Morgunblaðið - 10.01.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 10.01.1998, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HFRETTIRl Flugfélag Islands heldur áfram að fljúga til Raufarhafnar Flugið tryggt með 3,4 milljdna styrk FLUGFÉLAG íslands mun halda áfram áætlunarflugi til Raufarhafn- ar yfir vetrarmánuðina og verður flugið styrkt með framlagi úr ríkis- sjóði en á fjárlögum ársins er heim- ild íyrir 3,4 milljóna kr. fjárveitingu til að halda uppi flugsamgöngum við Raufarhöfn og Kópasker. Þessi nið- urstaða varð ljós í gær eftir fund Halldórs Blöndal samgönguráð- herra með oddvita og sveitarstjóra Raufarhafnarhrepps. „Niðurstaðan varð sú að áætlun- arflugi verður haldið áfram til Rauf- arhafnar, enda er gert ráð fyrir fjárveitingu til þess á fjárlögum. Þó er gert ráð fyrir því að flug falli nið- ur í sumar en síðan verði þráðurinn tekinn upp að nýju með haustinu,“ sagði Halldór Blöndal. Hann sagði að Flugfélag íslands myndi annast flugið áfram, félagið hefði miðstöð á Akureyri og það hefði tekið við þeirri þjónustu sem áður var í hönd- um Flugfélags Norðurlands, sem ÞRÁTT fyrir verulegan samdrátt í sölu IS á sjávarafurðum á síð- asta ári, varð árið hið næstbezta í sögu fyrirtækisins. Samdráttur- inn varð fyrst og fremst vegna uppsagnar samnings ÍS við UTRF á Kamtsjatka í Rússlandi. Árið 1996 seldi ÍS 62.000 tonn af fiskafurðum frá Kamtsjatka en aðeins um 18.000 tonn í fyrra. Alls seldi ÍS 128.430 tonn af fiskafurðum að verðmæti um 17 milljarðar króna á síðasta ári, en árið áður nam salan rúmlega 166.000 tonnum að verðmæti um 20 milljónir króna. í magni talið Framkvæmdastj óri íslandsflugs segir að virða beri jafn- ræðisreglu laga hefði annast flug til ýmissa áfanga- staða frá Akureyri. Auka öryggi og veita lágmarksþjónustu Aðspurður hvaða rök væru fyrir því að veita ríkisstyrk til áætlunar- flugs, sagði Halldór að það færi eft- ir því um hvaða staði væri að ræða. I sumum byggðarlögum væri ekki um aðrar samgöngur að ræða en flugið. „Þessir styrkir hafa verið veittir vegna áætlunarflugs til fá- mennra og afskekktra staða, bæði í öryggisskyni og til þess að reyna að halda uppi samgöngum. Fram að þessu flutti Flugfélag Norðurlands póstinn á þessa staði en nú er póst- er samdrátturinn nær 23% en 15% mælt í verðmætum. Útflutn- ingur frá Islandi varð alls 105.000 tonn að verðmæti 14,9 milljarðar. Það er 6,5% aukning í magni, en tæplega 2% verðmætasamdrátt- ur. Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, segir ljóst að síðasta ár verði ekki gert upp með hagnaði. Áætl- anir fyrir þetta ár miðist hins veg- ar við að reksturinn skili hagnaði og stefnt sé að 35 milljarða króna veltu á þessu ári. ■ 1997 annað bezta/18 urinn fluttur landleiðina, þannig að það voru ekki lengur forsendur fyr- ir því að halda fluginu áfram. Þess- um stöðum fer fækkandi eftir því sem vegasamgöngur batna og svo verður reynslan að leiða í ljós hvort ástæða sé til að halda fluginu áfram,“ sagði hann. Halldór var spurður hvort ekki fælist í þessu brot á þeirri stefnu ríkisstjómarinnar að beita ekki sér- tækum stuðningsaðgerðum við fyr- irtæki í landinu. „Við erum að tala hér um byggðamál. Við getum ekki sagt að við séum að halda uppi Flugfélagi Islands. Þama er um það að ræða að Alþingi féllst á að ástæða væri til að halda áætlunar- flugi til Raufarhafnar nokkuð áfram á meðan verið er að byggja upp veginn um Tjömes," svaraði Hall- dór. Benti hann einnig á að á und- anfömum ámm hefði þjóðvegurinn til Raufarhafnar oft lokast svo mán- uðum skipti vegna snjóa. „Þetta er gert bæði í öryggisskyni og til að halda uppi einhverri lágmarksþjón- ustu,“ sagði samgönguráðherra. íslandsflug hefur áhuga „Ætli samgönguráðuneytið eða Alþingi að úthluta styrk til þessa flugs er það almenn regla í þjóðfé- laginu með tilkomu nýrra sam- keppnislaga að jafnræðisregla gildi, þannig að allir hafi jafna mögu- leika,“ segir Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri íslandsflugs. Hann segir að félagið hafi áhuga á flugi til Raufarhafnar. „Við höfum ekkert verið að skoða þetta sérstak- lega en hins vegar er staðan sú að við munum skoða öll mál ef við telj- um það skynsamlegt og sjáum það ganga upp fjárhagslega. Því skyld- um við ekki hafa áhuga á því eins og hinn aðilinn?" segir hann. Ómar bendir á að áætlunarflug til Raufar- hafnar gefí kost á ýmsum hagræð- ingarmöguleikum. Islandsflug sé í mjög nánu samstarfi við Flugfélag Austurlands, sem hafi staðsetta flugvél á Egilsstöðum og nefnir hann möguleika á einhverskonar hringflugi á flugleiðinni milli Egils- staða, Akureyrar og Raufarhafnar. Þorri geng- ur brátt í garð ÞAÐ fá eflaust ýmsir vatn í munninn þegar þeir sjá Þórarin matreiðslumeistara með matinn sem hann ætlar að bjóða við- skiptavinum sínum á þorranum. Hann hefur verið að taka mat- inn upp úr tunnunum og koma þeim fyrir í trogum. Þetta er ekta súrmatur eins og sjá má. Nú styttist óðum f að matmenn taki gleði sína, því þorrinn byij- ar eftir tæpan hálfan mánuð. Bóndadagurinn er að þessu sinni föstudaginn 23. janúar. Handtekinn eftir elting- arleik ÖKUMAÐUR sem fór yfir á vitlaus- an vegarhelming og ók utan í bfl við Stekkjarbakka í Breiðholti í gær var handtekinn af lögreglu eftir nokkum eltingarleik. Maðurinn, sem grunaður er um ölvun við akstur, ók strax af vett- vangi eftir áreksturinn. Ökumaður hins bílsins hóf eftirfór og hringdi í lögreglu úr farsíma. Tveir lögreglubflar komu fljótlega á vettvang en stöðvunarmerki þeirra voru ekki virt. Að lokum tókst þó að króa hann af í blindgötu við Faxafen. Sjávarafurðasala ÍS á síðasta ári Annað bezta árið í sögu fyrirtækisins þrátt fyrir samdrátt Ágreiningur heilbrigðisráðuneytis og ríkissaksóknara vegna dóms héraðsdóms Deilt um refsi- heimild vegna alsæluefnis STARFSMENN heilbrigðisráðu- neytis og ríkissaksóknara greinir á um hvort alsæluefnið MDEA hafi verið skilgreint sem ávana- og fíkniefni og þar af leiðandi hvort refsiheimild sé í lögum. í fyrra voru tveir menn sýknaðir af ákæru um að hafa haft alsæluefnið undir höndum og maður sem handtekinn var með efnið í október í fyi-ra var ekki ákærður vegna þess. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrradag 22 ára gamlan mann, Jón Andra Júlíusson, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa haft undir höndum töluvert magn amfetamíns, metamfetamíns, MDMA-klóríðs (alsælu) og kanna- bisefna. Jón Andri var handtekinn í október 1997 þegar hann vitjaði efnisins í felustað í trjálundi í Vatnsendahlíð. í dómsniðurstöðum kemur fram að í vörslu sakbornings hafl einnig fundist annað hættulegt fíkniefni, alsæluefnið MDEA, sem hefur svipuð áhrif og MDMA. Ákæra var þó ekki lögð fram vegna þessa efn- is, vegna þess að MDEA hafí ekki verið bannað með lögum hér á landi, „og hefur yfirvöldum þó ver- ið kunnugt um eiginleika efnisins um árabil", segir í dómnum. Einnig kemur fram að árið 1996 hafi tveir menn verið sýknaðir af ákæru fyrir meðferð þessa efnis vegna þess að refsiheimild skorti í lögum. Heilbrigðisráðuneytið vísar gagnrýni á bug DV birti í gær frétt um dóminn yfir Jóni Andra þar sem fullyrt var að fíkniefnasali hafi fengið vægari refsingu en ella vegna „trassaskap- ar ráðuneytis". í fréttatilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér í gær er þessari gagnrýni vísað á bug. Þar er því haldið fram að umrætt efni hafi verið sett á lista yfir ávana- og fíkniefni með reglu- gerð sem gefin var út 2. ágúst 1990 samkvæmt heimild í 2. grein laga um ávana- og fíkniefni. Þar segi að ráðherra sé heimilt að mæla svo fyrir um að varsla og meðferð ann- arra ávana- og fíkniefna en tiltekin eru í lögunum og sem sérstaklega mikil hætta er talin stafa af sam- kvæmt alþjóðasamningum, sé óheimil á íslensku forráðasvæði. MDEA ekki skilgreint sem fíkniefni í lögum Egill Stephensen saksóknari segir að skilningur heilbrigðisráðu- neytisins sé rangur og að í reglu- gerðina frá 1990 vanti tengingu við lög um ávana- og fíkniefni. „Samkvæmt reglugerðinni er efnið eingöngu skilgreint sem efni sem er undir sérstöku eftirliti og sem þarf sérstakt leyfi til inn- og útflutnings á. Það er ekki bannefni eins og til dæmis hass, kókaín eða MDMA.“ Egill segist hafa bent heilbrigðis- ráðuneytinu á þessa staðreynd fyrir um tveimur árum í tengslum við annað mál þar sem fíkniefninu efedrín, sem er náskylt amfetamíni, var smyglað til landsins. Efedrín taldist þá ekki til ávana- og fíkni- efna samkvæmt lögum en var bætt á þann lista. Egill segir að það hafi hins vegar farist fyrir að koma MDEA þar að einnig. „Það hefði kannski þurft að reka eitthvað meira á eftir þessu, en ég taldi það ekki mitt hlutverk að segja löggjafanum til um þetta. Ég taldi að þeim væri Ijós þessi vöntun.“ Engin formleg fyrirspum frá rfkissaksóknara Einar Magnússon, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, seg- ir að ráðuneytinu hafi borist óform- leg fyrirspum um efnið frá starfs- manni ríkissaksóknara fyrir tveim- ur árum. í fyrstu hafi starfsmenn ráðuneytisins ekki áttað sig á hvert efnið væri, því það bar annað nafn en í skrám ráðuneytisins. Einar segir að búist hafi verið við því að formleg fyrirspum bær- ist síðar frá ríkissaksóknara, en hún kom aldrei. Engu að síður hafi þeir kannað málið nánar og komist að því að efnið hefði þegar verið sett í reglugerð árið 1990. „Þetta er flokkað sem ávana- og fíkniefni á íslandi og það fer ekk- ert milli mála að öll ólögleg varsla slíkra efna er bönnuð og fellur und- ir ávana- og fíkniefnalöggjöfina. Maður verður undrandi á því að verið sé að gagnrýna heilbrigðis- ráðuneytið fyrir þetta, bæði af sak- sóknara og héraðsdómi, og svo DV, án þess að málið virðist hafa verið kannað nánar,“ segir Einar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.