Morgunblaðið - 18.01.1998, Side 31

Morgunblaðið - 18.01.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 31 i ; < í i i i H SKOÐUN sem er að langmestu leyti í höndum viðskiptabanka í hinum löndunum fjórum. Petta var þó ekki gert, held- ur var ausið óhróðri yfir þá, sem bentu á þetta af góðum hug: seðla- bankinn var orðinn næsti bær við landbúnaðarráðuneytið - og það þai'f í sjálfu sér ekki að koma á óvart, úr því að forustumannvalið er nú orðið svipað á báðum stöðum. A meðan gripið var til öflugra ráðstaf- ana til að bæta rekstur bankakerfis- ins í öllum hinum löndunum fjórum og annars staðar, þar sem afskriftir og útlánatap bankakerfisins keyrðu úr hófi, m.a. með því að skipta um bankastjórnendur og draga suma þeirra fyrir dóm, eftir því sem við átti, þá þrættu menn hér heima og sátu - og sitja enn! - sem fastast. Leyndin dró dilk á eftir sér, eins og vænta mátti, því að afskriftirnar og útlánatöpin hér heima eru nú komin langt fram úr sambærilegu tjóni á hinum Norðurlöndunum fjórum. Ég sé fyrir mér viðbrögðin, sem það vekti t.d. í Danmörku eða Svíþjóð, ef stjórnvöld þar yrðu ber að því að bera ábyrgð á, að bankar og sjóðir hefðu tapað jaftivirði einn- ar milljónar króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu, en það er einmitt fjárhæðin, sem farið hefur forgörð- um í bankakerfinu hér heima síðan 1987, enda þótt gjafakvótakerfið hafi verið notað til að breiða yfir brestina í bankakerfinu. Þegar út- lánatapið var komið upp í 40 millj- arða króna fyrir þrem árum hvatti ég til þess í grein hér í Morgunblað- inu, að opinber rannsókn yrði látin fara fram. Nú, þegar tapið er komið upp í 67 milljarða skv. upplýsingum Seðlabankans, leyfi ég mér að ít- reka þessa tillögu. Fólkið í landinu þarf að fá að vita, hvernig allt er í pottinn búið í bankakerfinu. Þess má geta, að þennan tíma, sem útlánatapið hefur rokið úr 40 milljörðum upp í 67, hefur banka- stjórn seðlabankans skipt svo með sér verkum, að æðsti ábyrgðarmað- ur bankaeftirlitsins, sem er deild í seðlabankanum, hefur verið enginn annar en - þú gizkaðir rétt! - Steingrímur Hermannsson. Heilt, haf Þessi dæmi eru ekki stakar bár- ur, heldur heilt haf. Höldum áfram. Ríkisstjórnir Finnlands, Noregs og Svíþjóðar fólu óvilhöllum sérfræð- ingum að skoða kosti og galla aðild- ar landanna að Evrópusambandinu og síðan að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu (EMU), enda þótt seðlabankaskýrslur um málið lægju fyrir á hverjum stað, en til- lögu um öflun slíkra upplýsinga var hins vegar hafnað á ríkisstjórnar- fundi á Islandi (í tíð síðustu stjórn- ar). Eftir dúk og disk var nokkrum stofnunum Háskólans falið að hrúga upp skýrslu á elleftu stund og af vanefnum. Og nú hefur verið skipuð nítján (!) manna nefnd til að skoða EMU betur, en hún er ekki skipuð óháðum sérfræðingum eins og í öðr- um löndum, heldur aðallega fulltrú- um hagsmunahópa, sem hafa enga sérstaka þekkingu á málinu. Blind- ur leiðir blindan. En þó finnst mér keyra um þver- bak, þegar málsvarar ríkisstjórnar- innar með forsætisráðherrann í broddi fylkingar gagnrýna veiði- gjaldsmenn fyrir að hafa ekki ná- kvæma útfærslu veiðigjalds á reið- um höndum. Þessi gagnrýni vitnar um litla virðingu fyrh' hvoru tveggja í senn: upplýsingarskyldu ríkisins gagnvart almenningi og eðlilegri verkaskiptingu stjómmála- manna og annarra í lýðræðissamfé- lagi. Veiðigjaldsumræðan hefur staðið nær látlaust í aldarfjórðung. Stjórnvöldum bar fyrir löngu skylda til að fela embættismönnum sínum eða erlendum sérfræðingum að taka saman skýrslu - ekki eina, heldur margar! - um kosti og galla gjalds og ekki sízt um ólíkar út- færslur. Þetta hefur ekki enn verið gert. Þeir í stjómarráðinu vilja heldur sem minnst um málið vita. (Þeir skipuðu að vísu eina nefnd með fulltrúum stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka með gamla lag- inu, og m.a.s. með tveim formönn- um til öryggis, einum úr hvorum þá- verandi stjórnarflokka, enda skilaði nefndin rýru verki, svo sem vonlegt var.) Og svo hella þeir fúkyrðum yfir þá, sem kveiktu hugmyndina og hafa haldið henni vakandi í vitund þjóðarinnar, fyrir að hafa ekki unn- ið úr henni til fulls. Við ættum kannski að taka þá á orðinu: útfæra veiðigjaldshugmynd- ina til fulls - og framkvæma hana svo?! Ætli það endi ekki með því? Þegar stjórnvöld bregðast skyldum sínum eða reynast verkum sínum ekki vaxin, þá verða aðrir að fylla skarðið. Um þetta snýst t.d. einka- væðing atvinnulífsins öðrum þræði. Og um þetta snúast einnig gamlar og nýjar hugmyndir um aukna sam- keppni og fjölbreytni í heilbrigðis- og skólakerfinu. Langvinn van- ræksla hlýtur að kalla á viðbrögð. Höfundur er prófessor og félagi f Samtökum um þjóðareign. TILBOÐ ÓSKAST í Chevrolet Camaro árgerð '94, Toyota P/U 4x4 SR-5 árgerð '89, Jeep Cherokee 4x4 (tjónabifreið) árgerð '95 (ekinn 19 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 20. janúar kl. 12 - 15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. G.M.C. TANKBIFREIÐ Ennfremur óskast tilboð í G.M.C. tankbifreið 5000 gal. E.B. árgerð '83. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.