Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Samningur milli Háskólans á Akureyri og Arkitektastofunnar Glámu og Kím Hönnun fyrstu ný- bygginga háskól- ans að hefjast SAMNINGUR hefur verið undirrit- aður milli Háskólans á Akureyri og Arkitektastofunnar Gláma og Kím um hönnun fyrstu nýbygginga við Háskólann á Akureyri, sem rísa mun á háskólasvæðinu við Sólborg. Arkitektastofan Gláma og Kím bar sigur úr býtum í samkeppni sem efnt var til vegna nýbygginga við háskólann fyrir fáum misserum. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði að um væri að ræða annan áfanga við há- skólann, um 2000 fermetra hús á tveimur hæðum sem byggð verða suðaustan við núverandi húsnæði hans. I byggingunum verða kennslustofur og skrifstofur kenn- ara og aðstaða fyrir verklegt nám í iðjuþjálfun og hjúkrunarfræði. Samkvæmt samningnum, sem undirritaður var fyrr í vikunni, er gert ráð íyrir að bygginganefndar- teikningar verði tiibúnar 5. maí næstkomandi og útboð vegna jarð- vegsframkvæmda fari fram 10. júní í sumar. Aætlað er að bjóða verkið út í árs- byrjun 1999 og að framkvæmdir hefjist þá síðla vetrar, en gert er ráð fyrir að tvö ár taki að ljúka byggingunum. Markverður áfangi Rektor sagði að á þessu ári væri fýrir hendi fjárveiting vegna hönn- unarinnar en á þessu stigi væru frekari fjárveitingar ekki til staðar. „Þetta er markverður áfangi í sögu Háskólans á Akureyri," sagði Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Olafur Búi Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri háskólans, virða fyrir sér svæð- ið þar sem fyrstu nýbyggingar háskólans munu rísa. Þorsteinn. „Nú verður hafist handa við hönnun fyrstu nýbygginga há- skólans þar sem gengið er út frá forsendum þess starfsumhverfís sem nútímaháskóli þarf að búa við og þetta er fyrsta skrefið í því að nýbyggingar rísi hér á nýja há- skólasvæðinu við Sólborg." HILDUR Friðriksdóttir, lengst t.v., tók við verðlaunum bróður síns, skíðamannsins Rúnars Frið- rikssonar, en hann er við nám í skíðaskóla í Svíþjóð. Við hlið hennar er íþróttamaður ársins, körfuknattleiksmaðurinn Sigurð- ur Grétar Sigurðsson, þá Axel Stefánsson, handknattleiksmaður ársins, og Guðmundur Hákonar- son, knattspyrnumaður ársins. Sigurður íþrótta- maður Þórs SIGURÐUR Grétar Sigurðsson körfuknattleiksmaður var kjör- inn íþróttamaður Þórs 1997. Kjörinu var lýst í hófí í Hamri, félagsheimili Þórs, sl. sunnudag að viðstöddu fjölmenni. Einnig var kunngjört val á besta íþróttamanni einstakra deilda, þ.e. skíða-, knattspyrnu-, handknattleiks- og körfuknatt- leiksdeilda. Sigurður var einnig kjörinn körfuknattleiksmaður ársins, Guðmundur Hákonar- son, knattspyrnumaður ársins, Axel Stefánsson, handknatt- leiksmaður ársins og Rúnar Friðriksson, skíðamaður ársins. Ungur að árum Sigurður Grétar hefur verið einn besti leikmaður úrvals- deildarliðs Þórs í körfubolta á yfirstandandi leiktíð. Hann tók við stöðu leikstjórnanda liðsins nú í haust, aðeins 18 ára gamall og hefur staðið sig vel. Nú um áramótin fór hann í keppnis- ferð með unglingalandsliðinu til Englands og sýndi þar hversu snjall leikmaður hann er. Þá spilaði hann með drengjaflokki Þórs sem hafnaði í öðru sæti á Islandsmótinu sl. vor. íþróttamennirnir fengu að launum eignarbikara, auk þess sem íþróttamaður ársins fékk til varðveiðslu næsta árið glæsi- legan farandgrip. Ragnar Sverrisson, kaupmaður í Herra- deild JMJ, gaf Þór farandgrip- inn á 75 ára afmæli félagsins árið 1990, auk þess sem hann hefur frá þeim tíma gefíð eign- arbikara þá sem íþróttamenn einstakra deilda hljóta að laun- Morgunblaðið/Kristj án Nýr matsölu- staður í Gilinu VIGNIR Þormóðsson, veit- ingamaður á Café Karólínu í Listagilinu við Kaupvangs- stræti, hefur fengið leyfí bygg- inganefndar til að innrétta matsölustað á þremur hæðum í næsta bili fyrir ofan Café Karólínu. Framkvæmdir eru hafnar og vonast Vignir til að geta opnað nýja staðinn með vorinu. Húsnæðið sem er í eigu Vignis er rúmir 200 fermetrar að stærð og skiptist í kjallara, hæð og svalir og er innangengt frá Café Karólínu á nýja stað- inn. Veitingastaðurinn tekur 40-50 manns í sæti en einnig verður í húsinu minni salur sem tekur 16 manns í sæti, fyrir m.a. einkasamkvæmi og fundi. Með listrænu ívafi „Þetta verður eingöngu mat- sölustaður sem opinn verður á kvöldin en þeim mun meiri áhersla lögð á hádegismat á kaffihúsinu. Nýi staðurinn verður með listrænu ívafi, ein- hvers konar sýningarhald verður þarna og fleira. Þetta verður svona millistaður í verði en vonandi betri í gæðum og er eitthvað sem mér hefur fundist vanta í þessa flóru hér í bænum.“ Vignir hefur rekið Café Kar- ólínu sl. fjögur og hálft ár, auk þess sem hann hefur rekið Kaffi Kverið í Bókvali við Hafnarstræti í um eitt ár. Hann segir baráttuna á þess- um markaði harða en að rekst- urinn hafi gengið vel. „Gilið hefur byggst vel upp og þar er enn ákveðinn uppgangur og þetta styður allt hvað annað. Og ég vona að með þessum aukna veitingarekstri styrkist Gilið enn frekar." A Avinningur á ýmsum sviðum eftir að Akureyri varð reynslusveitarfélag Miklar breytingar innan bæjar- kerfísins með reynsluverkefni AKUREYRI varð formlega reynslusveitarfélag hinn 1. janúar 1996 og samkvæmt lögum skulu verkefni sveitarfélaganna standa yfir í fjögur ár. Akureyrarbær lagði upp með nokkur verkefni og að sögn Þórgnýs Dýrfjörðs verkefnisstjóra hefur ýmislegt áunnist á þessum fyrri tveimur árum verkefnisins og margt af því sem lagt var upp með er á réttri leið. Tvö stærstu málin eru yfirtaka bæjarins á rekstri Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Norðurlandi og þá þann þátt er snýr að Eyja- fjarðarsvæðinu og yfirtaka á rekstri Heilsu- gæslustöðvarinnar og öldrunarþjónustunnar. Einnig hafa í tengslum við verkefnið verið gerðar breytingar á afgreiðslum embættis byggingafull- trúa bæjarins og þá hafa menningarmál verið í vinnslu. Þórgnýr sagði að mesta púðrið hefði farið í þessi tvö stærstu verkefni. „Framlög ríkisins til þessara málaflokka eru um 700 milljónir króna á þessu ári og eins og menn geta ímyndað sér er lengi hægt að eiga við svo dýr verkefni. Það er af ýmsu öðru að taka og verkefnið er aðeins hálfnað og okkur er ekki enn farið að leiðast." Heimaþjónusta og liðveiðsla sameinuð Samningurinn um málefni fatlaðra tók gildi í apríl 1996 og samningurinn um Heilsugæslutöð- ina og öldrunarþjónustuna tók gildi í ársbyrjun 1997. „Við höfum keyrt þessi verkefni saman í heilu lagi í um eitt ár. Búið er að sameina á eina hönd, heimahjúkrun sem var á hendi Heilus- gæslustöðvarinnar, frekari liðveiðslu sem heyrði undir svæðisskrifstofuna, félagslega liðveiðslu sem heyrði undir félagsmálastofnun bæjarins og svo heimilisþjónustu sem var hjá öldrunardeild. Allir þessir verkþættir snúast um að þjónusta fólk heima hjá sér og tilgangurinn með samein- ingu þessara málaflokka er að samstilla þjónust- una. A sama tíma höfum við flutt fé úr stofnana- þjónustu fyrir aldraða yfir í heimaþjónustuna, með það að markmiði að auka hana og bæta. A búsetu- og öldrunardeild sem hefur með þessa þjónustu að gera var ráðinn iðjuþjálfi sem sér um að taka út heimili og benda á hjálpartæki og breytingar sem hægt er að gera á heimilum fólks, þannig að það geti verið lengur sjálíbjarga heima.“ Þjónusta við geðfatlaða aukin í málefnum fatlaðra hefur verið komið á kerf- islegri blöndun, eins og Þórgnýr orðar það og nú er búið að skipta verkefninu upp á þrjár deildir bæjarins og það heyrir undir félagsþjónustuna. „Við teljum okkur vera þarna á réttri leið og við sjáum heldur ekki annað en að okkur takist að halda þá fjárhagsramma sem okkur eru settir og jafnvel að við eigum afgang. Þjónusta við geðfatl- aða hefur verið aukin, m.a. með tilkomu þjón- ustuíbúðanna í Skútagili og hún rúmast innan fjárhagsrammans." Rammasamningur við ríkið um fjárveitingar til menningarmála tók gildi í apríl 1996 en þar er um að ræða 30 milljónir króna á ári. „Menn voru ekkert sérstaklega ánægðir með þennan samning í upphafi og því er í honum ákvæði um fram- haldsviðræður. Þær viðræður snúa m.a. að því að fjölga verkefnum og hækka fjárframlög ríkisins. Þar á meðal eru viðræður um samstarf Lista-- safns íslands og Listasafnsins á Akureyri. Þá er áhugi fyrir því að ráða minjavörð sérstaklega fyrir Eyjafjarðarsvæðið." Þórgnýr sagði að kringum stóru verkefnin tvö hefðu orðið gífurlegar breytingar innan bæjar- kerfisins, nýjar deildir orðið til og félags- og fræðslusvið skipst í tvennt. „Ég hef því mikinn áhuga á því að snúa aftur að því gamla verkefni að opna stjórnsýsluna betur gagnvart íbúunum en það hefur að nokkru orðið útundan." Aukinn afgreiðsluhraði byggingafulltrúa Með breytingu á starfsháttum embættis bygg- ingafulltrúa er litið svo á að stigið hafi verið stórt skref í þá átt að skilja milli faglegra og pólitískra ákvarðana sem gæti orðið til eftirbreytni á öðr- um sviðum. Embætti byggingafulltrúa hefur frá því í apríl 1996 afgreitt allar umsóknir um bygg- ingaleyfi sem uppfylla skilyrði laga og reglu- gerða án þess að bíða staðfestingar bygginga- nefndar. Þetta hefur þýtt aukinn afgreiðsluhraða og komið sér vel fyrir þá sem standa í fram- kvæmdum. „Það hefur verið rætt um að ef til vill væru þessi vinnubrögð til eftirbreytni á öðrum sviðum og hægt að yfirfæra þessa aðferðafræði á fleiri nefndir bæjarins," sagði Þórgnýr. 1 I í. I 1. t I I I i I i L I i I . J-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.