Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 60
Fyrstir með HP Vectra PC * Tfjpl hewlett mílnM PACKARD Sjáðu meira á www.hp.is MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 IiEYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Akureyringur fékk 44 millj- ónir króna í Víkingalottói ISLENDINGUR var með sex töl- ur réttar í Víkingalottói í gær og vann rúmar 44 milljónir. Vinningsmiðinn var keyptur í gær í Nætursölunni á Akureyri. Vinningshafarnir gáfu sig fram í gærkvöldi, en um ijölskyldufólk er að ræða. „Þetta verða mikil viðbrigði fyrir þetta fólk og umbylting á högum þess,“ sagði Bolli R. Val- garðsson, markaðsstjóri Vík- ingalottós, og bætti við að vinn- ingshafarnir hefðu ekki viljað að nöfn sín kæmu fram. „Þessu fylgir mikil geðshræring og þau ^tkváðu að sofa á þessu.“ Hann sagði að fólkið, sem fékk vinninginn, hefði fylgst með talnadrættinum í lottóinu í sjónvarpinu í gær og séð að það hefði sex tölur réttar - 9, 17, 29, 39 og 40. „Maðurinn hringdi hingað samstundis í miklu uppnámi," sagði Bolli. Nætursalan á Akureyri er að sögn Bolla sá sölustaður þar sem einna flestir vinningar hafa komið fram. Hann kvaðst telja að þetta væri meðal hæstu happ- drættisvinninga, sem um gæti á Islandi. Næsthæsta upphæð, sem ís- lendingur hefði fengið í Vík- ingalottói, hefði verið dregin í apríl 1994 þegar ungt par hefði hlotið tæpar 40 milljónir króna, en Isléndingur hefði fímm sinnum fengið fyrsta vinning. Stefán Einarsson, eigandi Nætursölunnar, kvaðst í gær- kvöldi ekki vita hver hefði keypt vinningsmiðann. Hann sagði að 18 aðalvinningar í laugar- dagslottóinu hefðu komið á miða frá Nætursölunni, en þetta væri fyrsti vinningur, sem komið hefði eftir að hann tók við versl- uninni. Þessir vinningar hefðu mikil áhrif á viðskiptin í versl- uninni. „Eg hef verið skammað- ur fyrir að vera óheillakráka," sagði Stefán. „En nú á það ekki lengur við.“ Fyrsti vinningur í Víkinga- lottói í gærkvöldi skiptist milli fjögurra vinningshafa - Dana, Finna, Norðmanns og íslend- ingsins - og fær hver þeirra 44.310.557 krónur. Upphæðin er greidd í einu Iagi og hún er skattfrjáls. Stækkun Járnblendiverksmiðjunnar Opna tilboð um mánaðamótin TILBOÐ verða opnuð í byggingu skála og rafbúnað vegna stækkunar Járnblendiverksmiðjunnar á Grund- artanga um næstu mánaðamót. Stefnt er að því að stjórn Islenska jámblendifélagsins taki endanlega ákvörðun um stækkun á fundi í byrj- un mars og að framkvæmdir byrji í framhaldi af því. Bjami Bjarnason, framkvæmda- stjóri Jámblendifélagsins, sagði að undirbúningur að stækkun verk- smiðjunnar gengi vel. Verið væri að fara yfir alla kostnaðarþætti og ljúka gerð kostnaðaráætlunar. M.a. væri verið að kanna leiðir til að ná niður kostnaði við framkvæmdir. Utlit væri fyrir að kostnaður við byggingu þriðja ofnsins yrði í kringum þrjá milljarða króna. Bjarni sagði ekki æskilegt að hefja framkvæmdir við stækkun Járn- blendiverksmiðjunnar á sama tíma og framkvæmdir við byggingu álvers Norðuráls hf. stæðu sem hæst. Það væri hagkvæmt bæði frá sjónarhóli Jámblendiverksmiðjunnar og einnig þjóðhagslega að vera ekki með þess- ar miklu framkvæmdir í hámarki á sama tíma. Bjai'ni sagði að enn sem komið væri benti ekkert til annars en að ofninn yrði tekinn í notkun í árslok 1999 eins og upphaflegar áætlanir gera ráð fyrir. Samkvæmt samningi Járnblendifélagsins við Landsvirkj- un þarf fyrirtækið að fara að greiða fyrir raforkuna í árslok 1999 óháð þvi hvort framkvæmdum við bygg- ingu ofnsins verður lokið. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Tæplega 70 ““ umsóknir hafa borist TÆPLEGA 70 umsóknir um fjár- mögnun hafa borist Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins sem nú er að hefja starfsemi. Þar af em 52 umsóknir um hlutafé, 8 um áhættulán og 10 um styrki. Verkefnin eru af öllum stærð- um og gerðum. Að sögn Páls Kr. Pálssonar, fram- kvæmdastjóra sjóðsins, hafa margar umsóknir borist frá einstaklingum eða frumkvöðlafyrirtækjum. Tölu- vert hefur verið um að ungt fólk í upplýsingatækni- og afþreyingar- geiranum sendi inn umsóknir. Þá er nokkuð um verkefni á sviði alþjóða- væðingar, einkum varðandi þátttöku sjóðsins í stofnun eða uppbyggingu fyrirtækja erlendis í eigu íslenskra aðila. Sjóðurinn fær í arf frá gömlu fjárfestingarlánasjóðum atvinnulífs- ins hátt í sex milljarða króna að öllu meðtöldu og þá fjármuni á að nýta til fjárfestinga á sviði nýsköpunar. Þar af eru 4 milljarðar í Stofnsjóði, 1 milljarður í Framtakssjóði vegna verkefna á landsbyggðinni og um 800 milljónir í Vöruþróunar- og markaðs- deild. ■ Að skilja/B4 -------------- ^Landið verði eitt skatt- umdæmi FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra sagði í gærkvöldi að hann hefði hug á að gera gagngerar um- bætur á skattkerfinu og yrði málið rætt á fundi í fjármálaráðuneytinu í dag. A fundinum verður fjallað um yfir- ,^kattanefnd, fresti og forúrskurði. ^Sinnig hvort breyta eigi landinu í eitt skattumdæmi, viðurlög við brot- um, embætti umboðsmanns skatt- greiðenda og fleira. Friðrik sagði hér um að ræða mál, sem hefðu ver- ið í vinnslu og ætlunin væri að vinna að á næstunni. „Við munum leita eft- ir samstarfi við lögmenn og löggilta ^endurskoðendur," sagði hann. ■ Tafir hjá/31 Morgunblaðið/Kristinn Lítið um árekstra þrátt fyrir hálku ÉLJAGANGUR á suðvesturhorni landsins í gær truflaði og tafði umferð hálkuna, aðallega smá-nudd. Full ástæða var og verður trúlega áfram til víða. Að sögn lögreglunnar var þó fremur lítið um árekstra þrátt fyrir að fara að öllu með gát og flýta sér hægt í umferðinni. Fasteignamat hefur hækkað um að minnsta kosti 4,5% Verðþróun varð ekki eins og búist var við í nóvember VERÐÞRÓUN á 70-110 fermetra húsnæði í fjöl- býli á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki orðið eins og gert var ráð fyrir í nóvembermánuði síðast- liðnum þegar yfirfasteignamatsnefnd ákvað nýtt fasteignamat sem almennt er 4,5% hærra á öllum tegundum húsnæðis en það var í íyrra og á sum- um stöðum á landinu 9% og 12% hærra en það var í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í desemberhefti markaðsfrétta Fasteignamats ríkisins var mæli- kvarði á þróun fermetraverðs í íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu af stærðinni 70-110 fer- metrar 103,1 í nóvember árið 1996 og 104,0 í nóv- ember síðastliðnum, sem er lítilsháttar breyting á þessu tímabili. Helming hækkunar vísitölu neysluverðs í janúar eða 0,3% má rekja til hús- næðisliðar vísitölunnar. Þar af má rekja 0,09% til hækkunar húsnæðisgjalda, en fasteignaskattar eru reiknaðir út frá fasteignamati, eins og kunn- ugt er. Magnús Ólafsson, forstjóri Fasteignamats rík- isins, sagði aðspurður um þetta að þau gögn sem Fasteignamatið hefði haft í höndunum við ákvörð- un fasteignamatsins í nóvember hefðu bent til þess að verðlag færi hækkandi. Það virtist ekki hafa gengið eftir í þeim mæli sem ráð var íyrir gert, samkvæmt þeim tölum sem nú lægju fyrir um verðþróun á 70-110 fermetra íbúðarhúsnæði. ■ Verð/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.