Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998
MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
Skin og skúrir
SÓLRUNU Bragadóttur fagnað að tónleikunum loknum.
Morgunblaðið/Ásdís
Yandaðir Vínartónleikar
TÓIYLIST
Kjarvalsstaðir
TRÍÓ
verk eftir Jon Öivind Ne§s, L. v.
Beethoven og Atla Heimi Sveinsson,
7. janúar.
J.Ö. NES er einn af yngri tónhöf-
undum Noregs, f. 1968, og um leið
eitt af þeirra efnilegustu tónskáldum
af yngri gerðinni. „... und was sie
stillt...“ eftir Ness var fyrst á efnis-
skrá tríósins. Heitið á að vísa til lags
Schuberts, „Du bist die Ruh“, þótt
sú tilvísun láti ekki á sér kræla fyrr
en í lok verksins. Hvað um það, Ness
kann töluvert að leika sér með
möguleika hljóðfæranna og eins og
segir í efnisskrá, „útkoman er oft
flókin og óreiðukennd en alltaf
skemmtileg" og upp úr „kaosinu“
kviknaði oft líf. Hljómurinn á gangi
Kjarvalsstaða er varasamur og ekki
má ofgera í styrkleikabrigðum og lá
við að menn teygðu sig um of í þeim
sökum því hljómurinn var ekki ólík-
ur því sem maður væri inni í gler-
húsi.
Götuslagaratríóið samdi Beet-
hoven tæplega þrítugur en er þó
ekkert óþroskað æskuverk heldur
fullmótuð og heilsteypt tónsmíði. Dá-
lítið var flutningur fyrsta þáttarins
laus í böndunum, hraðavalið ekki
fyllilega sannfærandi enda ekki
markað þeim nákvæma og stranga
ryþma sem verk þýsku klassíker-
anna kalla á. Annar þátturinn hefði
mátt vera aðeins hægar fluttur, þá
hefði ró adagiosins notið sín, áður en
glettni síðasta þáttar kom sem skrif-
aður er í tilbrigðaformi yfir vinsælt
óperulag í þann tíma. Þessi síðasti
þáttur var oft skemmtilega útfærður
í flutningi, en minnisstæðastur er þó
líklega leikur Bryndísar Höllu, sem
oft töfraði fram Beethoven með leik
sínum. Jafnvægi í hljómi var líklega
ei-fitt að eiga við í hljómi húsakynn-
anna, en engum er hægt um að
kenna þótt Bryndís stæli gjarnan
senunni.
Plutöt blanche qu’azurée (fremur
hvítt en himinblátt) kallar Atli Heim-
ir verk sitt frá árinu 1976, en verkið
skrifaði hann í sumarfríi í Danmörku
í sumarhúsi danska tónskáldsins
Pers Nörgaards. Atli segir svo um
verk sitt í efnisskrá: „Það lýsir löng-
um björtum og heitum, sólríkum
sumardegi í lítilli fjarlægri eyju, frá
sólarupprás til sólarlags. Hér er
venjulegur tónefniviður meðhöndlað-
ur á óvenjulegan hátt. Kaflar hægari
en allt sem hægfara er: Kadensa,
fyrsta, fjórða, fimmta, fyrsta sæti í
heilar fimm mínútur eða lengur ...
Það eru líka mörg svokölluð stef en
engin lagræn úrvinnsla. Dúrþríundir
gerast sorgmæddar og daprar á
meðan glaðværir mollhljómar birtast
æ oftar. Súrrealisk rómantík í im-
pressjónískum litum. Merkingarlaus
fegurð andtilbrigða. Og eins og John
Cage var vanur að segja: „Happy
new ears.“„ Þessi skáldlega og
skemmtilega greining á tónverki
þarfnast engrar viðbótarskýringar.
Atli sýndi fyrir tuttugu árum, eins
og hann gerir enn, að hann réð við að
tæma það sem hægara var en allt
sem hægfara var og ljóðrænan og
hugmyndaflugið var það sama. Mað-
ur ferðast gjarnan með Atla í gegn
um ýmsa stflheima og væri það
kannske talinn veikleiki ef ekki gilti
sama lögmálið nú og fyrir tuttugu
árum, að veldur hver á heldur. Hér
naut samleikur þremenninganna sín
best, enda virtist verk Atla mest
unnið af flytjenda hálfu.
Ragnar Björnsson
TOÍVIjINT
Háskðlabfð
VIN ARTÓNLEIKAR
Einsöngvari Sólrún Bragadóttir.
Stjórnandi Mika Eichenholz. Flmmtu-
dagnrinn 8. janúar, 1998.
VÍNARTÓNLEIKARNIR eru
ávallt töluverður viðburður og ríkir
nokkur eftirvænting hvernig til
tekst um gamansemi og annað, sem
svo oft er tengt hinni glaðværu tón-
list frá tímum valsagleðinnar. Tón-
leikarnir að þessu sinni voru mjög
góðir, því bæði var söngur Sólrúnar
Bragadóttur og stjórn Mika Eichen-
holz framfært af mikilli fag-
mennsku. Tónleikarnir hófust á
Leichte Kavallerie eftir Suppé og
hröðum polka eftir Johann Strauss
yngri og var strax auðheyrt, að
hljómsveitarstjórinn er frábær og
mótaði leik hljómsveitarinnar af
mikilli smekkvisi. Þetta kom og
fram í Suðrænum rósum eftir
Strauss og fallegum polka eftir Ed-
ward Strauss, bróður Jóhanns, og
þá ekki síst í hinum fræga pizzicato-
polka eftir Johann, sem var frábær-
lega vel fluttur.
Dónárvalsinn var ágætlega fluttur
og sama gildir um Skautavalsinn
eftir Waldteufel, en þessi verk eru
ásamt pizzicato-polkanum þau við-
fangsefni tónleikanna sem eru með-
al frægustu gleðiverkanna frá Vín.
Lokaviðfangsefni hljómsveitarinnai-
var Stormpolkinn eftir Johann og
var hann hressilega leikinn.
Sólrún Bragadóttir er glæsileg
söngkona og söng hún fimm
söngverk, tvö eftir Kalman, tvö eftir
Lehár og eitt eftir Stolz. Lehár-lög-
in voru úr söngleikjunum Der
Zarewitsch (Einer wird kommen) og
Paganini (Liebe du Himmel auf Er-
den), sem voru mjög fallega sungin.
Eftir Kalman söng Sólrún Heia in
den Bergen úr Czardasfúrstin og
Hör’ ich Zigeunergeigen úr Mariza
greifafrú og var flutningur hennar
sérlega glæsilegur. Eftir Stölz söng
Sólrún hinn fræga Vínarnætursöng
af glæsbrag.
Þrátt íyrir að oft hafi glensið ver-
ið meira á fyrri Vínartónleikum voru
tónleikarnir að þessu sinni í heild
sérlega vandaðir, hljómsveitin undir
stjórn Mika Eichenholz lék mjög vel
og auðheyrt að hann er góður hljóm-
sveitarstjóri. Söngur Sólrúnar
Bragadóttur var fallega mótaður,
flutningur hennar í heild vandaður
og borinn uppi af fagmennsku hins
reynda óperusöngvara.
Jón Ásgeirsson
Stór skammtur af lofsöngvum
TONI.IST
HI jómdiskar
ÓLÖF KOLBRÚN/LOFSÖNGVAR
Ólöf Kolbrún Harðardöttir. Kór
Langholtskirlqu. Kammerkór Lang-
holtskirkju. Gradualekór Langholts-
kirkju. Harpa: Monika Abendroth.
Óbó: Daði Kolbeinsson. Selló: Gunnar
Kvaran. Kórstjórn og orgelleikur:
Jón Stefánsson. Upptaka fór fram í
Langholtskirkju í nóv. 1997. Upp-
tökustjóri: Bjarni Rúnar Bjarnason.
Útgefandi: ÓKH/JSt.
ÞESSI hljómdiskur hefði mátt ber-
ast mér fyrr í hendur með tilliti til
innihalds og jólahalds, mestallt lof-
söngvar af einhverju tagi, fallegir og
þekktir - allt í hátíðarbúningi
(hljóðfæraúts. o.s.frv.) kórstjóm-
andans og orgelleikarans, Jóns Stef-
ánssonar, þar sem selló, óbó og
harpa koma við sögu ásamt hófstillt-
um kórsöng & og orgelinu, að sjálf-
sögðu. Þrjú fyrstu lögin eru til-
beiðsla til heilagrar Guðsmóður
(Schubert, Bach-Gounod og Oskar
Merikanto - finnsk bæn). Þá kemur
Pie Jesu úr sálumessu Gabriels
Fauré og hið fræga Agnus Dei eftir
Bizet. Eligía Massinets, þar sem
söngurinn kallast á við sellóið,
ásamt orgeli og hörpu; Laudate
Dominum Mozarts og La Vergine
degli Angeli úr Valdi örlaganna
(Verdi). Svo kemur lag Césars
Franck, Allsherjar Drottinn (Panis
angelieus) í útsetn. Jóns - og síðan
íslenskir lofsöngvar, bænir og sálm-
ar, að tveimur undanskildum, sem
eru svo alþjóðlegir að þeir gætu
næstum verið íslenskir. Diskurinn
endar á Faðir vor, bæn sem ég vil
heldur heyra talaða en sungna.
Mér þykir þetta stór skammtur af
lofsöngvum, en það ætlast enginn til
að menn séu skyldugir til að hlusta á
þá alla í bunu, og það er auðvitað
kærkomið að geta valið sér þann lof-
söng, sálm eða bæn hverju sinni,
sem andinn býður manni. Ave Mar-
ía, Á föstudaginn langa, Hin fyrstu
jól, Nú legg ég augun aftur o.s.frv.
Utsetningarnar eru yfirleitt fallegar
og hátíðlegar, stundum óþarflega
„skrautlegar" að mínum smekk,
með himneskum hörpuhljómum og
„englaröddum" og hátíðlegu malli
orgelsins í bakgrunni.
Enginn efast um að Ólöf Kolbrún
er söngkona með mikla og fallega
rödd, sem nýtur sín kannski best í
andrúmi og dramatík óperunnar.
Auðvitað er hér líka flest mjög vel
gert, samt verð ég að játa viss von-
brigði - söngurinn á nokkuð ein-
hæfum (sterkum) nótum og ekki
alltaf mjög fágaður. Kannski býður
verkefnaskráin upp á slíkt - að
hluta. En vissulega syngur hún eins
og „prima donna“, sem hún og sann-
arlega er. Einleikarar spila eins og
englar (undurfagi’ar sellóstrófur
Gunnars Kvarans) og kórinn minnir
líka á engla - eða þannig.
Allt er þetta mjög hátíðlegt, fal-
legt og flott. Og þá er tilganginum
náð.
Oddur Björnsson
Telpna- og
stúlknakór
Reykjavíkur
hefur æfingar
STARF Telpna- og stúlkna-
kórs Reykjavíkur á þessu ári
hefst 13. janúar næstkomandi.
Margrét J. Pálmadóttir og
Jensína Waage eru stjórnend-
ur kórsins en hann kom íyrst
fram á jólatónleikum nú í des-
ember. Fjöldi félaga er um 90
talsins á aldrinum 6-19 ára.
Auk samsöngs læra stúlkurnar
raddbeitingu og tónfræði. Kór-
inn starfar undir verndarvæng
Kvennakórs Reykjavíkur og
æfir í húsnæði þeirra, Ægis-
götu 7.
'mffi r *
20% afsláttur
I MT-Æ M.
föstudag og á löngum laugardegi.
Peysur, jakkapeysur,
vesti og blússur.
Stórar stærðir.
Glugginn
Laugavegi 60 ♦ sími 551 2854.
Frítt í stöðumæla eftir kl. 14
meTT
N AT
\-U
10®
HEFJAST I DAG
•---------------
ikill afsláttur
unið okkar þekktu vörumerki
N^TT
LAUGAVEGI 30, sími 562 4225,
og Mjódd, sími 567 4333