Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 29 EFTIR því sem sveit- arfélög landsins fá fleiri og stærri verkefni í hendur, þeim mun meiru ráða þau um vel- ferð og vellíðan þegna landsins. Sveitarfélögin eru að vísu bundin af margvíslegum lögum, sem setja þeim hlutverk og afmarka þeim verk- efni sem þau verða að sinna, m.a. verkefni sem fela í sér þjónustu við þegnana. Aherslur og aðstæður sveitarfélag- anna verða þó misjafn- ar, sum sveitarfélög geta boðið íbúum gott skólakerfi, önnur góða Jeikskóla, enn önnur góða öldrunarþjónustu. I vax- andi mæli mun fólk í framtíðinni ákveða fasta búsetu sína eftir því hvemig opinber þjónusta er í boði á hverjum stað. Þannig mun opinber þjónusta sveitarfélaga án efa verða einn af þáttunum sem ræður hvar fólk sest að til langdvalar. Þetta getur líka átt við þegar fólk skiptir um aðsetur um styttri tíma. I þeim tilfellum er þó frekar spurt um tvennt, í fyrsta lagi hvort fólk fær að njóta einhverrar þjónustu sveitarfé- lagsins sem það býr í og í öðru lagi hvernig skipting kostnaðar við þjón- ustuna á milli heimasveitarfélagsins og gistisveitarfélagsins verður. Tímabundin búseta Alltaf er eitthvað um það að fólk flytji aðsetur sitt um stundarsakir. Getur það verið vegna vertíðar- vinnu, skólagöngu eða annarra tilfallandi að- stæðna. Annmarkar kunna að vera á því að fólk flytji lögheimili sín vegna slíkra tímabund- inna flutninga, t.d. þeg- ar aðeins hluti fjöl- skyldu flytur en hinn verður kyrr á sama stað. Áfram þarf fólk á að halda þjónustu þess sveitarfélags sem það býr í. Ymsar spurningar kunna að vakna: Eiga þessir gestir skilyrðis- lausan rétt á þjónustu gistisveitarfélagsins? Hver á að greiða fyrir þjónustuna? Eiga sveitarfélög að leggja öllum sínum íbúum til þjón- ustu á sama verði, hvort sem þeir eiga þar lögheimili eða ekki? Eiga heimasveitarfélögin að sjá um sína þegna og greiða fyrir þá til gistisveitarfélagins? Eða eiga e.t.v. einstaklingamir með tímabundnu búsetuna sjálfir að greiða raun- kostnað þjónustunnar, á sama tíma og íbúar með fasta búsetu fá þjón- ustuna á niðurgreiddu verði eða jafnvel gefna? Gagnkvæm kostnaðarþátttaka Svo undarlegt sem það kann að virðast er ekkert samkomulag á milli sveitarfélaga landsins um hvemig fara á með þessi mál. Stjórn Samtaka sveitarfélaga hefur að vísu mótað afstöðu varðandi kostnaðar- skiptingu vegna leikskólaþjónustu, Mín skoðun er sú, segir Jónas Guð- mundsson, að sveit- arfélögum landsins beri skylda til að koma fjárhagslegum samskiptum sínum í eðlilegt horf án tafar. með eftirfarandi bókun sem gerð var á stjórnarfundi í mars 1995: „Stjórn sambandsins telur eðli- legt að það sveitarfélag sem stendur að rekstri leikskóla innheimti gjald af foreldmm leikskólabarns sem ekki á heima í sveitarfélaginu, til jafns við það sem foreldrar í sveitar- félaginu greiða og að annar rekstr- arkostnaður verði innheimtur hjá því sveitarfélagi sem bamið á lög- heimili.“ Hér er gengið út frá því að allir íbúar sveitarfélags, hvort sem þeir hafa þar fasta eða tímbundna bú- setu, sitji við sama borð varðandi greiðslu gjalda fyrir þjónustu sveit- arfélagsins, en sveitarfélagið þar sem viðkomandi þegn á lögheimili taki þátt í rekstrarkostnaði vegna þjónustunnar. Sama stefna hefur verið áréttuð í viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna náms grunnskólabarna utan heimasveitarfélags. Segja má að í þessari afstöðu felist skynsamleg og sanngjörn vinnuregla í samskiptum sveitarfélaganna og gæti gilt um flesta þjónustu þeirra. Sveitarfélag fær jafnan tekjur af þeim einstak- lingum sem telja þar lögheimili sitt; annað hvort nýtur það skatttekna eða framlags úr Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga. Rétt er að þær tekjur gangi til þess að standa undir kostn- aði við þjónustu við þegnana, hvar sem þjónustan er veitt. Sveitarfélögin í landinu hafa hins vegar enn ekki gengist inn á þessa stefnu Sambandsins í reynd. Sum hafa reynt að koma sér undan því að taka þátt í kostnaði sem fellur til hjá öðrum sveitarfélögum. Þar með grafa þau undan því samskiptakerfi sveitarfélaganna sem Samtök sveit- arfélaga vilja koma á. Því má segja að fjárhagsleg samskipti sveitarfé- laganna séu að þessu leyti enn mjög vanþróuð. Ekki verður séð að önnur leið en sú sem hér hefur verið lýst og bygg- ir á gagnkvæmri þátttöku í kostnaði sé vænleg til að leysa samskipti sveitarfélaganna. Of flókið yrði að krefjast lögheimilisflutnings í öllum tilfellum sem skilyrði fyrir veitingu opinberrar þjónustu. Líklega yrði að breyta lagaákvæðum ætti lögheim- ilaleiðin alltaf að vera fær. Óhæft ástand Nauðsynlegt er að eytt verði óvissu þegnanna um að þeir eigi greiðan aðgang að opinberri þjón- ustu á sanngjörnu verði hvar sem þeir eru staddir á landinu. Kerfis- leysið getur valdið einstaklingum og sveitarfélögum erfiðleikum, en enn- fremur fyrirtækjum sem ræður fólk í vinnu og skólastofnunum sem taka við nemendum til námsdvalar. Tökum dæmi um fjölskyldufólk sem tekur sig upp og sest í Háskól- ann á Akureyri. Þetta fólk á börn sem þurfa að eiga aðgang að leik- skóla og grunnskóla. Gerum ráð fyr- ir að fjölskyldan eigi erfitt með, vegna starfsemi á fyrri stað, að flytja lögheimili sitt. Gistisveitarfé- lagið Akureyrarbær óskar eftir því að heimasveitarfélagið taki þátt í skólakostnaði barnanna, en fær dræmar undirtektir. Að lokum neit- ar heimasveitarfélagið beinlínis að greiða. Akureyrarbær stendur nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort hann lætur fjölskyldufólkið greiða til jafns við aðra bæjarbúa og annar skólakostnaður vegna gestanna lendi á bænum sjálfum án þess að nokkrar tekjur komi á móti. Eða lætur hann fólkið greiða hærri gjöld og setur í hendur þess sjálfs að leita þátttöku heimasveitarfélagsins. Beri sú málaleitan fólksins ekki árangur er því gert illmögulegt að stunda það nám sem það hefur valið sér. Þar með lenda afleiðingarnar óbeint á Háskólanum á Akureyri; hann missir góða nemendur, honum er gert erfitt um vik að sækja nemend- ur í önnur sveitarfélög. En fyrst og fremst bitnar málið á hlutaðeigandi einstaklingum. Þeirra valfrelsi er skert. Þeir eru bundnir nýjum átthagafjötrum sveitarfélag- anna. Við núverandi fyrirkomulag virð- ast sveitarfélögin því miður reyna að kúga hvert annað. Þau hafa um leið óeðlileg áhrif á velgengni stofnana og velferð einstaklinga í landinu. Mín skoðun er sú að sveitarfélög- um landsins beri skylda til að koma fjárhagslegum samskiptum sínum í eðlilegt horf án tafar. Geri þau það ekki munu þau hafa skaðleg áhrif á fjölmarga einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Þau hafa þar með gefið sterka vísbendingu um að þeim sé ekki treystandi fyrir þeim verkefn- um sem þau hafa fengið í hendur, hvað þá enn stærri verkefnum sem þau hafa þó verið að sækjast eftir. Höfundur er rektor Samvinnuhá- skólans á Bifröst. Vanþróuð samskipti sveitarfélaga Jónas Guðmundsson Lærdómurinn frá Islandi jjÉkFLÍSASKERAR ^JrOGFLÍSASAGIR FYRIR skömmu birtist í Mbl. stutt frétt undir fyrirsögninni: „Hélt fyrirlestur um kvótakerfið í Was- hington." Fréttin grein- ir frá erindi sem pró- fessor Hannes Hólm- steinn Gissurarson hélt nýverið á vegum Cato Institute í höfuðborg Bandaríkjanna. Ekki rýrir það endi- lega innihald fréttar- innar, þótt manni sýnist það í rauninni koma því lítið við, að prófessom- um veittist í leiðinni sú ánægja að sitja kvöld- verðarboð með járnfrúnni, Mar- gréti Thatcher, fyrrv. forsætisráð- herra Bretlands, sem hefir í gegn- um árin verið pólitískt átrúnaðar- goð Hannesar Hólmsteins. Þarf ekki að efa, að þarna hafa orðið miklir fagnaðarfundir. Leystu vandann Yfirskrift erindisins var samkv. frétt Mbl. „Nýmyndun eignarrétt- inda - Lærdómurinn frá Islandi." Fyrirlesarinn fjallaði þarna um þann vanda, hvernig óheftur að- gangur að takmarkaðri auðlind leiði til sóunar og ofnýtingar, „hvernig fiskihagfræðin hafi greint þann vanda, - og Islendingar leyst hann“ eftir forskrift frá Nýsjálend- i.igum. I fjölmörgum pistlum í Mbl. að undanfömu hefir prófessorinn reifað sjónarmið sín til varnar kvótakerfinu af miklum sannfær- ingarkrafti. Sú spurning vaknar, hvort af- staða Hannesar Hólmsteins bygg- ist hér ekki sem fyrr á oftrú harð- línumannsins á hagfræðilegar for- múlur í anda blindrar markaðs- hyggju, fremur en að hann hafi haft augun opin og skilning á því, hvernig umrætt kvótakerfi hefur Sigurlaug Bjarna- dóttir frá Vigur. virkað í raun á íslandi. Auðvitað var nauð- synlegt að finna leiðir til að koma í veg fyrir ofveiði og hran fiski- stofna. Kvótakerfið átti að gegna því hlutverki og gæti gert það, væri framkvæmdin ekki í skötulíki. Við höfum, furðu lostin, horft upp það á undanförnum ár- um, hvernig óprúttnum peningabröskuram, sem jafnvel lítt eða ekki þekkja til fiskveiða og útgerðar, hefir haldist uppi að pranga með sölu eða leigu veiðileyfa vítt og breitt um landið og þannig ráðskast með hagsmuni sjómanna og landverksfólks í sjávarútvegi. í slíkum „viðskiptum" víkja atvinnu- °g byggðasjónarmið af sjálfu sér fyrir gróðavon braskarans. Oftar en ekki hefir afleiðingin orðið sú, að jafnvel gamalgróin útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki hafa lagst af og fólksflótti frá einu sjávarplássi eftir annað fylgt í kjölfarið. Smá- bátaútgerð, hörkuduglegum trillukörlum, sem stundað hafa sjó- sókn mann fram af manni gegnum marga ættliði og haldið uppi stöðugri atvinnu í sinni heima- byggð, hefir verið gert æ erfiðara fyrir. Kvóti þeirra skertur hvað eft- ir annað, og þeir hafa ekki getað keppt við risatogarana á úthafsmið- um á vegum risafyrirtækja, sem vilja stöðugt gúkna yfir meira og meira með sameiningu á samein- ingu ofan við önnur risafyrirtæki, jafnvel á öðram landshornum - í enn stærri risablokkir. Þetta mun heyra undir yfirskrifitina „Ný- myndun eignarréttinda". Þróun tímans Þetta er þróun tímans - svara postular markaðshyggjunnar og Auðvitað var nauð- synlegt að koma í veg fyrir ofveiði og hrun fiskistofna, sefflr Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur. Kvótakerfíð átti að gegna því hlutverki og gæti gert það, væri fram- kvæmdin ekki í skötulíki. frábiðja sér allt gamaldags raus. Siðræn, félagsleg eða mannleg rök -að ekki sé nefnt jafnvægi í byggð landsins - koma þeim ekki við, og ég á ekki von á, að Hannes Hólm- steinn hafi í erindi sínu vestan hafs farið mikið út í þá sálma. (Bent skal í þessu sambandi á athyglis- verða grein og samtal, „Fólkið og kvótinn" í síðasta sunnudagsblaði Mbl. við ungan mannfræðing, Óðin G. Óðinsson.) En víkjum enn að sjálfu kvóta- kerfinu og tökum eitt dæmi um framkvæmd þess: Kvótaleigan fyr- ir hvert kíló af veiddum fiski hefir í reynd verið hærri en söluverð fyr- ir hvert kíló af fiski, hvernig sem það fær nú staðist. En hér ber allt að sama brunni. Það er með mikl- um ólíkindum, hvernig þessi viður- hlutamiklu atvinnumál þjóðarinnar hafa verið látin þróast og ámælis- vert, hvernig stjórnvöld hafa látið ósómann dankast án þess að grípa í taumana. Spor í rétta átt Nú loksins virðist þó einhver hreyf- ing vera að komast á þessi máL Sam- kvæmt upplýsingum sem ég hef frá trú- verðugum Mtrúa sjómannasamtak- anna eru uppi hugmyndir um að koma á ákveðinni tengingu kvótasölu og veiði- skyldu, sem þýðir, að kvóti sem skráður er á ákveðið fiskiskip myndi veiðast í stað þess að ganga áfram kaupum og sölum. Vissulega væri það mildlvægt spor í rétta átt Hinsvegar er viðbúið að prófessorinn í stjómmálíifræði, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, myndi telja það óþolandi skerðingu á frelsi dugmik- illa Qáraflamanna Og varðandi „Lærdóminn frá Is- landi“ - þá held ég, að ýmislegt annað fremur gætum við, eyþjóðin við ysta haf, kennt öðrum þjóðum en stjómun fiskveiða, að fenginni reynslu af fram- kvæmd hennar á undanfómum árum. - Mál er að linrn. Höfundur er menntaskólakennari og fyrrverandi alþingismaður. í : ;:ir iríÍíH í Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 ALHLIÐA TOLVUKERFI HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Einföld lausn á flóknum málum KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni11 •Sími568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Frumkvæði og endurnýjun ! SAMFYLKING TIL SKiURS Nýtum krafta nýrrar kynslóðar Tryggjum áhrif óflokksbundinna Mótum lýðrœðislega fjöldahreyfingu Fjölmennum í prófkjör Reykjavíkurlistans Hrannar Björn í borgarstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.