Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
GGI flAiJKAI. ,S£ IIiJDACITITMMÍ'J 88
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 39
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
Úr höfnunarstofnun
í þjónustufyrirtæki
Bylting
í leikskólamálum
Pað sem af er þessu
kjörtímabili hefur orðið
bylting í leikskólamál-
um í Reykjavík. Undir
stjóm Reykjavíkurlist-
ans hefur Dagvist
barna breyst úr höfii-
unarstofnun í þjón-
ustufyrirtæki sem hef-
ur það að markmiði að
búa sem allra best að
yngstu borgarbúunum
og skapa foreldrum
þeirra þær aðstæður
og þjónustu sem þeir
kjósa og þurfa á að
halda, burtséð frá hjú-
skaparstöðu.
í stjórnartíð sjálfstæðismanna var
lögð áhersla á að byggja upp hálfs-
dagspláss. Fólk sem var gift eða í
sambúð hafði ekki svo mikið sem
leyfi til að sækja um heilsdagspláss
fyrir börnin sín! Slík var forræðis-
hyggjan að Sjálfstæðismenn töluðu
um að ekki væri hollt fyrir börn að
vera í leikskóla allan daginn og þess
vegna var áhersla á að byggja upp
hálfsdagspláss. Ekkert var tekið til-
lit til þess raunveruleika sem for-
eldrar búa við, hvað þá til óska
þeirra.
Nú er þetta breytt. Allir foreldrar
geta sótt um leikskólapláss fyrir
börnin sín og um þá tímalengd sem
þeir óska, að sjálfsögðu óháð hjú-
skaparstöðu. í sumum hverfum
vantar enn' herslumuninn á að hægt
sé sinna þörfinni fyrir öll yngstu
börnin en unnið er markvisst að því
að bæta úr því sem allra fyrst.
Kristín
Blöndal
Foreldrar eigi val
í dagvistarmálum
hefur ekki einungis
verið hugað að upp-
byggingu leikskóla á
þessu kjörtímabili.
Niðurgreiðslui- fyrir
börn giftra foreldra hjá
dagmæðrum hafa verið
teknar upp í fyrsta sinn
og rekstrarstyrkir til
foreldra- og einkarek-
inna leikskóla hafa ver-
ið hækkaðir úr 6.000
krónum með bami á
mánuði í tíð sjálfstæð-
ismanna, í 16.000 krón-
ur. Þannig hefur verið
unnið eftir þeirri
stefnu að foreldrar eigi
Það er mikilvægt að R-
listinn fái að halda
áfram uppbyggingunni,
segir Krístín Blöndal,
og að ekki verði horfið
aftur til þess ástands
sem ríkti í tíð D-listans.
raunverulegt val um þá vistun sem
þeir kjósa.
Reykj avíkurborg
stendur sig!
í samanburði við önnur sveitarfé-
lög stendur Reykjavík mjög vel. Auk
þessa að bjóða upp á leikskólapláss
fyrir börn frá eins árs aldri, kemur í
ljós í nýgerðri úttekt á leikskóla-
gjöldum í nokkrum sveitarfélögum,
að Reykjavík kemur vel út úr þeim
samanburði. Sem dæmi má nefna að
lægsta gjaldið fyrir 8-9 tíma vistun,
(það gjald sem einstæðir foreldrar,
foreldrar sem báðir eru í námi eða
báðir eru öryrkjar greiða) er á milli
22% tO 33% lægra en í hinum ellefu
sveitarfélögunum sem samanburður-
inn náði tíl. Þá má lflta geta þess að
aðeins eitt annað sveitarfélag greiðir
með börnum giftra foreldra til dag-
mæðra.
Ef viljinn er fyrir hendi
En þó að mikið hafi áunnist, vant-
ar enn herslumuninn til að markmið-
inu sé náð. Mikið og gott faglegt
starf er unnið víða í leikskólum borg-
arinnar. Það þarf að styrkja og
styðja enn frekar. Á þessu kjörtíma-
bili hefur ýmislegt verið gert sem er
tfl bóta en leggja þarf aukna áherslu
á það á næsta kjörtímabfli. Það er
því afar mikOvægt að Reykjavfloir-
listinn fái að halda áfram uppbygg-
ingunni og að ekki verði horfið aftur
til þess ófremdarástands sem ríkti í
tíð D-listans.
Ég hef setið í stjórn Dagvistar
barna bæði í minnihluta í tíð sjálf-
stæðismanna og nú á þessu kjör-
tímabili í meirihluta og hef því góða
yfirsýn yfir hversu miklu skiptir
hverjir stjórna borginni og hverju
hægt er að áorka þegar vfljinn er
fyrir hendi.
Höfundur er leikskólakennari og
myndlistarkona og tekur þátt í próf-
kjöri R-listans.
Tvær tillögur alls á
heilu kjörtímabili
SAMFE LAGIÐ
hefur komið upp viða-
miklu kerfi þar sem
gert er ráð fyrir því að
allir geti kosið fulltrúa
sína í sveitarstjóm eða
á alþingi. Þegar þang-
að kemur ræðst það af
flóknum pólitískum að-
stæðum hvort flokkur
er í meirihlutaaðstöðu,
ríkisstjóm, eða í
minnihlutaaðstöðu,
stjómarandstöðu.
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur verið lengur við
völd á íslandi en nokk-
ur annar flokkur og
stafar það auðvitað af
því að hann er langstærsti stjórn-
málaflokkurinn. Hann hefur stýrt
landinu lengur en aðrir flokkar og
ber þess vegna meiri ábygð á kerf-
inu en aðrir flokkar. Hið sama er að
segja um Reykjavík. Þar er hann
vanur að vera í stjómaraðstöðu en
óvanur og kann ekki að vera í
stjómarandstöðu. Þegar Sjálfstæð-
isflokkurinn er í stjórnarandstöðu
er fjallað um það þar á bæ eins og
undantekningu, sérstaka ógæfu eða
alvarlegt vandamál. Hann lítur
aldrei á það sem eðlilegt lýðræðis-
legt fyrirbæri að hann sé í stjómar-
andstöðu. Þegar Sjálfstæðisflokkur-
inn „lendir" í stjórnarandstöðu telur
hann kjósendur hafa gert mistök.
Það ber vott um alvarlegt virðingar-
leysi við frjálsa hugsun og skoðana-
myndun kjósenda.
Ábyrgðarlausastur allra
í stjórnarandstöðu
Þess vegna vinnur hann allt öðm
vísi en aðrir flokkar í stjómarand-
stöðu. Á alþingi er hann talinn
ábyrgðarlausari en allir aðrir flokk-
ar í stjórnarandstöðu segja mér
Guðrún
Ágústsdóttir
kunnugir menn. Það
kemur fram í enda-
lausu málþófí og töf-
um, mótmælum við
öUu. Hann beitti sér til
dæmis fyrir því að það
færi fram atkvæða-
greiðsla í þingsalnum
um það hvort forseti
mætti skrifa undir
fundargerð eða ekki.
Ekki hefur verið unnt
að gera neinar umbæt-
ur á starfsháttum al-
þingis nema Sjálfstæð-
isflokkurinn hafi feng-
ið að hafa þar forystu.
Annars er hann ósam-
starfshæfur.
Gagnrýna eigin verk
Eins er þetta í borgarstjóm
Reykjavíkur. Hann kann ekki að
vera í stjómarandstöðu. Borgarfull-
túar hans era svo ráðvilltir að þeir
gagnrýna eigin verk af því að þeir
S.jálfstæðisflokkurinn
lítur aidrei á það sem
eðlilegt lýðræðislegt
fyrirbæri, segir Guð-
rún Ágústsdóttir, að
hann sé í stjórnar-
andstöðu.
halda að gagnrýni sé aðalatriðið en
innihaldið aukaatriðið. Þeir gagn-
rýna til dæmis takmörkun umferðar
í borginni þó þeir séu sammála
þeirri takmörkun. Þeir gagnrýna
atvinnuuppbyggingu á Geldinganesi
þó þeir séu sammála henni. Þeir
gagnrýna takmarkað framboð at-
ALHLIDA TOLVUKERFI
HUGBUNAÐUR
FYRIR WINDOWS
Einföld lausn á
flóknum málum
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 •Sími 568 8055
www.lslandia.is/kerfistiiroun
Áfram Kópavogur!
SÍÐUSTU tvö kjör-
tímabil hefur orðið
ótrúleg uppbygging í
Kópavogi undir forystu
Sjálfstæðisflokksins og
bærinn tekið miklum
stakkaskiptum. Einn
gamall Kópavogsbúi,
góður vinur minn,
sagði við mig ekki alls
fyrir löngu: „Mér
finnst eins og bærinn
hafi farið úr drallugall-
anum í sparifótin í
stjóm þessa meiri-
hluta.“
Það er sama hvert
litið er; íþróttamann-
virki eru orðin með
þeim bestu á landinu,
skólarnir era allir orðnir einsetnir og
nú þarf að huga að samræmingu á
starfsemi dægradvalar við alla skóla
bæjarins. Enn vantar þó viðbótar-
húsnæði við einstaka skóla, eins og
gera má ráð fyrir í svo hraðri upp-
byggingu, og þarf að ljúka því verki
á næstu áram, um leið og haldið er
áfram með nýja skóla og leikskóla í
nýju hverfunum.
Tekið hefur verið hraustlega til
hendinni við endurnýjun gömlu
gatnanna og er það verk nú langt
komið. Gerðir hafa verið göngu- og
hjólastígar víðsvegar um bæinn og
brýnt er að þvi verld verði haldið
áfram þannig að t.d. verði hægt að
ganga og hjóla fyrir Kársnesið til
þess að almenningur geti notið úti-
vistar á skemmtilegum svæðum.
Ljúka verður frágangi á opnum
svæðum í eldri hverfum, sem farin
era að ergja íbúana, svo sem í Engi-
hjalla, Sæbólshverfi og fleiri stöðum,
og sefja það í forgang að leiksvæði
og sparkvellir verði það fyrsta sem
sett verður í nýju hverfin fyrir böm-
in. Þá hafa þau eitthvað við að vera á
öraggum svæðum í næsta nágrenni
við heimilin.
Nú eru að risa miklar verslunar-
miðstöðvar í Kópavogsdal. Margir
íbúar í grenndinni eru smeykir um
að mikil umferð og mengun í dalnum
fylgi í kjölfarið. Þess
vegna verður að vanda
einstaklega vel til alls
skipulags á svæðinu og
taka tillit til þarfa hins
mikla fjölda fólks, ekki
síst eldra fólks og
barna, sem þar býr.
Félagslegum þörfum
unglinga þarf að sinna
af alúð, en aðstöðu
vantar fyrir aldurshóp-
inn 16-20 ára hér í
Kópavogi eins og víðast
hvar annars staðar. _
Það er verðugt við-
fangsefni á næsta kjör-
Ásdís tímabili að koma upp
Ólafsddttir fjölbreytilegri félags-
aðstöðu fyrir þennan
hóp. Sú vinna er best unnin í góðu
samstarfi við unglingana, bæði hvað
varðar staðsetningu og eðli starf-
seminnar. Eðlilegt er að gera ráð
Kópavogur hefur tekið
afgerandi forystu í
íbúabróun landsins,
segir Ásdís Ólafsdóttir,
og þar hefur orðið mjö^
mikil uppbygging síð-
ustu tvö kjörtímabilin.
fyrir að nokkrar félagsmiðstöðvar
eigi eftir að taka til starfa hér í
Kópavogi næstu árin, enda er bær-
inn nú þegar orðinn stór og fer ört
stækkandi.
Kópavogur á bjarta tíma framund-
an. Bærinn hefur nú þegar tekið af-
gerandi forystu í íbúaþróun landsins*"
og undir áframhaldandi forystu
Sjálfstæðisflokksins í stjóm bæjar-
ins verður Kópavogur sú fyrirmynd
sem önnur bæjarfélög líta til.
Höfundur sækist ettír 2. sætí / próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
vinnulóða en era á móti atvinnu-
starfsemi á Grafarvogi. Þeir gagn-
rýna borgaryfírvöld fyrir land-
þrengsli en hafa samt tekið þátt í
samningaviðræðunum við Kjalar-
neshrepp. Og svo mætti lengi telja.
Það stendur ekki steinn yfir steini.
Tvær tillögur á einu
kjörtímabili!
Stjómarandstöðuflokkar nota
venjulega stjómarandstöðuár til að
byggja sig upp; til að undirbúa tillög-
ur og til að sýna hvemig þeir myndu
hafa stjómað. Það gerir Sjáflstæðis-
flokkurinn ekká. Á þessu kjörtímabili
hefur hann aðeins flutt tvær tillögur
til ályktunar í borgarstjóm. Á síð-
asta kjörtímabili fluttu minnihluta-
flokkamir hátt í hundrað slíkar til-
lögur. Þessi ótrúlega málefnafátækt
Sjálfstæðisflokksins stafar ekki af
neinu öðra en því að hann kann ekki
að vera í stjómarandstöðu. Það þarf
að gefa honum að minnsta kosti eitt
annað tækifæri.
Höfundur er forseti borgarstjómar
Reykjavfkur og þátttakandi ípróf-
kjöri Reykjavfkurlistans.
Fjölmennt ehf kynnir
Zig Ziglar corp. á íslandi
Sölutækni til árangurs
Winning Sales Strategies
Krish Dhanam
Hótel Loftleiðir
26. janúar nk.
kl. 08.00 - 17.00
Kr. 29.900 fyrir einn
Innifalið: námskeiðsgögn,
kaffiveitingar og hádegisverður
Ef þrír skrá sig frá sama fyrirtæki fær fjórði
starfsmaðurinn frítt.
Ef sjö skrá sig frá sama fyrirtæki fá þrír frítt
I síma 568 9750, fax 568 9754