Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 17
Subaru Legacji 4WD G£$NNIVERSARYxx 5 gíra fjórhjóladrifinn með háu og lágu drifi Verðlistaverð án aukahluta kr. 2.244.000,- Sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn með sérstakri spólvörn l!r. 2.297.000,- Verðlistaverð án aukahluta kr. 2.366.000,- og allt þetta fylgir með Anniversaryxx útgáfu — álfelgur — geislaspilari — fjarstýrö samlæsing — vindskeið — upphækkun — tvflitir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 17 VIÐSKIPTI Samningar Air France við Delta og Continental kannaðir vegna samkeppnismála Þjóðveijar sækja sig en umbóta er þörf Frankfurt. Reuters. ÞJÓÐVERJAR bættu samkeppnis- stöðu sína 1997 og endurheimtu nokkuð af því sem þeir höfðu glatað fyrr á þessum áratug, en meirihátt- ar umbóta er þörf í fjármálum til að tryggja velgengni í framtíðinni að sögn vinnuveitenda í blaðáviðtölum. Vinnuveitendur sögðu blaðinu Handelsblatt að Þjóðverjar hefðu endurheimt markaðshlutdeild sína í heiminum 1997, meðal annars vegna veikara marks og endur- skipulagningar fyrirtækja. „Þýzk fyrirtæki bættu sam- keppnisaðstöðu sína í heiminum í verulegum mæli,“ sagði Jiirgen Schrempp, forstjóri Daimler-Benz. „Það stafaði ekki eingöngu af hagstæðri þróun ytri aðstæðna, heldur líka af innri ráðstöfunum fyrirtækja.“ Þjóðverjar hafa einnig notið góðs af þróun í gjaldeyrismálum vegna þess að markið hefur veikzt gegn dollaranum, að sögn Schrempps. „Ólíkt því sem upp var á teningn- um í byrjun áratugarins hafa þróun í gjaldeyrismálum og hóflegar launahækkanir stuðlað að bættri samkeppnisaðstöðu," sagði hann. Signr í sam- keppnismálum Æðsti maður Deutsche Bank, Rolf Breuer, sagði Handelsblatt að þýzk fýrirtæki hefðu sigrað í sam- keppnismálum 1997. „Útflutningur jókst meira en heims- verzlunin," sagði Breuer. „Þýzk fyr- irtæki endurheimtu fyrri markaðs- hlutdeild og viðskiptajöfnuðurinn er orðinn eins hagstæður og áður en Þýzkaland sameinaðist." Bernd Pischetsrieder, forstjóri BMW, sagði að launakostnaður væri enn mjög hár í Þýzkalandi. Viðmælendur blaðsins hvöttu all- ir til breytinga í fjármálum til að verja þá bættu samkeppnisaðstöðu, sem tryggð hefði verið í fyrra. BOEING-747 þota frá Air France en það er eitt þeirra flug- félaga sem nú er í rannsókn hjá Evrópusamband- inu vegna sam- keppnismála. "Íprívhce * Deilt um lögsögu ESB Brussel. Reuters. STJORN Efnahags- sambandsins hyggst hefja formlega rannsókn á samstarfssamningum Ah' France við Continental- og Delta-flugfélögin. Framkvæmdastjórnin hefur rannsakað marga aðra samninga flugfélaga í 18 mán- uði. Air France samþykkti að vinna með Continental í nóvember 1996 og Delta í júni 1997. Samningum félaganna hefur ekki verið hrundið í framkvæmd nema að takmörkuðu leyti, en framkvæmdastjómin kveðst vilja kanna áhrif þeirra á sam- keppni. Delta er stærsta flugfélag heims og flutti meira en 100 milljónir farþega 1997. Air France er þriðja stærsta flugfélag Evrópu á eftir British Airways og Luft- hansa. Fleiri rannsóknir I júlí 1996 hóf framkvæmdastjórnin rannsókn á nokkrum öðrum svipuðum samningum. Þeirra kunnastur var banda- lagssamningur British Airways og Amer- ican Airlines. Rannsóknin hefur dregizt á langinn, að- allega vegna þess að deilt hefur verið um hvort framkvæmdastjómin hafí lögsögu í málinu. Búizt er við að hún skýri frá af- stöðu sinni til sambands BA-AA um miðj- an febrúar, svo og frá afstöðu sinni til samninga Lufthansa, SAS og United Air- lines; og belgíska flugfélagsins Sabena, austurríska flugfélagsins, Swissair og Delta. Samningur KLM og Northwest, sem framkvæmdastjórnin hefur rannsakað síð- an í júlí 1966, verður að bíða nokkuð leng- ur, af því að KLM hefur verið tregt til samvinnu við ESB að sögn Karels van Mi- erts samkeppnisstjóra. Lægsta verð á olíu í 30 mánuði London. Reuters. OLÍUVERÐ hafði ekki verið lægra í 30 mánuði í gær. Irak- ar búa sig undir að hefja olíu- útflutning á ný og Kúveitar auka framleiðslu sína í sam- ræmi við nýjan kvóta frá OPEC. Verðið hefur lækkað um 25% á þremur mánuðum og lækkunum virðist ekki lokið. I London hafði verð á Norð- ursjávarolíu lækkað um fimm sent í 15,60 dollara tunnan síð- degis í gær. „Botninum hefur ekki verið náð,“ sagði sérfræðingur í London. Olíuráðherra íraks sagði að sala á alþjóðamarkað mundi hefjast aftur í næstu viku. Jafnframt hermdu fréttir að Kúveitar hefðu aukið afköst sín í 2,19 milljónir tunna á dag úr 2 milljónum tunna á dag. í London er sagt að verðið kunni að lækka í 14 dollara tunnan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.