Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 11 FRÉTTIR Formaður félags hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ummæli fjármálaráðherra um launamun kynjanna Heldur nöturleg skilaboð til kvenna ÁSTA Möller, foi-maður Félags ís- lenskra hjúki-unarfræðinga, hefur gagnrýnt ummæli Friðriks Soph- ussonar fjármálaráðherra í Morg- unblaðinu á þriðjudag um að þegar rætt væri um að draga úr launa- mun kynjanna væri átt við muninn innan stéttar, en ekki milli stétta og sagði að þetta væru „heldur nöt- urleg skilaboð til kvenna“. Ásta hefur óskað eftir fundum með borgarstjóra, fjármálaráð- herra og heilbrigðisráðherra vegna þessara mála og hyggst hún meðal annars krefjast svara um það hvernig eigi að fylgja eftir yfirlýs- ingu, sem gefin var um að draga bæri úr launamun milli kynjanna í kjarasamningnum við hjúkrunar- fræðinga um mitt síðasta ár. „Hann er í raun að segja að kon- ur, sem fara í langt og strangt nám, og gegna ábyrgðarmiklum störfum, geti ekki vænst þess að fá hærri laun fyrir vinnu sína nema þær fari í hefðbundin karlastörf," sagði Ásta um yfirlýsingu fjár- málaráðherra. „Það finnast mér vera heldur nöturleg skilaboð til kvenna. I gegnum tíðina hafa hefð- bundin störf kvenna á borð við hjúkrun veríð vanmetin til launa og ráðherra hefur oft sagt að viðhorfs- breytingu þurfi til að jafna stöðu karla og kvenna. En með þeim orð- um að markmiðið sé ekki að bera saman milli stétta laun karla og kvenna með sambærilega ábyrgð er hann ekki að ýta undir viðhorfs- breytingu heldur þvert á móti að viðhalda gildandi viðhorfum." Friðrik sagði í samtalinu við Morgunblaðinu á þriðjudag, að það væri augljóst að læknar fengju meira en hjúkrunarfræðingar sam- kvæmt síðustu kjarasamningum og bilið breikkaði milli stéttanna, en þegar talað hefði verið um að draga úr launamun milli karla og kvenna hefði verið átt við að „minnka muninn milli kynjanna innan stéttar, þar sem fólk hefði farið í sama nám og ynni sams kon- ar vinnu“. Ásta sagði að fjármálaráðherra væri að vísa til yfirlýsingar, sem hefði verið undirrituð við gerð kjarasamnings í júní á liðnu ári. Hann virtist túlka hana svo að ekki ætti að draga úr launamun milli stétta heldur innan stétta. I yfirlýsingunni segir að það sé „yfirlýst stefna ríkis og Reykjavík- urborgar að jafna þann launamun karla og kvenna, sem ekki [sé] hægt að útskýra nema á grundvelli kyns“. Síðan er bætt við: „Með nýju launakerfi er hægt að vinna að þeim markmiðum. Með það í huga munu fjármálaráðherra og Reykjavíkurborg láta gera úttekt á áhrifum nýs launakerfis á launa- mun karla og kvenna starfandi hjá stofnunum sínum á samningstíma- bilinu." Ásta sagði að þessi yfirlýsing hefði verið gefin út vegna þrýst- ings félags hjúkmnarfræðinga. Hún hefði síðan birst í þeim samn- ingum háskólamanna, sem voru undirritaðir á eftir samningum hjúkrunarfræðinga. Ljóst við hvað var átt „Það var alveg ljóst við samn- ingsborðið við hvað var átt þama,“ sagði hún. „Við höfðum ekki haft áhyggjur af launamun karla og kvenna innan hjúkrunarfræðinga- stéttarinnar, enda eru 98% hjúkr- unarfræðinga konur. Við höfðum hins vegar miklar áhyggjur af því að þetta nýja launakerfi myndi leiða til aukins launamunar milli karla og kvenna í þjóðfélaginu og þá ekki síst milli karla- og kvenna- stétta.“ Ásta sagði að jafnréttislögin gerðu beinlínis ráð fyrir því að laun ólíkra starfshópa yrðu borin saman með það í huga að karlar og konur skyldu njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Hún benti á að bæði borgarstjóri og fjármálaráðherra hefðu haft það á stefnuskrá sinni að jafna launa- mun karla og kvenna og því hefði þessi yfirlýsing um að nýja launa- kerfið yrði notað til að vinna að því markmiði að draga úr launamun kynjanna verið knúin fram. Allir hefðu vitað að ekki væri átt við að skoða bæri launamun innan stétt- arinnar. Hugðust frá upphafi skoða heildina „Við fórum inn í þetta launa- kerfi með það í huga að það yrði almennt skoðað yfir heildina að jafna launamun karla og kvenna og þá eigi að skoða starfshópa milli stétta og greiða þeim laun, sem miðast við menntun, sérhæfni og ábyrgð," sagði hún. „Um leið yrði notað tækifærið til þess að skoða launamun milli meðal ann- ars hefðbundinna karla- og kvennastétta." Ásta sagði að ekki mætti skilja orð sín svo að hjúkrunarfræðingar væru að mótmæla því að laun lækna hækkuðu. „Þvert á móti fögnum við því að læknar fengu hækkun á launum sínum, en jafn- framt viljum við bera saman laun milli starfa, sem fylgir svipuð ábyrgð innan þessara stétta og við krefjumst skýringa á þessum mikla launamun." Launamunur sagður hafa aukist á SHR Að sögn Ernu Einarsdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra slysa- og bráðasviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur, er talsverður launa- munur milli karla og kvenna á sjúkrahúsinu. Hún situr í jafn- réttisnefnd sjúkrahússins, sem vinnur nú að gerð starfsáætlunar í jafnréttismálum samkvæmt beiðni borgarstjórnar, og sagði hún að margt benti til þess að launamun- ur milli kynja hefði aukist á sjúkrahúsinu á undanförnum ár- um. Faxafeni 5 • 108 Reykjavik Sími: 568 2277 • Fax: 568 2274 Aukið samstarf SBS og Austurleiðar Breytt uppsetning framtalseyðublaða NOKKRAR breytingar hafa verið gerðar á skattframtali lands- manna. Framtalseyðublöð verða send út frá skattstofum um helg- ina. Ástæðan fyrir breytingunum er tvíþætt. I fyrsta lagi kallar upp- taka fjármagnstekjuskatts á breytta uppsetningu og í öðru lagi hefur allri úrvinnslu við skatt- framtöl verið breytt og nú eru þau skönnuð í tölvu. Hagræðing með breyttu framtali Skattframtalið hefur hingað til verið sent í formi fjórblöðungs en nú verður það á lausum blöðum. Hjón fá þrjú A-4-blöð og einhleyp- ingar tvö. Hjón fá hvort sína for- síðu og tekjusíðu en sameiginlega síðu yfir fjármagnstekjur, eignir og annað sem því tengist. Hrefna Einarsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar embættis ríkis- skattstjóra, segir að framtalið muni berast í umslagi og æskilegt sé að fólk sendi það til baka í sama umslagi. Mikilvægt sé að fólk brjóti blöðin ekki saman, lími þau hvorki né hefti, því þá verði erfið- ara að vinna úr þeim. Fólk kynni sér breytingar Hrefna telur uppsetningu fram- talsins aðgengilega fyrir framtelj- endur en samtölureitum hefur ver- ið fækkað. „Nýjum eyðublöðum mun fylgja veruleg hagræðing. Til dæmis geta foreldrar sótt um lækkun skatts á framtalinu vegna ungmenna á aldrinum 16 til 21 árs, sem eru tekjulág eða í skólum. Þeir sem greiða vaxtagjöld vegna íbúða til eigin nota geta fært gjöld beint á framtalið. Þannig munu margir geta sparað sér sérstakt eyðublað," segir Hrefna. Fjármagnstekjur eru nú skatt- lagðar í fyrsta skipti. Hrefna segir nauðsynlegt að fólk kynni sér hvernig þær séu skráðar á fram- talið. „Hér er átt við allar vaxta- tekjur eftir 1. janúar 1997. Einnig þarf fólk að varðveita kvittanir vegna staðgreiðslu og gæta þess að færa hana á framtal. Annars kemur hún ekki til lækkunar á reiknuðum skatti." Hrefna segir að á næstu árum sé stefnt að því að einfalda fram- talsgerð fyrir einstaklinga þannig að skattyfirvöld sendi þeim áritað- ar upplýsingar sem þau hafi í sín- um fórum. Til dæmis um launa- greiðslur, tryggingabætur, lífeyr- issjóðsgreiðslur og fasteignamat. Morgunblaðið/Ami Sæberg STARFSMENN Skattstofunnar í Reykjavík unnu við það í gær að flokka framtölin og setja þau í kassa. Síðan verða þau sett í umslög og dreift þannig á næstu dögum. Skattframtalið sent til landsmanna um næstu helgi TVEIR stórir hluthafar í SBS hf. á Selfossi hafa nýverið selt hluti sína Austurleið hf. og Kynnisferðum sf. Með þessum breytingum má búast við aukinni samvinnu SBS og Aust- urleiðar og áfram mun standa sam- vinna við Kynnisferðir sem verið hefur um árabil. Hluthafamir tveir, Steinn Her- mann Sigurðsson og Guðmundur Jónasson hf., áttu samtals 58% hlutafjár. Eftir breytinguna eru hluthafar SBS hf. samtals 26. Eiga Austurleið hf., Kynnisferðir sf., Ein- ar Valdimarsson og Þórir Jónsson samanlagt 85% hlutafjár en aðrir hluthafar eru einkum hreppar, fé- lagasamtök og einstaklingar á Suð- urlandi. SBS hf. annast sérleyfisakstur í Árnessýslu og fer átta ferðir á dag frá Reykjavík til Hveragerðis og Sel- foss auk þess sem tengingar eru við áætlunarferðir til annarra byggðar- laga. Þá stundar fyrirtækið hóp: ferðaakstur. Starfsmenn eru 15. í eigu SBS hf. eru nú 18 hópferðabílar af ýmsum stærðum. Skrifstofa fyrir- tækisins og verkstæði eru í eigin húsnæði við Eyraveg 33 á Selfossi. Höfum fengið nokkur viðbótarhús á Los Parrales á Kanaríeyjum í Maspaomashverfinu. Frábær gisting á góðum stað. Verð frá .IW. WIN* miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára í 28 nætur. Ef 2 saman þá 92.9CC Innifalið i verðinu er flug, ferðir til og frá flugvelli, gistíng, flugvallaskattar og islenskur fa ra rstjóri. í jcrxiúcrt', QébVÚar Ofy tQarS. Verð frá miðað er við ferð sem innifelur aðfaranótt sunnudags og að 2 ferðist saman í bíl. Innifalið er flug, bílaleigubfll i 3 daga í A flokki og flugvallaskattar. VISA Lh Verð frá I miðað er við ferð sem innifelur aðfararnótt sunnudags og að 2 ferðist saman. Innifalið er flug bílaleigubíl í3 daga í A flokki og flugvallaskattar. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.