Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 33 Flutningur Ríkissjónvarpsins í Utvarpshúsið er tímaskekkja Opið bréf til Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra frá Samtökum kvikmyndaleikstjóra ÚTVARPSHÚSIÐ. A AÐALFUNDI Samtaka kvik- myndaleikstjóra sem haldinn var þann 30. des. sl. fóru fram fjörug- ar umræður um Útvarpshúsið í Efstaleiti og flutning sjónvarpsins þangað. Fundurinn samþykkti ein- róma að senda menntamálaráð- herra Birni Bjarnasyni eftirfarandi opið bréf: Herra menntamálaráðherra Bjöm Bjarnason Menntamálaráðuneytinu Sölvhólsgötu Reykjavík Þú hefur skýrt frá því á Alþingi að þú áformir að láta flytja Ríkis- sjónvarpið í Útvarpshúsið. Banda- lag íslenskra listamanna ásamt Samtökum kvikmyndaleikstjóra hefur ítrekað varað við slíkum áformum og bent á hvaða hættur það hafí í för með sér fyrir sjálf- stæða íslenska dagskrárgerð. Of langt mál væri að rekja í þessu bréfi öll þau rök sem listamenn hafa fært fram máli sínu til stuðn- ings, enda er tilgangur okkar með þessu bréfi öðru fremur sá að tjá þér að við lítum svo á að þessi ákvörðun þín gangi í berhögg við grundvallaratriði þeirrar menning- arstefnu sem íslenskir kvikmyr.da- leikstjórar vilja efla; það er að styrkja frelsi kvikmyndaleikstjóra til athafna og skapandi hugsunar, en vinna gegn forsjárhyggju, stofn- anavaldi og miðstýringu. Með því að flytja Ríkissjónvarpið í Útvarps- húsið er verið að festa í sessi þau vinnubrögð að framleiðsludeildir sjónvarpsins sjái um framleiðslu þess dagskrárefnis sem Ríkissjón- varpið framleiðir. Þetta mun leiða til þess að dagskrárgerð fyrirtækja og listamanna utan stofnunarinnar er dæmd til að dragast saman eða hverfa, því það húsrými sem tekið verður í notkun í Efstaleiti mun gleypa allt dagskrárfé sjónvarpsins og gott betur, nema menn séu að innrétta húsið og tækjavæða til að það standi verklaust og autt. Kvik- myndaleikstjórar þekkja innviði þessarar stofnunar það vel, að þeir teija hættu á að með þessari ákvörðun þinni sé verið að auka enn á stofnanavaldið og miðstýr- inguna í starfsemi sjónvarpsins og tryggja að forsjárhyggjan ráði þar ríkjum í framtíðinni. Kvikmynda- leikstjórar vilja efla Ríkissjónvarpið sem ritstjórn með bestu fáanlegu útsendingaraðstöðu, en að fram- leiðsludeildirnar verði lagðar niður. Verði þessari stefnu fylgt, er núver- andi húsnæði Sjónvarpsins meira en nógu stórt, og nota má þær 960 milljónir sem eyða á í flutninginn til að framleiða íslenska dagskrá. Úr því þessar milljónir eru til eru þær svo sannarlega betur komnar í dagskrá en steinsteypu. Vextirnir einir af þessari upphæð myndu duga langleiðina til að bjarga ís- lenskri dagskrárgerð. Við leyfum okkur jafnframt stórlega að efast um að kostnaðaráætlun þín upp á 960 milljónir sé rétt, og minnum á kostnaðaráætlanir um Þjóðleikhús- endurbætur og Flugstöð. Þeir í okkar hópi sem gerst til þekkja segja að áætlunin sé aðeins toppur- inn á ísjakanum, og þegar upp verði staðið muni þessi framkvæmd kosta sem næst tvo milljarða. Danska ríkið stofnaði fyrir fáein- um árum TV2 og er sú stöð rekin eingöngu sem ritstjórn, án fram- leiðsludeilda. Sama er að segja um Channel 4 á Bretlandi. Sjálfstætt starfandi listamenn og frjáls einka- fyrirtæki framleiða dagskrárefnið utan þessara stofnana, og reynslan sýnir að þeir gera það bæði af meiri metnaði og betur og ódýrar en gerist í ríkisreknum stúdíóum. Þú hefur sagt að farið sé eftir áliti færustu sérfræðinga þegar ákveðið var að flytja Sjónvarpið. Kannski hefur stofnunin sjálf kallað til sín erlenda tæknifræðinga sem vita lít- ið um íslenskan raunveruleika og sett í gang sína eigin bókhaldssér- fræðinga með forskrift um niður- stöðu til að vinna „Já-ráðherra- leikinn", en eitt er víst, að ekki einn einasti úr hópi þeirra kvik- myndaleikstjóra sem eiga að vinna við húsið hefur verið spurður. Og það sem er meira um vert, við telj- um þessa húsbyggingu mistök frá upphafi, sem menn ættu að hafa hugrekki til að horfast í augu við, og auglýsa sjónvarpshluta bygg- ingarinnar til sölu. Þótt ekki feng- ist til baka við þá sölu nema helm- ingur þeirra rúmlega eitt þúsund milljóna sem sjónvarpið hefur þeg- ar eytt í þetta hús, mætti bjarga íslenskri dagskrárgerð til margra ára. Ef við opnuðum sjónvarp í dag myndi heilbrigð skynsemi segja okkur að reka slíkt fyrirtæki ein- göngu sem ritstjórn, og síst af öllu ^ Refsiaðgerðum gegn Irak verður ekki haldið áfram endalaust að blása út það bákn sem fyrir er. Óhjákvæmilega velta menn því fyr- ir sér hvað stjórni þeim stjórnmála- mönnum er vinna sér það helst til afreka að byggja upp báknið þegar þeir komast til valda, og taka póli- tískar ákvarðanir upp á hundruð milljóna. Ákvarðanir sem virðast einungis teknar til að ganga í aug- un á embættismönnum. Þetta er því alvarlegra þegar til þess er hugsað að stofnunin er algerlega stefnulaus og veit ekkert hvað hún vill verða, eins og aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna hefur bent á; dagskráin á lítið skylt við „public service" en er útbíuð í kostunarauglýsingum, svo dag- skrárstjórnin er meira og minna komin í hendurnar á auglýsinga- deildum dömubindainnflytjenda. Væri ekki nær að staldra við og hugsa málið áður en lagt verður út í skuldafenið sem enginn veit hversu djúpt á eftir að verða? Nú á að leggja minnst 960 milljónir í húsbyggingu sem enginn íslenskur listamaður kærir sig um meðan íslensk dagskrárgerð er nánast engin. Auðvitað verða þessar millj- ónir á endanum teknar af dagskrár- fénu, hvernig svo sem bókfærslu- legir sjónhverfingarmenn munu setja það upp. Haldi menn að mont- hús bæti íslenska dagskrárgerð, er róið á röng mið. Sjónvarp er dag- skrá, ekki hús. Það skyldi þó aldrei fara svo að Útvarpshúsið verði ekki pólitískur minnisvarði, heldur í senn legsteinn og níðstöng yfir íslenskri dagskrárgerð. í stjórn Samtaka kvikmyndaleikstjóra eru: Hrafn Gunnlaugsson, formaður, Friðrik Þór Friðriksson, varaformaður, Óskar Jónasson, ritari, Hilmar Oddsson, gjaldkeri ogJón Trj'ggvason meðstjórnandi. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS Tollkerfi EDI tenging KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun INNRÁS íraks í Kúveit var fordæmd af meirihluta ríkja heims, sem ekki að- eins vildu refsa árásaraðilanum með raunhæfum aðgerð- um heldur og koma í veg fyrir að af hon- um starfaði ógn í framtíðinni. Á þess- um forsendum voru gerðar viðeigandi ályktanir Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna og komið á fót sérstakri nefnd um afvopnun íraks. Nokkur ár eru liðin síðan þessi nefnd tók til starfa og hefur hún náð jákvæðum og raunhæfum árangri. Rannsókn á kjarnorkuvíg- búnaði Iraks er svo langt komin að heita má að henni sé lokið eins og staðfest er í skýrslu Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar, rannsókn á eldflaugabúnaði er næstum því jafn langt komin - um það má vísa til jákvæðrar umsagnar formanns sérnefndar Sameinuðu þjóðanna um afvopnun íraks. Góðum árangri hefur verið náð í framkvæmd rannsóknar á efnavopnum, en sýnu minni að því er varðar sýklavopn. Aðalritari SÞ, Kofí Annan, fór jákvæðum orðum um starfsemi sérnefndar Sameinuðu þjóðanna um afvopnun íraks í skýrslu sinni um starf- semi samtakanna árið 1996. Að hans mati er eftirlitsmönnum SÞ í írak svo fyrir að þakka að eyðilögð hafa verið fleiri vopn heldur en í hernaðaraðgerðum þeim sem kenndar voru við „ Eyðimerkurstorm". Sú- skynsamlega af- staða til Iraksmála, sem kom fram í því að meiri- hluti fastafulltrúa í Ör- yggisráðinu hafnaði valdbeitingu til lausnar á þeirri kreppu sem upp kom seint á nýliðnu ári, er fyllilega í samræmi við hagsmuni allra aðila. Nú er svo komið, að nauðsynlegt er að koma þeim skilaboðum ekki aðeins til forystumanna heldur og alls almennings í írak að refsiað- gerðum þeim sem komið var á á sínum tíma verði ekki haldið áfram endalaust. Það er ekki hægt að refsa án afláts fólki sem ber ekki beina ábyrgð á aðgerðum valdhafa í landinu og láta það greiða fyrir mistök þeirra með lífi hundraða og þúsunda barna, kvenna og aldr- aðra. Eigi heldur geta menn unað því að ríkjandi verði afstaða kæru- leysis og afskiptaleysis um harm- leik heillar þjóðar. Vart getur það talist skynsam- legt að hrekja inn í ógöngur von- Nikolaj Pjatkov Það er ekki hægt, segir Nikolaj Pjatkov, að refsa án afláts fólki sem ber ekki neina ábyrgð á aðgerðum valdhafa í landinu. leysis og háskalegrar örvæntingar ríki sem nú þegar sætir refsiaðgerð- um sem ekki eiga sér fordæmi. Meira að segja nágrannar íraks, sem hafa beðið skaða vegna innrás- arinnar í Kúveit, eru famir að skilja að þessar refsiaðgerðir eiga ekki framtíð fyrir sér. Þeir meta þær æ oftar sem ómannúðlegar og telja að þær geti haft öfug áhrif við það sem ætlast var til. Telja má víst að betri forsendur skapist í írak fyrir raunhæfum lýðræðislegum umbótum og frið- samlegri stefnu í samskiptum við nágranna þess í þessum viðsjála hluta heims, ef hin stolta þjóð landsins skynjar, að samfélag þjóða heims kemur ekki fram við börn hennar, konur og gamalt fólk sem óvini sína, heldur leggur henni lið við að komast með sæmd út úr þeim ógöngum sem nú blasa við. Höfundur er sendiráðunautur við rússneska scndiráðið. Föstudag 9. og Iaugardag TO. janúar 1998 Hinir landskunnu, sikótu og fróbæru skagfirsku söngvarar: Vinsælasta danshliomsveit landsms: Hljómsveit Geirmundar Vahýssonar letkur fyrir dansi. HúsiO opnað kl. 19:00 tyrír matargesti. • Skemmtun hetst kl. 21:30. Verð:Kr. 4500 matur og skemmtun • Kr. 1800áskemmtun ogdansieik. • Kr. 950 á dansleik. Glæsilegasta hlaðborð landsins: Fjötdi kjöt-. tisk,- grænmetis- og pastarátta. Auk þess úrval al ertirréttum. Siml 588-7111 - Fax 568-5018. • Mlðasala opln daglega M. 13-17. • VMsamlega pantið tfmanlega. HÚTFIi gÍÁND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.