Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Upp í sex vikna bið eftir segulómun BIÐLISTI eftir segulómun hjá Læknisfræðilegri myndgrein- ingu hf. er sex vikur og nokk- urra vikna bið er eftir slíkri rannsókn á Landspítala Islands. Aðeins tvö segulómunartæki eru í landinu. Kostnaður við kaup og uppsetningu á slíkum tækjum er yfir 100 milljónir kr. Pau eru þó aðeins í rekstri á dagvinnutíma. Þorkell Bjarnason, læknir hjá Læknisfræðilegri myndgrein- ingu, sagði að fjögur segulómun- artæki þyrftu að vera í landinu til að anna þörfinni. Hann segir að tækið sé yfirleitt aðeins notað tU kl. 17 á daginn og suma daga til kl. 18 en lengur ef bráðatilfelli koma upp. Sjá ekki annað en kostnað við að lækna sjúklinga Þorkell segir að spamaður hjá heilbrigðisráðuneytinu og Tryggingastofnun felist einatt í því að framkvæma ekki hlutina. „Þessar stofnanir sjá aldrei ann- að en kostnað við það að lækna sjúklinga en ekki það að menn eru rúmliggjandi og óvinnufærir. Það er líklega þjóðhagslega hag- kvæmasta aðgerð sem tU er að gera sjúklinga að skattborgurum á ný,“ sagði Þorkell. „Mér finnst kominn tími til að breyta þessum hugsunarhætti. Aðalvandamálið er að það þaif að aðskUja kaupanda og seljanda þjónustunnar. Þetta er ríkið í báðum tilfellum og sjúklingur- inn ræður engu.“ Hann segir að svipað ástand sé í Svíþjóð, þar séu langir biðlistar eftir þjónustu af þessu tagi en í Bandaríkjunum þekkist það ekki. Þorkell segir að það sé einfalt reikningsdæmi að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að flýta fyrir rannsóknum af þessu tagi. Segulómun hjá Læknisfræði- legri myndgi-einingu kostar 21 þúsund krónur. Af því greiðir sjúklingurinn 1 þúsund kr. en Tryggingastofnun afganginn. Tiýggingastofnun fær síðan af- slátt frá fyrirtækinu og ræðst hann af magni rannsókna. Upp í þriggja mánaða bið í nágrannalöndum Olafur Kjartansson, læknir á Landspítalanum, segir að biðlisti eftir segulómun sé nú allt upp í þrjár vikur. Biðlistinn hefur lengst mjög á síðustu dög- um. Olafur segir að beiðnir um slíkar rannsóknir virðist koma í talsverðum bylgjum. „Þetta er ekki langur biðlisti á venjulegan mælikvarða. I Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð eru þeir allt upp í tvo til þrjá mánuði,“ segir Ólafur. Á Landspítalanum er segul- ómtækið í notkun í dagvinnu- tíma nema þegar biðlistar lengj- ast. Þá er reynt að bæta við sjúklingum og tækið oft í notkun til kl, 19-20 á kvöldin. Minnast upphafs eldgossins í Eyjum VESTMANNEYINGAR minnast þess á morgun að þá eru tuttugu og fimm ár liðin frá því að eldgos hófst í útjaðri bæjarins árið 1973. Guðjón Hjörleifsson bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum segir að upphafs gossins verði minnst með varfærni enda muni líklega verða meiri fögnuður í Eyja- mönnum í sumar þegar gos- lokanna verði minnst með hátíða- höldum. Þetta séu viðkvæm tíma- mót. Margir hafi farið illa út úr gosinu og ekki séu öll sár gróin. Guðjón segir þó Ijóst að lánið hafi verið með mönnum þessa nótt, veður hafi verið gott og flotinn í höfn og allir hafi því sloppið heilir í land. Honum sé þakklæti efst í huga er hann hugsi til baka til þessara at- burða. Einnig sé hann íslending- um þakklátur fyrir vinarþel og þær stórkostlegu móttökur sem Vestmanneyingar fengu á fasta- landinu. Hann segir hins vegar enga launung á því að það hafi verið þörf á ofboðslegri uppbyggingu að gosinu loknu og hún hafi e.t.v. kostað bæinn meira en nauðsyn var á. Hann sé hins vegar bjart- sýnn á framtíðina og telji Vest- manneyinga geta verið það mið- að við þá eldskírn sem á undan sé gengin. Margvísleg dagskrá um helgina Bæjarstjórn Vestmannaeyja og nokkur félagasamtök í bænum MbiySigurgeir minnast þessara atburða með margyíslegri dagskrá um helg- ina. Á föstudagskvöld verður far- in blysför frá þremur stöðum í bænum að bryggjusvæði Herjólfs þar sem haldin verður stutt at- höfn á þilfari skipsins. Á laugar- dag verður haldið golfmót í um- sjón Golfklúbbsins og hraðskák- mót á vegum Taflfélagsins auk þess sem nýtt hafnsögu- og björgunarskip verður afhent við hátíðlega athöfn. Á sunnudag verður messa í Landakirkju helguð þessum atburði og að henni lokinni sýndar litskyggnur frá gosinu. Síðar um daginn verður haldinn almennur fundur um stöðu Vestmannaeyja í nútíð og þátíð. Morgunblaðið/Árni Sæberg HAUKUR Gronli (t.v.), Matthías Sigurðsson, Atli Þór Þorgeirsson, Styrmir Steingrírnsson og Hörður Sig- urðsson ætla að klífa hlíðar Mount Mckinley í Alaska í byijun maí. Ætla að klífa hæsta fjall Norður- Ameríku FIMM ísiendingar ætla að reyna að klífa fjallið Mount Mckinley í Alaska, sem er hæsta íjall N-Am- eríku. Ferðin verður farin í byrj- un maí og er áætlað að hún taki fimm vikur. Mount Mckinley, sem er 6.194 m á hæð, er hluti af Denali þjóð- garðinum og var fyrst klifið árið 1913. Það er jafnan napurt í hlíð- um þess en frostið getur farið niður í 40 gráður. Búast má við um 30 gráðu frosti þegar fimm- menningarnir leggja af stað upp hlfðar fjallsins í byrjun mat. Þeir Styrmir Steingrímsson, Atli Þór Þorgeirsson, Haukur Gronli, Matthras Sigurðsson og Hörður Sigurðsson starfa í Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Björgunarsveit Ingólfs og ætla að feta í fótspor átta íslendinga sem hafa komist á tind fjallsins á síðustu 19 árum. Sex þeirra sem hafa komist á tindinn eru frá Hjálparsveitinni r' Kópavogi. Fjallið hefur því verið kallað „Kópavogshælið" af félögum sveitarinnar. Nokkrir Islending- ar til viðbótar hafa reynt að klífa það en ekki tekist ætlunar- verk sitt. Gönguleiðir upp fjallið eru erfiðar og talsvert um snjó- flóð. Styrmir Steingrímsson er tví- tugur að aldri og yngstur fimm- menninganna. Hann vonast til að vera yngsti Islendingurinn til að klífa Mount Mckinley. Þrátt fyrir ungan aldur er Styrmir bjart- sýnn á ferðina en segir að hún eigi eftir að verða erfið. „Við er- um vongóðir um að komast á leiðarenda enda höfum við stund- að íjallamennsku og klif af mikl- um krafti með hjálparsveitum síðustu ár. Þá höfum við klifið fjallabálkinn Mont Blanc sem er á landamærum Ítalíu og Frakk- lands. Hann er um 50 km langur og með marga tinda yfir 4.000 m. Við fórum á hæsta tindinn sem er í 4.807 mhæð.“ Styrmir segir það hafa verið ólýsanlega tilfinningu að komast á tind Mont Blanc og ferðalagið hafi verið þeim félögum hvatning að reyna við annað og stærra fjall. „Svona ferðir eru krefjandi bæði líkamlega og andlega enda ríður á að hópurinn standi sam- an.“ Everest-fararnir brutu ísinn Þeir félagar eru sammála um að för Hallgríms Magnússonar, Einars K. Stefánssonar og Björns Ólafssonar á tind Everest, fynr tæpu ári, hafi aukið áhuga Is- lendinga á fjallamennsku og æv- intýraferðum. „Islendingar hafa farið ijöl- marga erfiða leiðangra um heim- inn á liðnum árum og það er ekki fyrr en nú sem þeir vekja veru- legan áhuga fólks hér heima. Þá eru fleiri farnir að stunda fjaila- mennsku en áður og áhugasviðin eru margvísleg. Sumir eru í klettaklifri, aðrir leggja rækt við ísklifur og enn aðrir fara ævin- týraferðir á gönguskíðum," segir Haukur Gronli. Fimmmenningarnir búast við að ferðalagið kosti um 400 þús- und krónur á mann en mikið fé fer í kaup á búnaði. Þeir segja að ekki sé hægt að spara kaup á bún- aði enda megi ekkert út af bera í bröttum og köldum hlíðum Mount Mckinley. Þeir áætla að ferðalag- ið upp fjallið taki innan við 30 daga en það fari eftir veðri. Þotunni seinkar um sólarhring VIÐVÖRUN um bilun kom fram í hinni nýju þotu Flugleiða þegar hún var að aka í flugtaks- stöðu á flugvellinum við Seattle í Bandaríkjunum í fýrrakvöld. Átti hún að lenda á Keflavíkur- flugvelli í gærmorgun en henn- ar er von kl. 11 í dag. Ákveðið var strax í fyrra- kvöld að seinka móttökuathöfn, sem vera átti í viðhaldsstöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun, um sólarhring þar sem ekki var vitað hversu langan tíma tæki að rannsaka bilunina, en hún reyndist smá- vægileg. fslendingurinn á Antillaeyjum Dómur í byrj- un febrúar DÓMS er að vænta í byrjun febrúar yfir íslendingnum sem hnepptur var í varðhald á Antillaeyjum í lok nóvember. Var hann tekinn með kókaín þegar hann var á leið úr land- inu til Hollands. Sveinn Andri Sveinsson lög- maður, sem fylgst hefur með málinu héðan fyrir hönd ætt- ingja, segir að rannsókn og málflutningi sé lokið og að hann hafi fengið þær upplýs- ingar að dóms megi vænta í byrjun næsta mánaðar. Búast má við að íslendingur- inn fái að afplána dóm sinn hér- lendis. Skiptum í búi Þjóðviljans hf. lokið LOKIÐ er skiptum í þrotabúi Þjóðviljans hf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta árið 1994. Að sögn Harðar F. Harðarsonar lögmanns greiddist lítið upp í heildarkröfur. Gestur Jónsson hrl. var skiptastjóri en Hörður Felix Harðarson, sem vann með hon- um að skiptunum, sagði að skiptum hefði upphaflega yerið nánast lokið árið 1996. í lok þess árs hafi hins vegar komið fram eignir og var málið þá tekið upp að nýju og eignunum komið í verð og úthlutað. Hörður sagði að engar for- gangskröfur hefðu verið gerðar í búið og lítið fengist greitt upp í heildarkröfur. Átta sækja um EITT embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Suðm-lands hef- ur verið auglýst til umsóknar og voru umsækjendur átta. Um- sóknarfrestur rann út 20. þ.m. Þeir sem sóttu um eru: As- geir Magnússon hæstaréttar- lögmaður, Guðmundur Krist- jánsson hæstaréttarlögmaður, Hjalti Steinþórsson hæstarétt- arlögmaður, Jónas Jóhannsson héraðsdómari, Jón Finnbjörns- son, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness, Ragn- heiður Bragadóttir, aðstoðar- maður hæstaréttardómara, Ragnheiður Thorlacius, fulltrúi sýslumannsins á Selfossi, og Þorgerður Erlendsdóttir, sett- ur héraðsdómari við Héraðs- dóm Suðurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.