Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR /PROFKJOR ■jtt Kópavogsbúar, þess vegna býð ég mig fram HINN 7. febrúar næstkomandi mun Sjálfstæðisflokkurinn í Kópa- vogi efna til prófkjörs og velja full- trúa á lista sinn fvrir næstu bæjar- stjómarkosningar. Op- in prófkjör eru lýðræð- isleg leið til þess að velja fulltrúa flokka á lista. Mikilvægt er að listinn verði sem breið- astur en því miður hef- ur gengi þeirra sem em undir 40 ára ekki verið sem skyldi. Auk þess hefur hlutur kvenna verið alltof rýr. Það er því á ábyrgð kjósenda í næsta prófkjöri að auka vægi kvenna og gefa þeim sem yngri em tældfæri. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 4. sæti -í ofangreindu prófkjöri. Mín kyn- slóð er að koma sér þaki yfir höfuð- ið, ala upp böm og er með áhyggjur af verkiegum framkvæmdum og skipulagsmálum í sínu nánasta um- hverfi. I þessum sporam stend ég eins og svo margir aðrir. Til að undirstrika áherslur mín- ar hef ég dregið fram 8 atriði sem ég mun beita mér fyrir ef niður- staða prófkjörsins verður til þess að ég fái sæti í bæjarstjóm. Mennta- og uppeldismál: Gmnnskólinn: Gífurleg tækifæri fylgja yfirtöku bæjarins á grannskólunum. Kópa- vogsbær setji sér það markmið að grunnskólarnir tald forystu í tölvu- og upplýsingamálum. í fyrstu verði áherslan lögð á einn skóla sem síð- an miðlar reynslu og þekkingu til hinna, Leikskólinn: Það er áfram forgangsmál að öll böm eigi kost á leikskólaplássi. Þessu verður að fylgja fast eftir, sérstaklega í nýju hverfunum. Iþrótta- og tómstundamál: Kópavogur stuðli áfram að öfl- ugu íþróttastarfi. Iþróttir og tóm- stundalíf bama og unglinga era lykillinn að árangursríku forvarn- arstarfi. Ármann Kr. Olafsson Atvinnumál: Lega Kópavogs öflugu atvinnulífi er lykillinn í bænum að og Smárinn er eitt mikilvægasta verslunarsvæði framtíðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Því þarf upp- bygging Smárans að ganga hratt fyrir sig. Miklir mögu- leikar geta myndast í kringum uppþyggingu hafnarinnar. I framtíð- inni er eðlilegt að stofna hlutafélag um rekstur hennar til þess að bærinn hafi mögu- leika á að ná fjárfest- ingunni til baka. Veitumál: Kópavogsbúar horfa upp á það að stór hluti hagnaðar veitustofn- ana Reykjavíkurborg- ar fer í að greiða niður borgarsjóð. Þetta er í raun skattur sem Reykjavíkurborg leggur á Kópa- vogsbúa. I ljósi þessa verði kannað hvort hagkvæmt sé fyrir íbúa Kópavogs að stofna fyrirtæki sem Mikilvægt er að listinn verði sem breiðastur, segir Armann Kr. Olafsson, en því miður hefur gengi þeirra sem eru undir 40 ára ekki verið sem skyldi. sér um miðlun á vatni, rafmagni og hita. Umhverfis- og skipulagsmál: í samstarfi við fyrirtækin í bæn- um marki Kópavogsbær sér heild- arstefnu í umhverfismálum. Vand- lega verði fylgt eftir uppbyggingu í nýjum hverfum bæjarins og fram- kvæmdum lokið í samræmi við áætlanir. Að lokum vil ég hvetja alla til að taka þátt í prófkjörinu og hafa þannig áhrif á það hverjir skipa lista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Höfundur er stfórnmálafræðingur og þátttakandi í prófkjöri Sjáifstæð- isflokksins i Kópavogi. Sjómenn eiga betra skilið ÁFORM yfii'valda menntamála um að flytja starfsemi Stýri- mannaskólans og Vél- skólans úr Sjómanna- skólahúsinu á Rauðar- árholti í iðnaðarhúsnæði við Höfðabakka hafa vakið hörð viðbrögð. Er ljóst af málflutningi hollvina Sjómannaskól- ans að mikill hugur fylgir þeirri sannfær- ingu að skólinn eigi heima í sínu húsi við Háteigsveg. Framhaldsmenntun Árni Þór þarf að efla Sigurðsson Menntun stýrimanna og vélstjóra er hluti af almennri framhalds- menntun í landinu. Mikið hefur verið rætt um það á undanfömum ái-um að brýnt sé að efla verk- og starfs- menntun hvers konar. Engum blöð- um er um það að fletta að í vaxandi alþjóðlegri samkeppni varðar miklu að menntunarmálin skipi veglegan sess. Það á ekki síður við um starfs- menntun á framhaldsskólastigi en aðra menntun. Nauðsynlegt getur reynst að endurskoða m.a. menntun sjómanna með tilliti til breyttra þjóðfélagshátta og sam- keppnisaðstæðna. ÞehTÍ staðreynd verður þó ekki breytt að enn um langt skeið verður sjáv- arútvegurinn meginund- irstaða atvinnulífs hér á landi og því ekki síst brýnt að við tjöldum því sem til er til að efla og styrkja eins og kostur er menntun og skólastarf sem tengist þeirri at- vinnugrein. Sjómannaskólann fyrir sjómenn Því hefur gjarnan ver- ið haldið fram í umræðu að undanfórnu að of mikil tilfinninga- semi einkenni málflutning þeirra sem vilja halda Sjómannaskólanum á sín- Reykjavíkurhöfn, segir --f---------------------- Arni Þór Sigurðsson, er ein helzta fiskihöfn landsins. um stað. Víst er að slík rök hafa verið notuð en þau eru langt í frá lítils virði og þar að auki ekki einu rökin sem færð hafa verið fram. Þegar húsið var reist, fyrir rámri hálfri öld, var það sérhannað til að hýsa sjómanna- menntunina. Bjami Benediktsson, þáverandi borgarstjóri, sagði þá að staðarvalið vitnaði um að Reykjavík væri sjómannabær. Og þannig er það enn. Reykjavíkurhöfn er ein helsta fískihöfn landsins og um höfnina fer stór hluti allra vöruflutninga til og frá landinu. Á hátíðarstundum er oft talað um Sjómannaskólann sem há- borg íslenskrar sjómannamenntunar. Það er hins vegar alltof algengt að fógur orð á tyllidögum séu höfð að engu í hversdagsleikanum. Nú hafa menn tækifæri til að sýna að þeim sé alvara með því að sjómannamenntun- in og sjómannastéttin eigi skilið virð- ingu og þakklæti fyrir fórnfúst starf í þágu þjóðarinnar allrar með því að taka mark á mótmælum þeirra og virða sjónarmið jieirra og rök, jafnvel þótt þau séu að hluta til reist á til- fínningum. En þessu til viðbótar hef- ur líka verið sýnt fram á að það þurfi að leggja veralega fjármuni í viðhald skólahússins og það verði ef til vill ódýrara ef sama starfsemi verður þar áfram til húsa. I þessu samhengi vil ég ekki gera lítið úr þörfum Kenn- araháskólans fyrir aukið húsiými, en það er óþarfi að leysa mál KHÍ á kostnað Sjómannaskólans. Þvert á móti eiga þessir tveir skólar að starfa báðir í samlyndi á Rauðarárholtinu og verkefnið fí-amundan er að fínna lausn sem hentar báðum. Höfundur er borgarfulltrúi og tekur þátt i prófkjöri R-listans. Sigrún Elsa - ung hugsjónakona FYRIR nokkra var athygli mín vakin á því að í núverandi borgar- stjórn er enginn fulltrúi undir þrítugu. Það var mér því mikið ánægju- efni þegar ég sá nafn Sigránar Elsu Smára- dóttur, matvælafræð- ings, í hópi þeirra sem bjóða sig fram í próf- kjöri Reykjavíkurlist- ans fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar. Þrátt fyrir ungan aldur er Sigrún Elsa mikill skörangur og hefur ávallt barist ötul- lega fyrir þeim málefn- um sem hún hefur trú á. Elju henn- ar kynntist ég fyrst er hún sem nemendafulltrái vakti athygli kenn- ara Raunvísindadeildar Háskóla ís- lands á úr sér gengnu einingakerfi í deildinni. Ári síðar vora síðan gerð- ar nauðsynlegar breytingar á kerf- inu sem sparaði þeim stúdentum sem á eftir komu margar krónur, svita og tár. Menntun og jafnrétti Áhugi ungs fólks á stjórnmálum hefur á síðustu áram og áratug- um farið dvínandi og því miður sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Þetta er sérstaklega slæmt vegna þess að nauðsynlegt er að hinir ýmsu þjóðfélagshópar hafí sína kjörnu fulltrúa þar sem ákvarðanir eru teknar. þessum hröðu umbreytingar- mikilvægt að hafa tals- mann sem hefur skilning á þörfum ungs fólks í dag. Sem útivinnandi móðir tveggja ungra bama hefur Sigrún Elsa þent á margt sem betur mætti fara í dagvistarmálum. Þótt Bryndís Eva Birgisdóttir Á tímum Tdmstundir og við- bótarnám í skólana NOKKUÐ hefur ver- ið rætt um ágæti ís- lensks skólakerfís eftir að í ljós kom að íslensk- ir nemendur standa sig ekki nógu vel saman- borið við jafnaldra í öðrum löndum. Einnig hafa heyrst fleiri og fleiri raddir foreldra sem telja menntun barna sinna best borgið í einkaskólum. Ég tel að í grann- skólum Reykjavíkur eigi börnin okkar að geta hlotið bestu fáan- legu menntun. Þeir hafa allt til að bera að svo megi vera. En til Bryndís Krisljánsdóttir þéss að ná þeim árangri sem við viljum verðum við að búa svo að kennurunum að metnaður þeirra og starfsgleði haldist og við þurfum að búa svo að nemendum að þeim líði vel í skólan- um og geti stundað þar það nám sem hugur þeirra stendur til. Skólar sem standast kröfur Ég tel það óæskilega þróun að fólk telji nauð- synlegt að setja böm sín í einkaskóla til að þau hljóti þá menntun og séu í því skólaum- hverfi sem foreldrar telja æskilegt. En það sem fæstir vita er að Reykjavíkurborg styrk- ir flesta ef ekki alla einkaskóla sem reknir era í Reykjavík. Al- mennir grannskólar eiga að uppíylla sams konar kröfur og foreldrar era að gera til einkaskólanna. Þegar ég bjó í Kalifomíu í Bandaríkjunum fyrir um 20 áram fóru flest börn í al- menna grannskóla. Nú setja engir Almennir grunnskólar eiga, að mati Bryndísar Kristjánsdóttur, að uppfylla sams konar kröfur og foreldrar eru að gera til einkaskólanna. foreldrar böm sín í slíka skóla nema af illri nauðsyn. Einkaskólarnir hafa náð til sín öllum bestu kennurunum, með yfírborgunum og betra starfs- umhverfi, og almennu skólunum hefur hrakað svo að til vandræða horfir. Þessa þróun vil ég ekki sjá hér. Fjölbreyttara skólanám Helst ættu öll börn að stunda ein- hvers konar viðbótarnám eða íþróttir við hæfi. Líta ætti á tónlist, dans, myndlist, tungumál, íþróttir og annað sem eðlilega viðbót við al- mennt nám, sem öllum skólabörn- um stæði til boða í sínum hverfis- skóla. Núna kostar þetta svo mikla peninga, auk þess sem aka þarf bömunum hverfa á milli, að einung- is hluti reykvískra barna á kost á slíku. Áreiðanlega myndu allir for- eldrar fagna því ef viðbótarnámið færðist inn í hverfísskólann. Að ekki sé minnst á hve akstur um borgina myndi minnka. Reykjavíkurborg styrkir nú flesta ef ekki alla tónlistarskóla, íþróttafélög, tómstundaskóla, list- skóla og fleiri sem koma að viðbót- ar- eða tómstundanámi. Munurinn hér yrði sá að kennarar og leið- beinendur kæmu í skólana í stað þess að nemendur væru að ferðast um borgina þvera og endilanga til að komast til þeirra. Án efa hefði þetta mikla hagræðingu og sparn- að í för með sér og gæfi því mögu- leika á að bjóða öllum börnum þátt- töku og að því tel ég að við eigum að stefna. Höfundur er frambjóðandi í próf- kj'óri R-Iistans. Sem útivinnandi móðir tveggja ungra barna, segir Bryndís Eva Birgisdóttir, hefur Sigrún Elsa bent á margt sem betur ______mætti fara í_____ dagvistarmálum. vissulega hafí mikið áunnist þegar kemur að dagvist bama þá má alltaf gera betur. Má þar t.d. nefna nauð- syn þess að auka sveigjanleika leik- skóla þegar kemur að dagvistun barna námsmanna á meðan próf standa yfir. Bætt menntun og lengra skólaár era einnig ofarlega á lista hjá henni líkt og mörgum öðram enda gefa erlendar kannanir fúllt til- efni til veralegra úrbóta í þeim mál- um. Jafnrétti til náms og að hverjum og einum sé gefinn kostur á að þroska hæfileika sína til að nýtast þjóðfélaginu eins og best verður á kosið. Þá era jafnréttismál Sigránu Elsu mjög ofarlega í huga og er hún e.t.v einhver sá mesti eldhugi sem ég hef kynnst í þeim málum. Rökföst og heilsteypt Sigrúnu EIsu fer vel að vinna með öðra fólki en það er lykillinn að góðum og samhentum lista. Hún er vön að koma fram, er rökföst, hefur vel mótaðar hugmyndir og er um- fram allt ákaflega heilsteyptur per- sónuleiki. Hún getur þó verið hörð í horn að taka ef henni finnst einhver órétti beittur. Það er mikilvægt að gefa þeim sem hafa eitthvað til málanna að leggja tækifæri á að njóta sín. Með því að bjóða sig fram undirstrikar Sigrún þann kraft sem í henni býr og að hún sé tilbúin að axla þá ábyrgð sem fylgir starfi borgarfull- trúans. Styðjið Sigrúnu Elsu og tryggið ungi-i konu með hugsjónir og þor öruggt sæti á framboðslista Reykjavíkurlistans. Það ætla ég að gera. Höfundur er næringarfræðingur og næringarráðgjafí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.