Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
Margþætt hlut-
verk Löggild-
ingarstofu
í ÁRSLOK 1996 gengu í gildi lög
um Löggildingarstofu og hóf hún
starfsemi sína á síðasta ári. Segja
má að hún hafi tekið við af Raf-
^magnseftirliti ríkisins og gömlu Lög-
gildingarstofunni. Á hinn bóginn er
ekki hægt að tala um eiginlegan
samruna tveggja stofnana í þessu til-
viki því að starfsemi hinnar nýju
stofnunar er verulega frábrugðin
starfsemi þeirra tveggja stofnana
sem hún tók yfir.
Tilgangurinn með nýrri og
breyttri Löggildingarstofu var: að
bæta stjórnsýsluhætti
með meira hlutleysi,
auknu jafnræði og bættu
réttaröryggi; að minnka
umsvif og kostnað hins
opinbera við ýmiss konar
eftirlit án þess að draga
úr öryggi almennings og
^mannvirkja; að laga
starfshætti og skipulag
eftirlitsstofnana að
breyttum aðstæðum með
tilkomu aukins alþjóða-
samstarfs; að færa starf-
semi á sviði faggildingar,
löggildingar og ýmis eft-
irlits nær því sem tíðkast
í öðrum vestrænum lönd-
um; og að lyfta hagnýtri
mælifræði á hærra stig
hér á landi til að auðvelda innlendum
framleiðendum að mæta kröfum
W*EES og annarra um áreiðanleika
mælinga.
Þrátt fyrir að fyrsta starfsár Lög-
gildingarstofu sé nú liðið eru trúlega
Starfsmenn Löggild-
ingarstofu, segir Gylfí
Gautur Pétursson, hafa
staðið í ströngu við að
endurskoða
gamlar reglur.
fáir sem vita hvert er raunverulegt
^hlutverk stofnunarinnar, Til að bæta
úr því þykir mér rétt að fara
nokkrum orðum um starfsemi stofn-
unarinnar og hlutverk í upphafi
fyrsta heila starfsárs hennar. Er
þetta fyrsta greinin af þremur sem
birt verður í þeim tilgangi.
Óháðar skoðunarstofur
Löggildingarstofa er ríkisstofnun
sem heyi-ir undir viðskiptaráðherra.
Hún annast samkvæmt lögum eftir-
farandi málaflokka: rafmagnsöi-ygg-
ismál; lögmælifræði, hagnýta
mælifræði og faggildingu; öryggi
vöru og opinbera markaðsgæslu;
önnur verkefni sem stofnuninni eru
falin. Löggildingarstofa hefur með
höndum faggildingu, löggildingu og
eftirlit á þeim sviðum sem heyra
undir hana. Stærsta breytingin frá
því sem áður var er að nú annast
faggiltar og óháðar skoðunarstofur
allt eiginlegt efth'lit í umboði Lög-
gildingarstofu en hún hefur yfirum-
sjón með því eftirliti.
Fjölbreytt starfsemi
Löggildingarstofa skiptist í fjórar
deildir sem hver um sig fer með
ákveðinn málaflokk:
Faggildingarsvið sér um að fag-
gilda hvers kyns starfsemi hérlendis
í samræmi við lög og reglugerðir.
Markaðsgæsludeild
hefur yfirumsjón með
opinberri markaðs-
gæslu hér á landi, þ.e.
skipulagðri viðleitni
stjórnvalda til að
tryggja að vörur á
markaði uppfylli settar
reglur um öryggi og
heilsu- og umhverfis-
vernd.
Mælifræðideild hefur
með höndum yfireftirlit
með mælitækjum og
löggildingu mælitækja
og vigtarmanna. Einnig
annast deildin öflun,
varðveislu og viðhald
landsmæligrunna,
kvarðanir mælitækja
og heldur utan um þær reglur sem
gilda um vog og mál hér á landi.
Rafmagnsöryggisdeild hefur yfir-
eftirlit með öryggi raforkuvirkja,
neysluveitna og raffanga. Ennfrem-
ur annast deildin löggildingu raf-
verktaka og hefur yfireftirlit með að
rafverktakar og rafveitur vinni sam-
kvæmt innra öryggisstjórnunar-
kerfi. Rafmagnsöryggisdeild annast
samningu og túlkun reglna á raf-
magnssviði og miðlar upplýsingum
um hættur af völdum rafmagns og
vamir gegn þeim tii fagmanna og al-
mennings.
Bætt þjónusta við neytendur
Þó að liðið sé rúmt ár frá gildis-
töku laga um Löggildingarstofu er
starfsemi stofnunarinnar enn að
mótast. Starfsmenn Löggildingar-
stofu hafa staðið í ströngu við að
endurskoða gamlar reglur og laga
þær að alþjóðlegum og sér í lagi
evrópskum reglum. Mikil orka hef-
ur farið í þá vinnu og skipulagningu
á starfi og uppbyggingu stofnunar-
innar. Á því ári sem nú fer í hönd á
ég von á að sjá afrakstur þeirrar
vinnu í aukinni upplýsingamiðlun til
almennings og fagmanna, bættri
þjónustu við neytendur og þá aðila
sem þurfa að eiga samskipti við
stofnunina, og síðast en ekki síst í
hagkvæmum og markvissum vinnu-
brögðum á starfsvettvangi Löggild-
ingarstofu.
Höfundur er forstjóri Löggild-
ingarstofu.
Gylfl Gautur
Pétursson
{oóe/t/xx
Brúðhjón
Allur borðbiinaður Glæsileg gjafavara - Briíðarhjóna listdr
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Barnaskóútsala
-bO“£
Smáskór
* Sérverslun með bamaskó
Sími 568 3919
Breytt viðhorf til Mennta-
skólans í Kópavogi
HVERJU þjóðfélagi
er nauðsynlegt að
mennta þegna sína vel
enda er góð menntun í
senn uppspretta fram-
fara og hornsteinn
menningar.
Nú er talið að á milli
94 og 95% þeirra sem
ljúka grunnskóla fari í
framhaldsskóla, þ.e.
menntaskóla, fjöl-
brautaskóla eða iðn- og
verkmenntaskóla, hér á
landi. Mikilvægt er að í
stórum sveitarfélögum
sé til staðar góður
framhaldsskóli svo ung-
mennin geti sótt slíka
men.itun í sinni heimabyggð.
Framhaldsskóli í Kópavogi
I Kópavogi er nú starfræktur
einn framhaldsskóli, Menntaskólinn
í Kópavogi (MK). MK starfar á
þremur meginsviðum; bóknáms-
sviði, hótel- og matvælasviði og
ferðamálasviði. Nýlega var tekin í
notkun nýr 5.000 fermetra verk-
menntaskóli í hótel- og matvæla-
greinum. Þessi nýi verkmenntaskóli
er samtengdur MK og lýtur hans
yfirstjórn.
Nám í ferðamálafræðum hefur
bæði verið kennt í dagskóla og í
kvöldskóla. Við MK er starfræktur
Ferðamálaskóli og Leiðsögumanna-
skóli en kennsla í þessum skólum
fer fyrst og fremst fram á kvöldin.
Nemendafjöldi í dagskóla er nú um
900, þar af 200 í verknámi og 700 í
bóknámi. Auk þess eru
um 200 nemendur í
kvöldskóla Ferðamála-
skólans og Leiðsögu-
mannaskólanum.
Gífurleg fjölgun
nemenda
Fjölgun nemenda á
bóknámsbraut MK hef-
ur aukist verulega und-
anfarin 3 ár. Innskráðir
nemendur í bóknám
voru um 400 árið 1994
en voru um 700 árið
1997. Þrátt fyrir að
töluverð fjölgun íbúa
hafi átt sér stað í Kópa-
vogi undanfarin ár er
tæpast hægt að telja hana meginá-
stæðu þessarar miklu fjölgunar
Árið 1994 fóru 55-60%
útskrifaðra nema úr
grunnskólum Kópavogs
til framhaldsnáms í
MK. Sigurrós
Þorgrímsdóttir segir
þetta hlutfall
85-90% 1997.
nemenda. Því virðist þessi aukning
fyrst og fremst vera vegna viðhorfs-
breytinga nema, sem eru að ljúka
námi úr grunnskólum Kópavogs, til
MK. Árið 1994 fóru um 55-60%
nema sem útskrifuðust úr grunn-
skólum Kópavogs í MK en árið 1997
er hlutfall þeirra um 85-90%.
Viðhorfsbreyting til MK
Ástæður fyrir þessari viðhorfs-
breytingu eru án efa fjölmargar og
ekki verður hægt að svara þeirri
spurningu til hlítar hér. Það hefur
þó vissulega haft áhrif og er fljótt að
fréttast að skólinn hefur útskrifað
marga úrvalsnemendur, sem er
fyrst og fremst að þakka mjög hæfu
starfsliði, bæði yfirstjórn skólans og
kennurum. Kennsluskrá skólans er
einnig metnaðarfull og krafa til
kennara og nemenda hefur skilað
sér í góðum árangri útskriftarnema.
Það er þó ekki ólíklegt að sú
mikla og jákvæða umræða sem MK
hefur fengið við byggingu hins nýja
og stórglæsilega hótel- og mat-
vælaskóla hafi einnig haft áhrif á
viðhorf bæði nemenda og foreldra
til skólans. Jafnframt er líklegt að
það hafi haft áhrif að bæjaryfirvöld
í Kópavogi hófu fyrir nokkrum ár-
um að veita nemendum, sem skör-
uðu fram úr í einhverju fagi, fjár-
hagslegan styrk á lokaprófi.
Hvert nemendur sækja að lokn-
um grunnskóla er að einhverju leyti
háð tískusveiflum, en þó er ekkert
sem bendir til annars en að sama
aðsókn verði að MK næstu árin
Höfundur er varaformaður skóla-
stjórnar MK og tekur þátt í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópa-
vogi.
Sigurrós
Þorgrímsdóttir
Fagmennsku
og’ yfírsýn
EF MARKA má skoð-
anakannanir þessa dag-
ana gæti orðið mjótt á
munum milli þeirra
tveggja fylkinga sem
takast á um völdin
næstu borgarstjórnar-
kosningum. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefiir nú þeg-
ar sýnt sína frambjóð-
endur, en úrslit eru enn
óráðin hjá Reykjavíkur-
listanum sem heldur op-
ið prófkjör í lok mánað-
arins. Það er því ljóst að
svarendur skoðana-
kannana hafa enn ekki
séð mannval Reykjavík-
urlistans að þessu sinni,
né heldur hvernig fram-
bjóðendur munu raðast í sæti. Og
þótt flesta gruni nú reyndar hverjir
muni verða þar mest áberandi - og
vitað sé að borgarstjórinn verði í
baráttusætinu - er spurt að
leikslokum prófkjörsins. Því er
deginum ljósara að miklu skiptir
fyrir niðurstöður komandi kosninga
hvaða frambjóðendum Reykjavík-
urlistinn hefur á að skipa, þótt vit-
anlega hljóti stefnuskrá og mál-
flutningur að hafa úrslitaáhrif.
Guðrúnu Jónsdóttur
í borgarstjórn
Allt það ágæta fólk
sem á undanförnum
fjórum árum hefur
starfað fyrir Reykja-
víkurlistann í borgar-
stjórn er þess vel um-
komið að hljóta gott
brautargengi í kom-
andi kosningum. Að
öðrum ólöstuðum tel
ég þó einn fulltrúa
fyllilega þess verðan
að vakin sé athygli á
störfum hans hér, en
sá fulltrúi er Guðrún
Jónsdóttir, arkitekt.
Og þótt mér sé annars
óljúft að gera upp á milli einstakra
frambjóðenda Reykjavíkurlistans
geri ég undantekningu að þessu
sinni, til þess að minna á það hve
Guðrún hefur unnið Reykvíkingum
vel á undanförnum árum; af fag-
mennsku og yfirsýn sem að mínu
viti er aðalsmerki hæfra borgarfull-
trúa.
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur
Guðnin verið formaður menningar-
málanefndar Reykjavíkur, fulltrúi í
skipulagsnefnd og varaborgarfull-
trúi. Kjörtímabilið þar á undan var
HUGBÚNAÐUR
FYRIR WINDOWS
Fiölþættar lausnir
Sveigjanleg kerfi
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
Ólína
Þorvarðardóttir
hún fulltrúi Nýs vettvangs í bygg-
ingarnefnd Reykjavíkur og vara-
borgarfulltrúi. Eg dreg enga dul á,
að það sem rekur mig til þess að
grípa penna í hönd og undirstrika
nafn Guðrúnar Jónsdóttur fyiár
prófkjörið framundan er samstarf
mitt við hana frá þeim tíma sem ég
var sjálf borgarfulltrúi Nýs vett-
vangs, og Guðrún varaborgarfulltrúi
(1990-1994). Sex síðustu mánuði
þess kjörtímabils leysti hún mig af í
barnsburðarleyfi og gegndi þá fullu
Guðrún Jónsdóttir læt-
ur ekki blindast af póli-
tískum hráskinnaleikj-
um, segir Olína Þor-
varðardóttir og telur
það dýrmætan
hæfileika.
starfi borgarfulltrúa á meðan. Sam-
starf okkar stóð því í hartnær fjögur
ár, og var að mörgu leyti lærdóms-
ríkt fyrir mig, því ég naut góðs af
fagþekkingu hennar og reynslu á
sviði skipulagsmála en það er mála-
flokkur sem hún gjörþekkir. Auk
lipurðar og góðra samstarfshæfi-
leika býr Guðnin yfir þeim fágæta
eiginleika að láta jafnan fagleg sjón-
annið og almenna skynsemi ráða af-
stöðu sinni og gjörðum, eins og hef-
ur komið á daginn í opinberri um-
ræðu um umdeildar byggingar hér í
borginni. Hún lætur ekki blindast af
pólitískum hráskinnaleikjum, síst af
öllu þegar grundvallarsjónannið eru
annars vegar. Þetta er dýrmætur
hæfileiki í fari manneskju sem falið
er að starfa af trúnaði í umboði al-
mennings - og því dýrmætari sem
þeir eru færri er hafa hann til að
bera.
Það er vegna þessa sem ég mælist
til þess að Guðrún Jónsdóttir fái
verðugan sess á framboðslista
Reykjavíkurlistans í komandi kosn-
ingum, því Reykvíkingar þui*fa gott
fólk í borgarstjórn.
Höfundur er fyrrverandi
borgarfulltníi í Reykjavík.