Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Herra, þú veist að ég get Árinn Gæti ég kannski leigt ekki gefið þér svörin ... nokkur þeirra? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Efnilegir nemendur Frá Sveini Kiistinssyni: NYLEGA las undirritaður bókina „The great terror" (London 1968 og 1990) eftir breska sagnfræðing- inn Robert Conquest. Hún fjallar um réttarfarið í Sovétríkjunum á Stalínstímanum. Stalín iðkaði mikið að þvinga menn til að játa á sig margvísleg afbrot, allt frá landráð: um til morða og morðtilrauna. I velflestum tilvikum voru sakborn- ingamir saklausir af þeim glæpum, sem á þá voru bomir. Pyndingar og hótanir vom notaðar til að knýja fram játningar. Auk þess loforð um mildaðar refsingar ef menn játuðu á sig áburðinn. Þau loforð vom oft- ast svikin. Refsingin var ýmist líflát eða fangelsi til margra ára, sem oft jafngilti lífláti. Þegar maður les þessa bók, þá hrósar maður að vísu happi yfir því að vera búsettur á Islandi undir lok tuttugustu aldar en ekki í Sovét- ríkjunum á stjórnarárum Stalíns. Fáir voru óhultir, nánast hvar í flokki, sem þeir stóðu. Eigi að síður rekur mann í rogastans að lesa í blöðunum, að menn hafi verið píndir til að játa á sig morð á íslandi á síðustu áratug- um þessarar aldar. Var nú nauð- synlegt að fara að stæla „Kreml- bóndann“ í þessum efnum? - Við komumst reyndar ekki með tæmar þar sem hann hafði hælana í þess- um sökum, og munar þar að sjálf- sögðu mest um það, að við höfúm fyrir löngu lagt niður dauðarefs- ingu. Það gefur þann möguleika, að ranglega dæmdir menn geti fengið leiðréttingu sinna mála hérna meg- in grafar. Mig furðar, að Hæstiréttur Is- lands skuli ekki vilja nýta þann möguleika í hinum svonefndu Guð- mundar- og Geirfinnsmálum. Eg held það hljóti að vera ástæða til að endurskoða mál til þrautar, ef við- urkennt er, að pyndingum hafi ver- ið beitt til að knýja sakborninga til játninga við úrlausn þeirra. Mér finnst ekki trúverðugt, hvemig dómsvaldið reynir að skýla sér bak við lagakróka í þessu máli og hafna endurupptöku, sem öll sanngimis- rök sýnast þó mæla með. Hvað Guðmundar- og Geirfinns- mál varðar, þá sláum við líklega Kremlbóndann út í því, að engin lík fundust til að staðfesta að menn hefðu verið myrtir. Eg man að minnsta kosti ekki eftir að hafa les- ið um það að Stalín léti dæma menn fyrir dráp á mönnum, sem hægt var að vefengja að væra látnir. Svo kannski höfum við farið fram úr fyrirmyndinni á einu sviði. Eins og drepið var á er þó sam- anburðurinn við Stalín, ef um væri að ræða keppni í dómsmorðum, okkur mjög óhagstæður. Ef við lít- um hins vegar á hann sem læriföð- ur, þá eigum við að vísu margt ólært, en eram kannski nokkuð efnilegir nemendur. - „A mjóum þvengjum læra hvolpamir að stela“ segir máltækið. SVEINN KRISTINSSON, Þórufelli 16, Reykjavík. Allir, jafnt reykinga- fólk sem aðrir, eiga rétt á sjúkrahúsvist Frá Ólafi Ólafssyni: í LÖGUM nr. 101/1996 er gert ráð fyrir að reykingar á sjúkrahúsum verði með öllu óheimilar öðram en sjúklingum sem fá leyfi til að reykja sam- kvæmt nánari reglum. Löggjaf- inn gerir því ráð fyrir að yfirmenn sjúkrahúsa geti veitt sjúklingum reykingaleyfi ef svo ber undir. Nokkrum sinn- um hefur þetta vandamál komið á borð landlæknis. Landlæknir tel- ur brýnt að berjast sem mest gegn reykingum og ekki síst á sjúkra- húsum, en eigi að síður er ekki leyfilegt að neita sjúklingi um vist- un á sjúkrahúsi þó að honum sé ofraun að tileinka sér reykinga- bann. I lögum um heilbrigðisþjónustu er skýrt tekið fram að allir hafi rétt á þeirri bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, þar af leiðandi ber yf- irmönnum sjúkrahúsa að koma upp reykingaafkima fyrir þá er í vanda era staddir vegna þessa. A þann veg hafa mál verið leyst fram að þessu enda er slík ráðstöfun innan lagamarka. Enn fremur ber að hafa í huga að þó að sjúklingar hafni ákveðinni meðferð ber lækni og öðra heil- brigðisstarfsfólki að sinna sjúklingi áfram með öllum þeim ráðum er þau hafa á hendi ef sjúklingur sam- þykkir, nema sérstök lög bjóði annað, svo sem sóttvamalög. ÓLAFUR ÓLAFSSON, landlæknir. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.