslausa og ómennska stríð.“ Khatami var spurður hvort segja mætti að gíslatakan í bandaríska sendiráðinu við upphaf íslömsku byltingarinnar í íran hefði verið ódæðisverk á borð við þau sem oft hefðu verið unnin í upphafí byltinga, í frönsku byltingunni, rússnesku og jafnvel þeirri bandarísku. Forsetinn svaraði því til að gíslatakan í sendi- ráðinu hefði verið „neyðaróp þjóðar- innar gegn niðurlægingu og ójöfnuði sem stefna Bandaríkjanna og ann- arra þröngvaði upp á hana, sérstak- lega við upphaf byltingarinnar". Nauðsynlegt væri að skilja at- . burði í þvi samhengi sem þeir hefðu orðið. ,ýLtburði þessara daga verður að skilja í samhengi við byltingar- andann sem þá ríkti og þann þrýst- ing sem íranska þjóðin var beitt og leiddi til þess að hún leitaði leiða til þess að láta í ljósi ákafa sinn og kvíða.“ „Mikilvæg stund“ Rubin lagði áherslu á að bætt samskipti írana og Bandaríkja- manna yltu fyrst og fremst á gjörð- um íranskra stjórnvalda, en ekki orðum þein’a. Orð væra þó oft til alls fyrst. Bandarísk stjórnvöld hafa lýst vilja sínum til viðræðna við írani með því skilyrði að írönsk stjórnvöld , séu reiðubúin að ræða meintan stuðning sinn við hryðjuverkastarf- semi, smíði gerðeyðingarvopna og andstöðu við ft’iðarumleitanir í Mið- Austurlöndum. Bandaríska blaðið Washington Post hafði eftir heimildarmönnum í gær að farið væri að gæta áherslu- breytingar hjá Bandaríkjamstjórn og bandamönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, ekki síst Sádí- Arabíu. í stað þess að velta því fyrir sér hvernig hægt væri að refsa írön- um fyrir hryðjuverk er framin höfðu verið væri áherslan á það, hvernig koma mætti í veg fyrir að íranir styddu við bakið á hryðjuverka- mönnum í framtíðinni. Khatami neitaði því í viðtalinu að íran veitti hryðjuverkastarfsemi stuðning og sagði að ef hann yrði var við slíka starfsemi myndi hann bregðast við því. Hann sagði að í trú- arriti múslíma, Kóraninum, væri blátt bann lagt við of- beldi. „Einungis þeir, sem skortir rök, grípa til of- beldis," sagði hann. John Esposito, prófess- or í trúarbragðafræði og alþjóðamálum við Georgetown-há- skóla í Bandaríkjunum, segir orð ' Khatamis mikilvæg og að þau gætu rutt brautina fyrir óformleg tengsl milli ríkjanna. Esposito hefur mikið skrifað um íslam og vesturlönd. „Þetta er mikilvæg stund. Það skipt- ir miklu að við komumst, yfir síðast- liðin tuttugu ár sem einkennst hafa af allt að því gagnkvæmu hatri. Nú vottar fyrir hreyfingu hjá báðum að- ilum,“ sagði hann. Khatami fordæmdi hryðjuverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.