Morgunblaðið - 10.01.1998, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 10.01.1998, Qupperneq 55
MORGUNB LÁÐIÐ________________________________________________________LAUGARDÁGtJR 10. JÁNÚAR1998 55 - FÓLK í FRÉTTUM S A bak jólum ÞÁ ER hvunndagurinn aftur geng- inn í garð eftir þrálátt hátíðahald um jól og nýár, þegar ekki linnti barnakæti, ámaðaróskum og sprengingum svo undir tók í fjöll- unum. Fréttir birtust jafnvel á þessum jólum um, að einn helsti andstæðingur jólanna síðustu tvo áratugi eða svo, Fidel Castro, hefði leyft þjóð sinni að halda jól og þótti merkilegt og gáfulegt eins og allt sem frá kommúnistum er komið. Nýjasti og fínasti fjölmiðill heims- byggðarinnar, sjónvarpið, hefur enn ekki boðað frestun á jólum og kemur víst ekki til með að gera það. Bæði er að þá reynir sjónvarp- ið að láta Ijós sitt skína í bókstaf- legri merkingu og hefur auk þess ómældan gróða af auglýsingum. Hvernig ljósið skein í íslensku sjónvörpunum skal ósagt látið, enda ekki kurteisi að tíunda fall- valtleika heimsins í sömu andrá og verið er að þjóna menningunni. Jóladagskráin svonefnda saman- stóð af söng og meiri söng sam- kvæmt venju. Allt var gott um það. Svo söng Kristján Jóhannsson í Hallgrímskirkju með tilþrifum og gladdi okkm- bæði sunnanlands og norðan, austanlands og vestan, en einkanlega fyrir norðan, því þaðan koma söngvarar eins og Stefán Is- landi og Kristján og eru þó ekki all- h’ taldir. Svo var eitthvað af Shakespeare og íslensk kvikmynd um Natan Ketilsson og atburði, sem leiddu til aftöku Agnesar og Friðriks. Ætti að viðhalda þeim sið að sýna íslenskar myndir á jólum. Myndin þykh’ góð, einkum seinni hlutinn. Þykir Agnes sérlega vel leikin af Ellingsen. Um sagnfræð- ina fer eflaust eins og biblíu skratt- ans, að hún er á hvolfí, eða hvað segja Húnvetningar um „kúrek- ann“ Blöndal? Hitt er annað að kvikmynd þarfnast ákveðinna lög- mála og þá verður sagnfræðin að víkja. Gaman var að sjá kvikmyndina um Ódysseif og basl hans við að komast heim til sín í tíu ár eftir Trójubardaga. Þarna var komin ein af hetjum æsku minnar, að vísu í mikið fullkomnari mynd. En ég fékk snemma bók í hendur, að mig minnir mynd- skreytta, um Ódysseif að fást við eineygða risa og önnur undur og stórmerki. AUt er þetta úr kviðu Hómers en eftir skáldskapnum að dæma virðast menn og þjóðir hafa lifað í ævin- týraheimum munnmælasögunnar, nema helst Snorri og frændi hans Sturla. En hetjulegt var basl Ódysseifs og greiðlega gekk honum að fyrirkoma vonbiðlum konu sinn- ar, sem voru við það að éta út búið í fjarveru hans. Islendingar hafa aldrei vikist undan erfiðleikum og lagt fyrir sig margar þrautir til þess að sigrast á þeim. Menn kepptu í glímu og steinatökum, þegar fábrotnara var, en nú er keppt í íþróttum og flestu því sem býður upp á sigur. Þaðan er sprottin hin mikla og almenna verðlaunagleði Is- lendinga í einu og öllu. Á síðasta ári og í byrjun þessa árs hafa verið unnin afrek sem fáa óraði fyrir, en þau þykja einhvern- veginn sjálfsögð, þegar þau hafa verið leyst af hendi. Fyrst var gangan á Everest og nú gangan á Suðurpólinn. Bent hefur verið á, að hér sé hópur menningarvita, karla og kvenna, sem sæki kaffihúsin í Reykjavík frá svona Laugavegi 30 og niður í miðbæ, en hafi að öðru leyti hreiðrað um sig í útvörpum og sjónvörpum með dagskrárefni þar sem vinum og vandamönnum er boðið og láti sig lítið varða hvað gerist utan hópsins. Sýnilegt er að Everest og Suðurpóllinn eru ekki á hinu fjölmiðlavæna sérreykvíska menningarsviði. Jórturfénaður margvíslegur hef- ur sífellt tönnlast á því, að íslend- ingar séu mikil bókaþjóð. Svo gerð- ist það nú fyrir jólin, að bækur seldust eitthvað betur en undanfar- in haust, svo búast má við nýjum söng um bókaþjóðina. Sannleikur- inn er sá að við höfum kannski ver- ið bókaþjóð þegar grannt er skoð- að, en alla tíð skrítin bókaþjóð. Vegna ágangs á bókavertíð hefur það verið draumur sjónvarpsstöðva hér að losa sig alfarið við frétta- flutning af bókum. Það mun hafa tekist að mestu fyrir þessi jól. Því má búast við að bækur í næstu framtíð verði skrifaðar í kringum hneykslismál, eða að hægt verði að gera þær að hneykslismálum svo unnt verði að komast fréttaleiðina á skerminn. Sjónvörpin hafa þá af- rekað nokkuð í þágu bókanna. Indriði G. Þorsteinsson. SJONVARPA LAUGARDEGI Ljúfa lífinu lokið ► ÓLÁTABELGURINN Liam Gallagher í bresku hljómsveitinni Oasis segist hafa lagt hið ljúfa líf á hilluna og hyggst helga sig fjöl- skyldulífinu og eignast börn. Þetta kemur fram í viðtali í tíma- ritinu GQ við söngvarann og seg- ist hann orðinn leiður á að sniffa eiturlyf og vill fremur eiga rólegt kvöld með eiginkonunni Patsy Kensit. „Núna, þegar ég hef Pats líður mér best með henni. Það þroskar mig,“ sagði Liam í viðtal- inu. Hann segist ákveðinn og vera tilbúinn að eignast börn. „Eg á eftir að hafa ótrúlega gaman af því. Ég er á réttum aldri, 25 ára, á hús og hef ennþá vinnu.“ Liam ætlar ekki láta þar við silja heldur hefur ákveðið að fá sér hund sem mun bera nafnið „Hendrix" eftir rokksljörnunni frægu og eyða meiri tíma á sveita- setrinu sem hann er að endumýja. Skaphiti Liams er þó ekki með öllu horfínn því í' miðju viðtalinu stökk hann upp á kráarborðið til að bölva Bítlunum George Harri- son og Paul McCartney fyrir að LIAM Gallagher í Oasis ætlar að helga sig fjölskyldunni. gagnrýna Oasis. Hljómsveitin hóf tónleikaferðalag sitt um Banda- ríkin 9. janúar og nýjasta smá- skífa þeirra „All Around the World“ kemur út 12. janúar. UTSALAN er ífullum gangi fierra GARÐURINN KRINGLUNNI nsarar Opnir tímar á Laugardögum Nú er tækifærið til að bæta við sig. Tírriar hjá Maríu Gísladóttur, Kötu Ingvadóttur og Báru Magnúsdóttur. Jazz + ballett 5 laugardaga kr. 2.500 JassbaJlett Innritun nýrra nemenda í skólann mánudaginn 12.janúar kl. 10.00-17.00 Örfá pláss laus. Búðin Nýjar vörur vivntanlegar. • Langar legghlífar • Jazzpants • Frábærir jazzdanskór o.fl Kata ingvadóttir Bára Magnúsdóttir Lágmúla 9, símar 581 3730 & 581 3760 • l:ILD - Félag íslenskra listdansara DÍ - Dansrái) íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.