Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 31 EITT verka Marinos Parisottos á sýningunni. Kaffi og list hjá Sævari Karli Kvikmyndin Trúnaður í MÍR eftir frumsýninguna. „Svo má vel vera að ég þrengi sviðið seinna," segir Hlín. Það hefur líka verið stað- fest af mörgum að samvinna flytj- enda og tónskálda og á sama hátt leikara og leikstjóra á námstíma eða snemma á ferlinum, getur verið lyk- ill að mörgum tækifærum seinna meir þar sem tónskáld og leikstjór- ar, sem hugsanlega hafa komið ár sinni vel fyrir borð, leita gjarnan eftir áframhaldandi samstarfí við tónlistarfólk eða leikara sem hjálp- uðu til við að vekja á þeim athygli. „Já, þetta er alveg rétt, góð sam- bönd skipta æ meira máli. Ég fæ oft vinnu hjá gömlum skólafélögum mínum sem ég vann með í Hamborg og eru nú orðnir stjórnendur eða organistar." Hlín starfaði við óperuna í Kais- erslautern árin 1995 til 1997 en þá um sumarið var hún ráðin til að koma fram á óperuhátíðinni á Mörb- isch í Austurríki. „Það kom þannig til að ég var að syngja Christl von der Post í Vogelhándler eftir Carlk Zeller í Kaiserslautern en það verk á að setja upp í Mörbisch 1998. Leikstjórinn mælti með mér og ég sendi upplýsingar um mig og ég var svo ráðin út á myndbandsupptöku til að syngja í uppfærslunni. Svo hringdi hann stuttu síðar og sagðist vanta söngkonu strax fyrir „La vie Parisienne" (Lífið í París) eftir Jacques Offenbach og það varð úr að ég söng hlutverk Gabrielle í þeirri uppfærslu nú í sumar sem síðan var tekin upp og gefin út á geisladisk en upptökurnar fóru fram í Esther- hazy-höllinni í Eisenstadt þar sem Haydn starfaði allt sitt líf.“ Óperu- hátíðin í Mörbisch hefur fest sig í sessi sem mjög virt hátíð. Hún hefur verið haldin í um fimmtíu ár og eru áheyrendur að meðaltali á fjórða þúsund á hverri sýningu. Sviðið flýt- ur úti á vatni og „stemmningin frá- bær,“ segir Hlín. „Það getur að vísu orðið erfitt þegar vindurinn blæs eða rignir en það gerist bara svo sjald- an, ég held að það hafi aðeins þurft að hætta við eina sýningu á síðasta ári af 26 vegna veðurs. Það var mikil upplifun að taka þátt í þessu, að stunda æfingar í glampandi sól undir berum himni, kynnast kurteis- um Austurríkismönnum og fylgjast með öllu fjölmiðlafárinu." Aðspurð um framtíðina seg- ist Hlín vilja gefa sig enn meira að tónleikum og þróa röddina sína meira út í flúrsöng. „Það er raunverulega mín sterkasta hlið. Núna er ég léttur kóloratúr, svo kallaður „kóloratur- soubrette" og syng hlutverk í því fagi en til að geta þróast eins og ég vil þarf ég að hafa minna að gera í óperettum en mér liggur ekkert á.“ Hiín leggur áherslu á að taka þátt í kammertónlist og syngja ljóð og hefur hún gert talsvert af því. Hún hefur sungið Qölda íslenskra og sænskra ljóða á tónleikum í Þýskalandi og hlotið mikið lof fyrir. Staðarblaðið Rheinpfalz sem gefið er út í Kaiserslautern sagði meðal annars að Hlín hefði „heillað áheyr- endur með dýrlegri, vel þjálfaðri rödd sinni sem fyllti salinn. Hún var tónlistinni trú og laglínurnar streymdu mjúklega og án allrar áreynslu. Hæðin var örugg og á all- an hátt til fyrirmyndar.“ Á þessu ári söng Hlín einnig meðal annars óperettutónlist ásamt fjórum öðrum söngvurum með Sinfóníuhljómsveit Berlínar í stóra sal Fílharmóníunn- ar. „Það var frábær stemmning og hljómburðurinn stórkostlegur," rifj- ar Hlín upp með glampa í auga enda ekki margir íslendingar sem staðið hafa á því fræga sviði. Hlín hefur samt ekki enn þreytt frumraun sína í Reykjavík en er nú farin að undirbúa ljóðakvöld á ís- landi. „Ég hef átt óhægt um vik að komast heim því ég hef haft svo mikið að gera. Ég var einu sinni beðin um að syngja á Listahátíð en komst því miður ekki. Mig langar mikið að halda ljóðatónleika en erf- itt að skipuleggja það héðan. Mig langar líka til að koma með píanó- leikara héðan og þarf því einhvern heima til að sjá um allan undirbún- ing. Hugur minn stendur til þess og ég stefni að því að eitthvað verði úr efndum á næsta starfsári." SÝNING á ljósmyndum, sem unnar hafa verið fyrir almanök ítalska kaffiframleiðandans Lavazza, verður opnuð í nýjum húsakynnum Sævars Karls, Bankastræti 7, á morgun, fostudag. Sýndar verða mynd- ir áranna 1994-98. Listamennirnir eru margir hverjir nafnkunnir, svo sem Italinn Marino Parisotto, sem er einn af tíu bestu Ijósmynd- urum heims að áliti Photo France. Hefur hann tekið myndir fyrir almanak ársins 1998 og vísar þar í óperu Donizettis, Ástardrykkinn. Er kaffið hlutgert í formi karl- manns, sem spilar á tilfinning- ar kvenna, við undirleik „hins magnaða drykks", en ástar- drykkurinn í verki Donizettis er álitinn geta leyst úr læðingi eldheitar ástríður. FRÆÐSLUDEILD Myndlista- og handíðaskóla Islands heldur nám- skeið sem nefnist Tölva - verk- færi í myndlist og er grunnnám- skeið dagana 19.-23. janúar. Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar að sjónlist og hefur hug á að kynnast tölvuvinnu. Farið er í uppbyggingu vélbúnaðar. Kennd verður almenn umgengni við tölv- ur og hugbúnað, skýrður munur- inn á „bitmap“ og „vektor" hug- búnaði og myndum, myndhugbún- aður kynntur og unnið með hann. Kennari er Leifur Þorsteinsson. Kennt er í Tölvuveri MHÍ, Skip- holti 1. Námskeiðið „Internetið“ - mið- ill í samskiptum um listir og menn- ingu verður til boða í MHÍ 26.-30. janúar og verður kennt í Tölvu- veri MHI, Skipholti 1. Alnetið verður kynnt og tæknilegir mögu- leikar þess í sambandi við skap- andi miðlun og þær róttæku breyt- ingar sem orðið hafa í samskiptum er varða menningu og listir. Kenn- ari er John Hopkins. Myndbandanotkun, grunn- tækni, skráning og gerð kynning- arefnis er námskeið þar sem kennd verður grunntækni við gerð mynd- banda. meðferð og meðhöndlun Lavazza hefur skapað hefð í kringum útgáfu þessa en til- gangurinn mun vera að vegs- ama kaffið. Almanakið var í upphafi hugsað sem gjöf til helstu viðskiptavina fyrirtæk- isins en fékk snemma annað hlutverk vegna listræns gildis ljósmyndanna. Helmut Newton ruddi brautina með Ijósmynd- um sinum fyrir almanakið 1994. Fyrir aldarafmæli sitt, 1995, fékk Lavazza Ellen von Unwerth til verksins og mynd- ir ársins 1996 tók Ferdinando Scianna en þar kemur Ieikkon- an Maria Grazia Cucinotta, úr kvikmyndinni II postino, mjög við sögu. Albert Watson sá síð- an um útgáfuna í fyrra, Kaffi hefur tvær sálir, sem nýlega hlaut hin alþjóðlegu CLIO- verðlaun. Sýningin stendur til 6. febrúar. tækja, þ.e. myndatökuvélar, ljósa og klippitækja. Kennt að taka myndir af sýningum og myndverk- um. Einnig verður kennt að taka stutta kynningarmynd og fjallað um uppbyggingu hennar, klipp- ingu og frágang. Kennari er Þór Elís Pálsson kvikmyndagerðar- maður og fer kennslan fram í Barmahlíð, Skipholti 1, og í Laug- arnesi 26., 28. og 29. janúar. ----♦ » ♦-- * Islenskt handverk ogSÍBS SÝNING á íslensku handverki verður opnuð að Amtmannsstíg 1 í dag, föstudag kl. 16. Þar verður úrval úr flóru íslensks handverks og er sýningin samstarf Handverks og hönnunar og Happdrættis SÍBS til kynningar á íslensku listahand- verki. Munirnir eru valdir af Hand- verki og hönnun og eru á vinninga- skrá Happdrættis SÍBS 1998. Sýn- ingunni lýkur 24. janúar. KVIKMYNDIN Trúnaður, sem gerð var árið 1977, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 11. janúar kl. 15. Kvikmyndin var gerð í samvinnu fínnskra og sovéskra kvikmyndagerðarmanna. Leikstjóri er Viktor Tregúbovits en meðal leik- enda eru Kirill Lavrov og írina Miroshnitsenko. Myndin fjallar um atburði sem gerðust í lok ársins 1917. í kjölfar Októberbyltingarinnar fengu Finnar fyrirheit bolsévíka um fullt sjálf- stæði, en Finnland hafði verið undir stjórn rússnesku keisarakrúnunnar frá árinu 1803. Auk kvikmyndarinnar verða í jan- úar og febrúar m.a. sýndar heimilda- kvikmyndir eftir tvo af fremstu kvik- myndagerðarmönnum Rússa um miðja öldina, þá Mikhaíl Romm og Róman Karmen. Þá verður stór- myndin Stríð og friður eftir Lévs Tolstoj sýnd í heild sinni laugardag- inn 21. febrúar, frá kl. 10 að morgni til kl. 18.30, með þremur matar- og kaffihléum. Aðgangur að þeirri sýn- ingu er aðeins heimill þeim sem tryggja sér miða (matarmiða) fyrir- fram. Annars er aðgangur að sunnu- dagssýningum MIR jafnan ókeypis og öllum heimill. Kvennakór Keykjavíkur VORSTARF Kvennakór - Vox feminae - Léttveit Gospelsystur - Senjorítur Stúlknakór - Telpnakór Skráning og frekari upplýsingar eru veittar í síma 562 6460, föstudaginn 9. janúar kl.13 -17, laugardaginn 10. janúar kl.12 - 15 og sunnudaginn 11. janúar kl. 12 - 15. Kvennakór Reykjavíkur Kórfélagar mæti miðvikudaginn 14.janúar kl. 20:30. Kórinn getur bætt við sig nokkrum félögum. Stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdóttir og undirleikari Svana Víkingsdóttir Vox feminae Æfingar hefjast laugardaginn 17. janúar kl. 9:00. Kórinn getur bætt við sig nokkrum vönum söngröddum. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur Félagar í Léttsveitinni mæti þriðjudaginn 13. janúar kl. 20:30. Kórinn getur bætt við sig nokkrum félögum. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Gospelsystur Kvennakórs Reykjavíkur Æfingar Gospelsystra hefjast mánudaginn 19. janúar kl. 18:00. Gospelsystur er fjörugur kór sem ætlaður er konum með litla reynslu af söng og er því tilvalinn sem fyrstu skref kvenna í kórstarfi. Æfingar eru einu sinni í viku. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir. Senjoritur Félagar mæti mánudaginn 12. janúar kl. 16:00. Hópurinn er ætlaður síungum eldri konum og eru nýir félagar boðnir velkomnir. Stjórnandi er Rut Magnússon. Stúlknakór Reykjavíkur Félagar mæti 13. janúar kl 18:00. Kórinn getur tekið inn nokkra nýja félaga á aldrinum 15-18 ára. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir Telpnakór Reykjavíkur Starfsemi hefst miðvikudaginn 14. janúar. Stjórnendur eru Margrét J. Pálmadóttir og Jensína Waage. Námskeið hjá MHÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.