Morgunblaðið - 09.01.1998, Side 17

Morgunblaðið - 09.01.1998, Side 17
Subaru Legacji 4WD G£$NNIVERSARYxx 5 gíra fjórhjóladrifinn með háu og lágu drifi Verðlistaverð án aukahluta kr. 2.244.000,- Sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn með sérstakri spólvörn l!r. 2.297.000,- Verðlistaverð án aukahluta kr. 2.366.000,- og allt þetta fylgir með Anniversaryxx útgáfu — álfelgur — geislaspilari — fjarstýrö samlæsing — vindskeið — upphækkun — tvflitir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 17 VIÐSKIPTI Samningar Air France við Delta og Continental kannaðir vegna samkeppnismála Þjóðveijar sækja sig en umbóta er þörf Frankfurt. Reuters. ÞJÓÐVERJAR bættu samkeppnis- stöðu sína 1997 og endurheimtu nokkuð af því sem þeir höfðu glatað fyrr á þessum áratug, en meirihátt- ar umbóta er þörf í fjármálum til að tryggja velgengni í framtíðinni að sögn vinnuveitenda í blaðáviðtölum. Vinnuveitendur sögðu blaðinu Handelsblatt að Þjóðverjar hefðu endurheimt markaðshlutdeild sína í heiminum 1997, meðal annars vegna veikara marks og endur- skipulagningar fyrirtækja. „Þýzk fyrirtæki bættu sam- keppnisaðstöðu sína í heiminum í verulegum mæli,“ sagði Jiirgen Schrempp, forstjóri Daimler-Benz. „Það stafaði ekki eingöngu af hagstæðri þróun ytri aðstæðna, heldur líka af innri ráðstöfunum fyrirtækja.“ Þjóðverjar hafa einnig notið góðs af þróun í gjaldeyrismálum vegna þess að markið hefur veikzt gegn dollaranum, að sögn Schrempps. „Ólíkt því sem upp var á teningn- um í byrjun áratugarins hafa þróun í gjaldeyrismálum og hóflegar launahækkanir stuðlað að bættri samkeppnisaðstöðu," sagði hann. Signr í sam- keppnismálum Æðsti maður Deutsche Bank, Rolf Breuer, sagði Handelsblatt að þýzk fýrirtæki hefðu sigrað í sam- keppnismálum 1997. „Útflutningur jókst meira en heims- verzlunin," sagði Breuer. „Þýzk fyr- irtæki endurheimtu fyrri markaðs- hlutdeild og viðskiptajöfnuðurinn er orðinn eins hagstæður og áður en Þýzkaland sameinaðist." Bernd Pischetsrieder, forstjóri BMW, sagði að launakostnaður væri enn mjög hár í Þýzkalandi. Viðmælendur blaðsins hvöttu all- ir til breytinga í fjármálum til að verja þá bættu samkeppnisaðstöðu, sem tryggð hefði verið í fyrra. BOEING-747 þota frá Air France en það er eitt þeirra flug- félaga sem nú er í rannsókn hjá Evrópusamband- inu vegna sam- keppnismála. "Íprívhce * Deilt um lögsögu ESB Brussel. Reuters. STJORN Efnahags- sambandsins hyggst hefja formlega rannsókn á samstarfssamningum Ah' France við Continental- og Delta-flugfélögin. Framkvæmdastjórnin hefur rannsakað marga aðra samninga flugfélaga í 18 mán- uði. Air France samþykkti að vinna með Continental í nóvember 1996 og Delta í júni 1997. Samningum félaganna hefur ekki verið hrundið í framkvæmd nema að takmörkuðu leyti, en framkvæmdastjómin kveðst vilja kanna áhrif þeirra á sam- keppni. Delta er stærsta flugfélag heims og flutti meira en 100 milljónir farþega 1997. Air France er þriðja stærsta flugfélag Evrópu á eftir British Airways og Luft- hansa. Fleiri rannsóknir I júlí 1996 hóf framkvæmdastjórnin rannsókn á nokkrum öðrum svipuðum samningum. Þeirra kunnastur var banda- lagssamningur British Airways og Amer- ican Airlines. Rannsóknin hefur dregizt á langinn, að- allega vegna þess að deilt hefur verið um hvort framkvæmdastjómin hafí lögsögu í málinu. Búizt er við að hún skýri frá af- stöðu sinni til sambands BA-AA um miðj- an febrúar, svo og frá afstöðu sinni til samninga Lufthansa, SAS og United Air- lines; og belgíska flugfélagsins Sabena, austurríska flugfélagsins, Swissair og Delta. Samningur KLM og Northwest, sem framkvæmdastjórnin hefur rannsakað síð- an í júlí 1966, verður að bíða nokkuð leng- ur, af því að KLM hefur verið tregt til samvinnu við ESB að sögn Karels van Mi- erts samkeppnisstjóra. Lægsta verð á olíu í 30 mánuði London. Reuters. OLÍUVERÐ hafði ekki verið lægra í 30 mánuði í gær. Irak- ar búa sig undir að hefja olíu- útflutning á ný og Kúveitar auka framleiðslu sína í sam- ræmi við nýjan kvóta frá OPEC. Verðið hefur lækkað um 25% á þremur mánuðum og lækkunum virðist ekki lokið. I London hafði verð á Norð- ursjávarolíu lækkað um fimm sent í 15,60 dollara tunnan síð- degis í gær. „Botninum hefur ekki verið náð,“ sagði sérfræðingur í London. Olíuráðherra íraks sagði að sala á alþjóðamarkað mundi hefjast aftur í næstu viku. Jafnframt hermdu fréttir að Kúveitar hefðu aukið afköst sín í 2,19 milljónir tunna á dag úr 2 milljónum tunna á dag. í London er sagt að verðið kunni að lækka í 14 dollara tunnan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.