Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Blondal í bobba HÆSTVIRTUR samgönguráðherra hefur enn ekki áttað sig á hvað stutt er orðið til útlanda ... Landssamband vörubifreiðastjóra kvartar undan djafnri samkeppni við skipafélögin Vilja skýr skil milh sjó- og landflutninga LANDSSAMBAND vörubifreiða- stjóra fer fram á að sett verði lög þar sem gerður verði skýr greinar- munur á sjó- og landflutningum. Unnur Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri sambandsins, segir að skipafélögin Eimskip og Sam- skip hafi það býsna mikið í hendi sér hve mikið af landflutningum teljist vera sjóflutningar en af síð- amefndu greininni er ekki greidd- ur virðisaukaskattur. Þau hafl auk þess keypt upp mörg smærri land- flutningafyrirtæki úti á lands- byggðinni til að tryggja sér land- flutningana. Unnur segir að skipafélögin flytji inn vöru samkvæmt svoköll- uðum „door to door“-skilmálum, eða heim að dyrum. „Auðvitað finnst okkur liggja í augum uppi að skipafélögin ákveða eftir geðþótta hve stór hluti land- flutninguiTnn er af reikningnum. Þau hafa jafnvel í hendi sér að bjóða ókeypis landflutning. Að þessu leyti eru skipafélögin með allt aðra samkeppnisstöðu en vörubifreiðastjórar. Hvergi annars staðar í nágrannalöndunum eru ekki skýr skil milli sjó- og land- flutninga. Við viljum að tekið verði á þessu máli þannig að skipafélög- in þurfi að sýna fram á hvað af reikningnum er sjóflutningur og hvað landflutningur," sagði Unnur. Engin sérstök lög um vörubifreiðir Hún segir að um starfsemi vöru- bifreiðastjóra séu ekki til nein sér- stök lög. Lög sem gilda um ein- yrkja í vörubifreiðarekstri gildi einnig um starfsemi leigubfla og rúta. „Enn hefur ekki verið gefin út reglugerð fyrir vöru- og sendibfl- stjóra með þessum lögum og það er ekki tekið á starfsumhverfi fólks í flutningageiranum. Halldór Blöndal samgönguráðherra lofaði að úr þessu yrði bætt á þessu vor- þingi og við treystum því að það verði gert. Það er einn þáttur í því að veikja stöðu stéttarinnar að hún býr ekki við almennilegt starfsumhverfi hvað lögin snertir. Það er nauð- synlegt að koma á starfsleyfakerfi þar sem menn þurfa að uppfylla vissar hæfniskröfur til þess að fara út í þennan atvinnurekstur,“ sagði Unnur. OATKER kartöflumús, 220 gr Weetabix, 215 gr Egils Pilsner, 1/2 Itr Þorrasíld, 600 ml 169- 99- eetöbix n m mrztmmm 319- Allir dagar eru tilboðsdacjariija okkur f NNI HEIM • UM LAND ALLT Námur, efnisgæði og umhverfi Eig'um heims- met í notkun jarðefna Dr. Borge J. Wigum RIÐ 1995 var haldin ráðstefna á vegum umhverfisráðuneytis um námur á Islandi og sótti dr. Bprge J. Wigum, þá ráðstefnugestur, í fram- haldi af henni um styrk til Rannsóknaráðs til þess að kanna skipulag, efnisgæði og hámarksnýtingu jarð- efna á íslandi. Verkefhið var styrkt af Vegagerðinni og umhverfisráðuneyti og unnið í samvinnu við Sam- tök iðnaðarins og Rann- sóknastofnun byggingar- iðnaðarins með aðstoð Eyj- ólfs Bjarnasonar og Eddu Lilju Sveinsdóttur. - Hvernig hefur rann- sóknin gengið fyrir sig? „Við settum fram verk- efni til þriggja ára, þar sem við vildum í fyrsta lagi skoða hvemig staðan er í dag. Á þessu ári er hugmyndin að kynna sér efnisvinnslu og árið 1999 verður gæðaeftirlit tekið athugunar. Um þessar mundir emm við að klára fyrstu áfangaskýrsluna, um stöð- una í dag. Hún mun koma út á vegum Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins en verður fyrst skilað til Rannsóknaráðs Is- lands.“ - Hvað kemur fram í skýrsl- unni? „Skýrslan er um 60 blaðsíður og þar er úttekt á ástandi jarðefna- töku á íslandi. Til þess að byggja upp landið, hús, vegi, brýr, orku- mannvirki og fleira, þarf viðun- andi jarðefni, það er laus jarðlög, sjávarset og berg. í þessum bygg- ingarefnum felast gríðarlegir fjár- munir og þau em í raun forsenda þess að landið er í byggð. Við höf- um reynt að kortleggja fyrir- komulag efnisleitar, námulög, mat á umhverfisáhrifum, sjálfbæra þróun og hvaða rannsóknir hafa verið gerðar í tengslum við jarð- efni á Islandi, bæði almenns eðlis og vegna vegagerðar og stein- steypuframkvæmda." - Bendið þið á eitthvað sem mætti beturfara? „Já, í öðrum kafla skýrslunnar tökum við fyrir hvernig slíkar framkvæmdir eru skráðar á land- inu í heild og gerum tillögur um framtíðarskráningu. Stærstur hluti hagnýtra jarðefna á Islandi í dag telst til svokallaðra lausra jarðlaga sem eru afai' misjöfn að gerð og gæðum. Efnisnámur eru mjög dreifðar um landið og þannig eru sum landsvæði rík af byggingarefnum en önnur ekki. Að magni til fer langmestur hluti þeirra til vegagerðar. Þegar notk- un jarðefna er skipt niður á íbúa kemur í ljós enn eitt heimsmet á íslandi, eða rúmlega 30 tonn á ári á hvert mannsbarn, sem er tvisvar til þrisvar sinnum meira en á hinum Norðurlöndunum. Einnig vekur athygli að jarðefni á Islandi koma nánast alfarið úr lausum jarðlögum meðan aðrar þjóðir í nágrannalöndum vinna allt að helmingi síns efnis úr fóstu bergi. Eitt vandamálið er að erfitt er að fá upplýsingar um notkun jarðefna á landinu en endanlegt mat var að heildarnotkunin væri um sex milljónir rúmmetra á ári. Skiptingin er þannig að 3,5 millj- ónir rúmmetra fara til vegagerð- ar, eða 65%, 13% í götur og húsa- grunna, 11% í steinsteypu og svip- að magn að meðaltali í stíflur vegna virkjanaframkvæmda." - Hvaða tillögur gerið þið til úr- bóta? „Aírakstur þessarar vinnu er ►Borge Johannes Wigum fædd- ist í Þrándheimi í Noregi árið 1963. Hann lauk stúdentsprófi ytra árið 1982 og gegndi þvínæst herþjónustu í eitt ár. Árið 1983 kom Borge til íslands til ársdval- ar og lagði stund á íslensku fyrir erlenda stúdenta. Hann flentist hér og hóf nám í jarðfræði við Háskólann árið 1984. Árið 1988 lauk hann BS-prófi í jarðfræði og tók því næst próf í jarðverk- fræði í Þrándheimi árið 1990. Árið 1995 iauk hann doktors- prófí í jarðverkfræði frá Tækni- háskólanum í Þrándheimi og hefur starfað sjálfstætt hérlendis og í Noregi, í fyrirtæki sínu ERGO, við ráðgjöf og rannsókn- ir frá haustinu 1996. Borge er kvæntur Margréti Kristínu Sig- urðardóttur söngkonu. hugmyndin um framtíðarskrán- ingarkerfi. Forsendur þess að hægt sé að nýta jarðefni af skyn- semi er góð þekking á eiginleikum jarðefnanna, notagildi og gæðum og hvar efnin er að finna. Reynsla frá nágrannalöndum hefur sýnt mikilvægi þess að þróa gagna- grunn fyrir allt landið þar sem upplýsingum um þekktar námur og efnistökusvæði er safnað. Einnig er nauðsynlegt að tengja þessa skráningu við fyrirliggjandi upplýsingar um gæði og magn efna hjá mismunandi stofnunum. Eitt stærsta vandamálið á íslandi er að námur eru alltof margar, sennilega um 2.000 talsins, og smáar, og bent er á nauðsyn þess að fækka þeim og stækka, svo ekki sé verið að kroppa í landið hér og þar. Við reynum að koma þeim hugsunarhætti á framfæri að jarðefni eru auðlind." - Er bruðlað með jarðefni hér? „Já, og það eru dæmi um að verið sé að nota hágæðaefni sem betur nýttist í steypu, til uppfyll- ingar undir lóðir eða sem burðarlög í vegi. Flestir telja að nóg sé af sandi og möl, sér- staklega á íslandi. Mai'kmiðið með sam- ræmingu gagnagrunna yfir efnis- mál á íslandi hlýtur að vera að öðlast heildaryfirsýn yfir stað- setningu náma og nýtanlegs efnis. Jafnframt nýtist sú vinna til þess að hafa virkt eftirlit með efnis- notkun og halda bókhald. Með því móti má spá fyrir um nýtingu jai'ðauðlinda. Bætt nýting kemur í veg fyrir frekari sóun verðmæta og stuðlar að aukinni verðmæta- sköpun. Skipulag efnistöku er einnig grundvöllur gæðaeftirlits og tryggir að viðskiptavinurinn geti fengið þau gæði sem hann þarf. Það gæti haft í fór með sér lækkun byggingarkostnaðar." Flestir telja nóg til af sandi og möl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.