Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ frændur og frænkur. Óperudeildin við Tónlistarháskólann er mjög góð og ég var fljótt komin upp á æfinga- svið háskólans þar sem ég söng meðal annars Die Blonde í Brott- náminu úr kvennabúrinu eftir Moz- art og Miss Jessel í The Turn of the Screw eftir Britten en einnig söng ég mikið af kirkjutóniist, nýtímatónl- ist og óperettu til dæmis Valenci- enne í Kátu ekkjunni eftir Lehar.“ Eftir tveggja ára nám heyrði um- boðsmaður hana syngja í Brottnám- inu úr kvennabúrinu og sendi Hlín af stað að syngja fyrir óperuhús. Fyrst fyrir aðalfund leikhússtjóra Þýskalands sem haldinn er einu sinni á ári, en þar fá aðeins um fimmtán einstaklingar að sýna sig sanna, aðallega frá Þýskalandi, Sviss og Austurríki en útlendingar aðeins í undantekningartilvikum. Stuttu síð- ar fékk Hlín þtjár fyrirspurnir sem gáfu jafn marga gestasamninga. „Eg bytjaði að syngja lítið hlutverk í Rigoletto eftir Verdi’ í Stuttgart en Sieglinde Kahmann þreytti ein- mitt frumraun sína með þessu sama hlutverki á sama sviði. Þaðan fór ég til Bern og söng þar Valencienne í Kátu ekkjunni og tvö önnur smærri hlutverk og síðan tók við tveggja ára samningur í Kaiserslautern." í Kaiserslautern hóf Hlín störf í nýbyggðu glæsilegu óperuhúsi og fékk strax að spreyta sig á stórum hlutverkum eins og Despinu í Cosi fan tutte eftir Mozart „líka í nútíma- legri útgáfu," segir Hlín eftir að hafa lýst hrifningu sinni á því sem hún hefur heyrt um uppfærslu ís- lensku óperunnar á sama verki, „uppfærslan gerðist í Feneyjum og ég var látin vera íslensk au-pair stúlka." Hlín söng einnig Sophie í Der Rosenkavalier eftir Richard Strauss, „sennilega eina íslenska söngkonan sem hefur sungið það hlutverk á sviði,“ heldur Hlín. Gagn- rýnendur voru á einu máli um túlkun hennar á hlutverkinu og sagði gagn- rýnandi dagblaðsins „Rheinpfalz" meðal annars að áheyrendur hefðu „staðið á öndinni“ í mörgum atriðun- um. „Það er mjög gott að fá tæki- færi til að fást við stór hlutverk í litlu húsi eins og Kaiserslautern og ég var heppin með það að ég þurfti ekki að syngja hlutverk sem hæfðu ekki minni rödd. Það var líka gaman að koma úr skólanum og detta inn í þetta líf að fara á hverjum degi í leikhúsið að vinna og ég lærði lang- mest einmitt á því að hella mér út í vinnuna. Þetta er allt annað en að syngja á tónleikum eða að æfa sín hlutverk heima hjá sér. Þetta er svo mikil samvinna, það eru svo margir sem treysta á mann bæði í hljóm- sveitargryfjunni og á sviðinu. Sam- vinnan heillar mig.“ IKaiserslautern söng Hlín einnig meðal annars Hirðinn í Tann- hauser eftir Wagner auk þess sem hún tók þátt í fjölda upp- færslna á nútímaóperum. Hún segist hafa mikið gaman af að fást við nútímatónlist og hefur fengið mjög góða dóma fyrir að geta tekist á við fjölbreytt verkefni þar sem ólíkrar tækni er krafist. „Nútímatónlist er auðvitað misgóð en það er alltaf spennandi að njóta þess frjálsræðis að geta rætt við tónskáldið um mis- munandi möguleika á túlkun. Eg söng mikið af nútímatónlist eftir skólafélaga mína í Hamborg þegar ég var við nám þar og það er mikil upplifun að syngja eitthvað sem aídrei hefur heyst áður. Ég vil vera sveigjanleg og ég held að dagar mikillar sérhæfingar séu taldir. Það er líka áhugaverðara, held ég, fýrir söngvarana sjálfa að koma víða við. Það verður þó að fara varlega, það þýðir ekki að syngja söngleik með miklum dansi, eða örgustu nútíma- tónlist einn daginn og fara svo á óperusviðið þann næsta. Það er of erfitt. Þetta er auðvitað heilmikil vinna að halda öllum möguleikum opnum en það er þess virði. Ég hef haldið lága raddsviðinu við í gegnum árin og hef því getað gert ýmislegt, meira að segja í djassi, þjóðlögum og jafnvel popptónlist auk söngleiks- ins „Me and my girl“ sem ég tók þátt í í Kaiserslautern,“ en Hlín var sögð „ánægjulegasta uppgötvum kvöldsins" af tímaritinu „Rundblick" í fótspor kennara síns Lítið lát virðist ætla að verða á landvinningum íslenskra óperusöngv- ara í Þýskalandi. í haust hóf Hlín Pétursdóttir upp raust sínavið Gartnerplatz óperuna í Miinchen. Þórarinn Stefánsson heimsótti Hlín af þessu tilefni. STRAX og þú kemur á aðai- brautarstöðina í Munchen verðurðu var við vissa blöndu af sveitamennsku og stórborg. Hér í eina tíð var Osló kölluð stærsta þorp heims, en ég held jafnvel að Múnchen hafi vinn- inginn. Þótt miðbærinn, með öllum sínum göngugötum, krám og veit- ingastöðum blasi við þegar komið er út úr lestinni og iðandi mannlífíð hrífí mann með eru áhrifin ekki önn- ur en að þorpsbúarnir uni afslappað- ir við sitt og séu gjörsamlega lausir við streitu. Ókunnugum gæti virst eins og allir þekktu alla, en þannig er það auðvitað ekki. Það er stutt ferð með neðanjarð- arlestinni að Frauenhoferstrasse þar sem ég stíg út og skunda í áttina að Gártnerplatz en þar stendur eitt sögufrægasta óperuhús Þýskalands og er gjarnan kennt við torgið. Ég hef mælt mér mót við einn af hinum upprennandi íslensku söngkvenskör- ungum sem taka ætla óperuheiminn með áhlaupi. Hlín Pétursdóttir heitir hún, þrítug sópransöngkona á sjö- mílnastígvélum. „Ég er að syngja þetta hlutverk í annað skipti, ég tók þátt í annarri uppfærslu í Kaiserslautern fyrir tveimur árum í allt annarri sviðs- setningu og með aðra texta," segir Hlín þegar hún hefur kastað mæð- inni eftir stranga æfingu á Leður- blökunni eftir Lehár en þar fer hún með hlutverk stofustúlkunnar Adele. „Minningarnar frá fyrri uppfærsl- unni skjóta stöðugt upp koilinum og það getur oft verið truflandi. í þess- ari sýningu er mun meiri texti og lögð meiri áherslu á að sagan njóti sín og þess vegna hefur Adelo> meiri persónuleika." Hlín hlaut mikið lof gagnrýnenda fyrir túlkun sína á hlutverki Adele í Kaiserslautem á sínum tíma og sagði gagnrýnandi dagblaðsins Mannheimer Morgen meðal annars að „...Hlín Pétursdótt- ir var yndisleg og brellin Adele með tandurhreina og glæsilega kolorat- urrödd." Hlín skrifaði undir tveggja ára samning við óperuna við Gártnerplatz í vor og hóf störf þar nú í haust.„Ég geri mér varla grein fyrir því sjálf en fínn það á viðbrögðum fólks að öllum þykir merkilegt að ég sé komin hingað. Smám saman finn ég líka hversu vel leikhúsið er rekið og listræn markmið hátt sett. Umboðsmaðurinn sannfærði mig um það að óperan Gártnerplatz hugsar vel um söngvarana sína. Nú er ég ekki ein í mínu fagi heldur erum við fjórar og húsið er nógu stórt til að geta leyft sér að velja í hlutverk eftir persónuleika og blæ raddanna. Þannig er líka möguleiki á að kom- ast í burtu til að syngja gestasýning- ar og ég hef alltaf fengið að fara þegar ég hef þurft á því að halda hingað til. Ég er með þijátíu fría daga í saningnum mínum til að 'syngja annars staðar. Hér er því ekki eins mikið vinnuálag og í Kais- erslautern. Það er líka mjög örvandi að vera núna komin í svona stóra borg eins og Múnchen því hingað koma öll stóru nöfnin bæði á tónlei- kapallinn og á óperusviðið. Það eru mikil samskipti á milli óperanna í Múnchen og Vín og því mikið um gagnkvæmar gestakomur. Þannig er líka möguleiki fyrir mig að kom- ast til Vínar.“ Það þarf ekki að fara mörgum orðum um óperuhefðina sem ríkir í Múnchen. Óperan við Gartnerplatz rekur sögu sína aftur til ársins 1812 þegar Konunglega Þjóðarleikhúsið við Isartor var opnað. 1865 var nýtt leikhús opnað við Gártnerplatz í Múnchen sem rekið var af hlutafé- lagi og fékk nafnið „Múnchner-Akti- en-Volkstheater“ og hófst þar með saga eins af þekktustu leikhúsum Þýskalands. Fyrstu ár rekst.ursins voru voru stormasöm og þurfti oft að fella niður sýningar vegna fjár- skorts og árið 1868 lýsti húsið yfír gjaldþroti og var selt fyrir 10% af byggingarkostnaði. Leiksýningar hófust þó fljótt aftur og hafa staðið yfir nokkurn veginn óslitið síðan. Frá upphafí hafa óperettur verið áberandi í verkefnaskránni við Gártnerplatz og stjórnuðu mörg af fremstu óperettutónskáldunum sýn- HLÍN Pétursdóttir er nú að undirbúa ljóðakvöld á íslandi. Morgunblaðið/Þórarinn HLÍN Pétursdóttir í hlutverki Lady Jaquie í söngleiknum Me and my Girl eftir Noel Gay. ingum á verkum sínum þar. Gártner- platz óperan hefur þó lengi staðið í skugga stóra bróður sem er Þjóðar- óperan í Múnchen (Bayerische Staatsoper) en hún telst ein virtasta ópera heims. „Munurinn á þessum húsum felst ekki í stærðinni heldur í stefnunni," segir Hlín. „Staatsoper er með margar stórar og miklar nýjar sýningar á meðan Gártner- platz flytur allt á tungumáli landsins eins og „Volksoper" í Vín og „Nati- onal Opera“ í London. Mikil áhersla er lögð á óperettu og metnaður sett- ur í að þær séu vel gerðar. Þeir eru til dæmis búnir að grafa upp upp- færslu af Leðurblökunni sem sett var upp í Vín í kring um árið 1920 með annarri tónlist eftir Strauss og það er ógurlega skemmtilegt, mikill texti og mikið gert úr leikverkinu." Þar kemur leikhúsið mjög til móts við kröfur áhorfenda því leikhúsið við Gártnerplatz á sér fastan hóp gesta sem gjarnan vill sjá uppfærsl- ur þar sem Ieikverkið er sett í önd- vegi. „Ég finn það á áhorfendum að hér er hefð fyrir óperu og fólk þekkir verkin og stór hópur sækir óperu reglulega. Múnchenarbúar eru kröfuharðir en launa líka vel ef vel er gert.“ Hlín fetar í fótspor kennara síns Sieglinde Kahmánn sem, ásamt eiginmanni sínum Sigurði Bjömssyni söng við húsið á sjöunda áratugnum og hittir Hlín oft samstarfsfólk sem man eftir Sieglinde og Sigurði frá því þau sungu við Gátrnerplatz fyrir um tuttugu árum. „Ein förðunar- daman þekkti hana til dæmis og sumir karlsöngvararnir fá glampa í augun þegar þeir minnast hennar. Einn sagði við mig um daginn að hún hefði verið besta Greifynjan sem hann hefði sungið með. Sigurður var upphaflega ráðinn við óperuna og hún kom með honum og var síðan beðin um að hlaupa í skarðið vegna forfalla. Hún gerði það síðan svo vel að þeir réðu hana. Hún söng hér meðal annars Paminu í Töfraflaut- unni og auðvitað Greifynjuna í Brúð- kaupi Figarós og ég held að báðar þessar uppfærslur séu enn sýndar hér af og til þó þær séu komnar til ára sinna." Hlín sótti söngtíma hjá Sieglinde með námi í M.H. og eftir að hafa lokið einsöngvaraprófi árið 1992 var framtíðin ráðin. „Það er merkilegt að Hlín hefur sungið við öll sömu leikhúsin og ég,“ sagði Sieglinde aðspurð um tengslin við Hlín. „í Bern Stuttgart, Kaiserslaut- ern og Múnchen. Hún er þýsk í aðra ættina þannig að við náðum fljótt góðu sambandi og það var mjög gaman að vinna með henni. Hún tók vel leiðsögn. Ég sá strax og heyrði þegar Hlín kom til mín sautján ára að hún hefur óvenjulega hæfileika. Einleikaraprófið hennar frábært og hún syngur áreynslulaust og hefur bjarta og fallega rödd sem passar vel við ýmis hlutverk bæði í óperum og óperettum. Hlín er vinsæl og ber af sér góðan þokka. Hún er falleg og kemur vel fram á sviði. Hlín er metnaðargjörn og ég er ekki í nokkr- um vafa um að hún mun ná mjög langt,“ segir Sieglinde Kahmann um gamla nemanda sinn. Hlín sótti síðan tíma til Iliönu Cotrubas í Vín og tók inntökupróf í nokkra háskóla í Þýskalandi og endaði í Hamborg. „Ég lagði áherslu á að vera nálægt föðurfólkinu mínu sem býr í Hamborg, ég á þar ömmu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.