Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.01.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 fV + Kristín Vigdís Kristinsdóttir fæddist í Naustakoti á Eyrarbakka 4. nóvember 1916. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurnesja 30. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru þau Vigdís Eiríksdóttir og Kristinn Þórar- insson. Börn þeirra hjóna voru: Helgi, f. 1901, Oddný Mar- ía, f. 1902, Ólafur Oddgeir, f. 1904, Þórður, f. 1906, Jónína Guðný, f. 1908, Guðbjartur, f. 1910, Guðrún, f. 1911, Þórarinn, f. 1913, Sigurður, f. 1915, en Krist- ín var yngst þeyrra systkina og eru þau öll látin. Kristín giftist 14.5. 1939 Andreas Ch. Sæby Ágústssyni frá Siglufirði, f. 1.12. 1917, d. Elsku amma Stína! Nú ertu farin frá okkur og ég á eftir að sakna þín mikið en við erum glöð fyrir þína hönd að þú þurftir ekki að þjást meira. Langafi og systkini þín hafa örugglega tekið á móti þér. Eg á alltaf eftir að sakna þess að þú hringir í mig og biðjir mig að laga á þér hárið eða að skrifa á jólakortin fyrir þig. Það er skrítið að fara til ömmu og afa því að maður bíður eftir að þú komir inn og heilsir upp á okkur eða bjóðir góða nótt. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér og ég mun alltaf minnast þín. Guð geymi þig, elsku amma Stína. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Elisabet. Þegar birta jólanna stóð sem hæst kvaddi hún amma Stína þenn- an heim. Tilveran verður allt öðru- vísi án hennar og við munum sakna þess að síminn hringi og hún spyiji um hvar hann eða hún sé, því hún vildi fylgjast með okkur öllum. Það er erfitt fyrir okkur sem yngri erum að fara aftur í tímann og setja okk- ur í spor móður hennar með tíu börn, en hún hafði misst mann sinn frá þeim fyrir aldur fram. Það hef- ur þurft sannkallaða kjarnakonu til að koma þeim á legg í þá daga. Amma Stína, eins og allir kölluðu hana, var yngst þeirra systkina. Hún fór snemma að vinna og kynnt- ist manni sínum, Andreas Ch. Sæby Ágústssyni frá Siglufirði, og átti með honum eina dóttur, Erlu Mar- íu, en Andreas fórst með vélbátnum Hirti Péturssyni í febrúar 1941. Tengsl ömmu við Siglufjörð og Sigl- fírðinga voru henni kær og fengum við að njóta þeirra þegar við komum til Siglufjarðar. Það var eins og hún væri ekkert gömul þótt hún væri orðin áttatíu og eins árs, því hún var alltaf í takt við lífsins gang og fylgdist með hvort strákarnir væru að spila fótbolta eða ,,hann“, eins og hún kallaði Sverri Örn, væri að spila á trommur. Hún bjó á Tjarnar- götu 40 í Keflavík ásamt Erlu dótt- ur sinni og Hjalta tengdasyni sínum °g bjuggu þau saman allt frá því þau fóru að búa. Þannig tengdist líf þeirra á nokkuð sérstakan hátt og tók hún amma Stína þátt í upp- eldi barna þeirra, sem þau munu njóta alla tíð. Það var alltaf gott að koma til hennar og þangað leit- uðu jafnt barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn og eru minning- ar þeirra bjartar og hlýjar. Hún pijónaði stundum sokka eða vettl- inga sem hafa yljað litlum höndum og litlum fótum á köldum vetrar- dögum. Það komu kaldir vetrardagar hjá 27.2. 1941. Þeirra dóttir er Erla María, gift Hjalta S. Guð- mundssyni, og börn þeirra eru: 1) Andr- és Kristinn, kvæntur Jóhönnu Maríu Ein- arsdóttur, börn þeirra eru Erla Mar- ía, Óskírð, Laufey Ósk. 2) G. Brynja Hjaltadóttir, gift Leifi Gunnari Leifs- syni, börn þeirra eru Elísabet, Sverrir Örn og Brynjar. 3) Guðmundur, kvænt- ur Helenu Svavarsdóttur, börn þeirra eru Svavar Steinarr, Kar- en, Hjalti Steinarr og Ingibjörg Sól. 4) Steinþóra Eir, í sambúð með Kristni Óskarssyni, barn þeirra er ísak Ernir. Útför Kristínar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. henni í lífínu þegar hún missti mann sinn frá barnungri dóttur sinni og þegar hún fékk þann sjúk- dóm sem bar hana ofurliði, en hún hafði fengið hann þrisvar á lífsleið- inni. Þrátt fyrir mótlæti kvartaði hún ekki og tók því sem að höndum bar, því öll él birti upp um síðir og það var alltaf stutt í húmorinn hjá henni og gat hún oft slegið á létta strengi. Hún átti góða og trygga vini sem fylgdust með henni fram á síðasta dag og viljum við þakka þeim fyrir umhyggju þeirra og tryggð. Við viljum þakka fyrir að hafa átt þig, amma Stína, og fyrir þá umhyggju sem þú barst fyrir okkur öllum. Við biðjum guð að blessa þig og minningu þína og vitum að heim- koma þín hefur verið björt og hlý eins og hátíð ljóss og friðar. Guð geymi þig. Brynja, Leifur og börn. Hún amma Stína er farin frá okkur. Hún hafði verið veik nú um tíma. Það duldist engum sem þekkti ömmu Stínu hvað henni þótti vænt um bamabörnin sín og okkur langömmubörnin. Hún vildi allt fyr- ir okkur gera og við vorum alltaf svo fín og sæt í hennar augum. Ég er viss um að ekki hefur henni alltaf líkað klæðnaðurinn á okkur en samt sagði hún að við værum svo fín. Við amma Stína áttum margar góðar stundir saman. Ég man fyrst eftir ömmu Stínu þegar ég var pínu- lítil, þá var hún með lyklana sína og hringlaði þeim og sagði „áttin mín og áttin mín, kar er hún og kar er hún?“ Þessum orðum og lyklahljóðum á ég aldrei eftir að gleyma. Þegar amma Stína hafði heilsu hringdi hún oft á sunnudög- um og bauð okkur í brúna eða pönnukökur, hún gerði bestu pönnukökur í heimi. Amma Stína ætlaði sér að lifa jólin og það gerði hún. Hún var svo falleg eins og hún var alltaf. Og mun ég aldrei gleyma brosinu sem ég fékk frá henni þegar ég fór og kyssti hana, það var svo fallegt. Amma Stína var mér ekki sem lang- amma eða amma hún var mér miklu meira en það, ég gat sagt allt við hana og hún skildi mig alltaf og ég talaði við hana eins og vinkonu. Ég á eftir að sakna hennar sárt, nú get ég aldrei hringt í ömmu og gantast í henni eða hún í mér. Hún var svo stór partur í lífi mínu að ég gleymi henni aldrei, en nú er gott að henni líður vel og er nú komin til afa og litlu systir og varð- veita þau öll hvort annað. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Erla María. Elsku amma Stína, núna ertu farin til Andrésar afa sem hefur beðið eftir þér í öll þessi ár. Bar- áttu þinni við þennan óþverra sjúk- dóm, sem þú hafðir sigrað tvisvar, er lokið. Þó að þú hafír nú kvatt héma megin finn ég fyrir gleði og létti innra með mér því að við höfum oft rætt málin og ég veit að þú varst tilbúinn í lokaferðina. Ég kynntist þér fyrir tæpum 9 árum en samt líður mér eins og ég hafi þekkt þig alla mína ævi. Þú tókst mér strax svo vel að aldrei fann ég annað en að ég væri eins og hvert annað af börnunum þínum. Þér fannst líka svo spennandi að ég kæmi úr sjómannafjölskyldu. „Ég styð nú alltaf blessaða sjó- mennina" varst þú vön að segja við mig þegar þú spurðir eftir pabba mínum. Fjölskylda mín var líka svo hrifín af þér, þú varst ekki amma hans Isaks heldur bara amma Stína í hennar augum. Líf þitt var ólíkt lífí flestra ann- arra og eflaust mótaði það þig mik- ið. Þú varst stolt yfír barnahópnum þínum og fylgdist náið með hveijum og einum, stundum svo náið að sumum þótti nóg um. Umhyggjan er ekki alltaf endurgoldin. Þú varst vakin og sofin yfír öllu sem við vorum að sýsla og oftar en ekki réttirðu fram hjálparhönd og stakkst að okkur „einhveiju lítil- ræði“. Við Steinþóra erum þér ævinlega þakklát fyrir allan þinn stuðning í orði og verki. Þó að rúmlega 50 ár hafí verið á milli okkar áttum við svo gott með að tala saman. Við töluðum i gamni og alvöru og hlógum stund- um því að þú hafðir góðan húmor. Steinþóru fannst stundum nóg um þegar ég var að gantast í þér, en ég veit að þú hafðir svo gaman af því. Meira að segja í síðasta sinn sem ég talaði við þig á sjúkrahúsinu komst þú mér til að hlæja, það finnst mér vera góð síðasta minn- ing. Hann er orðinn stór og myndar- legur barnahópur Erlu þinnar og Bassa. Ég man eitt sinn þegar allur hópurinn, að þér undanskilinni, var samankominn um sumar á Siglu- firði í blíðskaparveðri. Þá stóðum við öll á lóðinni hjá Barða frænda og Gunna mágkona þín kallaði til nágrannans. „Sjáðu allan hópinn sem kominn er út frá Andrési bróð- ur mínum sem dó 22 ára.“ Ég veit að þá var Erla stolt og þú hefðir verið það líka ef þú hefðir bara verið með okkur. Það hefur alltaf verið gott að koma á Tjarnargötuna og þannig verður það eflaust áfram, en hætt er við að eitthvað vanti þegar amma er ekki lengur í skúrnum. Það er líka skrítið fyrir fjögurra ára gutta að skilja að Guð taki frá honum tvær ömmur á einu ári. Missir hans er mikill. ísak hafði svo gaman af því að fara út til þín, því að hjá þér var ekkert bannað og þú skammaðir hann aldrei. Hjá þér mátti hann alltaf baka, vaska upp og fá ís eða eitthvað gott í munn- inn. Þú varst óþreytandi að hæla honum og tala fallega um hann í okkar eyiai og aldrei máttir þú heyra okkur benda á frekju eða óþekkt, það var eitur í þínum bein- um. Við vitum að ísak skipti þig miklu máli. Það verður vel tekið á móti þér hinum megin, þar bíða sjálfsagt margir eftir að hitta þig. Ég veit að núna líður þér vel og þú ert hamingjusöm, það erum við líka. Fjölskyldan þakkar þér samfylgdina og ég veit að þú heldur áfram að fylgja okkur og leiðbeina á þinn hátt. Blessuð sé minning þín. Þinn Kristinn Oskarsson. KRISTÍN VIGDÍS KRISTINSDÓTTIR Okkur langar að minnast ömmu Stínu með nokkrum orðum. Amma Stína var mjög sérstök kona. Hún bjó alla tíð með dóttur sinni og hennar fjölskyldu og tók hún því þátt í uppeldi bamabama sinna. Hún var mjög ákveðin, dug- leg, samviskusöm kona og vildi standa í skilum við alla. Hún var heimakær og sagði oft að það væri af því að hún hefði þurft að vinna úti frá Erlu dóttur sinni þegar hún var lítil. Henni var mjög annt um sína fjölskyldu og vildi allt fyrir hana gera, bamabömin og langömmubörnin vom sem hennar eigin börn. Oft talaði hún um það að hún ætti bara eina dóttur og fannst henni það kannski lítið en frá þessari einu dóttur em nú komn- ir 15 afkomendur. Ömmu Stínu fannst mjög gaman þegar við kom- um til hennar. Hún talaði um það í marga daga þegar „drengurinn“ (þá átti hún við Andra) kom í kaffí til hennar, settist í hægindastólinn hjá henni og las dagblaðið. Hann þurfti ekkert að tala mikið við hana, hann kom og það var nóg. Amma Stína hringdi alltaf til mín á hveijum degi og spurði frétta, hvort „drengurinn" væri að vinna og hvort litlu dúllumar væm í skól- anum. Ef eitthvað stóð til í fjöl- skyldunni sagði amma Stína alltaf, ,jæja, Hanna mín, getum við nokk- uð farið til Reykjavíkur og athugað með kjól eða kápu“. Alltaf varð að hafa góðan fyrirvara á þessum ferik um því ekki vildi hún vera á síð- ustu stundu með hlutina. Amma Stína dvaldi hjá okkur í viku nú í nóvember. Þá var hún orðin mjög veik og sennilega mikið veikari en nokkurn óraði fyrir því hún var ekkert að kvarta, sagðist bara ætla að leggja sig, hún væri svolítið slöpp. Þessi vika á eftir að vera okkur dýrmæt. Á jóladag sátum við hjá þér í stofunni þinni, ræddum um allt mögulegt og þú varst að segja okkur frá fyrri tíð, síðan kvöddjri' við þig og fórum í jólaboð fjölskyld- unnar sem þig langaði svo að fara í en þú gast ekki farið heilsu þinn- ar vegna. Þegar við komum heim þá varstu farin á spítalann. Þessi stund með þér eins og aðrar stund- ir eiga eftir að ylja okkur í minn- ingunni. Elsku amma Stína, 'við viljum þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur og allar þær stundir sem við áttum með þér, guð geymi þig. Hanna, Andri og Laufey Ósk. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGVALDI ANDRÉSSON, Bröttukinn 13, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 7. janúar síðastliðinn. Kristrún Bjarnadóttir, Andrés Sigvaldason, Björg Cortes, Edda Andrésdóttir, Jóhanna Andrésdóttir, Brynja Andrésdóttir. ■m t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Hlévangi, Keflavik, áður Vatnsnesvegi 36, lést á Sjúkrahúsi Suðumesja þann 7. janúar . Lára Steinþórsdóttir, Bragi Magnússon, Unnur Ingunn Steinþórsdóttir, Jón William Magnússon, barnaböm og barnabarnabörn. t Útför bróður okkar, GUNNARSHJÖRVAR viðskiptafræðings, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 12. janúar kl. 10.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Barnaspítala Hringsins. Guðrún Kjarval, Tryggvi Hjörvar, Úlfur Hjörvar. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts JÓNS MAGNÚSSONAR frá Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar á Sól- vangi fyrir þeirra frábæru umhyggju og hlý- hug. Valgerður Eyjólfsdóttir, Jón E. Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.