Morgunblaðið - 10.01.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 10.01.1998, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ öömlu dansami»* Kefjast í ■H^eyf-ilskwsÍKvu í Uvöld kl. 22 Félag harmonikuunnenda Reiki', heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Hvaíf«þitttdendur út * I slLínúmskei^ * #Læ ra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og /eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. ^Læ ra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. ^Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Ndtnskeið í Reykjavík 13. -15. jan. 1. stig kvöldnámskeið 17.-18. jan. 1. stig helgamámskeið 14. —15. feb. 2 stig helgamámskeið Kynningarfundur mánudagskvöldið 12. jan. Id. 20.30 í Safamýri 18 kjallara. Lausir einkatímar í heiiun og ráðgjöf. Sáttmdlinn: Hugrtektar- og hamingjunámskeið í tveimur hlutum með 6 vikna millibili. 27.- 29. jan................kvöldnámskeið, seinni hluti. 10,— 12. mars...............3 kvöld 31.jan. — l.feb.............helgamámskeið, seinni hluti 14. - 15. mars..............helgamámskeið FÓLK í FRÉTTUM HLJÓMSVEITIN The Rolling Stones hefur ekki misst aðdráttarafl sitt þrátt fyrir áratuga langan feril. Rolling Stones vin- sælastir ÖLDUNGARNIR í Rolling Stones voru sú hljómsveit sem reyndist hafa mesta aðdráttarafl á banda- ríska tónleikagesti á síðasta ári, samkvæmt árlegu yfirliti fyrirtæk- isins Pollstar. AIls eyddu bandarískir neytend- ur 1,3 milljörðum dollara í popptónleika á síðastliðnu ári og er það næstmesta upphæðin nokkurn tímann. Sérfræðingar segja þó skýringuna á því ekki einungis mega rekja til aukinnar aðsóknar að tónleikum heldur fyrst og fremst þess að miðaverð hefur hækkað. Mestar hafa tekjur popp- iðnaðarins af hljómleikum orðið ár- ið 1994 en þá námu þær 1,4 millj- örðum dollara. Tónleikaferð Rollinganna bar að þessu sinni yfirskriftina „Bridges to Babylon“ og seldust alls 1,5 milljónir miða að andvirði 89,3 milljónir dollara. Raunar seldust fleiri miðar á tónleika sveitarinnar U2, 1,7 milljónir, en tekjur af tónleikum Rolling Stones voru eigi að síður hærri. Þá urðu írsku poppararnir oft að sætta sig við að fjölmörg óseld sæti voru á tónleikum á seinni helmingi „Pop- mart“-hljómleikaferðarinnar, er þeir voru komnir í beina sam- keppni við Rolling Stones um hylli aðdáenda. Flestir miðar á tónleika Rolling Stones og U2 kostuðu um 60 doll- ara eða um 4.400 íslenskar krónur. Miðaverð á tónleika Fleetwood Mac enn hærra. Tónlistarmenn sem ekki njóta slíkra vinsælda en reyndu eigi að síður að skrúfa upp miðaverð urðu fyrir nokkrum and- byr frá tónleikagestum. A lista Pollstar yfir vinsælustu hljómleikaferðmnar er að finna margar gamlar kempur, m.a. Tinu Turner, Aerosmith, Grateful Dead og Artist, en hinn síðastnefnda þekkja flestir undir fyrra lista- mannsnafni hans, Prince. TONLISTARHELGI i 9 OC 10 JAN. i Papar^iin.’ leika í kvöld Oh mtj Goodness, mg OaíDDess ! nfr geisladiskur Papanna GleðisÉODd DJilli 19:00 og 22=00 fgrir allö grœDö og glöðö LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Stöð 2 ►12.55 Fyrsta mynd dagsins er Veiðiþjófarnir (The Far Off Paíace, ‘93) ★★'/2, prýðisgóð barna- og fjölskyldumynd sem segir af flótta tveggja ungmenna (Reese Wither- spoon og Ethan Randall) undan veiði- þjófum í Kalahari-eyðimörkinni. Þeim til bjargar verður ungur búskmaður. Minnir talsvert á Walkabout, þá mögnuðu mynd sem Nicholas Roeg gerði í óbyggðum Ástralíu, enda báð- ar þroskasögur unglinga undir svip- uðum kringumstæðum í hliðstæðum félagsskap. Með Maximillian Schell og Jack Thompson. Leikstjóri Mikael Salomon. Stöð2^21.00 Bandarískir kvik- myndagerðarmenn sækja mikið í gamla sjónvarpsþætti. Raunir rétt- vísinnar (Dragnet, ‘87) er ein slík og byggist á vinsælum þáttum frá því á sjöunda áratugnum um ólíka lög- reglumenn, sem hér eru leiknir af Dan Aykroyd og Tom Hanks. SV og AI gefa ★★ í Myndbandahandbók- inni og segja myndina fislétta skemmtun þar sem Aykroyd steli senunni af Hanks í hlutverki sérvitr- ingsins og lögreglumannsins Joes Friday. Sjónvarpið ►21.00 Hún leynir á sér gamanmyndin Frændsystkin (Cous- ins, ‘89), kynlífskómedía gerð eftir samnefndri frægri og franskri mynd um mann sem verður ástfanginn af frænku sinni. Ted Danson og Isabella Rosselini fara vel með aðalhlutverkin en auk þeirra leika Sean Young, Willi- am Petersen og Lloyd Bridges í myndinni, sem Joel Schumacher leik- stýrir. ★★Vi. Sýn ►21.20 Hún er ekki af verri endanum hrollvekjan Þokan (The Fog), orðin sígild á meðal unnenda hryllingsmynda. Hún er frá þeim tíma þegar Ieikstjórinn, John Carpenter, gerði þessar líka fínu myndir af litlum efnum. Með Jamie Lee Curtis gjaman í aðalhlutverki og buffið Tom Atkins kom oftar en ekki við sögu. Hal Holbrook, Adrienne Barbeau, John Houseman og Janet Leigh fara með önnur stór hlutverk í þessari spennandi draugasögu frá sjávarþorpi í Kaliforníu. Einn drungalegan aftan knýja sjódraugar úr aldagömlu strandi dyi'a hjá vita- verðinum Barbeau. Fullir af hefndar- hug hyggja þeir á makleg málagjöld til handa afkomendum þeirra manna sem tældu þá í hina votu gröf fyrir sléttum 100 árum. ★★'/2 Stöð 2 >22.45 Óaldarflokkurinn (The Wild Bunch, 69), sjá umfjöllun í ramma. Sjónvarpið ►23.10 Þvi miður er eiginlega ekkert gott hægt að segja um Víkingasögu (Viking Saga, ‘94), sem er ekki áhugaverð að neinu leyti öðru en að hún er tekin hérlendis með slatta af ágætum, íslenskum leikur- um. Efnið sótt í Islendingasögur með Stjörnustríðsívafi. Afleit della sem er jafnframt eitt fyrsta leikstjórnarverk- efni kvikmyndatökumannsins góð- kunna Michaels Chapman. 'h Stöð 2 M .10 Öskubuskuævintýrið Stórkostleg stúlka (Pretty Woman, ‘90), um götumelluna með gullhjartað (Julia Roberts) sem kynnist vellauð- uga draumaprinsinum (Richard Gere), er besta skemmtun og parið hið borginmannlegasta. Glórulaus vit- leysa sem gæti aðeins gerst í Hollywood, en afþreyingargildið engu að síður ótrúlega mikið. ★★★ Stöð 2 ►3.10 Stórborgarvestrinn Kúrekar í stórborginni (‘94) segh' af félögunum Woody Harrelson og Ki- efer Sutherland, kúasmölum úr sveit- inni, sem bregða sér í bæinn til að hjálpa vini í nauð. Ómerkileg grínút- gáfa af kringumstæðunum í Coogan’s Bluff, gamalli og góðri Eastwood- mynd. Utan Harrelsons er leikaraval- ið fremur ógeðfellt. Sutherland, Dyl- an McDermott, Marg Helgenberger og Thomas Milian ★V2. Sæbjörn Valdimarsson Ofbeldis- fullir harðnaglar Einn frægasti vestrinn sem gerð- ur hefur verið á síðari hluta ald- arinnar er hinn ofurraunsæi og blóðidrifni Óaldarflokkurinn (The Wild Bunch, ‘69) og hefur, ásamt Butch Cassidy and the Sundance Kid, haft ómæld áhrif á þessa gerð mynda æ síðan. Um hann hafa verið ritaðar heilu bækurnar. Leikstjór- inn var Sam heitinn Peckinpah, sem var einna kunnastur fyrir ofbeldis- fullar harðnaglamyndir sínar sem urðu margar hverjar feikivinsælar og settu mark sitt á verk fjölmargra leikstjóra frá þessu tímabili. Ofbeld- ið er hrikalegt í Óaldarflokknum og best að taka það strax fram að myndin er ekki við hæfi viðkvæmra né barna yngri en 16 ára. Hún styðst að einhverju leyti við endalok samnefnds gengis, sem stundaði rán og gripdeildir í landamærahér- uðum Bandaríkjanna og Mexíkó fram á annan áratug aldarinnar. Gengið og starfsaðferðir þess frá öldinni sem leið dagaði loks uppi í smábæ sunnan landamæranna 1914. Þar var það hreinlega skotið í tætl- ur í sögufrægri fyrirsát sem Peckin- pah lýsir í ekki síður kunnum atrið- um þar sem hann undirstrikar ljót- leika og grimmd blóðsúthellinga í löngum senum, sem hann sýnir gjarnan hægt. Hið roskna bófa- gengi, sem var búið að lifa sitt feg- ursta, er mannað einvala liði frá- bærra skapgerðarleikara sem líður seint úr minni. William Holden, Er- nest Borgnine, Robert Ryan og Warren Oates eru magnaðir 19. ald- ar bófar á rangri öld, orðnir tíma- skekkjur. Þeir eru dyggilega studd- ir af Edmund O’Brian, Ben John- son, Strother Martin og L.Q. Jones. Þvflíkur mannskapur, þreyttur, skítugur, blóðugur, rifinn og tættui' í ofanálag. Þó er draumkennd feg- urð yfir slátruninni, sem er frábær- lega kvikmynduð af Lucien Ballard og meistaralega klippt. Verður þó ætíð fyrst og fremst mynd leikstjór- ans og leikhópsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.