Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 47
BRÉF TIL BLAÐSINS
Blekking R-listans
og' „hlutleysi“
Ríkisútvarpsins
Frá Karli Ormssyni:
R-LISTINN í Reykjavík notar
hvert tækifæri til að blekkja kjós-
endur með alls konar uppákomum í
fjölmiðlum. Borgarstjóri og fylgilið
hans koma títt
fram í sjónvarpi
til að minna kjós-
endur á, hverjir
fara með stjóm
borgarinnar. Þau
nota hið vinstris-
innaða Ríkisút-
varp, að mínu
mati, til að koma
eigin áróðri á
framfæri. Skatt-
borgarinn er kúgaður til að greiða
áróður þeirra, hvort sem honum
líkar betur eða verr.
Aróður vinstra liðsins í Ríkisút-
varpinu segir til sín með ýmsum
hætti. Lævís áróður í fréttafrá-
sögnum þess um hreinsun strand-
lengju borgarsvæðisins er eitt
dæmið. Sannleikurinn er sá að
þessi stórframkvæmd var hafin ár-
ið 1984, þegar sjálfstæðismenn
stjórnuðu borginni. Akveðið var að
breyta öllum skolplögnum frá
Kópavogi inn undir Geldinganes.
Unnið var sleitulaust að þessu
verki í tíu ár. Grafinn var stór
skurður meðfram gjörvallri strand-
lengjunni og byggðar dælustöðvar
sem dældu skolpi langt á haf út.
Drjúgur hluti verksins var þegar
framkvæmdur er R-listinn komst
til valda árið 1994. Svo voga tals-
menn hans sér að setja málið þann
veg upp að framkvæmdin sé þein-a
einna. Auðvitað sér fólk, sem fylgst
hefur með borgarmálum, í gegnum
áróðurinn. En það er sorglegt að
fjölmiðlar, sem státa af hlutleysi,
skuli tíunda hann athugasemda-
laust.
Það þarf greinilega að grand-
skoða fréttir Ríkisútvarpsins fram
að kosningum. Efasemdir um ríkis-
rekna fjölmiðla fá og byr í segl við
fréttatengdan áróður af framan-
greindu tagi. Reyndar hlýtur það
að vera tímaspursmál hvenær, en
ekki hvort, Ríkisútvarpið verður
einkavætt - sett á almennan mark-
að. Ef því er ekki treystandi fyrir
hlutverki sínu verður það að hverfa
að öðrum kosti.
Talandi um hreinsun strand-
lengjunnar er nauðsynlegt að
minna á, að Birgir Isleifur Gunnar-
son, þá borgarstjóri, reifaði fyrstur
hugmyndina um hreinsun strand-
lengjunnar, á fyrri hluta áttunda
áratugarins. Auðveldara var talið
að ráða við þetta stóra verk áður
en borgin stækkaði meira en þá
var orðið. Vinstra liðið hafði þá allt
á homum sér, einkum kostnaðinn,
en áætlaður kostnaður nam þá um
1500 m.g.kr. Það sagði Birgi ísleif
vilja leggja á Reykvíkinga 1500
m.kr. „kúk-skatt“. Svona vora
vinstri menn framsýnir þá. Það
væri sennilega löngu búið að borga
þennan skatt núna og óþarft að
falsfegra reikninga borgarinnar,
eins og nú er gert, með „sölu“ allra
leiguíbúða borgarinnar.
KARL ORMSSON,
deildarfulltrúi.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator, félag laganema
Nupo tétt
Hefur þú prófað Nupo með
appelsínu- eða eplabragði?
Velkomin í Hafnarfjarðar apótek,
við bjóðum þér að smakka.
Ráðgjöf og kynning í dag
fimmtudaginn 22. janúar og á morgun
föstudaginn 23. janúar kl. 14:00-18:00.
Kynningarafsláttur
Nupo næringarduft með trefjum.
Nupo léttir þér lífið.
Hafnarfjarðar apótek
Fjarðargötu 13-15 • Sími 565 5550
Hvernig á að uppræta skattsvik?
Málstofa BSRB
f dag fimmtudaginn 22. janúar 1998,
kl. 17-19 á Grettisgötu 89.
Frummælendur:
- Indriði Þorláksson skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu
- Arni Tómasson endurskoðandi
- Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri ríkisins
Pallborðsumræður með fyrirspurnum úr sal.
Fundarstjóri: Atli Rúnar Halldórsson.
Málstofan er opin öllum
JUlUVli VIU VL
SPARADU ÞÚSUNMR ÉsEá EINU SÚLFI
GÓLFTEPPI
Teg. ARGUS
4m á fareidd
áður kr. 1.595 m:
nú kr. 990 m2
GQLFFLÍSAR
Stærð 30X30
áður kr. 1.790 m2
nú kr. 1.21- m:
ARMSTR0NG
gólfdúkur
Teg. C0MF0RT
áður kr. 1.473 m2
nú kr. Í90 m2
M0TTUR
100% polypropylenc
Teg. RUBY
stærð 80x150
kr. 2.282 pr.stk.
stærð 120x180
la*. 3.950 pr.stk.
ITILB0Ð5VERD
-15%
BOEN parket
1 BEYKI 5TRUKTUR
áður kr. 3.9 B4 m2
•VERDLÆKKUN
-40%
12D0m2 fyrsta flokks
stigahúsateppi
Verð aðeins
kr. 1.300 m2
LÆKKUN 595 pr.m.
2BEYKI STRUKTUR ljóst
áður kr. 3.840 m2
nú kr. 3.2!;'' m2
LÆKKUN 575 nr.m.
| TILBQDSVERÐÍ1
I FILTTEPPI
Teg. FUN
4m á fareidd, 15 litir
SOMMER
plastparket
W3 álagsþol / 4 litir
núkr. 1.835 m2
Takið málin
með það flýtir
afgreiðslu!
G6ð grelðslukjörl
Raðgrelðslur tll allt að
36 mánaða
AFGANGAR:
TEPPI, DÚKAR, FLÍSAR
ALLT AD 70% AFSL.
OPNUNARTÍMI: 9-18 virka daga
10-16 laugardaga
TEPBXBUÐIN
Suðurlandsbraut 26 s: 568 1950