Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ
24 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998
LISTIR
á ég að fara?
EITT verkanna á sýningn Einars.
Hvert
MYMPLIST
IVýlistasafnið
INNSETNING
Sýning á verkum Einars Garibalda
Einarssonar. Opið alla daga nema
mánudaga. Sýningin stendur til
25. janúar.
HVER er munurinn á tákni og
mynd? Hver er til dæmis munurinn
á orðinu „Herðul)reið“ og málverki
af fjallinu Herðubreið? Og hver er
svo munurinn á orðinu „fjall“ og
mynd af Herðubreið? Og hver er
svo munurinn á öllu þessu ofan-
töldu og Drottningu fjallanna
sjálfri? Táknin sem við notum eru
margs konar og standa í flóknu
sambandi hvert við annað og við
það sem við ætlum þeim að tákna.
Sum standa sjálfstæð og þurfa ekki
frekari skýringa við, en önnur eru
bundin ákveðnu kerfi og ákveðinni
umgengni og hafa nær enga merk-
ingu út af fyrir sig. Myndir eru aft-
ur þess eðlis að geta að einhverju
marki komið í staðinn fyrir það sem
þær eru myndir af og eru þannig
ekki tákn í sama skilningi og orð
eða skilti, þótt auðvitað beri að
minnast þess að það er hægt að
draga upp myndir í orðum. Til að
flækja málið enn frekar þarf svo
líka að hafa í huga að til eru myndir
sem ekki eru myndir af neinu.
Það er eitt einkenni þess menn-
ingarforms sem við búum við að
táknkerfi þess eru gríðarmörg og
mörg þeirra tengjast ekki nema
mjög lauslega reynsluheimi okkar.
Hins vegar geta tákn myndað
sterkar heildir - verið nátengd inn-
byrðis - og þannig náð að bera
merkingu svo framarlega sem við
höfum á annað borð lært að lesa
táknkerfin. Hvert tákn leiðir þá af
öðru og um leið að öðru tákni; tákn-
kerfin verða sjálfum sér nóg.
Einar Garibaldi hefur á sýningu
sinni í SÚM-sal Nýlistasafnsins
hengt upp röð skilta sem fengin
hafa verið af ýmsum stöðum á land-
inu. Skiltin eru öll eins: A þeim öll-
um er þessi undarlega lykkja sem
einhverjum spekúlanti hefur ein-
hvern tíma dottið í hug að þýddi
augljóslega að framundan væri að
finna áhugaverðan stað þar sem
ferðalangar kynnu að vilja staldra
við til að skoða sig um. Skiltið segir
ekkert frekar til um það hvað
ferðamaðurinn á að skoða'eða af
hverju honum ætti að finnast það
áhugavert. Af öllum þeim skiltum
sem vegagerðir heimsins beita við
að merkja upp löndin er þetta skilti
þannig líklega eitt hið opnasta og
um leið það sem margræðast er.
„Hvað er nú framundan," hlýtur
ferðamaðurinn að spyrja en fær
engin svör íyrr en hann er kominn
á staðinn og er þá líklega sjálfur
fullfær um að meta hvort það sem
við honum blasir sé áhugavert eða
ekki. Eða hvað? Er hér kannski á
ferðinni leiðsögn af öðru tagi? Er
verið að segja okkur hvað okkur
eigi að finnast áhugavert? Era
lykkjuskiltin sem finna má á víð og
dreif um landið eins konar hug-
myndastýring? Leiðsögn um hug-
ann ekki síður en landslagið?
Skilti Einars era langt í frá að
vera jafngild þótt þau séu öll eins.
Þau era tekin héðan og þaðan af
landinu þar sem þeim var ætlað að
merkja suma af fallegustu „ferða-
mannastöðunum", staðina þar sem
íslensk náttúrufegurð er mest, að
mati okkar íslendinga. Þetta era
jafnframt staðimir sem brautryðj-
endur landslagsmálverksins í ís-
lenskri myndlist vora duglegastir
að mála; þeir staðir sem helst var
haldið að Islendingum á myndum
þegar farið var að mennta þá í feg-
urð landsins á fyrri hluta aldarinn-
ar. Málverkin kenndu okkur nefni-
lega hvað væri fallegt í íslensku
landslagi á svipaðan hátt og lykkj-
umar kenna okkur nú - á ferðum
okkar um landið - hvað sé áhuga-
vert. Þannig lokast hringurinn milli
mynda og táknsins í sögunni af um-
gengni okkar við landið. Fyrst var
okkur kennt með myndum hvað
væri fallegt í landslaginu, en nú
dugar skiltið eitt: Við höfum lært
okkar lexíu vel.
Sýning Einar er þannig ekki að-
eins skemmtilegur útúrsnúningur á
þeim táknkerfum sem við beitum til
að nálgast og umgangast veraleik-
ann þótt vissulega sé mikill húmor í
því hvernig hann nálgast viðfangs-
efnið. Sýningin vekur okkur líka til
umhugsunar um það hvernig þessi
táknkerfi móta upplifum okkar og
hún ætti að hvetja okkur til að
skoða þessi kerfi gagnrýnum aug-
um.
LOPAVERK
Hildur Bjarnadóttir
í Bjarta-sal í Nýlistasafninu hef-
ur Hildur Bjarnadóttir sett upp
litla sýningu undir yfirskriftinni
„Saumaklúbbur". Hér virðist við
fyrstu sýn vera um að ræða ýmsar
flíkur úr lopa en þegar betur er að
gáð eru þetta ekki í raun nytjahlut-
ir heldur eins konar afmyndanir
þeirra; hlutir sem virðast leika ein-
hvers staðar á mörkum hefðbund-
inna hannyrða og fáránleikans.
Kunnuglegt munstur er víða að sjá
og handbragðið er vissulega vel
þekkt, en markmið þessara hluta er
annað en við eigum að venjast.
Munstrið sem við eram vön að sjá í
bekk sveigir sig upp í hring og hinir
ýmsu hlutir afmyndast svo úr verð-
ur eitthvað sem áhorfandinn kemur
engan veginn fyrir sig.
Segja má að Hildur beiti hér fyr-
ir sig fléttu sem alkunn er í lista-
sögu aldarinnar: Að taka hið kunn-
uglega en draga athyglina frá því
sem við þekkjum að efninu sjálfu
og aðferðinni við að vinna úr því.
Þetta var eitt af markmiðum málar-
anna sem á öðram áratug aldarinn-
ar hættu að mála myndir af ein-
hverju og beindu þannig athygli
áhorfandans að litunum sjálfum og
formunum á striganum. A svipaðan
hátt var þessu beitt í konseptlist-
inni og aftur í hvers kyns „ass-
emblage“ eða samsetningarlist. Það
sem gerir sýningu Hildar frisklega
og ögrandi er að hún tekur hér á
efni og aðferðum sem ekki hefur
áður verið snúið úr á þennan hátt,
en sem hafa sterka skírskotun í
hversdagsmenningu okkar og hefð.
Sýning Hildar er þannig um margt
nokkuð áhugaverð, en verður þó
svolítið utanveltu og óaðgengileg
meðal allra sýninganna í safninu,
ekki síst vegna þess að henni fylgir
engin sýningarskrá til glöggvunar
fyrir áhorfendur. Það er synd því í
henni er ýmislegt að gaumgæfa.
MÁLVERK
Guðrún Púlína Guðmundsdóttir
í forsal Nýlistasafnsins hanga
málverk eftir Guðrúnu Pálínu Guð-
mundsdóttur sem starfar á Akur-
eyri. Myndir þessar eru raunar að-
eins brot af stærri sýningu sem hún
hélt skömmu fyrir áramót í Lista-
safninu á Akureyri. Nokkuð erfitt
er að átta sig á þessum myndum og
á því hvað listakonan ætlar sér með
þeim ef aðeins eru skoðaðar þær
sem nú era til sýnis hér í Reykja-
vík. í stærra samhengi gengu þær
upp og náðu að mynda heild, en hér
verka þær frekar umkomulausar og
án stuðnings. Þessi verk ná ekki að
standa ein heldur þurfa þau á víð-
ara samhengi að halda.
Um sýninguna á Akureyri var
skrifað hér í Morgunblaðið á síð-
asta ári, en þar var að finna nokkr-
ar andlitsmyndir til viðbótar þeirri
sem nú hangir í Nýlistasafninu, auk
afstraktmynda á þorð við þær sem
þar er að finna.
Andlitsmyndirnar era unnar á
einfaldan hátt og verka frekar
bernskar, en ná þó að vekja nokkuð
sterka tilfinningu þegar staldrað er
við þær. I stærri sýningunni mátti
síðan túlka afstraktmyndirnar sem
eins konar tengingu eða brú milli
andlitanna, en þá tengingu nær
ekki að kveikja hér.
Jón Proppé
GFjölbrautaskólinn í Garðabæ
v/Skólabraut, 210 Garðabæ, sími 5201600, fax 5651957
Námskeið fyrir
fólk á öllum aldri
Ýmis kvöld- og helgarnámskeið verða haldin í
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sem hér greinir:
Internet námskeið. Námskeiðið verður haldið þrjá
laugardagsmorgna í röð kl. 10.00-12.00, fyrst laugar-
daginn 31. janúar nk. Kennd verður notkun í vefskoðun,
tölvupóstkerfi og „News groups". Kennari er Bjöm
Hólmþórsson. Verð kr. 7.500.
Power Point námskeið. Námskeiðið verður
haldið þrjá laugardaga í röð kl. 10.00-12.00, fyrst
laugardaginn 21. febrúar. Kennd verður notkun á for-
ritinu Power Point. Kennari er Hallgrímur Arnalds.
Verð kr. 7.500.
Skattaframtal I. Námskeiðið verður haldið kl.
20.00-22.00 miðvikudaginn 28. janúar og 2., 4. og 5
febrúar. Farið verður í skattframtal einstaklinga, hjóna
og hjóna með börn. Framtalseyðublaðið skoðað og
skýrt lið fyrir lið. Útreikningur við álagninu útskýrður.
Kennari er Bjarni G. Guðlaugsson. Verð kr. 5.500.
Skattaframtal II. Námskeiðið verður haldið kl.
20.00-22.00, 11., 12., 16. og 20. febrúar. Farið verður
í skattframtal einstaklinga með rekstur. Framtals-
eyðublaðið skoðað og skýrt lið fyrir lið. Útreikningur
við álagningu útskýrður. Kennari er Bjarni G. Guð-
laugsson. Verð kr. 5.500.
Fatasaumur. Námskeiðið verður haldið sex mánu-
dagskvöld í röð kl. 19.00-22.00, fyrst mánudagskvöldið
9. febrúar. Kenndur fjölbreyttur og hagnýtur fatasaum-
ur. Kennari er Ásdís Jóelsdóttir. Verð kr. 9.500.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 5201600.
Ennfremur upplýsingar á heimasíðu skólans:
http://rvik.ismennt.is/-fg/
Komið og njótið kennslu með fullkomnum búnaði, s.s.
tölvubúnaði í nýju og glæsilegu húsnæði skólans við
Skólabraut!
Skólameistari.
,Naxos diskargeyma perlur klassískrcir tónlistar áfrábœm verði.
Gíjurlegt úrval sem á sér enga hliðstœðu. JJaxos hefurfest sig
í sessi sem mnsœlasta merki unnenda klassískrar tónlistar.
ftíanóleikarirmJenoJando er staddur hér á tandi og mun komaJram ásamt Sinfóníuhljómsveit
íslands í kvöld.Jlann hefur vakið mikla athygli ogfengið mjöggóða dóma fyrirflutning
sinn á Jéaxos útgáfunni.
Japis verður með Jíaxos kynningarbás á
tónleikunum í kvöld, í boði verða verk sem
Jando hefur komið nálœgt ásamt
fjöldanum öllum af öðrum klassískum
verkum
BtíSIS
NAXOS
iim iim .. iiiii
JAPISS
TÓNLISTARDEILD
k
>
>
\
>
>
\
>
>
I
>
I
\
>
>
I
>
>
>
>
>