Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ _______________AÐSENDAR GREINAR_ Hvaða hagræðing, Halldór? STÓRFURÐULEGT er hve íslenskum stjórnmálaleiðtogum líðst ómerkilegur mál- flutningur og rangar staðhæfmgar. Þeir sleppa undan því að rökstyðja mál sitt jafnvel þegar verið er að taka þá á teppið í Ijósvakamiðlum. Þeir sem vita betur nenna ekki að eiga orðastað við mennina. Málflutn- ingurinn býður ekki upp á rökræður. Þetta á við formann Fram- sóknarflokksins, Hall- dór Ásgrímsson, höf- uðpaur kvótakerfisins. Halldór segir í áramótauppgjöri í Mbl. að ekkert eitt mál hafi vakið meiri umræður en staðan í sjávarútveg- inum og sú mikla hagræðing sem þar hefur átt sér stað., Hanh segir að án nauðsynlegra breytinga í sjávarútvegi væri ástandið í grein- inni skelfilegt með tilheyrandi byggðarröskun og versnandi lífs- kjörum allra landsmanna. Þarna skrifar maðurinn örugglega gegn betri vitund. Rétt er að ekkert eitt mál hafi vakið meiri umræður en staðan í sjávarútveginum en ekki vegna rangra fullyrðinga um mikla hag- ræðingu í greininni heldur vegna ótrúlegs ranglætis kvótakerfisins. Benedikt Valsson hagfræðingur og Einar Júlíusson eðlisfræðingur hafa hrakið fullyrðingar um fram- leiðniaukningu í sjávarútvegi vegna kvótakerfisins í greinum hér í Mbl. Þeir komst að því að í stað framleiðniaukningar hafi orð- ið framleiðniminnkun í greininni bæði hvað varðar aflaverðmæti á hverja rúmlest fiski- skipaflotans og afla- magn á sóknarein- ingu. Sama er hvaða tölur eru teknar til at- hugunar. Allar leiða þær til sömu niður- stöðu. Kvótakerfið hefur ekki leitt til þjóðfélagslegrar hag- ræðingar. Þvert á móti. Ekki einasta er réttlætinu misþyrmt heldur er þetta óhag- kvæm leið til að nýta auðlindina þótt horft sé fram hjá upplýs- ingum um að 100 þús- und tonnum af þorski sé hent í hafið árlega. 25% stækkun Heildarstærð fiskiskipaflotans jókst úr 105.228 brúttórúmlestum árið 1980 í 130.994 brúttórúmlest- ir árið 1996, eða um 24,5%. Ennþá meiri munur er á heildarvélar- stærð flotans. Hún hefur aukist úr 336.118 kw í 432.701 kw, eða um 28.7%. Olíunotkun flotans hefur svo aukist miklu meira. Árið 1980 var olíuneysla fiskiskipastólsins 176.900 tonn en var komin í 296.700 tonn árið 1996. Olíunotk- unin hafði aukist um 70% á þess- um mikla „hagræðingartíma" flokksformannsins. Þetta gerist samhliða stórkostlegum sam- drætti i bolfiskveiðunum. Bolfisk- veiðarnar námu um 760 þúsund tonnum árið 1980 en voru árið 1996 aðeins 470 þúsund tonn. Samdráttur í verðmætasta aflan- um er 37% á sama tíma og aukn- ingin í olíunotkun verður 70%, vél- araflið eykst um 28,7% og stærð fískiskipaflotans vex um 24,5%. Þarna er ekki tekið tillit til mikill- ar loðnuveiði sem lagar myndina eitthvað en ekki verulega. Loðnan er verðlítil afurð en veiðar á henni afkastamiklar. Ef loðnu- og rækjuveiðar 1996 umfram sömu veiðar 1980 eru taldar samsvara 100 þúsund tonna bolfiskafla yrði samdrátturinn í aflanum þannig reiknaður um 25%. Ohunotkun Afkastageta hverrar rúmlestar í fiskiskipaflotanum hefur minnkað um heil 40%. Enn rosalegra verður dæmið þegar olíunotkunin er skoð- uð. Eftir að sú mikla hagræðing Halldórs hefur átt sér stað með gjafakvótakerfinu hefur olíunotk- un á hverja aflaeiningu aukist um 124%, hefur meira en tvöfaldast. Það er ekki lítil hagræðing eða hvað!!! Við gjafakvótakerfið hefur fjöldi stóru togaranna meira en þrefaldast, úr 17 í 54. Rúmlesta- fjöldi togara yfir 500 tonn hafði aukist úr 13.976 brúttórúmlestum í 46.251 brúttórúmlest árið 1996 en alls voru togararnir 121 talsins, litlir og stórir. Vélbátunum, 13 tonnum og stærri, hafði hinsvegar fækkað um 150, - helmingur í stærðarflokknum 50-110 rúmlest- ir. Vertíðarbátarnir eru nánast að hverfa, hafa verið úreltir og þeim hent, mörgum í fullkomnu standi. Þar hafa horfið af sjónarsviðinu þau fiskiskip sem komu með besta fiskinn að landi og notuðu aðeins brot af olíunni á aflaeiningu miðað við togarana sem rymja á miðun- um nótt og nýtan dag með þús- unda hestafla vélum. Auk afar orkufrekrar veiðiaðferðar er afli stói-u verksmiðjutogaranna unninn úti á rúmsjó með olíuknúnum vinnslutækjum. Hráefnið er van- Fullyrðingar, segir Yaldimar Jóhannes- son, um 60% fram- leiðniaukningu í útgerð vegna gjafakvótakerfís- ins eru rangar. nýtt. Fiskverkunarhúsin eru van- nýtt í landi með atvinnumissi fisk- verkunarfólksins. Svona hefur miðstýringarbákn Halldórs og kumpána hans leikið sjávarútveg- inn og fiskvinnsluna. Kokhreysti stjórnmálaforingj- ans er ekki minni þegar talið berst að byggðaröskun sem kvótakerfið hafi átt að hindra. Er maðurinn að tala í fúlustu alvöra? Kvótakerfið hefur valdið feikilegri byggðarösk- un. Islendingum hefur fjölgað um 34 þúsnd á kvótatímabilinu en t.d. Vestfirðingum hefur fækkað um 2 þúsund, - Islendingum fjölgaði um 10%, Vestfirðingum fækkaði um 20%. Fólk í sjávarþorpum landsins hefur misst trúna á framtíðina vegna þess að lífsbjörgin hefur verið tekin frá því. Það væri fróðlegt ef Halldór reiknaði út hagræðinu þess að byggðirnar eru að leggjast af. Rekstur jarðganganna til Suður- eyrar verður eflaust ódýrari þegar vindurinn einn gnauðar þar með fulltrúum lánastofnana á leiðinni að negla fyrir húsin úr gjaldþrot- unum. Fórnarlömb kvótans og all- ir frjálslyndir Islendingar eiga að senda haftaliðinu kveðjur úr kjör- klefunum. Halldór Ásgrímsson ætti ekki að gorta af lífskjaravexti þjóðarinnar á kvótatímanum. Is- Valdimar Jóhannesson Fjóluhvammur - fyrir hverja - hvers vegna? KÆRU landsmenn, ég óska ykkur öllum gæfuríks ára og friðar. Mér finnst við hæfi að kynna ykkur starf- semi sem hefur verið að þróast sl, 10 ár. Sum ykkar þekkja til og hafið notið, önnur ekki, og þau vil ég gjarna fá að fræða um starfsemi þessa, beina orðum mínum til. Árið 1980 greindist elsta bam mitt, Fjóla, með krabbamein. Bar- átta við sjúkdóminn stóð í fimm ár, því í mars 1985 lést Fjóla. Þegar hún veiktist, þá bjuggum við í Reykjavík. Fjóla átti þrjú yngri systkini. Á sumram fóra tvö þeirra til sveitadvalar í 2-A vikur. Fjóla átti þann draum, að komast líka í sveit. Þar sem hún var veik, og HUGBÚNAÐUR FYRIRWINDOWS Verðlaun á vefsíðu www.islandia.is/kerfisthoun KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisIhroun þurfti daglega á lyfjum að halda, þorði enginn að taka hana til sín. I raun mjög eðlilegt, því við óttumst það sem við þekkjum ekki. Á þessum tíma þekkti fólk minna til þessa sjúkdóms en í dag, hræðslan við hann meiri en aðra sjúk- dóma. Haustið 1985 festi ég ásamt manni mín- um, Gunnari Ástvalds- syni, kaup á jörðinni Hvammur II í Vatns- dal. Við ákváðum að bjóða til sveitardvalar þeim börnum sem gengið höfðu, eða væra að ganga í gegnum, krabbameinsmeðferð. Sumarið 1987 komu fyrstu börnin til okkar. Síðan hefur starfíð verið að þróast, við tekin að bjóða til okkar bömum með aðra sjúkdóma. Þetta hefur gefist vel, sýnt að þörfin fyrir sjúk böm og systkini þeirra að komast í sveit er mjög mikil, því ásóknin er slík, að gamli bærinn okkar er far- inn að krenkja að starfinu. Því vaknaði sú hugmynd hjá okkur hjónum að reisa á jörð okkar hús er þjónaði starfseminni betur. Við höfum verið mjög hrifin af kúluhúsa forminu, einkum vegna þess að þau eru oftast ódýrari í byggingu, ódýrari í rekstri, því 30% minna rými er að kynda miðað við hefðbundnar byggingar. Höfð- um við samband við Einar Þorstein Ásgeirsson hönnuð, lýstum fyrir honum starfseminni, sem við hefð- um í huga, og hann teiknaði síðan Tilgangur félagsins Umhyggju, segir Þuríður Guðmunds- dóttir, er að reisa og reka heimili fyrir langveik börn og fjöl- skyldur þeirra. fyrir okkur kúluhús 400 fermetra að grannfleti. Gert er ráð fyrir stóram innigarði og aðgengi allt miðað við þarfir fatlaðra. Við telj- um innigarðinn forsendu, þar sem mörg barnanna geta ekki verið úti þó um hásumar sé. Þegar hér var komið sögu var ljóst, að einstaklingum yrði verk- efnið fárhagslega ofviða, flestum, stuðning fleiri þyrfti til, þjóðai'inn- ar allar. Því var það, að 27. desem- ber 1996 stofnaði Ummhyggja, fé- lag tO styrktar sjúkum börnum, ásamt okkur hjónum, sjálfseignar- stofnun um verkefnið. Stofnunin hlaut nafnið Fjóluhvammur í minn- ingu dóttur minnar, Fjólu Gunn- arsdóttur, og annan-a barna, er lát- ist hafa af völdum sjúkdóma eða af slysforam. Tilgangur félagsins er að reisa og reka heimili fyrir lang- veik börn og unglinga, systkini þeirra og fjölskyldur, gefa þeim kost á tímabundinni dvöl í sveit, er miðist við þarfir og getu hvers og eins. Til að ná þessum markmiðum er stefnt að því að vera með skepn- ur, þ.e. kýr, kindur, hænsn og önn- ur húsdýr; ræktun matjurta fyrir heimilið; skólahaldi; heilbrigðis- þjónustu; félagslegiú ráðgjöf, og annarri sérfræðiþjónustu sem þurfa þykir hverju sinni. Já, Fjóluhvammur er hugsaður til að hlú að þeim börnum er sjúk- dómar hrjá, gefa þeim kost á að kynnast sveit af eigin raun, leyfa þeim að annast dýr og yrkja jörð, og það á sínum forsendum. Það sem mestu máli skiptir er, að þau gleymi veikindum sínum augna- blik. Ég hef horft á börnin, fársjúk, geisla af gleði og hamingju af því einu að fá að vera virkir þátttak- endur lífsins. Fjóluhvammur er verðugt verkefni, því hann mun sinna félagslegri þörf langveikra og/eða fatlaðra bama, systkinum þeirra, fjölskyldunni allri. Ekki má gleyma, að baki hvers veiks barns eru foreldrar/forráðamenn og systkin, þessir einstaklingar þarfn- ast líka stuðnings og tilbreytingar. Dvöl, eins og að framan er lýst, getur skipt sköpum í lífi þeirra, því að öll þurfum við að hlaða „batterí- in“ öðra hvora, til þess að geta tek- ist á við amstur daganna. Fjólu- hvammur á að vera hvíldarathvarf fjölskyldunnar. Hægt verður að dvelja þar 1 til 2 vikur eftir aðstæð- um. Þeir sem geta og vilja hafa að- gang að venjubundnum sveita- störfum, aðrir geta hvílt sig, safnað kröftum, notið útiveru og náttúru, sem er undrafögur í Vatnsdalnum, já, allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Það er ekki gærdagurinn, sem er liðinn, sem skiptir máli, heldur ekki morgundagurinn, sem er ekki kominn, heldur augnablikið núna. Njótum þess með bömum okkar, heilbrigðum eða sjúkum, hvert með öðru. Sýnum umhyggju og hlúum hvert að öðru núna, á morg- un getur það orðið of seint! Börnin era framtíðin, hlúum því að þeim, hverjar sem aðstæður þeirra eru þá gefum þeim von. Lítum á öll börn sem börnin okkar, heilbrigð eða sjúk, sýnum þeim, að þau búi lendingar hafa setið eftir meðan aðrar þjóðir nær og fjær hafa ver- ið að þjóta fram úr okkur. Kvóta- kerfið era alvarlegustu pólitísku mistök sem gerð hafa verið á Is- landi, - hefur kostað þjóðina tugi, jafnvel hundruð, milljarða króna. Vert er að benda á þá staðreynd að kvótakerfinu var ætlað m.a. að byggja upp sterkari fiskstofna. Undanfarin 4 ár höfum við verið að veiða 168-200 þúsund tonn á ári af þorski eftir uppbyggingu stofnsins með kvótakerfinu og friðunarráð- stöfunum öðrum í 14 ár. Þetta er langt innan við helmingur þess sem veiddist að meðaltali af þorski á íslandsmiðum áratugum saman við breytileg lífsskilyrði í hafinu. Kannski er verið að hafa af þjóð- inni 40 milljarða króna í útflutn- ingsverðmætum af þorskveiðum á ári vegna þess að skömmtunar- stjórarnir reikna vitlaust út. Áskonm á Halldór Að lokum þetta. Ég skora á Halldór Ásgrímsson að finna þeim orðum sínum stað sem vitnað er í hér fremst í greininni. Enginn ef- ast um að Halldór og fjölskylda hans hefur verulegt hagræði af kvótakerfinu. Skinney hf., sem er í eigu Halldórs og fjölskyldu, er skrifað fyrir 2.885 þorskígildum. Fjölskyldan á því kvóta fyrir a.m.k. einn milljarð króna. Miklh' persónulegir hagsmunir gera flokksformanninn með öllu óhæfan til þess að fjalla um málið, gerir hann vanhæfan og blindar honum sýn. Hvernig líst kjósendum á þá staðreynd að Halldór er höfundur og verndari kvótakei'fisins sem er að gera fjölda fólks eignarlaust um land allt um leið og hann er að skapa feikileg verðmæti fyrir sjálf- an sig og fáeina útvalda? Höfundur cr framkvæmdastjóri Samtaka um þjóðareign. við jafnan rétt, ekki bara í orði, heldur í raun. Varpað hefur verið fram þeirri spurn, hví þessi staðsetning, þ.e. Hvammur II í Vatnsdal? Er önnur staðsetning betri? Þegar ráðist er í jafnviðamikið verkefni sem þetta, er sjálfsagt að kanna vel alla þætti máls, þar á meðal staðsetningu og aðgengi að þeirri þjónustu sem slík starfsemi þarfnast. Á vogarskál Hvamms II vil ég leggja þessi lóð: Við hjónin höfum lagt fram stað og starf þessari hugsjón til framdrátt- ar í 10 ár, teljum okkur því hafa reynslu að miðla. Að Hvammi II er fyrirtæki okkar MÓA, sem vinnur snyrti- og heilsuvörar úr íslenskum jurtum, og 5% af allri sölu renna til Fjóluhvamms. Hvammur II er vel í sveit settur, fegurð mikil og veður- sæld, og því skal ekki gleymt, að stutt er í næsta þéttbýli, Blönduós, þar sem er frábær heilsugæsla. Að Fjóluhvammur rísi um það efast ég ekki, en hann kallar á stuðning þinn, stuðning þjóðarinn- ar allrar, því saman getum við lyft því Grettistaki er til þarf. Ég vona að greinin mín hafi vakið áhuga þinn á að rétta langveikum börnum hjálparhönd, þöifin er mikil. Hvert og eitt erum við smá, en saman, hvílíka auðlegð eiga bömin þá í okkur! Fyrir þeirra hönd þakka ég áheit og gjafir einstaklinga er átak- inu hafa borist. Slíkur stuðningur skiptir öllu máli og er því vel þeg- inn. Stofnaðir hafa verið reikningar við íslandsbanka Blönduósi 562 26 2712, og Búnaðarbankann Blöndu- ósi 307 13 2712. Allir sem áhuga hafa um frekari upplýsingar geta snúið sér til undirritaðrar. Ég bið algóðan Drottin að vaka yfir velferð þjóðarinnar og landsins okkar, og vernda verkefnið Fjólu- hvamm. Megi ljós og kærleikur lýsa okk- ur veginn í lífínu. Höfundur er einn afstofnendiun Fjóluhvamms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.