Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 23 Listin að leika Liszt Ungverski konsertpíanistinn Jenö Jando ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói í kvöld - mun flytja báða píanókonserta landa síns Franz Liszt. Orri Páll Ormarsson hafði tal af Jando sem leikið hefur víða á ferlinum, meðal annars inn á fjölmargar geislaplötur fyrir Naxos. FYRSTI píanókonsert Franz Liszt er mikið verk. Annar konsertinn er það líka. Svo sem ekki að undra því Liszt var ekki einungis eitt fram- sæknasta tónskáld 19. aldarinnar, heldur jafnframt einn mesti píanó- sniilingur sem sögur fara af - sann- kallaður virtúós. „Það er sem hljóð- færið glói í höndum þessa meist- ara,“ sagði sjálfur Robert Schumann eftir að hafa hlýtt á Liszt árið 1840 á tónleikum þar sem „hann réð fullkomlega yfir tilfinn- ingum viðstaddra og lék sér með þær eins og honum sýndist". En með hvaða hætti nálgast konsertpíanistar verk þessa mikla meistara í nútímanum? Vakir hann ekki yfir þeim? „Vafalaust gerir hann það,“ segir Ungverjinn Jenö Jando sem ræðst í það þrekvirki að leika báða píanókonserta landa síns á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í kvöld, „og auðvitað leitast ég við að vera þessum mikla snillingi tnir. Annars er erfitt að gera grein fyrir því hvert hugarástand manns er þegar á hólminn er komið - þess vegna er best að láta verkin tala!“ Það er ekki á hverjum degi sem sami einleikari flytur fleiri en einn konsert á sömu sinfóníutónleikun- um hér á landi. Er þetta háttur sem Jando hefur tamið sér? „Nei, því fer víðsfjarri. Eg hef einungis einu sinni áður flutt báða píanókonsert- ana hans Liszt á sömu tónleikunum. Það var í Mílanó árið 1986, á hund- rað ára ártíð tónskáldsins. Þegar Sinfóníuhljómsveit Islands stakk upp á þessu leist mér aftur á móti strax vel á hugmyndina, enda er þetta kjörið tækifæri fyrir tónlistar- áhugamenn að bera þessi tvö frá- bæru verk saman.“ Glíman endalausa En er þetta ekki erfitt? „Jú, biddu íýrir_ þér! Þetta er mikil þrekraun. Eg þekki verkin hins vegar mjög vel og svo fæ ég nátt- úrulega pásu á milli konserta," seg- ir Jando og skellir upp úr. „Nei, í fullri alvöru þá skiptir það sköpum, ekki bara fyrir mig heldur áheyr- endur líka. Píanókonsertar Liszt eru ekki auðmelt tónverk." Já, það má með sönnu segja að þessi 45 ára gamli tónlistarmaður sé ekki að koma að píanókonsertum Liszt í fyrsta skipti. „Liszt er eðli málsins samkvæmt í hávegum hafð- ur í heimalandi mínu og þar sem ég þótti snemma valda tæknilega efið- um verkum fékk kennari minn mér Píanókonsert nr. 2 þegar ég var fimmtán ára, með orðunum: „Lærðu þetta!“ Þar með var glíma mín við Liszt hafin - glíma sem aldrei mun taka enda.“ Ari síðar innritaðist Jando í Franz Liszt-tónlistarháskólann í Búdapest og það var á þeim vett- vangi sem hann flutti konsertinn íyrst opinberlega, studdur af kenn- ara sínum. Hvenær hann flutti verkið fyrst með hljómsveit man Jando ekki en það hefur hann gert ótal sinnum - eins Píanókonsert nr. 1, sem hann lærði skömmu síðar. „Bæði eru þessi verk makalausar tónsmíðar og ég finn alltaf eitthvað nýtt í þeim í hvert einasta skipti sem ég leik þau. Það er einkenni auðugrar tónlistar!“ Jando segir að Liszt sé tvímæla- laust í hópi sinna eftirlætis tón- skálda. I þeim góða hópi er þó fleiri nafnkunna menn að fmna: Schubert, Mozart, Beethoven, Brahms og Haydn. Píanóleikarinn kveðst ekki gera upp á milli þessara manna, ekki frekar en skeiða í tón- listarsögunni. „Þetta eru ólík tón- skáld, með ólíkan stíl, auk þess sem þau voru uppi á ólíkum tímum. Að mínu viti er affarasælast fyrir tón- listarmenn að finna lykilinn að hverju þeirra um sig, aðeins þannig geta þeir opnað eyru áheyrenda sinna. Að öðrum kosti dylst öllum að þeir hafi eitthvað „að segja“.“ Hundrað geislaplötur Jando hefur verið önnum kafinn konsertpíanisti í liðlega tvo áratugi Dansfrædafélagi komið á fót ÍSLENSKA dansfræðafélagið var stofnað í Reykjavík 18. janúar sl. Hlutverk félagsins er að gefa fræði- mönnum um dans tækifæri til að skiptast á skoðunum og kynnast fleh-i sviðum dansins en sínum eigin, kynnast verkum annarra og kynna eigin verk, jafnt innan félagsins sem utan. Markmið félagsins er m.a. að efla fræðilega þekkingu á dansi, stuðla að dansrannsóknum, kynna rannsóknaraðferðh' og nýjungar þeim tengdar, stuðla að dansmennt sem valgrein í námi grunnskóla- kennara, vinna að varðveislu heim- ilda um dans og stuðla að faglega skipulögðum dansrannsóknum inn- anlands og í samvinnu við aðrar þjóðh', segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Jafnframt segir að félagið láti sig vai'ða helstu svið dans s.s. listdans, nútímadans, skapandi dans, dans- mennt, þjóðdansa, gamla dansa, al- mennings- og samkvæmisdansa. Fé- lagar geta allir orðið sem hafa fræði- lega og/eða faglega þekkingu á dansi og hafa áhuga á dansrannsóknum og fræðilegri umfjöllun um dans. Á stefnuskrá félagsins er m.a. að stuðla að danskennslu sem skyldu- grein í grunnskólum og að standa fyrir fyrirlestrum um dansfræði. Hægt er að gerst stofnfélagi fram tU 1. júlí 1998. Formaður íslenska dansfræðafé- lagsins er Sigríður Valgeirsdóttir. Aðrir í stjórn eru Bára Magnúsdótt- ir, Guðbjörg Arnardóttir, Ingibjörg Björnsdóttir og Örn Guðmundsson. Morgunblaðið/Kristinn LISZT hljómar í Háskólabíói. Jenö Jando er við píanóið og í bakgrunni mundar En Shao tónsprotann. og síðustu árin hefur hann einnig getið sér gott orð fyrir fjölmargar hljóðritanir sem Naxos hefur gert á leik hans. Telst honum til að hann hafi leikið inn á meira en eitt hund- rað geislaplötur á undanförnum tíu árum. Meðal efnis á plötunum eru verk eftir Beethoven, Mozart, Schubert, Haydn, Schumann, Gri- eg, Brahms og Rakhmanínoff. Pí- anókonsertar Liszt bíða á hinn bóg- inn enn síns tíma. Segir Jando þetta mynstur eiga vel við sig, það er að leika jöfnum höndum á tónleikum og í hljóðveri, en þess er enn ógetið að hann er virkur kammertónlistarmaður og hefur haldið stöðu sinni sem pró- fessor við tónlistarháskólann í Búda- pest frá því hann lauk þar námi árið 1974. „Mér finnst mér hafa tekist að finna jafnvægi milli tónleika- halds og hljóðversvinnu og á þessum tímapunkti vildi ég hvor- ugu fórna - ekki fyrir nokkum mun.“ Að áliti Jandos er helsti kostur- inn við upptökurnar lærdómur - hann hafi lært ótrúlega mikið á þessu „hljóðversbrölti" sínu. Aftur á móti geti hljóðversvinnan aldrei komið í staðinn fyrir tónleika, það liggi svo mikill sköpunarkraftur í návíginu við áheyrendur. En hvernig hefur maðurinn tíma til að kenna og fást við kammertón- list samhliða þessu öllu? „Ég bý til tíma,“ segir hann og er snöggur til svars. Síðan hlær hann. Þegar hann tekur upp þráðinn kveðst hann verða að gefa sér tíma til að sinna nemendum og músísera með félög- um sínum. „Það er of mikil næring í þessum anga á meiði tónlistarinnar til að láta hann liggja á milli hluta. Því er aftur á móti ekki að leyna að það kæmi sér stundum vel að klukkustundirnar í sólarhringnum væru fleiri en 24!“ Stjórnandi kvöldsins verður Kín- verjinn En Shao sem verið hefur eftirsóttur starfskraftur víða um heim í áratug og stjórnað mörgum af þekktustu hljómsveitum Evr- ópu. Þá starfar hann mikið í Bandaríkjunum, Kanada ogÁstral- íu. Auk konserta Liszt verða á efnis- skránni Dansar frá Galanta eftir Zoltan Kodály og Margslungni Mandaríninn eftir Béla Bartók, en tónskáldin eru, líkt og Liszt og Jando, fædd í Ungverjalandi. NETFÖNG OG VEFFONG í SÍMASKRÁ 1998 I Símaskrá 1998 geta fyrirtæki og einstaklingar í fyrsta sinn skráð netföng t.d. (simaskra@simi.is) og vefföng t.d. (http://www.simi.is) , 11 f 11 " | i, .661 2935 I Jón K. Ogmu TSs 1234 f lA^aa^in-ráðoiöf Hagamel \ " -Netfang:.........1°®'^^ 7»qi Jón OrvarssoTi 6nrosgotu . * .. t Nf |( |L)m f III1 f 1 ***™*^*^*«^** Nánari upplýsingar veitir skráningardeild Landssíma íslands í síma 550 6620. Netfang: simaskra@simi.is ^, Eyöublöö liggja einnig frammi á afgreiðslustöðum íslandspósts og Landssíma íslands . LANDSSÍMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.