Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Velta Sfldarvinnslunnar jókst um 11% á milli ára Framleiðsluverðmæti um 3 milljarðar króna ERLENT Reuters TONY Blair liitti Beatrix drottningu í opinberri heimsókn sinni til Hollands. Tony Blair boðar umbætur í ESB og nýtt bandalag heima fyrir Býður íhalds- mönnum til ; samstarfs Haag. Reuters, The Daily Telegraph. HEILDARVELTA Sfldarvinnsl- unnar hf. í Neskaupstað var á síð- asta ári um 4,7 milljarðar króna sem er 11% veltuaukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti skipa SVN var nánast það sama og árið 1996 eða um 1,5 milljarðar króna. Fram- leiðsluverðmæti vinnslu SVN jókst hins vegar um 18% á milli áranna og nam á síðasta ári samtals rúm- um 3 milljörðum króna. Þar af jókst framleiðsluverðmæti mjöl- og lýsisafurða um 38% en það var í fyrra rúmir 2 milljarðar króna. Alls var tekið á móti 178.000 tonnum til bræðslu hjá SVN á síðasta ári. Framleiðsluverðmæti fískvinnsl- unnar var hins vegar 9% minna samanborðið við árið 1996 eða um 984 milljónir króna. Aðrar tekjur námu um 156 milljónum króna. Svipaður afli skipanna Afli fískiskipa SVN var í fyrra rúm 98.000 tonn sem er um 7.000 tonna minni afli en árið áður. Mest- an afla bar nótaskipið Beitir NK á land eða um tæp 59.000 tonn og er verðmæti aflans um 400 milljónir króna sem er 26% aukning á milli ára. Þá hefur framleiðsla fyrirtæk- isins aukist um 17% en hún var á síðasta ári um 62.800 tonn. Munar þar mest um verulega aukningu í frystri loðnu og loðnuhrognum en í fyrra voru framleidd 6.185 tonn af þessum afurðum, samanborið við 3.415. Stendur og fellur með loðnuvertíðinni Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar, segir ástæðuna fyrir minni fiskvinnslu á þessu ári einkum minni sfldar- vinnslu en árið áður, sérstaklega hafí sfldarsöltun verið minni. Hann segir að þrátt fyrir framleiðslu- aukningu í frystum loðnuafurðum hafi verðmæti þeirra verið nokkuð minni þar sem tekjur fyrir Japansloðnuna hafí verið minni. Framleiðsla á ódýrari markaði, til dæmis á Rússland hafí aukist. Hann gerir ráð fyrir aukningu í bolfiskvinnslu á næsta ári þar sem ný vinnslulína hafi verið tekin í gagnið á þessu ári. Finnbogi segir horfurnar góðar á árinu. Þær velti hins vegar mikið á hvað gerist í verkfallsmálum. „Sem stendur eru horfumar ekki góðar. Reksturinn stendur og fellur með þessari ver- tíð. Febrúar er sá mánuður sem getur gefið hvað mestar tekjur en þessum tekjum er ekki hægt að ná seinna á árinu. Fyrir utan það er engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn,“ segir Finnbogi. ---------------- Slóg fyrir milljarða ÚRVINNSLA úr slógi og öðrum úrgangi frá fískvinnslunni er að verða mikill iðnaður í Noregi og fara afurðirnar jafnt til manneldis sem í dýra- og fiskafóður. Norska stofnunin Rubin hefur unnið að því í sex ár að þróa aðferð- ir til að nýta sem best úrganginn, sem til fellur í fiskvinnslunni. Hefur hún farið með nærri 340 milljónir ísl. kr. í þessar rannsóknir en ný- lega var haldin um þær mikil ráð- stefna. Arangur þessa starfs er meðal annars sá, að á þessum sex árum hefur nýting slógsins og af- skurðarins tvöfaldast. A síðasta ári voru framleiddar í Noregi afurðir af þessum toga fyrir um níu milljarða ísl. kr. og talið er, að framleiðslan fari yfir 10 milljarða á þessu ári. Talsmenn Rubins segja, að þá upphæð megi tvöfalda á fáum árum en þá verði líka að nýta þorsk- hausana betur. Þeir eru sá úrgang- ur í norsku fiskvinnslunni, sem minnst er nýttur nú. Mest í fóður Úrgangurinn frá fiskvinnslunni í Noregi hefur oft mengað umhverfi húsanna og verið greininni til skammar en nú á að verða breyting á því. Samt er enn langt í land með að allur úrgangur verði nýttur enda er áætlað í Noregi, að hann hafi ver- ið um 250.000 tonn á síðasta ári. í sambandi við neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í ræðu, sem hann hélt í opinberri heimsókn til Hollands í fyrrakvöld, að gera yrði róttækar umbætur innan Evrópu- sambandsins áður en ný aðildarríki yrðu tekin inn. Meðal annars yrði að skera upp landbúnaðar- og byggðastyrkjakerfi sambandsins. Þá gaf Blair í skyn að hann myndi reyna að mynda þverpólitískt bandalag Evrópusinna úr öllum flokkum heima fyrir. Bretland fer nú með forsæti í ráð- herraráði ESB. Blair sagði að hraða bæri aðildarviðræðum við ríki Aust- ur-Evrópu, sem sótt hafa um aðild að sambandinu. Aður þyrfti hins vegar að gera róttækar umbætur innan ESB. Fáránleg landbúnaðarstefna Blair sagði að landbúnaðarstefna sambandsins væri „augljóslega fá- ránleg“ og kæmi illu orði á Evrópu- sambandið og stofnanir þess. „Hún stuðlar ekki að því að landbúnaðurinn sé samkeppnis- hæfur og er ekki í þágu neytenda. Það er kominn tími til að bíta á jaxlinn og bæta úr,“ sagði Blair. Hann sagði að ekki yrði heldur undan því vikizt að stokka upp byggðasjóði ESB, en fátækari ríki sambandsins í Suður-Evrópu hafa einkum fengið styi'ki úr þeim. Forsætisráðherrann sagði að Bretar myndu gera það, sem í þeirra valdi stæði til að Efnahags- og myntbandalagið (EMU) færi vel af stað um næstu áramót. Sameigin- legur gjaldmiðill væri nauðsynlegur á sameiginlegum markaði. EMU hristir upp í efnahagslífinu Hins vegar varaði Blair við því að upptaka Evrópumyntarinnar myndi hrista duglega upp í efnahagslífínu. Neytendur myndu auðveldlega koma auga á mismunandi verðlagn- ingu milli ríkja. Hægt yi-ði að ná meiri hagkvæmni í framleiðslu. Hins vegar hefðu aðildarríkin ekki framar sveigjanleika til að breyta vöxtum og ef eitthvert landsvæði yrði fyrir efnahagslegu áfalli væri ekki raunsætt að búast við því að vinnuafl flytti sig á milli aðildarríkja eða að miklar millifærslur opin- berra fjármuna kæmu til. Þetta þýddi að leggja yrði megináherzlu á raunverulega samleitni efnahags- lífsins til langframa, að atvinnulífið gæti auðveldlega lagað sig að breyttum aðstæðum og að vinnu- aflið væri fjölhæft. . Blair varaði við ríkisafskiptum og höftum. „Bezta leiðin til að stuðla að 1 skilvirkni í framleiðslu er sam- j keppni, frjálsræði og opnir markað- ir, ekki einokun, niðurgreiðslur eða úthlutun verkefna til valinna fyrir- tækja,“ sagði hann. Forsætisráð- herrann hvatti til þess að frjálsræði yrði enn aukið í fjarskiptum og orkumálum innan ESB, að enn yrði dregið úr ríkisstyrkjum og sam- keppnislögum framfylgt betur. . íhaldsmönnum boðið k til samstarfs Blair sagði að í Bretlandi væri al- menningsálitið í garð Evrópusam- starfsins að breytast. „Þröngsýn þjóðremba“,_ sem verið hefði ofan á í stjórnartíð Ihaldsflokksins, væri úr sögunni. Forsætisráðherrann sagð- ist vilja virkja „vaxandi sam- stöðu“ um þátt- töku Bretlands í j Evrópusamstarf- ' inu á jákvæðum > forsendum. Hann sagði að í Bretlandi væru stjórnmálamenn úr öllum fiokkum með hægð að sameinast í „banda- lagi föðurlandsvina", sem væru hlynntir því að Bretland skipaði veigamikinn sess í Evrópusamstarf- inu. k Að sögn The Times hefur Blair : ákveðið að bjóða Evrópusinnum í ' íhaldsflokknum sæti í ráðgjafar- | nefnd, sem á að aðstoða ríkisstjórn hans við mótun jákvæðari Evrópu- stefnu en Bretland hefur fylgt und- anfarinn áratug. Blaðið segir að lík- legt sé að mönnum á borð við Kenn- eth Clarke, fyrrverandi fjármála- ráðherra, Michael Heseltine, fv. að- stoðarforsætisráðherra, Howe lá- varð, fv. utanríkisráðherra, og j Chris Patten, sem var síðasti land- i stjóri Breta í Hong Kong, verði boð- ’ ið að sitja í nefndinni. I Blair hyggst samkvæmt frétt blaðsins einnig bjóða Paddy As- hdown, leiðtoga Frjálslyndra demókrata, og fleiri þingmönnum úr hans flokki sæti í nefndinni. Þetta yrði að sögn The Times fyrsta formlega samstarf Verkamanna- flokksins, Ihaldsflokksins og Frjáls- lyndra demókrata í marga áratugi j og gæti þróazt út í þverpólitíska i baráttu fyrir aðild Bretlands að * Efnahags- og myntbandalagi Evr- | ópu. Síldarvinnslan hf., Neskaupstað, 1996-97 Afli skipa Aflaverðmæti skipa 1996 1997 1996 1997 tonn tonn Breyting millj.kr. millj.kr. Breyting Barði 1.597 3.170 98% 182 382 110% Bjartur 3.405 2.626 -23% 218 180 -17% Börkur 46.811 31.655 -32% 311 185 -41% Beitir 49.382 58.607 19% 316 399 26% Blængur 2.622 2.068 -21% 468 341 -27% Samtals 103.817 98.126 -5% 1.495 1.487 -1% Framleiðsla 1996 1997 Framleiðsluverðmæti tonn tonn 1996 1997 Frystar bolfiskafurðir 1.863 2.377 millj.kr. millj.kr. Sjófryst rækja 2.073 2.016 Bræðsla 1.507 2.075 Fryst loðna og hrogn 3.415 6.185 Fiskvinnsla 1.082 984 Fryst síld 1.680 2.330 Alls 2.589 3.059 Saltfiskur 466 400 Aðrar tekjur 166 156 Saltsíld 5.242 3.553 Heildarvelta 4.250 4.702 Mjöl Lýsi Samtals 23.754 15.226 63.719 30.500 15.500 62.861 Ný frímerki í dag koma út ný frímerki tileinkuð Vetrarólympíuteikunum í Nagano Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um tand atlt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1052 Fax: 580 1059 Heimasíða: http://www.postur.is/postphil/ POSTURIN N FRIMERKJASALAN PtggÍÐL evrópa\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.