Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 41 MINNINGAR SIGURÐUR ARON ÁLFSSON + Sigurður Aron Álfsson fæddist í Reykjavík 1. maí 1918. Hann lést á heimili sínu hinn 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Magn- úsdóttir og Álfur Arason. Sigurður var næstelstur ellefu systkina. Hinn 2. desember 1950 kvæntist Sig- urður Guðninu Jóns- dóttur, f. 26.5. 1918 í Loðmundarfirði, en hún lést 17. mars síðastliðinn. Þau bjuggu alla tfð í Reykjavík og eignuðust tvö börn, Jón Friðrik, f. 21.5. 1951, og Álf- rúnu, f. 17.9. 1955. Maki Jóns Friðriks er Ásrún Matthíasdóttir og eiga þau Ara og Ásrúnu. Maki Álfrún- ar er Jón Kristinn Cortes og eiga þau Rúnu Dögg og Hildu Hrund og eitt barna- barn, Sögu. Sambýlis- maður Rúnu Daggar er Guðni Gunnarsson. títför Sigurðar Arons fer fram frá Bústaðakirkju i dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku afi, nú ert þú kominn til ömmu og þarft ekki að vera veikur lengur. Við vildum hafa þig lengur hjá okkur því það var svo gott að geta heimsótt þig. Það var alltaf gaman að koma til ykkar ömmu, þú varst að hlusta á tónlist meðan amma spilaði við okkur. Operur og einsöngslög voru uppáhaldið þitt og þegar þú tókst undir þá fórum við stundum að hlæja því þú breyttist allt í einu í stórsöngvara. Þegar það kom kvöldmatur bjóstu til fiskiboll- urnar góðu, þú kunnir það utanað þótt þú sæir kannski ekki nógu vel hvað þú varst að gera. Þegar við áttum aftnæli þá bak- aðir þú fullt fat af pönnukökum og komst með og allir gestirnir sögðu að þetta væru bestu pönnukökur í heimi. Við tefldum saman og horfð- um á enska fótboltann. Þú leyfðir okkur að sofa í rúminu hjá ömmu þegar við gistum og svafst sjálfur í sófanum þó að það færi örugglega ekki vel um þig þar. Ef við vorum veik þá komuð þið amma í leigubíl í Hafnarfjörðinn til að hugsa um okkur, þið vilduð alltaf gera allt fyr- ir okkur. En núna eruð þið allt í einu bæði farin. Hver á nú að vera hjá okkur á jólunum, hver á að elda rjúpurnar og hver á að baka pönnu- kökur í aftnælin okkar? Við vitum að þú gast ekki verið hjá okkur lengur afi, en við munum ekki gleyma þér og öllu því góða sem við gerðum saman. Hans vegur er væng haf og geiminn þérguð gaf umeilífð semeinn dag hans frelsi er faðm lag. (Ingimar Erlendur Sigurðsson.) Elsku afi, við söknum þín, en við vitum að þér líður vel hjá ömmu. Kveðja frá Ara og Ásrúnu. Ég þekkti Sigurð Álfsson í rúman mannsaldur. Hann var af þeirri kynslóð íslendinga sem kynntist hvað mestum breytingum í þjóðlífinu, af þeirri kynslóð er þurfti að hafa fyrir lífinu; stutt skólaganga og snemma til vinnu til að hjálpa foreldrum með barnmarga fjölskyldu. Hann var af þeirri kynslóð er þoldi kreppuna og mátti þola skömmtunartímann, þá kominn með fjölskyldu. Hann var af þeirri kynslóð er byggði sjálfur húsið sitt frá grunni með útsjónarsemi og sparnaði. Hann var af þeirri kynslóð er gerði okkur, sem nú erum á miðjum aldri, kleift að lifa góðu lífi. Hann var af þeirri kynslóð er tók skyldur sínar gagnvart fjölskyldu sinni alvarlega og getur litið yfir farinn veg og verið stolt af. Engar lýsingar á prenti jafnast á við að heyra sögu þessarar kynslóðar af munni hennar sjálfrar, þó í smáskömmtum væri, því Siggi var ekki margmáll. Við það sá maður stundum hluti hversdagsins í öðru Ijósi en áður og getur lært af reynslunni. Sem ljúfur tengdafaðir var hann ávallt búinn til hjálpar, hversu lítið eða stórt sem verkið var, hvort sem var við húsbyggingu eða garðvinnu þegar við dóttir hans vorum búin að róta upp lóðinni í kringum húsið hans við að byggja við og ofaná. Þegar nú afi Siggi og amma Rúna eru burtkölluð, er okkar, sem erum næsta kynslóð, að axla ábyrgðina gagnvart börnum okkar og bamabömum. Ég vona að mér takist jafnvel og Sigurði Álfssyni. Jón Kristinn. Elsku afi. Það er skrítin tilhugs- un að þú sért ekki lengur í húsinu hjá okkur. Það er yndislegt að hafa alist upp í návist ykkar ömmu og eru minningarnar margar og góðar. Það verður erfitt að venjast því að heyra þig ekki syngja með uppá- halds óperunum þínum eða sinna öðmm áhugamálum í rólegheitum. Við völdum handa þér ljóð sem okkur finnst eiga vel við þig. Hjarta þitt var Wýtt og gott, hugurinn rór og mildur, fas þitt ailt bar fagran vott um fómarlund og skyldur (Valgeir Helgason) Við elskum þig, afi. Rúna Dögg og Hilda Hrund. SKÚLI SIG URBJÖRNSSON + Skúli Sigurbjörnsson var fæddur á Blönduósi hinn 18. mars 1923. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 11. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 20. janúar. Hinn 11. janúar fékk ég símtal til Noregs þar sem ég er búsett. Hann afi var dáinn. Hann afi minn sem kvaddi mig um jólin og spurði hvenær við kæmum næst heim til íslands. Tíminn stöðvaðist, tárin hrundu, og minningarnar þeystu um hugann. Þegar ég var lítil og lá með flensu var alltaf hringt í Hreyfil og beðið um skilaboð fyrir 242, að hún Dabba væri lasin. Það leið ekki á löngu þar til afi hringdi eða var mættur með kók og prins handa litlu afastelpunni sem lá og vorkenndi sjálfri sér. Stundum fór- um við í fræðslubfltúra eins og ég kallaði það, þá spurði afi mig um nöfn á öllum mögulegum höfuð- borgum, eða að við æfðum okkur í ensku. Hann var mjög nákvæmur á dagsetningar, og skrifaði alla við- burði niður í litlu bókina sína. Einu sinni keypti hann sér bfl, og kaupin voru miðuð við afmælisdaginn minn. Afmælisdagurinn minn var einnig sá dagur þegar íbúðin á Lindargöt- unni var keypt. Svo það var ekki skrítið að mér fyndist ég vera afastelpa sem átti heimsins besta afa. Þegar ég sjálf gifti mig var það hann afi sem læddi kampavíni og konfekti inn í ísskápinn okkar. Þrátt fyrir að ég sé fullorðin í dag og eigi mann og tvö börn, þá fékk ég alltaf að vera litla stelpan hans afa. í vor þegar ég fór til afa og ömmu og sagði þeim frá að ég hefði náð prófum í skólanum úti fékk ég verðlaun fyrir hvað ég hefði verið dugleg. Og það er svo gott að fá stundum að vera lítill þótt maður sé orðinn stór, að fá að finna fyrir barninu í sjálfum sér. Það er svo sárt og svo tómlegt að missa heims- ins besta afa sem varð líka heimsins besti langafi. Þín verður saknað sárt. Elsku amma Bubba, við sendum þér okkar innilegustu samúðar- kveðjur, bömum hans, og öllum öðrum sem unnu honum. Og vonum að trúin á Guð geti gefið okkur öll- um þann sama styrk og huggun í sorginni eins og trúin gaf afa styrk á sinni lífsleið. „Þú gekkst út um dymar sem þú þekktir - lífinu - og komst að inn- ganginum að því óþekkta - dauðan- um. Þetta er mér ráðgáta, því ég veit ekki - en vil vita, skil ekki - en vil skilja, örvænti og græt. Ég veit í hjarta mínu að þú vissir og þú skildir. Þú vissir að Guð biði handan við það óþekkta." Elsku afi, takk fyrir allt, þú varst alvöm og ekta. Dagbjört Lilja Kjartans- dóttir og fjölskylda. Erfidrykkjur írjíírjííjur Upplvsingar í símum 562 7575 & 5050 925 Q '% | I | HOTEL LOFTLEIÐIR I I C 1 L A " p * I «_H O T « t « Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN JÓELSSON byggingameistari, Sléttuvegi 13, áður til heimilis á Snorrabraut 71, Reykjavík, er lést mánudaginn 12. janúar sl. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 23. janúar kl. 13.30. Unnur Vilhjálmsdóttir, Sveinbjörn Kristjánsson, Arnbjörg Óladóttir, Elin Kristjánsdóttir, Teitur Lárusson, Hörður Kristjánsson, Ólöf Antonsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Sveinbjörn Ævarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SJÖFN ÞORGEIRSDÓTTIR, Flúðaseli 89, verður jarðsungin frá Seljakirkju á morgun, föstudaginn 23. janúar, kl. 13.30. Hafsteinn Gunnarsson, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, Gunnar Þór Geirsson, Elsa Hafsteinsdóttir, Ingi Þór Hafsteinsson, Ragnhildur Anna Jónsdóttir, Hrönn Hafsteinsdóttir, Jón Ingi Gislason, barnabörn og bamabarnabörn. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JENS GUNNAR PÉTURSSON, Kvíabólsstfg 4, Neskaupstað, sem léstá Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað laugardaginn 17. janúar, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 24. janúar kl. 11. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Alfa Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og dótturdætur. i i + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIGERÐAR PÉTURSDÓTTUR, Vindheimum, Skagafirði. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks krabba- meinsdeildar Landspltalans. Guð blessi ykkur. Sigmundur Magnússon, Anna Sigriður Sigmundsdóttir, Einar Ólafsson, Magnús Sigmundsson, Lut Dejonghe, Pétur Gunnar Sigmundsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Sigurður Rafn Sigmundsson og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu, SIGRÚNAR Ó. ÁSGRÍMSDÓTTUR, Bylgjubyggð 12, Ólafsfirði. Guð þlessi ykkur öll. Egill Sigvaldason, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Árni Björnsson, Jóhannes Egill Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.