Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT * Ottast styrjöld í Kosovo MANNRÉTTINDASAMTÖK IN AJþjóðlega Helsinkisam- bandið greindu frá því í gær að fulltrúar þeirra teldu hættu á að aukin spenna í Kosovo-hér- aði í Serbíu myndi leysa úr læðingi blóðug vopnaviðskipti. Sendimenn sambandsins dvöldu í Kosovo í viku og fundu „ógnvænlegar vísbendingar" um aukið ofbeldi. Ástandið þar væri nú hættulegra en nokkru sinni áður og nauðsynlegt væri að fá Slobodan Milosevic, for- seta Serbíu, til þess að sam- þykkja alþjóðlega milligöngu um samnkomulag um framtíð Kosovo. Gorbatsjov atyrðir Jeltsín MIKHAIL Gorbatsjov, fyrr- verandi forseti Sovétríkjanna, veittist í gær að þvi sem hann nefndi pólitíska stöðnun sem orðið hefði í valdatíð Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, og sagði að ungu endurbótasinn- arnir sem tekið hefðu við stjórnartaumunum væru búnir að vera. Kemur þetta íram í skýrslu sem Gorbatsjov-stofn- unin gaf út í gær. Þar segir ennfremur að ástandið muni í fyrsta lagi batna eftir forseta- kosningamar árið 2000. Blair treystir Robinson TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, ítrekaði í gær að hann bæri fullt traust til Geoffreys Robinsons, aðstoðar- fjármálaráðherrans sem legið hefur undir ámæli vegna meintra skattsvika. Einn sam- ráðherra Robinsons neitaði á þingi í gær að bera til baka fréttir Sunday Times um að rannsókn á fjárreiðum Rob- sons stæði fyrir dyrum hjá skattrannsóknamefnd, sem heyrir undir fjármálaráðuneyt- ið. íhaldsflokkurinn hefur kraf- ist þess að Robinson segi af sér komi til slíkrar rannsóknar. Bandaríkjaför Netanyahus „stórt skref aftur á bak“ Jerúsalem, Wqshington. Reuters, The Daily Telegraph. BANDARÍSKUR embættismaður sagði i gær að Bill Clinton, Banda- ríkjaforseti, og Benjamin Netanya- hu, forsætisráðherra ísraels, hefðu á fundum sínum í Washington rætt nýjar hugmyndir um brottflutning ísraelskra hermanna frá Vestur- bakkanum, en hefðu ekki komist að niðurstöðu. Embættismaðurinn sagði að deilan um brottflutning hefði staðið í um það bil ár, og yrði ekki „leyst á einni nóttu“. Á fyrri fundi forsetans og forsæt- isráðherrans, sem fram fór á þriðju- dagsmorgun, lagði Clinton fram hugmyndir sínar um hvernig leysa mætti deiluna um brottflutninginn. Á seinni fundinum, sem stóð í eina og hálfa klukkustund og lauk rétt fyrir miðnætti að staðartíma (um klukkan fimm í gærmorgun að ís- lenskum tíma), hélt forsetinn áfram að ræða tillögumar sem lagðar voru fram um morguninn. Fréttaskýrendur segja að Banda- ríkjaforseti hafi beitt Netanyahu miklum þrýstingi, og sett ofan í við hann. Netanyahu hafi í þessari Bandaríkjaför ekki fengið þær kurt- eislegu viðtökur og vinsamlegu kveðjur sem fulltrúi Israels fái jafn- an. Netanyahu var ekki boðið að dvelja í gestabústaðnum andspænis Hvíta húsinu, var ekki boðið til há- degis- eða kvöldverðar með forset- anum og fékk ekki að halda sameig- inlegan fréttamannafund með Clint- on, og gat því ekki notað Hvíta hús- ið sem baksvið. Óvildar gætir Bandarískur embættismaður við- urkenndi í viðtali við The Wash- ington Post að nokkurrar óvildar gætti í garð Netanyahus. „Við kom- um fram við hann eins og forseta Búlgaríu.“ Búlgaríuforseti kemur í heimsókn til Bandaríkjanna í næstu viku. Embættismaðurinn bætti við: „Reyndar held ég að Clinton muni skokka með Búlgaríuforseta, svo að sá samanburður er ekki sanngjarn [gagnvart Búlgaríuforseta]." Fréttaskýrendur segja að fyrir ísraela, sem löngum hafi verið kær- ir vinir Bandaríkjamanna, hafi heimsókn Netanyahus verið stórt skref aftur á bak. Flestir Bandaríkjaforsetar hafa farið mjög varlega í að beita ísraela þrýstingi, en Clinton telur sér slíkt fært þar eð hagsmunahópar gyð- inga í Bandaríkjunum eru æfir út í Netanyahu. Eru þeir eindregið and- vígir þeim áætlunum forsætisráð- herrans að binda í lög að bók- stastrúaðir rabbínar séu einráðir um skilgreina það hver geti talist gyðingur. Andvígir jöfnum réttindum Allt að því annar hver gyðingur á táningsaldri í ísrael telur að neita eigi arabískum ríkisborgurum um sum borgaraleg réttindi, samkvæmt niðurstöðum könnunar er gerð var á vegum ísraelskra menntamálayf- irvalda. Um 400 táningar voru spurðir í könnuninni og töldu 19% Jaeirra að vísa ætti aröbum burt frá Israel, því þeir væru ógn við öryggi landsins. Ónnur 18% töldu að arabar ættu ekki að njóta jafnra réttinda og gyð- ingar vegna þess að þeir þurfi ekki að gegn herskyldu, og sjö af hundraði telja að arabar eigi ekki skilið að njóta fullra réttinda í land- inu. Shmuel Abuav, formaður mennta- málanefndar ísraelska þingsins, seg- ir niðurstöðumar áhyggjuefni. „Ef allt að helmingur gyðinga á ung- lingsaldri í ísrael telur að arabar eigi ekki að njóta fullra borgararétt- inda, þá er augljóst að bilið milli samfélaganna tveggja er enn breitt og vafasamt að möguleiki sé á frið- samlegri sambúð þeirra." Um það bil 25% íbúa í ísrael eru arabar. Reuters Einræktaðir KÁLFARNIR George (t.v.) og Charlie (t.h.) stilltu sér upp til myndatöku fyrr í vikunni á bú- garði í Texas, þar sem þeir komu í heiminn ásamt einum til. Eru þeir allir einræktaðir af James Robi og Steven Stice, við Háskélann í Massachusetts, sem reka fyrirtæk- ið Advanced Cell Technology. Robl og Stice greindu frá fæðingu kálf- anna á þriðjudag og sögðu að ein- ræktun veitti möguleika á að framleiða lyf og þrda læknismeð- ferð fyrir fólk. Gengi indónesíska gjaldmiðilsins heldur áfram að falla Segja afsögn Suhartos forsendu endurreisnar Jakarta. Reuters. HÓPUR indónesískra embættis- og fræðimanna skoraði í gær á Su- harto, forseta Indónesíu, að segja af sér þar sem hann hefði reynst ófær um að leysa efnahagsvandann í landinu. Suharto hefur hins vegar ákveðið að gefa enn einu sinni kost á sér í kosningunum í mars og margt bendir til, að varaforsetaefni hans verði Jusuf Habibie rannsókna- og tækniráðherra en hann er kunnur fyrir ýmis gæluverkefni og gífurlegt bruðl með almannafé. Átti orðrómur um þessa hugsanlegu upphefð hans þátt í því, að gengi indónesíska gjaldmiðilsins, rúpíans, féll enn í gær. Ymsir leiðtogar múslima, stjórn- arandstæðingar og námsmenn hafa krafist afsagnar Suhartos en máls- metandi menn í ríkiskerfinu hafa ekki tekið undir það fyrr en nú. í yf- irlýsingu frá 19 starfsmönnum Indónesísku vísindastofnunarinnar sagði, að ríkisstjórninni hefði mis- tekist í efnahagsmálum og því yrði ’f<A AX^ Níundi fyrirlestur „Laxnessársins“ í Norrœna húsinu í dag \l. ij. /5: .. ORÐIN HOPPA OG HÍA ut um borg og bí ...“ - Valgerður Benediktsdóttir ferðast um Ijóðheima Halldórs Laxness Valgerður Benediktsdóttir heldur í dag fyrirlestur á vegum Laxnessklúbbsins og Vöku-Helgafells í Norræna húsinu sem nefnist orðin hoppa og hía út um borg og bí...“ Ferðalag um ljóðheima Haildórs Laxness. Erindið hefst klukkan 17.15, er öllum opið og aðgangur ókeypis. Valgerður Benediktsdóttir mun í spjalli sínu fjalla um kvæði sem Halldór Laxness hafði dálæti á í æsku og síðar meir og þau sem hann ortí sjálfur, ræða um áhrifavalda, skoðanir hans á ljóðagerð og ljóðasmiðum og álit annarra á skáldskap hans. Valgerður les nokkur Ijóða Halldórs, m.a. tvö sem ekki hafa birst í bókum hans, og leikur upptökur með lestri hans sjálfs. Fyriri.kstur i Norræna iiúsinu I I)AC KI„ 17.15 Valgerður Benediktsdóttir er bókmenntafræðingur að mennt og var annar höfundur bókarinnar Lífsmyndir skálds þar sem æviferill Halldórs Laxness er rakinn í máli og myndum. VAKA- HELCAFELL Laxnessklúbburinn að skipta um forystu. Kreppan í landinu væri ekki aðeins efnahags- leg, heldur snerist hún líka um virð- ingu þjóðarinnar út á við. M. Riefqi Muna, einn þeirra, sem undirrituðu yfirlýsinguna, sagði, að Suharto þyrfti að fara frá. Indónesíska vísindastofnunin ann- ast ýmsar stjórnmála- og efnahags- legar kannanir og er ríkisstjórninni til ráðgjafar. „Tveir góðir“ Suharto, sem er 76 ára að aldri, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem forseti landsins sjöunda kjörtímabil- ið í röð og miðað við ofurvald stjórn- arflokksins eru kosningarnar í mars aðeins formsatriði. Muna sagði hins vegar, að markaðimir treystu ekki Suharto og meðal annars þess vegna héldi gengi rúpíans áfram að falla. Orðrómur um, að Habibie yrði vara- forsetaefni Suhartos bætti síðan ekki um betur og í gær hrapaði rúpí- inn og fór í 12.000 fyrir dollarann. Helsta stuðningsblað stjórnarinnar fagnaði því hins vegar, að Habibie yfir hugsanlega varaforseti og birti af þeim mynd saman undir fyrir- sögninni „Tveir góðir“. Þrátt fyrir gífurlega efnahagsað- stoð frá IMF, Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, og væntanlegar umbætur í Hækkun í Asíu, lækkun í Evröpu Reuters SUHARTO, forseti Indónesíu, á fundi með efnahagsráðinu í Jakarta. Hann gaf í gær út nokkrar tilskipanir um umbætur í efnahagslífinu. I I ( ! I í efnahagslífinu í Indónesíu virðist enn stefna niður á við. Er ástæðan meðal annars áhyggjur af skulda- súpunni erlendis, rúmlega 10.000 milljörðum ísl. kr. Eiga indónesísk fyrirtæki í erfiðleikum með að standa við dollaraskuldbindingar sínar og eru farin að greiða þær með rúpíum. Átti það sinn þátt í gengis- fallinu. Suharto gaf í gær út nokkrar for- setatilskipanir um umbætur í efna- hagslífinu og þar á meðal um afnám einokunaraðstöðu ýmissa ríkisfyrir- tækja. Samkvæmt þeim hefur opin- berum stuðningi við bflaframleiðslu í landinu verið hætt og sjálfstæði seðlabankans tryggt. r t i i Þrátt fyrir gengisfall rúpíans og fleiri gjaldmiðla í Asíu hækkaði gengi hlutabréfa á fjármálamála- mörkuðum í álfunni en í Evrópu lækkaði það. Er ástæðan sögð áhyggjur af því, að hagnaður evr- ópskra fyrirtækja fari minnkandi vegna efnahagserfiðleikanna í Asíu. Þá lækkaði einnig gengi dollarans gagnvart þýska markinu en hátt gengi á evrópskum gjaldmiðlum kemur sér illa fyrir evrópska útflytj- endur. u L ! I !■: r i í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.