Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 45 í I I I i ; I I l i I i l i l j j í l ; I Opnir fundir hjá R-list- anum OPNIR kynningarfundir með frambjóðendum í prófkjöri Reykja- víkurlistans verða haldnir í Póst- hússtræti 13 í þessari viku. Haldnir verða fjórir fimdir og mæta sjö frambjóðendur til leiks á hverjum þeirra. Fundaröðin hófst í gærkvöldi í prófkjörsmiðstöðinni Pósthús- stræti 13 og hefjast fundirnir kl. 20.30. Fundirnir eru öllum opnir og á þeim gefst gott tækifæri til þess að ræða við frambjóðendur um málefni borgarinnar og kynna sér áherslur þeirra. Aðrir fundir verða í kvöld kl. 20.30 og á laugardag og sunnudag kl. 15. Rfldsstjórnin selji Fj árfestingabankann STJÓRN sambands ungra sjálf- stæðismanna hvetur ríkisstjómina til þess að selja, svo fljótt sem auðið er, hinn nýstofnaða Fjárfestinga- banka atvinnulífsins. „Fjárfestingabankanum var sam- kvæmt heimild Alþingis, haslaður rúmur starfsvettvangur og hefur nú komið á daginn að forsvarsmenn bankans hyggjast nýta sér það svig- rúm til fullnustu og ganga inn á þau svið er almennu viðskiptabankarnir hafa m.a. sinnt, þ.e. almennri fjár- málaþjónustu við fyrirtæki. Mjög hallar á viðskiptabankana í fyrirsjá- anlegri samkeppni við Fjárfestinga- bankann þar sem hann hefur sterkasta eiginfjárstöðu íslenskra banka og því óhjákvæmilega yfir- burði á innlendum fjármagnsmark- aði,“ segir m.a í fréttatilkynningu frá stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna. Ásdís Halla Bragadótth’, formað- ur SUS, segist í samtali við Morgun- blaðið leggja sérstaka áherslu tvennt í þessu sambandi. „í fyrsta lagi er í Iögunum einungis heimild fyrir því að selja 49% hlutafjár í Fjárfestinga- bankanum og í öðra lagi hefur verið talað um það að undirbúningur að sölu hlutafjárins ætti að hefjast strax eftir gildistöku laganna, þ.e. í upphafi þessa árs,“ segir hún. „En nú hefur bankinn tekið til starfa og það hefur ekki verið gerð grein fyrir því hvernig sú vinna á að fara fram. Þess vegna viljum við sérstaklega gagnrýna viðskiptaráð- herra og ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki kynnt hvernig staðið verði að sölu þessara 49% og að hafa heldur ekki tilkynnt um það að það sé eðli- legt að selja allan bankann, af því að núna hefur komið í ljós að bankinn ætlar í umfangsmikla samkeppni á fjánnagnsmarkaði og kannski meiri samkeppni en margir bjuggust við,“ segir Asdís Halla. í fréttatilkynningu stjórnar SUS segir ennfremur að ríkisstjórnin hafi ekki gert hreint fyrir sínum dyrum gagnvart umbjóðendum sín- um varðandi stefnu sína í banka- málum. Orð og efndir fara ekki saman „I stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar var formbreyting í-íkisbank- anna, einkavæðing og niðurskurður boðaður. Orð og efndir hafa hins vegar ekki farið saman í þessum efnum, heldur hafa aukin ríkisum- svif á fjármálamarkaði í stjórnartíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar gengið gegn stjórnarsáttmálanum og gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hefur stjórnartíðin að þessu leyti einkennst um of af undanlátssemi gagnvart hinum afturhaldskenndu sjónarmiðum viðskiptaráðherra og flokks hans, Framsóknarflokksins. Ungir sjálfstæðismenn krefjast þess að ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins geri skyldu sína í þessum efnum og fylgi stefnu flokksins en bregðist henni ekki,“ segir í frétta- tilkynningunni. Fræðslu- fiindur um Grikkland í KVÖLD gengst Grikklandsvina- félagið Hellas fyrir fræðslufundi, þar sem sagt ferður frá Grikk- landsferðum tveggja skálda, þeirra Francois-René de Chateaubriand og enska lávarðarins Geroree Gor- don Byron. Fundurinn verður haldinn í Kornhlöðunni, Banka- stræti 3 og hefst kl. 20.30. Þeir Harldur Ólafsson mann- fræðingur og Guðni Elísson bók- menntafræðingur flytja erindi á fundinum. --------------- Gestir hjá Ffladelfíu HJÓNIN Lise og Ludvig Karlsen verða gestir Fíladelfíu nú um helg- ina. Áríð 1983 stofnuðu þau með- ferðarheimili fyrir vímuefna- og áfengissjúklinga á vegum norsku hvítasunnuhreyufíngarinnar. „Lise og Ludvig reka 30 með- ferðarheimili víðs vegar um Noreg og þar eru 350 til 400 einstaklingar inni á hverjum sólarhring. Stofnun- in rekur einnig biblíuskóla í Öster- bo fyrir 60 nemendur og stendur fyi-ir námskeiðum; tölvunámskeið- um, myndlistamámskeiðum og hússtjórnarnámskeiðum. Einnig er starfræktur skóli þar sem í boði er vélsmíða-, kokka- og smíðanám og til gamans má geta að nú er einn Islendingur í skóla hjá þeim að læra til kokks. Ludvig Karlsen er sjálfur fyrrverandi alkóhólisti og hefur setið í fangelsi í 9 ár. Sl. haust var hann sæmdur æðstu heiðursorðu norska konungsins fyrir störf sín í þágu vímuefnaneyt- enda og er þetta í fyrsta sinn í sögu norska ríkisins sem fyrrverandi fangi er sæmdur slíkri orðu,“ segir í fréttatilkynningu. Lise og Ludvig verða með sam- komur í Fíladelfíu fostudagskvöld 23. janúar kl. 20, í Samhjálp hvíta- sunnumanna, Hverfísgötu 42, laug- ardaginn 24. janúr kl. 20 og síðan í Fíladelfíu sunnudag kl. 16.30. Sam- komurnar eru öllum opnar. ----------------- Opið hús hjá Nýrri dögun NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgamðbrögð, eru með opið hús í kvöld kl. 20-22 í B-sal í Gerðubergi og eru syrgjendur velkomnir. Næsti fyrirlestur verður fimmtudagskvöldið 5. febrúar á sama stað og sama tíma. Þá verður fjallað um barnsmissi. LEIÐRÉTT Mynd birtist ekki VEGNA mistaka birtist ekki mynd af Gústav Stolzenwald, höf- undi bókarinnar Undir öræfa- himni, með um- sögn um hana í blaðinu í gær. Um leið og beðist er velvirðingar á Gústav þessu er myndm stolzenwald birt. Lögmannafélag íslands í FORUSTUGREIN Morgunblaðs- ins um skattamál sl. þriðjudag var ranglega farið með nafn Lögmanna- félags Islands og það nefnt Lögfræð- ingafélag íslands. Hlutaðeigendur og aðrir lesendur eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Námslengd á umhverfísbraut NÁM á umhverfisbraut Gai’ðyrkju- skóla ríkisins í Hveragerði tekur þrjú og hálft ár en ekki tvö ár eins og sagði í Daglegu lífi sl. föstudag. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Rangur myndartexti RANGUR myndartexti birtist með mynd úr kolsýruverksmiðju í Gríms- nesi í blaðinu í gær á bls. 17. Á myndinni sést Guðmundur Ásgeirs- son, tæknilegur framkvæmdastjóri ísaga hf. hleypa kolsýru af tanki en þegai’ kolsýran kemur út úr tankin- um breytist hún í þurrís. Morgunblaðið/Þorkell Stóri vinning- urinn í Línu- leiknum DREGIÐ hefur verið um stóra vinningin í Línuleiknum, vikuferð fyrir fjóra með Plúsferðum i' Lego- land. Fyrirtækin sem stóðu að leiknum voru Morgunblaðið, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri og Sól hf. „Gífurleg þátttaka var í leiknum. Sú heppna var íris Ösp Ólafsdóttir, sem sést hér ásamt Línu langsokk og foreldrum sínum Ólafi Friðriks- syni og Freyju Tryggvadóttur. Um leið og ofangreind fyrirtæki óska vinningshafanum og fjölskyldu hennar til hamingju vilja þau þakka öllum þeim sem tóku þátt í leiknum,“ segir í fréttatilkynningu. Námskeið fyrir húsverði og umsjónar- menn fasteigna FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breið- holti, í samvinnu við Iðntæknistofn- un Islands, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Samtök iðnaðarins, stendur fyrir námskeiði um húsvörslu, en þetta mun verða í fyrsta skipti sem þessir aðilar vinna saman að menntamálum, segir í fréttatilkynningu. Megin markmið námskeiðsins eru: Að auka fjölbreytni í endur- og símenntun, að bregðast við kröfum frá umsjónarmönnum/eigendum fasteigna um reglubundið nám fyrir húsverði, að auka þverfaglega þekkingu húsvarða til að meta við- haldsþörf fasteigna, að bjóða þeim sem skipta vilja um starf nýjan val- kost í eftirmenntun og að bjóða fram nýjan möguleika í endur- menntun fyrir þá sem misst hafa vinnuna. Námskeiðið er tvíþætt: í fyrsta lagi gnmnnám sem er 104 tímar og stendur frá 2. febrúar til 31. mars. Þar eru helstu efnisflokkar: Náms- tækni, tjáning og mannleg sam- skipti, uppbygging húsa, viðhald og öryggismál og rekstur og utanum- hald. Þegar grunnnámskeiði er lokið verður boðið uppá valáfanga í 26 tíma (27. apríl -15. maí). Þar verður farið dýpra í ýmis sérstök málefni, svo sem: Umhverfismál og ræsting, tölvutækni og húsvai’sla, húsvarsla í skólum og íjiróttam an n virkj u m. Þeir sem áður hafa lokið námskeiði fyrir húsverði geta einnig innritað sig á þessi framhaldsnámskeið. Skráning er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til 27. janúar Nánari upp- lýsingar eru á heimasíðu Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, www.fb.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.